Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.1988, Blaðsíða 6
6
MIÐVIKUDAGUR 3. ÁGÚST 1988.
Sandkom
Bergþór rokkari
BergþórPáls-
son,óperu-
söngvari,
mæítiáþjóð-
hátlöinalVest-
mánnaeyinm
ogskemmti
gestummeö
songsmum.
Bergþórsýndi
áþjóöhátíöinni
aö honum er margt til lista lagtog
þegar hann hafði lokið viö að syngja
lög úr óperum brá hann sér i poppið.
SöngBergþór lagið Money-Money viö
undirleik hijómsveitarinnar Greif-
anna af mikilli innlifun. Undirtekt-
imar voru frábærar eftir að laginu
lauk og var Bergþóri ákafl fagnað.
Eftir þennan sigur sinn á poppsvið-
inu hlýtur Bergþór að velta því fyrir
sér h vort hann eigi ekki að grípa i
poppið öðru hvoru, svona eina og
eina sumarvertið, ogeru þá Greifarn-
ir ekki tilvalin hljómsveit?
Eins og
síbrotamenn
MálefhiLanda-
kotsspítala
hafaveriðí
sviðsjjósifiöl-
miðlaundan-
tárnarvikurog
mörgorðverið
látinfallaí
þeirriumræðu.
Ejármálaráð-
herrahefurtai-
að um sibrotastofhanir og aðstand-
endur spítalans staðið frammi fyrir
fjöbmðlum eins og þeir væru í réttar-
sal. Síðasta miðvikudag gengu að-
standendur spítalans á fund ráðherra
til að skýra sin mál og að sjálfsögðu
voru fjölmiðlar mættir til að fylgjast
með. Sjónvarpsvélum varbeint að
mönnunum þar sem þeir komu gang-
andi en þeir settu hendur fyrir lins-
una og skýldu sér þannig aö þeir
sæjustekki. Minntiþettahelstá
myndir af sakbomingum á leið í rétt-
arsalinn
Smurbrauðið
þótti grunsamtegt
Umversiunar-
mannahelgier
mikiB viðbún-
aöurlögregl-
unnarávegum
útitilaðum-
ferðingangi
slysaiaustfyrir
sig,Viðbúnað-
urinnvarþc)
hjáfleirumen
umferðardeildinni, þvi lögreglan
hafði augun opmfVrir fíkniefhum á
útihátíðum. Góðkunningi sandkorns
var á einni slíkri og segir að lögreglan
hafi á þeirri hátíð gómað einn grun-
samlegan. Varmaðurinn að læðu-
pokastmeð kassaeinn ogsérog vildi
greinilega ekki að neinn tæki eftir
því þegarhann seildistofan í kass-
ann. Lögreglan haiði snör handtök
og leitaði á manninum og í kassanum.
Ofan í honum fannst hins vegar ekk-
ert annað en nesti útilegugarpsins.
Segir sagan að móðir mannsins hafi
smurt fyrir hann nesti til að hafa með
sér í útileguna og honum hafi fundist
þaö heist til bamalegt og verið að
fela nestið fyrir félögum sínum. Var
þar korain skýrmgm á lauraugangin-
Gosstríðið
Pyrsttaliðhef-
urborist aðúti-
hátíöumþá
vöktuauglýs-
ingartrágos-
drykkjafram-
leiðendum,rétt
týTÍrogmeðan
áverslunar-
mannahelginni
stóð, athygii
landsmanna. Þarauglýsturisamir
Pepsi og Coke eða gáfu í skyn að
þeirra vörur fengjust ekki á til-
teknum útihátíðum. Virtust þær úti-
hátíðir þ ví ekki vera alveg ekta.
Margir veltu fyrir sér tilgangnum
meö þessum auglýsingum. Hvortað
markaðsfræöingar fyrirtækjanna
ætli það að fólk sé svo háð þessum
vökvum að sölustaðir þeirra ráði úr-
slitum um áfangastað um verslunar-
mannahetgina?
harðnar
Umajón: Jónas Fr. Jónsaon
Fréttir
Skuldar fimm milijónir og fékk eina krónu 1 húsnæðisbætur:
Það bætir úr skák að
konan fékk líka krónu
- segir Eiríkur Þorkelsson sem fékk „glaðning“ frá fiármálaráðuneytinu
„Þaö er óneitanlega dálítið kaldr-
analegt að fá svona „glaðning“ frá
fjármálaráðuneytinu eftir að hafa
heyrt auglýst í tíma og ótíma að millj-
arðar væru á leiðinni til húsbyggj-
enda,“ sagði Eiríkur Þorkelsson en
hann fékk á flmmtudaginn senda
ávísun að upphæð ein króna frá rík-
issjóði. Krónan er hlutur Eiríks í
húsnæðisbótaúthlutun ríkissjóðs.
Eiríkur sagði að konan sín hefði
einnig fengið senda eina krónu og
það bætti vissulega úr skák.
„Ég er nú i þeirri aðstöðu að hafa
keypt nýja íbúö í verkamannabú-
staðakerfinu 1984. Þá kostaði íbúðin
1,6 milljónir en nú skulda ég í henni
fimm milljónir. Þó borga ég af henni
í fjögur skipti á ári auk veröbóta. Ég
sótti að sjálfsögöu um húsnæðis-
bætur eins og rækilega var auglýst.
Þetta er það sem ég fékk í minn
hlut.“ Eiríkur sagðist að sjálfsögðu
ekkert skilja í þessu en vissi þó ekki
hvað væri hægt að gera í málinu.
