Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.1988, Blaðsíða 38
38
MIÐVIKUDAGUR 3. ÁGÚST 1988.
Miðvikudagur 3.
SJÓNVARPIÐ
18.50 Fréttaágrip og táknmálsfréttir.
19.00 Töfraglugginn - endursýning.
19.50 Dagskrárkynning.
20.00 Fréttir og veöur.
20.35 Nýjasta tækni og visindi. Umsjón
Sigurður H. Richter.
21.05 Sjúkrahúsið í Svartaskógi (Die
Schwarzwaldklinik), annar þáttur.
Þýskur myndaflokkur i ellefu þáttum.
Höfundur Herþert Uichtenfeld. Leik-
stjóri Alfred Vohrer. Aðalhlutverk
Klausjúrgen Wussow, Gaby Dohm,
Sascha Hehn og Karin Hard'. pýðandi
Jóhanna Þráinsdóttir.
21.45 Óðurinn til afa. Myndljóð um tengsl
manns og moldar eftir Eyvind Erlends-
son sem jafnframt er leikstjóri og sögu-
maður. Leikendur Erlendur Gíslason,
Saga Jónsdóttir, Ásdis Magnúsdóttir
og Þórir Steingrimsson. Áður á dag-
skrá 9. janúar 1984.
22.40 Útvarpsfréttir í dagskrárlok.
16.50 Einkennileg vísindi. Weird Science.
Mynd um tvo bráðþroska unglinga
sem taka tæknina i sína þjónustu og
töfra fram draumadísina sina með að-
stoð tölvu. Aðalhlutverk: Anthony
Michael Hall, Kelly LeBrock, lla Mitc-
hell-Smith og Bill Paxton. Leikstjóri
er John Hughes. Framleiðandi: Joel
Silver. Þýðandi: Hersteinn Pálsson.
Universal 1985. Sýningartími 90 min.
L. Endursýning.
18.20 Kóngulóarmaðurinn. Spiderman.
Teiknimynd. Þýðandi: Ólafur Jónsson.
Arp Films.
18.45 Kata og Allí. Kate & Allie. Gaman-
myndaflokkur um tvær fráskildar konur
og einstæðar mæður í New Vork sem
sameina heimili sin og deila með sér
sorgum og gleði. Aðalhluverk: Susan
Saint James og Jane Curtin. REG.
Þýðandi: Guðmundur Þorsteinsson.
19.19 19.19. Fréttir og fréttaumfjöllun,
iþróttir og veður ásamt fréttatengdum
innslögum.
20.30 Sterk lyf. Strong Medicine. Ný kvik-
mynd í tveimur þáttum. Aðalhlutverk:
Ben Cross, Patrick Duffy, Douglas
Fairbanks, Pamela Sue Martin, Sam
Neill, Annette O'Toole og Dick Van
Dyke. Leikstjóri: Guy Green. Framleið-
endur: Frank Konigsberg og Larry San-
itsky. Þýðandi: Ásthildur Sveinsdóttir.
Lorimar 1985. Sýningartími 100 mín.
Síðari hluti verður sýndur nk. sunnu-
dag.
22.10 Mountbatten. Ný stórbrotin fram-
haldsþáttaröð í 6 hlutum sem fjallar
um ævi Lord Mountbattens en hann
var síðasti landstjóri Breta á Indlandi.
2. hluti. Aðalhlutverk: Nicol William-
son, Janet Suzman, lan Richardson,
Sam Dastek, Vladek Sheybal og Nigel
Davenport. Leikstjóri: Tom Glegg.
Þýðandi: Guðmundur Þorsteinsson.
Framleiðandi: Judith De Paul. George
Walker TPL. Alls ekki við hæfi barna.
23.05 Leyndardómar og ráðgátur. Secrets
and Mysteries. Árásin á Pearl Harbor
er til umfjöllunar i þessum þætti en
ýmislegt í sambandi við aðdraganda
hennar þykir óljóst og mörgum spurn-
ingum ósvarað. Kynnir er Edward
Mulhare. Framleiðandi: Craig Haffner.
Þýðandi: Ágústa Axelsdóttir. ABC.
23.30 Tíska og hönnun. Fashion and De-
sign. Marithe og Francois Girbaud.
Hjónin Marithe og Francois Girbaud
hafa haslað sér völl í tískuheiminum
eins og glæsileg verslun þeirra I París
ber vitni um, en hún likist fremur nú-
tímalegu listaverkasafni á þrem hæð-
um en fataverslun. Þýðandi: Ragnar
Ólafsson. Teleliberation/La Sept/Cen-
tre Georges Pompidou.
