Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.1988, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.1988, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 3. ÁGÚST 1988. Fréttir Guðmundur Magnússon prófessor: Verðbólga eða atvinnuleysi eru valkostir stjómarinnar Tæklfæri til annarra aðgerða hafa runnið hjá „Þaö var í raun ljóst í október í fyrra hvert stefndi varðandi aíkomu atvinnuveganna. Þá hefði kannski veriö ráörúm til þess að grípa til rót- tækra aðgerða sem hefðu skilað ár- angri til lengri tíma. Nú er ástandið hins vegar orðið þannig að ríkis- stjórnin hefur ekki aðra kosti en heíð- bundnar tilfærsluleiðir" sagði Guð- mundur Magnússon, prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla íslands. Talsmenn fiskvinnslunnar gera nú háværar kröfur um skjótar aðgerðir í efnahagsmálum. Þannig ályktaði fundur forsvarsmanna frystihúsa og togaraútgeröar á Norðurlandi vestra að tíminn fram til haustsins væri of langur þótt ráðherrar ríkisstjórnar- innar hefðu ekki boðað neinar að- gerðir fyrr en þá. Tryggvi Finnson, formaður Félags Sambandsfrystihúsa, sagði í samtali við DV að ríkisstjórnin hefði nú enga aðra kosti en gengisfellingu. Tæki- færin til þess að grípa til annarra aðgerða hefðu einfaídlega runnið stjórninni úr greipum. „Efnahagsaðgerðirnar í maí gerðu ekkert annað en að bæta fiskvinnsl- unni upp það tap sem hún hafði þeg- ar orðiö fyrir. Ráðstafanirnar í febrú- ar höfðu engin áhrif. Við höfum bent á hvert stefndi undanfarna níu mán- uði. Ástandið í dag ætti því ekki að koma neinum á óvart,“ sagði Tryggvi Finnsson. Guðmundur Magnússon prófessor sagði að vanalega væri htið til tveggja kosta þegar ástand atvinnu- veganna væri eins og það er í dag. Annars vegar aukinnar verðbólgu og hins vegar atvinnuleysis. Reynsl- an væri sú að leið aukinnar verð- bólgu væri vahn. Þeir Tryggvi og Guðmundur virð- ast því hvorugur búast við öðru en að efnahgsaðgerðir stjórnarinnar síðar í þessum mánuði samanstandi af gengisfelhngu og „gömlu íhaldsúr- ræðunum". í kjölfar þeirra muni verðbólga sjá um að minnka kaup- mátt. Guðmundur Magnússon sagði tvær leiðir helst færar miðað við ástand atvinnuveganna. Annars veg- ar niðurfærsluleið þar sem laun og annað yrði lækkað um til dæmis 10 prósent. Þetta gæti komið í veg fyrir verðbólguskriðu. Hins vegar að hér yrði tekið upp svipað kerfi og í Japan þar sem laun væru tengd afkomu fyrirtækjanna. Sú leiö kynni að draga úr miklum kúvendingum og auðvelda þjóðfélaginu að komast yfir hagsveiflur. -gse Þurfum harkalegri aðgerðir en í maí - segir Páll Pétursson „Flest þau úrræði sem við lögðum til í maí eru enn í fullu gildi. Sum þeirra eru kannski orðin úrelt þar sem nú þarf að grípa til enn harka- legri aðgerða. í maí var enn tiltölu- lega kyrrt en nú er skriðan farin af stað með uppsögnum á starfsfólki og lokun fyrirtækjanna," sagði Páll Pét- ursson, formaður þingflokks Fram- sóknarflokksins. Framkvæmdastjórn Framsóknar og þingflokkur hélt í gær fund þar sem efnahagsástandið var rætt. Á fundinum héldu fulltrúar atvinnu- greinanna fyrirlestra og svöruðu spumingum. „Það er ljóst að ástandið hefur breyst frá því í maí og því miður á ógæfuhlið. Vandamálin hafa vaxið mjög hröðum skrefum. Við gerðum þá okkar tihögur sem ríkisstjórnin bar