Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1988, Side 34

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1988, Side 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚLÍ 1988. Jarðarfarir Fréttir „Falleinkunn í fjánnálastjóm“: Viðskiptaráðherra í full- trúaráði Landakotssprtala Meðal þeirra sem Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráðherra hefur geflð „falleinkunn í fjármála- stjórn“ vegna reksturs Landakots er samráðherra Jóns Baldvins og flokksbróðir, Jón Sigurðsson við- skipta-, dóms- og kirkjumálaráð- herra. Jón Sigurðsson á sæti í fulltrúar- áði St. Jósefsspítala ásamt stórum hópi valinkunnra manna. Þetta fulltrúaráð kýs framkvæmdastjórn spítalans. Samkvæmt starfsreglum ráðsins skal leggja íjárhagsáætlun sjúkrahússins fyrir þaö til stað- festingar. Fyrir fundi ráðsins skal og leggja allar meiriháttar ákvarð- anir um rekstur spítalans. Sam- kvæmt venju varðandi innra eftir- lit fyrirtækja ætti það að vera full- trúaráðið sem ber hina endanlegu ábyrgð. Formaður ráðsins er Óttarr Möll- er, fyrrverandi forstjóri Eimskips. Meðal annarra ráösmanna eru Jó- hannes Nordal seðlabankastjóri, Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Verslunarbankans, Valur Valsson, bankastjóri Iðnaðarbankans, Er- lendur Einarsson, fyrrverandi for- stjóri Sambandsins, Sigurður Helgason, fyrrverandi forstjóri Flugleiða, Gunnar J. Friðriksson, formaður - Vinnuveitendasam: bandsins, Hallgrímur Sigurðsson, forstjóri Samvinnutrygginga, Har- aldur Ólafsson lektor, Bjöm Ön- undarson tryggingayfirlæknir, Gunnar Friðriksson, eigandi skipa- innflutninga með sama nafni, Ingi- björg R. Magnúsdóttir, deildar- stjóri í heilbrigðisráðuneytinu, Unnur Ágústsdóttir, formaður Bandalags íslenskra kvenna, Logi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landakots, Ólafur Öm Amarson, yflrlæknir á Landakoti, Bjarni Jónsson læknir, Jón Ingimarsson lögfræðingur og systir Hildegardis nunna. Þessu fólki öllu hefur Jón Bald- vin Hannibalsson gefið „fallein- kunn í fjármálastjórn". -gse Verðfall á íslenskum fiski í Bretlandi Guðlaug Sigurjónsdóttir verður. jarðsungin frá Fossvogskirkju mið- vikudaginn 27. júlí kl. 13.30. Andlát Lára Skarphéðinsdóttir lést á Hrafn- istu sunnudaginn 24. júlí. Helgi Gunnarsson andaðist á Borgar- spítalanum laugardaginn 23. júlí. Siguijón Guðjónsson lést á Sjúkra- húsi Suðurlands fóstudaginn 22. júlí. Gunnar Þorkelsson lést á Landspítal- anum aðfaranótt 25. júli. Ólafur Þorkelsson lést á Kumbara- vogi aöfaranótt 25. júlí. Magnús Óskar Magnússon lést á Borgarspítalanum laugardaginn 23. júlí. Sýningar Myndlistarsýning í Ferstiklu Nú stendur yfir sýning á myndverkum eftir Bjama Þór Bjamason frá Akranesi í Ferstiklu á Hvalfiarðarströnd. Á sýn- ingunni em olíukrítarmyndir, collage og grafík (einprent). Myndimar em til sölu og stendur sýningin til 13. ágúst nk. Ferðalög Utivistarferðir Miðvikudaginn 27. júli og fimmtudaginn 28. júlí verða famar Þórsmerkurferðir kl. 8, sérstaklega ætlaöar sumardvalar- gestum. Hægt er að dvelja til fóstudags, sunnudags, mánudags eða lengur. Uppl. og farm. á skrifst., Grófmni 1, simar 14606 og 23732. Sjáumst. Ferðafélag íslands Verð á íslenskum ferskfisk lækk- aði á fiskmörkuöum í Bretlandi i gær og í dag. í síðustu viku fékkst metverð fyrir þorsk og ýsu og með- alverð fór j'fir hundrað krónur kílóiö. „Þaö kaupir enginn til lengdar fisk á hundrað kall kílóiö, frekar borða menn kjúklinga,“ segir Gúst- af Einarsson hjá mnboðsfýrirtæk- inu ísbergi í Hull. Þeir umboðsaðil- ar, sem DV ræddi viö, voru á einu máli um það að markaðsverö á þorski og ýsu hefði verið óeðlilega hátt í síöustu viku og vaninn væri að eftir metvikur færi markaður- inn í „þynhku“ og verð lækkaði. Síðustu 3 vikur hafa verið i gildi útfiutningstakmarkanir á íslensk- um ferskfiski og til stóö að helm- inga það magn sem var flutt út í fyrra. Jón Olgeirsson hjá Fylki í Grims- by sagði að ætlun íslenskra stjórn- valda að stjóma breskum fisk- mörkuöum gæti ekki heppnast til lengdar. Hann sagði þaö sjálfsagt að reyna að komast hjá verðfalli vegna ofíramboðs en þær takmark- anir, sem nú giltu, væru skot yfir markiö. „Ég hef stundum sagt aö tilraun til að stjórna markaöslög- málum væri eins og að sfjórna Qóöi og fjöru," segir Jón. í dag og í gær fékkst álíka meðal- verð