Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1988, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1988, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚLl 1988. Fréttir Pétur Bjarnason, Jón Bjarnason og Omar Pétursson, þrír af aðstandendum Fjörs 88, stökkva ofan af hljómsveitar- pallinum. DV-mynd gk Fjör 88 í Eyjafirði: „Við reiknum með 7-8 þúsund manns“ Gyli Kristjánsson, DV, Akureyri: „Það er allt að verða klárt hér á Melgerðismelum og við reiknum með að fá hingað 7-8 þúsund manns um helgina," sagði Jón Bjarnason, einn aðstandenda Fjörs hf„ sem stendur að útihátíðinni Fjör 88 á Melgerðismelum í Eyjafirði um verslunarmannahelgina, við DV. Forráðamenn hátíðarinnar sögðu að þeir gætu hæglega tekið á móti 10-11000 manns inn á svæðið, þar eru framkvæmdir á lokastigi, búið að koma fyrir um 70 fermetra sviði, danspalli, setja upp söluskúra, hrein- lætisaðstöðu og áfram mætti telja. Sérstakar fjölskyldubúðir verða á svæðinu og bílastæði eru nær óend- anleg á melunum fyrir ofan aðal- svæðið. AIls munu um 250 manns vinna við mótið. Lið skemmtikraftanna, sem skemmtir á hátíðinni, er fjölskrúð- ugt. Hljómsveitir, sem skemmta fostudagskvöld, laugardagskvöld og sunnudagskvöld frá kl. 20 til 4, eru Skriðjöklar, Sniglabandið, Sálin hans Jóns míns, Stuðkompaníið, Rokka billy bandið, Víxlar í vanskil- um og ábekingur og færeysku fjör- kálfarnir í Viking band. Aðrir skemmtikraftar eru Spaug- stofumennimir Sigurður Siguijóns- son, Öm Árnason og Karl Ágúst Úlfs- son, sem einnig veröa kynnar hátíö- arinnar. Hljómsveitakeppni 10 hljómsveita víðs vegar af landinu verður háð, íslandsmót í sand- spymu, aflraunakeppni fyrir al- menning, aflraunasýning valinna kraftajötna og flugeldasýning. Varð- eldur verður með öllu tilheyrandi, sviölugsýning og hestaleiga. Þá er ætlunin að setja heimsmet í fallhlíf- arstökki með því að stökkvarinn ætlar að lenda á hestinum Guttormi og verður það án efa sniðug lending. Melgerðismelar era um 20 km fyrir innan Akureyri. Þar hafa hestamenn byggt upp mjög góöa aðstöðu. Þar er mjög skjólsælt og ætti ekki að væsa um mótsgesti. DV Þjóðhátíðin í Vestmannaeyjum: „Astæða til bjartsýni“ - segir framkvæmdasljóH þjóðhátíðamefndar Ómar Garðaisson, DV, Vestmaimaeyjum: Um næstu helgi verður haldin hin árlega þjóðhátíð Vestmannaeyinga og er þetta í 114. sinn, sem hún er haldin. Undirbúningur hefur staðið síðustu vikur og í gær, þegar rætt var við Gunnar Andersen, fram- kvæmdastjóra þjóðhátíðarnefndar, sagði hann undirbúning á lokastigi. íþróttafélagið Þór sér um hátíðahöld- in að þessu sinni. Aðgangseyrir verð- ur 4000 kr. og er reiknað með um sjö þúsund manns á þjóðhátíð. „Það er ekki ástæða til annars en bjartsýni. Allur undirbúningur hef- ur gengið vel og aldrei hefur verið lagt meira í skreytingar en nú. Sem dæmi má nefna að hátt í 3000 Ijósa- perur munu lýsa upp Heijólfsdal á nætumar, auk þess sem Ijós verða á öllum sviðum. Brennan á Fjósakletti er okkur sérstakt tilhlökkunarefni því hún hefur aldrei verið stærri en núna. Kveikt verður á henni á föstu- dagskvöldið. Þá má ekki gleyma hinni frábæru flugeldasýningu á laugardagskvöldinu og varðeldinum á sunnudagskvöldið, sem að margra áliti er hápunktur þjóðhátíðar, þegar mörg þúsund manns syngja í einum kór svo undir tekur í klettunum,“ sagði Gunnar framkvæmdastjóri. Vandað er til dagskrárinnar og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Margt verður til skemmtunar fyrir þá yngstu og reyndar fyrir alla aldurshópa. Greifamir leika fyrir dansi á kvöldin, HLH-flokkurinn, Halli og Laddi skemmta, svo fátt eitt sé nefnt. Dagskrá verður á daginn og kvöldin. Þá gat Gunnar þess að sjúkraþjónusta og eftirlit meðan á þjóðhátíð stendur verður í höndum hjálparsveita og björgunarfélaga í Eyjum ásamt lögreglu. Állur ágóði rennur til starfsemi íþróttafélagsins Þórs, sem verður 75 ára á þessu ári. Veitingasala er í Gunnar Andersen, framkvæmda- stjóri þjóðhátíðarnefndar. DV-mynd Ómar. höndum hinna ýmsu íþróttadeilda í bænum. í tilefni þjóðhátíðar er gefið út sérstakt blað, sem Þorsteinn Gunnarsson ritstýrir, og er sérstak- lega til þess vandað núna. Þjóðhátíð- arlagið í ár er eftir Ólaf Lámsson við texta Guðjóns Wægi. „Veðurútlit er gott, straumurinn liggur hingað," sagði Gunnar að lokum. í dag