Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1988, Qupperneq 40

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1988, Qupperneq 40
62 • 25 • 25 FRÉTT ASKOTIÐ Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu besta fréttaskotið i hverri viku greiðast 5.000 krón- þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚLÍ 1988. Arás á varðstjóra: Sló allt í einu til mín - segir Sveinn Georgsson „Þetta geröist rétt áöur en ég fór af vaktinni í gærmorgun. Þessi mað- ur sló allt í einu til min tvisvar sinn- um. Ég náöi reyndar að beygja mig undan svo aö þetta varö alls ekki eins mikið og látið hefur verið í veðri vaka. Ég fékk blóðnasir og það er enn smábólga í nefmu en það er ekki brotið,'1 sagði Sveinn Georgsson, lög- regluvarðstjóri í Hafnarfirði, við DV í morgun en handtekinn maður réðst á hann með tveimur höggum á lög- reglustöðinni í fyrrinótt. Aðdragandi málsins er sá að lög- reglan var kvödd að bílastöð í Hafn- arfirði vegna óláta þar. Var einn maður handtekinn en annar fylgdi með á lögreglustöðina. Þegar Sveinn var að tala við mennina réðst annar þeirra fyrirvaralaust á hann og sló hann tvisvar í andlitið. Hinn maðurinn lét öllum illum lát- um í fangaklefanum og náði að valda þar einhverjum skemmdum. Telur lögreglan aö mennimir hafi ekki ver- ið ölvaðir heldur undir áhrifum ein- hverra lyfia eða fíkniefna. „Ég er búinn að vera í lögreglunni í tæp 30 ár og hef aldrei orðið fyrir svona lög- uðu áður. Ég sé nú enga ástæðu til að gera neitt mikið úr þessu en það vekur vissulega athygli að lögreglu- maður verði fyrir svona árásum." -hlh Verslunarmannahelgin: ÚtJHjð gott um allt land Samkvæmt upplýsinginn Veður- stofunnar er nú útlit fyrir að bæri- legt veður verði um land allt um verslunarmannahelgina. Engin stór lægð er á leiðinni til landsins þannig að ástæða er til bjartsýni fyrir alla landsmenn þessa mestu ferðahelgi ársins. Það gæti þó orðið skýjað í einhverjum landshlutum og Norður- landiö helst nefnt til. Á morgun verður síðan gefin út góð spá fyrir helgina. Enn sem komið er hefur aðeins reynst unnt að spá nokkuð ábyggilega fram á laugardag. -SMJ Hafa ekki neitt vit í kollinum - segir Steingrímur Hemiannsson „Ég er eindregið þeirrar skoðun- ar að við eigum að vinna okkur út úr verðtryggingunni. í svona mik- illi verðbólgu er það afar erfitt. En ég er þeirrar skoðunar aö það eigi að taka ákveðin skref í þá átt eins og aörar þjóðir, sem hafa tekiö þetta föstum og ákveðnum tökum, hafa gert,“ sagði Steingrímur Her- mannsson utanrfidsráðherra. „Ég lagði til á rfldsstjómarfundi í síðustu viku að skipuð yrði nefnd með fulltrúum flokkanna til aö vinna að samþykkt rikisstjómar- innar um afiiám verðtryggingar. Ég vænti þess að viðskiptaráðherra sé með málið í athugun. Hann tók þessari tillögu miirni ekki illa.“ Þú telur ekki mögulegt að byggja á niðurstöðum verötryggingar- nefhdar viðskiptaráöherra? „Ja, hún svarar ekki þessari spurningu. Hún segir að þetta sé bara ekki tímabært Vitanlega hefði hún getað komið með tillögur um að þegar verðbólga væri komin niöur mætti afnema verðtrygging- una að hluta. í þessari nefnd em menn sem em hvergi með tengsl inn í atvmnulifið sem er að kikna undan þessum fjármagnskostnaði. Þetta eru menn sem sitja á ein- hverjum skrifstofúm i Reykjavík og em ágætir til sfns brúks þar." Nefiidin talar um framtíðar- skipulag á íslenskum fjármagns- markaði. Getur atvinnulífið beöiö eftir að slíkt skipulag nái fótfestu? „Þau fyrirtæki 1 Reykjavík, sem mokuðu upp peningum í þensl- unni, em jafnvel að stöðvast eða það les maður í blöðunum. Það sem er alvarlegast í þessum vöxtum er aö vextir á verðtryggð- um lánum hafa hækkað enn meira en vextir á óverötryggðum lánum. Nýlega hækkuðu bæði Iðnaðar- bankinn og Verslunarbankinn vexti á verðtryggöum lánum upp í lö,S af hundraði.