Hann sagði að greinilega hefði fariö
eitthvað úrskeiðis því hann vissi t.d.
af stóreignamanni s'em hefði fengið
rúmlega 6000 kr. -SMJ
Eiríkur með ávisunina góðu. Hann sagðist ekki vita hvort hún yrði innleyst eða innrömmuð.
DV-mynd KAE
Krafla:
Minnkandi
landris og
skjálftum fækkar
Gyifi Knstjánsson, DV, Akureyri:
,,Það hefur allt verið með róleg-
asta móti hér undanfarna daga,“
sagöi Ármann Pétursson á skjálfta-
vaktinni í Reynihlið við Mývatn er
DV ræddi við hann í gær.
Ármann sagði að landrisið hefði
minnkaö mjög mikiö upp á síökas-
tiö og væri viö það að hætta alveg.
Þá hefði dregið mjög úr skjálfta-
virkninni, skjálftar væru lltlir og
færi fækkandi með hverjura degi
sem hður. Menn eru þvi jafiivel
farnir að hallast aö því að líkur á
gosi á Kröflusvæðinu hafi minnkaö
verulega þótt ekki sé nein leið að
segja til um slíkt með nokkurri
vissu.
Vill fá aftur ofgreidd gjöld:
Lóðin minnkaði
„Það var þannig að nágranni minn
ætlaði að fara að stækka og breikka
húsið hjá sér og vildi vita hvað þaö
væri stórt. Bærinn mældi lóðina og
við þaö kom í ljós skekkja í eldri
mælingum. Lóð nágrannans stækk-
aði um 54 fermetra en mín minnkaöi
sem því nemur,“ sagði íbúi við Bjam-
hólastíg í Kópavogi.
íbúini), sem hér um ræöir, skrifaði
upp á lóðarleigusamning árið 1954
og átti lóðin samkvæmt samningn-
um að vera 780 fermetrar. Hann hef-
ur síöan greitt sín opinberu gjöld til
sveitarfélagsins miðað viö þá stærð.
Nú þegar lóðin er orðin 724 fermetr-
ar, eða um 7% minni en hún átti að
vera, vill hann fá einhverjar bætur
frá bænum vegna þessara mistaka.
„Það er enginn til viðræðu um neitt
þegar bærinn gerir mistök og máhn
fá að dragast og kafna í skriffinnsku.
Þegar þessi mistök voru uppgötvuð
var okkur boðinn í flýti nýr lóöar-
leigusamningur en við skrifum ekki
undir hann fyrr en komið er til móts
við okkur á einhvern hátt,“ sagöi
íbúinn.
Bjöm Þorsteinsson bæjarritari
sagði að það kæmu oft í ljós ýmsar
skekkjur þegar verið væri að endur-
skipuleggja gömul hveríi, þetta mál
væri því ekkert nýtt. „Árið 1954 var
þessari lóð úthlutað af landbúnaðar-
ráðuneytinu og hún sögð af ákveð-
inni stærð, viö nýrri mælingar kom
.í ljós að breiddin er sú sama en ekki
dýptin. Þetta er ekkert einsdæmi og
fólk hefur fengið bætur ef um miklar
upphæðir hefur verið að ræða. Málið
snýst um lóðarleiguna en hún er
endurreiknuð og ákveðin á hverju
ári, var 2,87 krónur á fermetra í
fyrra," sagði Björn.
Bjöm sagði að þetta tiltekna mál
hefði veriö rætt við bæjarstjóra en
ekkert formlegt erindi heföi borist.
Þegar-slíkt bærist myndi það verða
tekið til athugunar og kannað frá
hvaða tíma ætti að reikna og hvort
hér væri um verulegar upphæðir að
ræða sem skipti fólkið máh og því
sannanlega ástæða til bótagreiðslna.
„Ég get ekki séð að það þurfi að deila
um endurgreiðslu á þessum hluta
lóðarleigunnar," sagði Bjöm Þor-
steinsson.
JFJ
Bundið slitlag lagt
á 36 km á þjóðveg 1
Júlía Imsland, DV, Höfir
í sumar er búið að leggja bundiö
slitlag á þjóðveg 1 milli Fagurhóls-
mýrar og Hofs, 14,7 km, og frá Virk-
isá i Öræfum að Skaftafellsá, 7,5 km.
Austan Hafnar var sett slitlag á veg-
inn frá Reyðará í Lóni að Össurará,
5 km, og frá Hofsá í Álftafirði að Blá-
björgum, 9 km.
Milli Hafnar og Djúpavogs eru 107
km. Þar af eru 66 með bundnu sht-
lagi og frá Höfn að mörkum Vestur-
Skaftafellssýslu em 77 km af 162 með
bundnu slitlagi. Ekki verður meira
unnið að vegagerð í umdæmi Haf-
steins Jónssonar í sumar utan lag-
færingar á nokkram malarvegum.
Maður féll af svölum á þriðju hæð húss á Meiabraut á Seltjarnarnesi á
laugardagsmorgun. Var hann í heimsókn hjá foreldrum sinum og hafði
farið út á svalir til að skoða sig um. Missti hann þá jafnvægið og féll niður
á stétt fyrir neðan. Missti hann ekki meðvitund við fallið og þótti fara betur
en á horfðist. Var maðurinn fluttur á slysadeild og er liðan hans eftir atvikum.
DV-mynd S