fyrir íslenskan fisk i Bretlandi og á sama tíma í fyrra en þá voru ekki takmarkanir á ferskfiskút- flutningi. Á meðan meðalverðið á Bretlandsmarkaöi er í kringum 75-80 krónur fyrir þorskkílóið er það selt á 35-40 krónur á íslenskum mörkuðum. Það kostar um 17-20 krónur að flytja hvert kíló í gám á Bretlandsmarkaö. Umboösmenn í Bretlandi töldu að verð mundi aftur hækka í lok vik- unnar og í næstu viku. Þeir vildu þá ekki spá hvort meðalverð yrði jafnhátt og í síðustu viku en töldu aðþaöyröivelviðunandi. pv Athugasemd fra Stuðmönnum Jakob Frímann Magnússon hefur óskaö birtingar á eftirfarandi at- hugasemd fyrir hönd Stuðmanna: ‘ „Það er aö okkar mati mjög alvar- legt mál þegar blaðamenn fara vísvit- andi með ósannindi eins og Gísli Kristjánsson, blm. DV á Akureyri, gerðist sekur um í gær. Hann hafði sjálfur samband viö Tómas Tómas- son bassaleikara til að bera undir hann sögusögn en fékk hins vegar tvímælalaust staðfest að Egill, Ragn- hildur, Jakob, Þóröur, Tómas og As- geir munu öll leika með Stuðmönn- um næstkomandi fóstudags-, laugar- dags- og sunnudagskvöld í Atlavík. Gegn sinni betri vitund gefur blaðamaður DV á Akureyri allt ann- að í skyn í slúðurdálki sínum. Og nú spyr maður sig: Hverra hagsmunum heldur hann sig vera aö þjóna?“ Miövikudaginn 27. júlí kl. 20 verður kvöldferð í Bláíjöll og upp á fjallið með stólalyftunni. Tillcyimiiigar Loftbrú til Vestmannaeyja Um verslunarmannahelgina verður leiguflug Sverris Þóroddsonar með loft- brú til Vestmannaeyja. Flogið verður frá Hellu og Reykjavík. Upplýsingar í síma 28011 í Reykjavík og 98-75165 á umboðs- skrifstofunni á Hellu. Heyrn og tal rannsakað á Norðurlandi vestra Móttaka verða á vegum Heymar- og tai- meinastöðvar íslands á Norðurlandi vestra 8.-13. ágúst. Þar fer fram greining heymar- og talmeina og úthlutun heym- artækja. Áætlað er að vera á Ólafsfirði 8. ág., Siglufirði 9. ág., Sauðárkróki 10. ág., Blönduósi 11. ág. og fram til hádegis 12. ág., Skagaströnd 12. ág. frá kl. 13 og Hvammstanga 13. ág. Sömu daga að lok- inni móttöku Heymar- og talmeinastöðv- * arinnar verður almenn lækningamót- taka sérfræðings í háls-, nef- og eyma- lækningum. Tekið er á móti viðtalsbeiðn- um á viðkomandi heilsugæslustöð. Jafn hæfilegur hraði sparar bensín og minnkar slysahættu. Ekki rétt? UMFERÐAR RÁÐ Kaupfélagshúsið sem verður ráðhús Selfyssinga i framtíðinni. Selfoss: Kaupfélagshöllin fór á 57 milljónir króna Regína Thorarensen, DV, Selfossi: Kaupfélag Ámesinga hefur selt hið stóra og reisulega verslunar- og skrifstofuhúsnæði við Austurveg á Selfossi, eitt tignarlegasta hús lands- ins, sem byggt var fyrir rúmum 40 árum. Kaupendur eru Selfossbær og Samtök sunnlenskra sveitarfélaga. Kaupverðið er 57 milljónir króna. Áður hafði Gjáin keypt hálfan kjall- ara hússins. Eignaraðild skiptist þannig milli kaupenda: Selfossbær 58%, Samtök sunnlenskra sveitarfélaga 35% og Gjáin tæp 7%. Selfossbær og Ámes- sýsla fá hálfan kjallaranú og Selfoss- bær fær alla fyrstu hæöina fyrir Héraðsbókasafn Árnessýslu og þar er meðal annars hiö stórmerka bóka- safn sem séra Eiríkur 'J. Eiríksson heitinn og eiginkona hans, Kristín Jónsdóttir, gáfu fyrir nokkmm árum. Samtök sunnlenskra sveitarfélaga fá aðra hæðina og þar verður einnig aðstaða fyrir Fræðsluskrifstofu Suð- urlands, Fasteignamat ríkisins og fleiri skrifstofur. Risið verður sam- eiginleg eign. Aíhending til Selfoss- bæjar veröur eftir eitt ár en til sam- takanna innan tveggja ára frá undir- skrift samiiingsins. Við undirskrift samningsins voru margar snjallar ræður fluttar en nokkrir ræöumanna hörmuöu þó hvað langan tíma kaupin á húsinu hefðu tekið. Þá vom góðar veitingar, kafíi og rjómatertur og var létt yfir mönnum. Hjörtur Þórarinsson, framkvæmdastjóri Samtaka sunn- lenskra sveitarfélaga, hélt eftirfar- andi ræðu: Kaupin á húsinu kveiktu mörg orð en kaupendur hættu loks að þrátta. Að síðustu skrifa og set hér á borð sjö hundruð og fjörutíu og átta. Hinn ungi bæjarstjóri Selfoss, Karl Bjömsson, lét í ljós ánægju sína með kaupin og sagði að þau skertu ekki mjög ráðstöfunarfé bæjarins. Hann fór svo í sumarfrí þegar frá öllu hafði verið gengið. Þess má geta að við undirritun samningsins var helm- ingur kaupverðsins greiddur en af- gangurinn er til 15 ára.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.