00.00 Rotið frae. Bad Seed. Móðir hefur
áhyggjur af dularfullri hegðun dóttur
sinnar. En það er ekki fyrr en eftir
dauða þriggja manna sem hún fer að
nálgast svarið. Aðalhlutverk: Blair
Brown, Lynn Redgrave og David
Carradine. Leikstjóri: Paul Wendkos.
Framleðandi: George Eckstein. Þýð-
andi: Örnólfur Árnason. 20th Century
Fox 1985. Sýningartími 90 mín. Alls
ekki við hæfi barna. Endursýning.
1.35 Dagskrárlok.
12.00 Fréttayfirlit. Tilkynningar.
12.20 Hádegisfréttir.
12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar.
13.05 í dagsins önn. Umsjón: Álfhildur
Hallgrímsdóttir og Anna Margrét Sig-
urðardóttir.
13.35 „Kossinn", smásaga eftir Isak Ba-
bel. Ingibjörg Haraldsdóttir les þýð-
ingu sína.
14.00 Fréttir. Tilkynningar.
14.05 Harmóníkuþáttur. Umsjón: Sigurð-
ur Alfonsson. (Endurtekinn þáttur frá
laugardagskvöldi.)
ágúst
14.35 íslenskir einsöngvarar og kórar. a.
Þuriður Pálsdóttir syngur þrjú lög eftir
Pál Isólfsson: Guðrún Kristinsdóttir
leikur á pianó. b. Jóhann Konráðsson
syngur „Þrjá söngva til Svövu" eftir
Jóhann Ó. Haraldsson við Ijóð Guð-
mundar Guðmundssonar; Guðrún
Kristinsdóttir leikur á pianó. c. Kamm-
erkórinn syngur; Rut Magnússon
stjórnar.
15.00 Fréttir.
15.03 I sumarlandinu með Hafsteini Haf-
liðasyni. (Endurtekinn þátturfrá laug-
ardegi.)
16.00 Fréttir.
16.03 Dagbókin. Dagskrá.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Barnaútvarpið. Meðal efnis er fram-
haldssaga Barnaútvarpsins, „Sér-
kennileg sveitardvöl" eftir Þorstein
Marelsson sem höfundur les. Umsjón:
Sigurlaug Margrét Jónasdóttir.
17.00 Fréttir.
17.03 Tónlist á siðdegi - Mozart og Beet-
hoven.
18.00 Fréttir.
18.03 Neytendatorgið. Umsjón: Sigrún
Björnsdóttir. Tónlist. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir.
19.00 Kvöldfréttir.
19.30 Tilkynningar.
19.35 Glugginn. Umsjón: Þorgeir Ólafs-
son.
20.00 Liti barnatiminn. Umsjón: Gunnvör
Braga. (Endurtekinn frá morgni.)
20.15 Ungversk nútimatónlist. Fimmti og
lokaþáttur.
21.00 Landpósturinn - Frá Austurlandi.
21.30 Vestan af fjörðum Þáttur í umsjá
Péturs Bjarnasonar um ferðamál og
fleira. (Frá Isafirði)
22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins.
Orð kvöldsins.
22.15 Veðurfregnir.
22.30 Heimshorn. Þáttaröð um lönd og
lýði i umsjá Jóns Gunnars Grjetarsson-
ar. Fimmti þáttur: Japan. (Einnig út-
varpað daginn eftir kl. 15.03.)
23.10 Djassþáttur,- Jón Múli Árnason.
24.00 Fréttir.
Næturútvarp á samtengdum rásum til
morguns.
íslendingar mæta Spánverjum í
landsleik i handbolta í kvöld.
Rás 2 kl. 17.10:
Handbolta-
í kvöld veröur hörkuspennandi
lýsing frá alþjóðlega handknatt-
leiksmótinu á Spáni. Þar eru þátt-
tökuþjóðimar Island, Sovétríkin,
A-Þjóðverjar, Svíar og gestgjaf-
amir Spánverjar - allt saman
erflðir andstæðingar. Sovétmenn
og Svíar veröa meiraað segja meö
okkur í riðli á ólympíuleikunum.
Við mætum Spánveijum í kvöld
í fyrsta leik mótsins. Þá heyrum
við fyrst stuttlega frá Ingólfi
Hannessyni á Spáni kl. 16.30.
Hann lýsir svo seinni hálfleik kl.
17.10. Næstu daga verða svo lýs-
ingar frá hinum leikjum íslend-
inga á mótinu.
-ÓTT.
FM 91,1
12.00 Fréttayfirlit. Auglýsingar.
12.20 Hádegisfréttir.
12.45 Á milli mála. - Sigurður Gröndal.
