Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1988, Qupperneq 19
ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚLÍ 1988.
19
T iffcsHll
Fólkið á götunni:
Alltof dýrt, fer sjaldnar, hef ekki efni á...
Tíðindamaður DV fór á stjá um mið-
bæ Reykjavíkur og hitti þar að máli
nokkra vegfarendur. Þeir voru meö-
al annars spurðir um hvort þeir færu
oft/sjaldan út að borða og hvað þeim
fyndist um veitingahúsamenning-
una á íslandi.
Páll Ólafson frá Patreksfirði sagði
htið úrval á sínum heimaslóðum af
veitingastöðum.
„Ég hef mjög gaman af því aö fara
út að bofða og geri það oft þegar ég
kem til Reykjavíkur en ég vildi sann-
arlega fara enn oftar en ég geri. Því
miður er þaö allt of dýrt, líka þaö að
koma til Reykjavíkur og þurfa að
kaupa sér dýran veitingahúsamat.
Ég myndi vissulega fara oftar út að
borða ef þetta væri ekki svona dýrt,“
sagði Páll.
Agnes og Björn Steffensen kváðust
mjög ánægð með úrvalið af veitinga-
stöðum í bænum og voru ánægð með
þróun matarmenningarinnar, að
breiddin væri sífellt að aukast. Hins
vegar voru þau sammála um að þaö
væri í dýrara lagi. Agnes sagði að
þau hjónin færu einstaka sinnum út
að borða, en ekki mjög oft.
„Það breytir engu fyrir okkur þótt
verðlagiö hækki á veitingahúsamat.
Við færum ekki oftar á matsölustaði
þótt verðið væri lægra. Okkur finnst
ágætt að borða heima og þá frekar
að bjóða fólki með okkur eða fara í
heimahús."
Gunnar Hjálmarsson sagöi aö sér
fyndist maturinn hér á landi fokdýr
miðað við erlendis en gæöin á matn-
um hér heima væru orðin mjög mik-
„Ég vildi sannarlega fara oftar út
að borða,“ sagði Páll Ólafsson.
il og úrvalið einnig. „Ég er mjög
ánægður með úrvahð en ég fer mun
sjaldnar á dýra eða finni veitinga-
staði en ég áður gerði vegna þess aö
ég hef einfaldlega ekki efni á því. Ég
held að ungt fólk fari yfirleitt ekki á
þessa staði núorðið. Það fer miklu
fremur á ódýrari skyndibitastaði eða
pitsustaði. Mér finnst allt í þessu
þjóðfélagi allt of dýrt. Það er bara
það sama með veitingahúsamat og
annaö í þessu þjóðfélagi."
Auður Jensdóttir sagðist aldrei
nokkurn tíma fara út að borða. „Það
er allt of dýrt að fara á matsölustaði.
Ég er hins vegar mjög ánægð með
að svo margir matsölustaðir séu á
höfuðborgarsvæðinu og mér fyndist
upplagt að sleppa við eldamennsk-
una öðru hverju og fara út að borða.
„Ég fer sjaldnar á dýra veitinga-
staði,“ sagði Gunnar Hjálmarsson.
Ég myndi hiklaust gera það ef þaö
kostaði ekki svona mikið,“ sagði
Auður.
Tíðarandi
Magnea Gunnarsdóttir og Björg
Hauksdóttir sögðust báðar fara frem-
ur sjaldan út aö borða.
„Ég fer ekki út að borða nema af
einhveiju sérstöku tilefni. Ég hef fá
tækifæri til að fara út að borða vegna
þess að ég vinn þannig vinnu,“ sagði
Magnea. Björg tók í sama streng og
sagöi að það væri hvorki þeirra hfs-
„Þaö væri upplagt að sleppa við
eldamennskuna öðru hverju," sagði
Auður Jensdóttir.
stíh að fara út að borða né heföu þær
peninga til þess. „Ég er sannfærð um
að ef þetta væri ódýrara myndi fólk
hiklaust fara oftar út að borða,“ sagði
Björg.