því miöur ekki gæfu til að fram- kvæma. Ef það hefði verið gert væri ástandið ef til vill ekki eins alvarlegt í dag,“ sagði Páll. Fundir verða á næstu dögum í ýmrum stofnunum Framsóknar- flokksins. Á mánudag verður síöan aftur sameiginlegur fundur fram- kvæmdastjórnar og þingflokks. Á þann fund eru framsóknarmenn í verkalýðshreyfmgunni sérstaklega boðaðir. -gse Páll Pétursson, formaður þingflokks Framsóknar, segir ástand atvinnuveg- anna nú kalla á harkalegri aðgerðir en Framsóknarflokkurinn lagði til í maí. Þá hafi verið kyrrt en nú sé skriðan komin af stað meö uppsögnum starfsfólks og lokun fyrirtækjanna. DV-mynd e.j. Vinnslan þarf mikinn hagnað á næstu árum - segir Tryggvi Finnsson „Þær aögerðir sem ríkisstjórnin grípur til þurfa aö hafa í fór meö sér það mikinn bata að fyrirtækjum í sjávarútvegi sé gert kleift að skapa nýtt eigið fé. Undanfarna mánuði hefur svo gengiö á eigið fé fyrirtækj- anna að það er uppurið hjá mörgum þeirra. Þau verða því aö fjármagna alla sína starfsemi með dýru lánsfé. Aðgerðimar þurfa þvi að tryggja sjávarútvegsfyrirtækjum það góðan hagnað á næstu árum aö þau endur- heimti það eigið fé sem þau hafa tap- að,“ sagði Tryggvi Finnsson, fram- kvæmdastjóri Fiskiðjusamlags Húsavíkur og formaður Félags Sam- bandsfrystihúsa. Eins og fram hefur komið í DV eru mörg fyrirtæki í sjávarútvegi í raun rekin gjaldþrota. Eigiö fé fyrirtækj- anna er ekkert. Skuldir þeirra eru jafnmiklar eða meiri en eignimar. Miðað viö spá Þjóðhagsstofnunar um afkomu fiskvinnslunnar má gera ráð fyrir aö greinin tapi í heild um tveim mihjörðum króna í ár. Þetta tap skiptist þó misjafnlega milh fyrir- tækja þar sem það er byggt á meðal- talsútreikningum. „Fiskvinnslan hefur ekki fjárfest í neinu nema taprekstri að undan- fómu,“ sagði Tryggvi. -gse Nefnd um vanda atvbinu- veganna Þorsteinn Pálsson forsætisráð- herra setti á laggiraar í gær ráð- gjafanefnd til þess að koma með tillögur í efnahagsmálum til þess að treysta stöðu atvinnuveganna. í nefndinni era fulltrúar atvinnu- greina og stjórnarflokka. Formaður nefiidarinnar er Ein- ar Oddur Krisfjánsson, fram- kvæmdastjóri Hjálms á Flateyri, og er hann fulltrúi Sjálfstæðis- fiokksins. Fulltrúi Framsóknar er Jón Siguröarson, forstjóri Ála- foss. Alþýöuflokkurinn hefur enn ekki tilnefht sinn fulltrúa. Fulltrúar atvinnurekenda era Ágúst Einarsson, varaformaöur Sambands fiskvinnslustöðvanna, Guöjón B. Ólafsson, forstjóri Sambandsins, og Víglundur Þor- steinsson, formaöur Félags ís- lenskra iönrekenda. Nefndin mun halda sinn fyrsta fund síöar í vikunni. -gse Enn ein verslunarmannahelgin hefur farið fram meö glæsibrag. Útihátíöir vora fjölsóttar og nýtt aðsóknarmet var sett í Vestmanna- eyjum. Ekki hafa enn verið gefnar upp tölur frá Áfengisverslun ríkis- ins um magnið á brennivíninu sem drukkið var um helgina. Allar hk- ur eru þó á því að þar hafi einnig verið sett nýtt met, enda berast fregmr úr öhurn landshlutum um þrotlausan drykkjuskap og frá- bæra frammistöðu ungra sem gam- alla. Unga fólkið bar þó af eins og fyrri daginn og hafa mótshaldarar yfirleitt lýst yfir ánægju með ár- angurinn, nema ef vera skyldi í Atlavík og á Melgerðismelum, þar sem drykkjulætin komust því mið- ur ekki á það stig sem mótshaldar- ar höfðu gert sér vonir um. Menn