“ Bankarnir hafa því unnið gegn markmiöum ríkisstjórnarinnar. „Já, við töidum að bankamenn heföu eitthvert vit í kollinum sjálf- ir. Þaö virðist ekki vera,“ sagöi Steingrímur. -gse Maöurinn, sem féll fjóra metra niður á stétt, var þegar fluttur á sjúkrahús. Á innfelldu myndinni má sjá hversu hátt fallið var. Maðurinn var að mála glugga á annarri hæð og sést plankinn, sem hann stóð á, liggja frá svölunum og út á bríkina. DV-mynd s AH—j BHmf * x . lHMf" LOKI Þá er bara spurningin hvor ráðherranna er litblindur! Veðrið á morgun: Norð- austan kaldi Á 'morgun verður noröaustan kaldi með skúrum við noröur- og austurströndina en björtu veðri sunnan- og vestanlands. Hiti verður 6 til 15 stig. Rokið í gær: Nokkrar skemmdiren engin slys á fólki Rokið í gær hafði nokkrar skemmdir í för með sér en engin umtalsverö slys á fólki svo vitað sé. í Vík í Mýrdai fauk samkomutjald á tvo bíla og skemmdi þá nokkuð en olli ekki slysum á fólki. Umferð um Mýrdalssand tepptist um tíma vegna sandroks og í Vest- mannaeyjum segir lögreglan að varla hafi sést milli húsa meiri hluta dagsins vegna ryksins frá landi. í Reykjavík fauk landgangur á flug- vélarvæng vélar frá Sverri Þórodds- syni og skemmdi hann. Vinnupallar við hús Ellingsen á Granda fuku um koll og ollu nokkrum skemmdum á húsinu. Á sunnanverðum Heydalsvegi á Snæfellsnesi vait bíll í gærmorgun en bílstjórinn slapp ómeiddur. -hlh 60 bflar færðir til skoðunar Lögreglan í Reykjavík gerði í gær skyndiskoðun á bílum. Voru 60 bílar færðir til skoðunar. Þar af var núme- rið klippt. af 19, en restin fékk frest eða rauöan miða. -hlh Féll fjóra metra niður ástétt Maður, sem var að mála gluggana á íbúö sinni á annarri hæð í Kópa- vogi, féll til jarðar og slasaðist í gær- kvöldi. Hafði maðurinn staðið á planka, sem lá milli svalanna og bríkar á húsinu, þegar hann féll eina fjóra metra niöur á stétt og rotaðist. Rankaði maðurinn við sér þegar sjú- krabíll kom á vettvang. Ekki er vitað nákvæmlega um or- sök fallsins en plankinn, sem maður- inn stóð á, var mjór og ekki festur við húsið. -hlh Landhelgisdeilur: Það eru engin grá svæði til - segir Halldór Ásgrimsson „Það er allavega ljóst að það eru engin „grá svæöi" í íslenskri land- helgi, hún er alveg skýr,“ sagði Halldór Ásgrímsson sjávarútvegs- ráöherra þegar hann var spurður um landhelgisbrot Færeyinga fyrir norð- an land. Halldór sagði að deilur um einhver „grá svæði" ættu aldrei að geta orðið ástæða fyrir því að ekkert væri gert frekar í máúnu. Eins og kunnugt er sleppti Landhelgisgæslan færeysku loðnuskipi sem tekið var við ólöglegar veiðar fyrir norðan Melrakkasléttu á sunnudag. Hjá Gunnari Bergsteinssyni, for- stjóra Landhelgisgæslunar, fengust þau svör að ef skip yrðu tekin aftur á þessu svæði ..þá yrði beitt ákveðnari aöferðum", án þess þó að vilja taka fram hvað í því felst. Dóms- málaráðherra hefur hins vegar sagst treysta á að brotin verði ekki endur- tekin. -SMJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.