16.03 Dagskrá. Dægurmálaútvarp.
18.00 Sumarsveifla með Gunnari Salvars-
syni.
19.00 Kvöldfréttir.
19.30 Kvöldtónar.Tónlist af ýmsu tagi.
22.07 Eftir mínu hötði.- Skúli Helgason.
01.10 Vökulögin. Tónlist af ýmsu tagi í
næturútvarpi til morguns. Að loknum
fréttum kl. 2.00 verður Vinsældalisti
Rásar 2 endurtekinn frá sunnudegi I
umsjá Rósu Guðnýjar Þórsdóttur.
Fréttir kl. 2.00 og 4.00 og sagðar frétt-
ir af veðri og flugsamgöngum kl. 5.00
og 6.00. Veðurfregnir frá Veðurstofu
kl. 1.00 og 4.30.
Fréttir kl. 2.00, 4.00, 7.00, 7.30, 8.00, 8.30,
9.00, 10.00, 11.00, 12.00, 12.20,
14.00, 15.00, 16.00, 17.00, 18.00,
19.00, 22.00 og 24.00.
Svæðisútvaxp
Rás n
8.07- 8.30 Svæðisútvarp Norðurlands.
18.03-19.00 Svæöisútvarp Norðurlands.
12.00 Mál dagsins/Maður dagsins, 2.
hluti.
12.03 Hörður Arnarson. heldur áfram.
14.00 Mál dagsins/Maður dagsins, 3.
hluti.
14.03 Anna Þorláksdóttir setur svip sinn
á siðdegið.
16.00 Mál dagsins/Maður dagsins, 4.
hluti.
16.03 Anna Þorláks heldur áfram mmeð
þér á leiðinni heim.
18.00 Reykjavik síðdegis - Hvað finnst
þér? Hallgrímur Thorsteinsson fer yfir
málefni dagsins og leitar álits hjá þér.
Siminn hjá Hallgrími er 611111.
19.00 Margrét Hrafnsdóttir og tónlistin
þin. S. 611111 fyrir óskalög.
21.00 Góö tónlist á Bylgjukvöldi.
24.00 Næturdagskrá Bylgjunnar
10.00 og 12.00 Stjörnufréttir (fréttasimi
689910).
12.10 Hádegisútvarp. Bjarni D. Jónsson.
Bjarni Dagur veltir upp fréttnæmu efni,
innlendu jafnt sem erlendu, i takt við
gæðatónlist.
13.00 Helgi Rúnar Óskarsson. Helgi
Rúnar leikur af fingrum fram með
hæfiiegri blöndu af nýrri tónlist,
Stjörnuslúðrið endurflutt.
14.00 og 16.00 Stjörnufréttir (fréttasimi
689910). '
16.10 Mannlegi þátturinn. Arni Magnús-
son með blöndu af tónlist, spjalli, frétt-
um og mannlegum þáttum tilverunnar.
18.00 Stjörnufréttir.
18.00 íslenskir tónar. Innlend dægurlög
að hætti hússins. Stillið á Stjörnuna.
19.00 Siökvöld á Stjörnunni. Gæðatónlist
leikin fram eftir kvöldi undir stjórn Ein-
ars Magnúsar.
22.00 Andrea Guðmundsdóttir. Andrea
leikur tónlistina þína og fer létt með
það.
00.00- 7.00 Stjörnuvaktin.
ÚTVARP
12.00 Tónafljót. Opið að fá að annast
þessa þætti.
13.00 íslendingasögur.
13.30 Dagskrá Esperantosambandsins. E.
14.00Skráargatið.
17.00 Poppmessa í G-dúr. Tónlistarþáttur
í umsjá Jens Guð. E.
18.00 Elds er þörf. Umsjón: Vinstrisósíal-
istar. Um allt milli himins og jarðar og
það sem efst er á baugi hverju sinni.
19.00 Umrót.
19.30 Barnatimi. Framhaldssaga.
20.00 Fés. Unglingaþáttur í umsjá ungl-
inga. Opið til umsóknar.
20.30 Samtök um jafnrétti milli landshluta.
21.00 Gamalt og gott. Þáttur sem einkum
er ætlað að höfða til eldra fólks.
22.00 íslendingasögur. E.
22.30 Alþýðubandalagið.
23.00 Rótardraugar.
23.15 Kvöldtónar.
24.00 Dagskrárlok.
IMIKKI
---FM91.7--
18.00Halló Hafnarfjöröur. Fréttir úr bæjar-
lífinu, létt tónlist og viðtöl.
19.00 Dagskrárlok.
ALFA
FM-102,9
10.00 Morgunstund. Guðs orð og bæn.
10.30 Tónlistarþáttur. Fjölbreytileg tónlist
leikin.