mælir Dagfari Fréttatengsl í stað frétta Bylgjan virðist hætt að rísa og öldufaldurinn eitthvað á niðurleið. Nú ætlar Bylgjan aö hætta að út- varpa fréttum en flytja þess í stað fréttatengt efni af og til, eins og það er kallað. Hljóta allir að sjá að á þessu tvennu er stór munur, enda em fréttir bara til bölvunar, eins og allir vita. Má til dæmis benda á að Ríkisútvarpiö er farið að hafa bamatíma á kvöldin klukkan átta á sama tíma og fréttatími Sjón- varpsins hefst. Sögöu útvarpsmenn að þetta væri gert til að reyna að koma í veg fyrir að böm væm að horfa á fréttimar því að þar kæmi margt voðalegt á skjáinn sem ekki væri hollt ungum bömum. En frjálsu útvarpsstöðvamar hafa svo sannarlega ekki gleymt bömunum. Það er ekki nóg með að þær hafi orðið þess valdandi að bömin gala ekki lengur vitleysistexta eins og Atti katti nóa eða Göngum, göngum upp í gilið heldur hafa þær fært grislingunum menningarljóð eins og það stendur ekki á mér, dú jú lov mí og feitar konur. Þar fyrir utan sjá þær bömunum fyrir hollri tómstundaiðju á borð við það að safna gostöppum úr göturæsinu. En það tók nokkum tíma fyrir fijálsu stöðvamar að átta sig á hvaða hlutverki þær ættu að gegna. Til að byija með vom þær til dæm- is með samtalsþætti á dagskrá á kvöldin þar til kom í ljós að slíkt er aðeins í verkahring ófijálsra stöðva. Slíkum þáttum var því kippt út snarlega og nú er helst ekki talað meira en nemur kynn- ingu á næsta lagi og getraunasam- keppni. Enda má engan tíma taka frá tónlistinni sem þama er flutt og er jafnnauðsynleg hlustendum og blóðið sem rennur í æðum þeirra. Það er því eðlflegt að Bylgj- an skeri niður fréttimar og fari að dæmi Stjömunnar sem framleiðir hinar stórmerku Stjömufréttir af miklum móð og vakið hafa mikla athygli allra þeirra sem ekki hlusta á þær. Einstaka nöldurseggir em af og tfl að fetta fingur út í dagskrá frjálsu stöðvanna og rásar tvö og segja að þetta sé allt sami grautur í sömu skál. Þessir menn gera sér auövitað enga grein fyrir því í hveiju hið raunverulega útvarps- frel^i felst. Það felst í því að spila sömu lögin aftur og aftur allan sól- arhringinn öllu hugsandi fólki tfl óblandinnar ánægju og fróðleiks. Alveg á sama hátt og stöð tvö sýnir sömu bíómyndimar aftur og aftur með það í huga að aldrei sé góð vísa of oft kveðin. Þegar á allt er litið er það hárrétt ákvörðun hjá Bylgjumönnum að vera ekki að sperrast þetta í almennum fréttum, enda er fréttatengdi akurinn miklu áhugaverðari. Allir geta verið sam- mála um að það sé frétt ef maður dettur ofan af svölum á tíundu hæð og sleppur ómeiddur. Þeir fjölmiðl- ar sem sinna fréttum greina auðvit- að frá þessu og koma með skýring- ar eða tilgátur um hvemig stóð á því aö maöurinn lamdist ekki tfl bana eða stórslasaðist. En frétta- tengdu útvarpsstöðvamar taka öðmvísi á málinu. Þær greina frá því hver eiginkona mannsins er, leita upplýsinga um hvemig sam- komulag sé með þeim hjónum, hvað þau skuldi í íbúðinni, hve mörg böm þau eigi og á hvaða aldri. Sömuleiðis er háöldrað amma mannsins heimsótt á elli- heimiliö og hún spurð í þaula um hvort slys eða óhöpp hafi átt sér stað í familíunni síðustu hundrað árin eða svo. Svona má endalaust finna fréttatengt efni sem vekur áhuga fólks sem hefur ekki mikinn áhuga á fréttum. Svo má ekki gleyma því að auglýsingar eru kjörið efni í fréttatengda þætti og vænlegt tfl aö treysta fjárhagslegan grundvöll fijálsu stöðvanna sem ekki em með lögbundna rukkunar- heimfld á þá sem leggja við hlustir. Þeir sem vflja hlusta á hefðbundn- ar fréttir stilla á Gufuna og þeir sem vflja horfa á langar og flóknar útskýringar á slagsmálum götulýðs í Asíu kveikja á sjónvarpinu og fá í kaupbæti langa fyrirlestra um sjávarútvegsmál. Aðrir sem kjósa frekar að fylgjast með því sem fram fer innanlands og utan lesa DV og Moggann. Allir hafa því aögang að fréttum og fréttatengdu efni við sitt hæfi eins og vera ber. Hitt er svo annað mál aö Dagfari hefur enn ekki skilið hvers vegna frétta- tengdu stöðvamar telja nauðsyn- legt að fréttatenglar þeirra hrópi svo hátt í eyru hlustenda og tali svo hratt aö þeim liggur ítrekaö viö andköfum. Maður hefði haldið að þeir sem á hlýddu væru almennt ekki famir að tapa heym fyrir ald- urs sakir. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.