hafa stundum haft af því áhyggjur að með nýjum kynslóðum mundi draga úr drykkjunni, enda hefur verið haldið uppi látlausum áröðri um hættumar af vínneysl- unni og aht gert th aö eyöheggja stemninguna á útihátíðum og öðr- um uppákomum um verslunar- mannahelgina. Æskulýös- og ung- mennafélög hvarvetna um landiö hafa lagt í mikinn kostnað th aö laða æskufólk th sín á mótssvæðin og hörö samkeppni ríkt um gestina. Þetta er mikil áhætta, þegar th þess er litið aö tólf og þrettán ára krakk- ar hafa ekki áöur komist í kynni við áfengið og vita þess vegna ekk- ert um þá feiknalegu skemmtan sem felst í því að drekka sig útúr- fullan á útihátíð. En sem betur fer hefur árangur- inn af andróðrinum gegn brenni- víninu verið takmarkaður og krakkamir hafa ekki látið það á sig fá þótt fordómar og vandlæting hafi gert sitt til aö bægja þeim frá glaumnum. Sem sannar að ungt fólk og nýjar kynslóðir aðlaga sig aö góðum siðum og fornum dyggð- um og theinka sér drykkjuskap af sífeht meira kappi. Krakkarnir taka upp þráöinn af forveram sín- um sem eldast og heltast úr lest- inni. Nýir og nýir árgangar hópast inn á mótsstaðina meö flöskumar sínar og bjarga fjárhagnum hjá æskulýðsfélögunum og ungmenna- félögunum. Enda skhur æskan aö þaö geta engin æskulýðsfélög lifað það af ef ungt fólk á íslandi hættir að dreklca. Hvemig eiga til að mynda íþróttafélögin í Eyjum að halda uppi kröftugu íþróttastarfi nema þangað streymi unglingar á þjóðhátið og deleri þar í þágu æskulýðsstarfsins og íþróttanna? Hvernig á ungmennafélagshug- sjónin aö lifa fram á næstu öld, nema með því að sá hugsjónaeldur sé kveiktur meö ærlegu fyhiríi um verslunarmannahelgi? Það er th mikhs sóma hvað æska þessa lands er fljót aö átta sig á þýðingu útiskemmtana og hún leggur þaö jafnvel á sig í rigningu og vosbúð aö hggja afvelta í hrönn- um nótt eftir nótt til að þetta megi sannast. Foreldrar og fuhorönir hljóta að vera stoltir af börnum sín- um og þeim hugsjónaanda sem rík- ir í hverjum hópnum á fætur öðr- um. Sumir unghngar fara jafnvel ár eftir ár tjaldlausir og allslausir, með flöskuna undir beltisstaö og sýna fram á manndóm sinn meö því aö brenna annarra manna tjöld og stela sér til matar til að ná þessu markmiði sínu. Alþingismenn okk- ar og aðrir ráðamenn ættu að íhuga það alvarlega að veita opinbera styrki til áframhaldandi útihátíða og það jafnvel oftar en um verslun- armannahelgina th að göfug fyllirí- in geti örugglega borið sig. Æsku- lýðsstarfið á ekki aö falla niöur og drykkj uskapurinn má ekki hverfa ef þjóðin á að eiga sér framtíð. Hvaða vit er í því aö merkileg og virðuleg íþrótta- og ungmennafélög leggi þaö á sig að efna th úti- skemmtana í öllum landshlutum og sitji svo uppi með tap af öllu saman, bara af því að það er ekki drukkið nóg? Þetta getur alltaf hent ef árgangarnir era fámennir. Ef æskan vih rétta þér örvandi hönd, þá ertu á framfaravegi, orti þjóð- skáldið fyrr á öldinni og það sama gildir um nútímann. Ef við bara styðjum nógu vel og dygghega við bakið á æskunni og veitum henni áfram tækifæri th að detta ræki- lega í það um hveija verslunar- mannahelgi, þá þurfum við ekki að kvíöa framtíðinni. FylUríin mega ekki faUa niöur. Æskulýðshugsjón- in má ekki slokkna. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.