20.00 í miðri viku. Umsjón: Alfons Hannes-
son.
22.00 Fjölbreytt tónlist leikin.
24.00 Dagskrárlok.
Hljóðbylqian Akureyxi
FM 101^
12.00 Ókynnt afþreyingartónlist.
13.00 Pálmi Guðmundsson með tónlist úr
öllum áttum, gamla og nýja í réttum
hlutföllum. Vísbendingagetraun.
17.00 Pétur Guðjónsson með miðviku-
dagspoppið, skemmtilegur að vanda.
19.00 Ókynnt gullaldartónlist.
20.00 Okkar maður á kvöldvaktinni, Kjart-
an Pálmarsson, leikur öll uppáhalds-
lögin ykkar og- lýkur dagskránni með
þægilegri tónlist fyrir svefninn.
24.00 Dagskrárlok.
Utvarp Rót kl. 18.00:
Baráttaní
bókmenntunum
Örn Ólafsson, bókmenntafræð-
ingur og lektor við Kaupmanna-
hafnarháskóla, fjallar um tengsl
bókmennta í baráttunni fyrir
breyttu þjóðfélagi, meðal annars
með tilvísun til íslenskra rithöf-
unda á borð við Þórberg Þórðar-
son og Halldór Laxness, í þætti
sem nefnist Elds er þörf og ber
yfirskriftina Baráttan í bók-
menntunum.
Meðal reglulegra pistlahöfunda
í þætti þessum er Einar Ólafsson
rithöfundur sem nú dvelst í Nor-
egi. Þá eru einnig fluttar úttektir
Guðmundar J. Guðmundssonar
sagnfræðings um pólitíska þróun
í ýmsum löndum og hefur hann
að undanfornu farið í saumana á
átökunum á Norður-írlandi.
Einnig hefur Skafti Halldórsson
kennari flutt í þættinum hnyttna
pistla um ýmislegt það sem vald-
hafamir hér heima
hafa verið að dunda sér við í gúrkutíðinni.
Þátturinn verður frumfluttur kl. 18.00 og síðan endurtekinn á mánudags-
morguninn kl. 9.30.
örn Ólafsson, lektor við Kaup-
mannahafnarháskóla, fjallar um
baráttuna fyrir breyttu þjóðfélagi í
þættinum Elds er þörf.
Patrick Duffy og Pamela 8ue Martin í Sterkum lyfjum.
Stöð 2 kl. 20.30:
Sterk lyf, nýr framhaldsmyndaflokkur
Ný kvikmynd, Sterk lyf (Strong
Medicine), sem byggð er á sam-
nefndri sögu Arthurs Hailey, verö-
ur sýnd í tveimur hlutum á Stöð 2
í kvöld og sunnudagskvöldiö 7.
ágúst
Myndin segir frá tveimur her-
bergisfélögum sem koma úr ólíku
umhverfi. Báöar hafa stúlkumar
fyrir sér. Onnur þeirra vill frægð
og frama en hin ætlar sér að vinna
innan veggia heimilisins. Hin fyrr-
nefnda gerist sölumaður hjá virtu
lyfjafyrirtæki í Bandaríkjunum.
Yflrmenn íyrirtækisins eru ekki
allir þar sem þeir em séðir og
kemst hún brátt að þvi aö þeir hafa
eitthvað óhreint í pokahominu.
Hin giftir sig og eignast börn en
verður fyrir vonbrigðum með
hjónabandiö þar sem eiginmaður-
inn á 1 vandræöum með aö halda í
vinnu.
Þetta er sem sagt saga um átök,
vonbrigði og velgengni og eru leik-
ararnir allþekktir, svo sem Ben
Cross, Patrick Duffy (Dallas). Dou-
glas Fairbanks, Gayle Hunnicutt,
Pamela Sue Martin, Sam Neill
(Kane og Abel) og fleiri. Leiksfjóri
er Gay Green.
Sjónvarpið kl. 21.45:
Endurtekið myndljóð
Það er vafalaust á margan hátt
sem moldin og maöurinn tengjast.
Moldin er eitt okkar lífauðugasta
jarðefni en þar era einnig forfeður
okkar grafnir.
Þetta og fleira verður í myndljóði
Eyvinds Erlendssonar sem jafn-
framt er leikstjóri og sögumaður.
Myndljóðið neftúst Óðurinn til afa
og er leikið af Erlendi Gíslasyni,
Sögu Jónsdóttur, Ásdísi Magnús-
dóttur og Þóri Steingrímssyni.
Myndljóðið var áöur á dagskrá
Sjónvarpsins 9. janúar 1984.