Parísarbúar, sem áttu leið um
Austurstræti, sögðust vera á heim-
leið eftir tveggja vikna dvöl. „Við
ætluðum upphaflega að vera í þijár
vikur en við verðum að fara heim
núna vegna þess að allt okkar fé er
uppurið,“ sagði Birgitte Laglasse,
einn ferðamanna. „Það er rosalega
dýrt aö borða hérna en þó skárra í
Reykjavik en úti á landi.“
„Sjáðu bara,“ sagöi Birgitte og dró
'saltstauk upp úr vasa sínum. „Þessi
saltstaukur kostar hér í búð 49 krón-
ur. Svona saltstaukur kostar 10 krón-
ur íslenskar út úr búð í París.“ Og
„Við verðum að fara heim viku fyrr
vegna féleysis,“ sagði Birgitte La-
glasse Parísarbúi.
bætti svo við. „Það er ekki furða að
veitingahúsamatur sé svona dýr á
íslandi fyrst saltstaukurinn kostar
fimm sinnum meira en París. En því
er ekki að neita aö það er mjög góður
matur á íslandi og fjöldi veitingahús-
anna kom okkur á óvart.“
„Okkur fmnst alveg sjálfsagt að
borga hátt verð fyrir góða þjóunstu
og góðan mat,“ sögðu systurnar
Halldóra og Linda Sólbjartsdætur,
„en þaö eru allt of margir matsölu-
staðir of dýrir miðað við gæði. Að
þvi leytinu til eru allt of margir léleg-
ir matsölustaðir.“
Hahdóra sagðist fara út að borða
einu sinni í mánuði, en yngri systir-
in, Linda, sagðist fara mun sjaldnar.
„Okkur finnst ágætt að borða heima,“ sögðu hjónin Agnes „Það er ekki okkar lífsstíll að borða úti,“ sögðu Björg Hauks- „Sjálfsagt að borga þetta verð fyrir góðan mat og góða þjón
og Björn Steffensen. dóttir og Magnea Gunnarsdóttir. ustu,“ sögðu systurnar Halldóra og Linda Sólbjartsdætur.
Þingkonur og -menn:
Fara alþingismenn oft út að borða?
Haft var samband við nokkra þing-
menn og þeir spurðir hvort þeir færu
oft út að borða og hvað þeim fyndist
um verðið á matnum.
Guðrún Helga-
dóttir, Alþýðu-
bandalagi, sagði
að hún færi ekki
oft út að borða en
það kæmi þó fyr-
ir.
„Mér finnst af-
skaplega lítill verðmunur á 1. flokks
og miðlungs veitingastöðum. Þeir
virðast ekki gera mun á 1. og 2. flokki.
En miðað við Skandinava stöndum
.við vel að vígi. Við eigum mjög góða
veitingastaöi. Verðið hér á landi er
hins vegar ókristilegt.
Ég held að kreppan sé hjá veitinga-
húsamönnum sjálfum. Ef þeir byðu
upp á mat á skaplegra verði stæðu
þessi veitingahús mun betur að vígi
og næðu því til stærri kúnnahóps.
Svo finnst mér allt of mikiö af ein-
hhða veitingastööum hér á landi.
Mér finnst nauðsynlegt að fjöl-
skyldur komist út að boröa öðru
hveiju. Sjálf hef ég afar gaman af því
að fara út að borða með skemmtilegu
fólki.“
Guðrún Agnars-
dóttir, Kvenna-
hsta, sagði hins
vegar að ferðir á
matsölustaði
væru ekki ríkj-
andi þáttur í sínu
lífí um þessar
mundir. Hins vegar væri nokkuð um
matarfundi sem fylgdu þingmanns-
starfinu.
„Ég nýti frekar þann litla tíma sem
ég á aflögu th þess að vera heima
með fjölskyldunni. Það er hrein hvíld
aö fá að vera heima og ég hef mjög
gaman af því að búa til mat sjálf. Ef
ég gegndi ekki þessu starfi gæti ég
vel ímyndað mér að ég færi oftar út
að borða.
