Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1988, Síða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1988, Síða 36
36 FIMMTUDAGUR 14. JÚLl 1988. Lífsstfll Yfirstærðir: Konur eiga oft erfitt með að fá fallegan fatnað „Eg ætla að fá dökkbláar buxur, kápu og skyrtu númer 52," segir kona nokkur. „Viltu ekki máta?" spyr afgreiðslustúlkan í grandaleysi. „Nei, nei," segir konan. „Ég veit að þetta númer passar mér alveg." Af- greiðslustúlkan finnur það sem beðið var um. Konan borgar fyrir flíkurnar ^ og heldur heim með fótin í poka þar sem hún þorir loksins að ganga úr skugga um hvort þau passa. Stórar konur eiga oft í vandræðum með að fá á sig falleg fót sem klæða þær. Flestar verslanir selja eingöngu fót i númerunum 36-42 og sumar Tískan kannski upp í númer 44. Einstaka verslun hefur svo kannski eina flík í stórum númerum. Háðsglósur í verslunum Lengi hefur verið alið'á minnimátt- arkennd þess hóps sem notar fót í yfirstærðum. Ef kona, sem notar stór fatanúmer, hefur komið inn í tísku- fataverslanir hefur hún oft mátt sætta sig við háöslegt augnaráö og glósur eins og: Viö eigum alveg ör- ugglega ekkert sem passar á þig. Þetta, ásamt öðru, hefur svo orsakað -fcþað að konur missa virðingu fyrir eigin útliti og líkama. Það eina sem þær velta fyrir sér er hvort einhvers staðar séu til fbt til aö hylja nekt þeirra án tillits til þess hvort fatnað- urinn sé fallegur. Margar hafa líka orðið að sætta sig við þaö að fá ekki Hvítur og dökkblár sparikjóll en hann fæst í flestum númerum. á sig fót nema í svörtu eða dökkbláu, litum sem sagt er að grenni án þess að það sé alltaf raunin. Sniðin skipta alveg jafnmiklu máli í þvi sambandi. Það er útbreiddur misskilningur að dökk fót séu þau sem henta í öllum tilvikum best. Þrekvaxnar konur geta eins og allar aðrar konur gengið í öllum regnbogans litum, svo fram- arlega sem liturinn og sniðin henta vaxtarlagi þeirra. Verslunum fjölgar hægt Lengst af hafa stórar konur orðið að láta sérsauma á sig fatnað eða þá að fara után og kaupa hann þar. Ekki er ýkja langt síðan farið var að selja fatnað í yfirstæröum hér á landi en nú á síðustu árum hefur þeim verslunum farið fjölgandi sem hafa shkan fatnað á boðstólum þó enn séu ekki margar verslanir sem selja fatnaö í stærðum frá 50-60 en þeim fer fjölgandi. Enda má ef til vill segja að markaðurinn fyrir fatn- að í númerum 36-42 sé löngu orðinn mettur. DV leit inn í nokkrar verslanir sem selja fatnað í stórum númerum. Það skal tekið fram að ekki er hér um neina tæmandi könnun að ræða, ein- ungis er stiklað á stóru og því hafa einhverjar verslanir, sem selja fatn- að í yfirstærðum, getað orðið útund- an. Fatnaður í öllum regnboqans litum Verðlistinn við Laugalæk hóf sölu á fatnaði í yfirstærðum árið 1965. Þar geta konur fengið finnsk og dönsk fót í öllum númerum, sama hvort þær nota númer 36 eða 56. Úrvahð af fatn- aði í versluninni er gott því þar er hægt aö fá buxur, boli, kápur, skyrt- ur, pils og svo framvegis, eða allan aimennan klæðnað. M. Manda í Kjörgarði sérhæfir sig Léttur rykfrakki en þeir fást í öllum númerum. ■ Nú er hægt að hringja inn smáauglýsingar og greiða með korti. Þú gefur okkur upp: Nafn þitt og heimilisfang, síma, nafnnúmer og gildistíma og númer greiðslukorts. • Hámark kortaúttektar í síma kr. 5.000,- • SMÁAUGLÝSINGADEILD ÞVERHOLTI 11 SÍMI 27022 Klæðileg dragtfrá Verðlistanum. DV-myndir GVA eingöngu í fatnaði í yfirstærðum. Fötin þar eru ýmist innflutt eða María Manda saumar þau sjálf og svo er hluti af því sem fæst í versluninni hannaöur af Möndu og saumaður á saumastofum hér. í versluninni er hægt aö fá margs konar fatnað í öll- um regnbogans htum. Má þar nefna gallabuxur, skyrtur, kjóla, gott úrval af jökkum, boli og peysur og þar hef- ur einnig verið til sölu leðurfatnað- Fatnaður í yfirstærðum er ekki dýrari en fatnaður í standardstærðum Stelpulegur sumarfatnaður í dökkbláu og hvitu. Það eru ekki margar versl- anir sem selja fatnað í yfir- stærðum en þeim fer fjölg- andi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.