Matreiðslumenningin hefur tekiö
gríðarlegum framfórum hér á landi,
t.d. finnst mér mjög jákvætt hvað
þeir hafa getað nýtt sér náttúruleg
íslensk hráefni. Það kennir okkur
hinum hvernig á að fara að. Gallinn
er sá uð það er allt of dýrt að fara
út að borða. Ég heyri mikið á fólki,
ekki bara að veitingahúsamatur sé
of dýr, heldur aht annað.
Júlíus Sólnes,
Borgaraflokki,
kvaðsthafaaukið.
það nokkuð að
fara út að boröa í
kjölfar þess að
hann varð þing-
flokksformaður,
■' þaö fylgdi starfinu.
ars.
„Það er allt of dýrt að fara út að
borða. Ég myndi tvímælalaust fara
oftar ef það væri ódýrara. Dýrtiðin
sýnir bara hve allt er orðið snarvit-
laust í þessu þjóðfélagi. Að öðrum
kosti er ég mjög hrifinn af þeirri veit-
ingahúsamenningu sem sprottin er
upp hér á landi en ég hef enga trú á
því að öll þessi veitingahús eigi eftir
að lifa lengi."
Eiður Guðnason,
Alþýðuílokki, fer
afar sjaldan út að
borða að eigin
sögn.
„Það er helst aö
maöur borði á
veitingastöðum
úti á landi á ferðalögum tengdum
starfinu. En þaö er ekki mikið um
En færi lítið ann-
það hér í Reykjavík. Það er helst að
ég fari á ódýra staði eins ogúlfar og
Ljón, þá sjaldan sem það gerist. Mér
sýnist verðlagið vera svipað hér og í
Skandinavíu en mun hærra en í
Bandaríkjunum.“
Eiður sagðist ekki vera nógu kunn-
ugur verðlagi á veitingahúsamat en
haíði heyrt að það væri mjög dýrt
að borða úti, kvaðst mundu fara oftar
ef verðlag væri lægra.
„Maturinn sem ég hef fengið á veit-
ingastöðum hérlendis hefur alla tíð
verið afar góður," sagði Eiður.
Salóme Þorkels-
dóttir, Sjálfstæð-
isflokki, sagði aö
hún og eigin-
maður hennar
færu lítið út að
borða að tilefnis-
lausu, vhdu frek-
ar nýta frítímann heima hjá sér. Því
væri hún ekki dómbær á verölagið á
veitingahúsunum.
„Ég geri mér samt grein fyrir því
að ef þ^ð væri mun ódýrara að fara
út að borða heíði það viss áhrif. Hins
vegar er ég mjög ánægð með veit-
ingahúsamenninguna, hvernig hún
hefur þróast, t.d. hvernig matreiðslu-
mennimir hafa nýtt sér íslenska
lambakjötiö og fiskinn. Mér þætti
leitt ef þessi litlu veitingahús, sem
eru í miðborginni, hrykkju upp af.
En þá staöi þekki ég helst þar sem
ég vinn í miöbænum.
Jóhann Ein-
varðsson, Fram.
sóknarílokki,
sagðist ekki
flokkast undir þá
sem fara oft á
fírini veitinga-
hús.
„Ég bý í Keflavík og verö því ahtaf
að borða einhvers staðar í hádeginnu
vegna vinnu minnar í Reykjavík og
borða yfirleitt f matsal Alþingis.
Einnig kemur oft fyrir aö ég „snarla“
á kvöldin í Reykjavík og það er einn-
ig vegna vinnunnar. Ég fer yfirleitt
aldrei út að boióa að tilefnislausu,
enda gerir maöur sér ekki ferö til
Reykjavíkur til þess eins að fara út
að borða.
„Það er auðvitað afar dýrt að borða
á fínum veitingastöðum en ég veit
um marga staði þar sem ekki er dýrt
að borða.“