Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.1988, Blaðsíða 36
36
MIÐVIKUDAGUR 3. ÁGÚST 1988.
Jarðarfarir Ferðalög
Gunnar Þorkelsson er látinn. Hann
var fæddur þann 27. júlí 1925, foreldr-
ar hans voru Hansína Hansdóttir og
Þorkell Ólafsson. Gunnar vann
framan af hjá Sláturfélagi Suður-
lands. einnig í mörg ár hjá Halla
Þórarins, sem deildarstjóri í mat-
vöruverslun, einnig síðari ár sölu-
maður hjá Ópal og nú síðast hjá sæl-
gætisgerðinni Mónu til dauðadags.
Hann giftist Erlu Eyjólfsdóttur en
hún lést árið 1985. Þau hjónin eignuð-
ust tvær dætur. Útfór Gunnars verð-
ur gerð frá Fossvogskirkju í dag kl.
13.30.
Útför Guðmundar Þorlákssonar
prentara, Njálsgötu 96, verður gerð
frá Dómkirkjunni föstudaginn 5.
ágúst kl. 15.
Ingi Árdal lést í Borgarspítalanum
29. júlí. Útförin fer fram frá Dóm-
kirkjunni föstudaginn 5. ágúst kl.
13.30.
Markús Jónsson, Borgareyrum,
Vestur-Eyjafjöllum, verður jarð-
sunginn frá Stóra-Dalskirkju laugar-
daginn 6. ágúst kl. 14.
Útför Helga Gunnarssonar, Bhndra-
heimilinu, Hamrahlíö 17, fer fram frá
Fossvogskirkju fimmtudaginn 4.
ágúst kl. 13.30.
Sigurður Sigurgeirsson, vélsmíða- og
pípulagningameistari, Aðalgötu 14,
Stykkishólmi, verður jarðsettur frá
Stykkishólmskirkju fimmtudaginn
4. ágúst kl. 14.
Andlát
Hrafnborg Guðmundsdóttir, Hvassa-
leiti 48, Reykjavík, andaðist í Land-
spítalanum sunnudaginn 31. júlí.
Guðjóna Pálsdóttir, Seljalandi 7, er
látin.
Ólafur Jóhann Sigurðsson rithöfund-
ur lést í Landakotsspítala laugardag-
inn 30. júh.
Guðrún Guðmundsdóttir, Skólastíg
3, Akureyri, er látin.
Ásta Sigvaldadóttir Jónsson lést í
Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri
31. júh.
William S. Krason andaðist á heimih
sínu, Arhngton, Virginia, 1. ágúst.
Eiríkur Bendix, fyrrum sendiráðu-
nautur, sendiráði íslands í London,
lést í sjúkrahúsi í Englandi 1. ágúst.
Utivistarferðir
Miðvikudagur 3. ágúst
kl. 8 Þórsmörk. Ódýr sumardvöl í Bás-
um. Góð gisting í rúmgóðum og þægileg-
um skálum. Fallegt og friðsælt umhverfi
með spennandi gönguleiðum.
kl. 20 Bláfiöll, útsýnisferð með stólalyftu.
Verð 800 kr. Brottíor frá BSÍ, bensínsölu.
Fjölskylduhelgi í Þórsmörk 5.-7. ágúst
Tilvalin ferð fyrir alla fjölskylduna. Góð
skemmtun m.a. ratleikur, léttar göngu-
ferðir, pylsugrill, kakó, leikur og söngur.
Hagstætt verð.
Kjalarferð 5.-7. ágúst. Þjófadalir -
Oddnýjarhnúkur - Hveravellir - Kerl-
ingafjöll. Gist í góðu húsi í Svartárbotn-
um. Fjölbreytt ferð.
Sumarleyfisferðir
Kjölur - Þjófadalir - Fjallkirkjan 5.-10.
ágúst. Spennandi bakpokaferð á svæði
austanundir Langajökli.
Lónsöræfi 6.-13. ágúst. Tjaldað við Illa-
kamb. Gönguferðir.
Gldgjá - Þórsmörk 12.-17. ágúst.
Skemmtileg bakpokaferð frá Eldgjá um
Álftavatnskrók, Strútslaug, Hvannagil og
Emstrur til Þórsmerkur.
Þjórsárver 18.-21. ágúst
Tröllaskagi 19.-24. ágúst. a. Gengið um
Hólamannaveg (2 dagar). b. Gengið frá
Siglufirði í eyðiijörðinn Héðinsfjörð og
til Ólafsfjarðar. Uppl. og farm. á skrifst.
Grófinni 1, símar 14606 og 23732.
Ferðafélag íslands
Helgarferðir 5.-7. ágúst
1. Fjallabaksleiðir nyrðri og syðri. Leið-
in liggtu um Eldgjá - Hólmsárlón -
Rauðubotna og Álftavatn. Gist í sæluhús-
um F.í.
2. Þórsmörk. Gist í Skagfjörðsskála/
Langadal.
3. Landmannalaugar - Eldgjá. Gist í
sæluhúsi F.í. í Landmannalaugum.
Sumarleyfisferðir Ferðafélagsins
5.-10. ágúst (6 dagar) Landmannalaug-
ar - Þórsmörk.
5.-14. ágúst (10 dagar): Hálendið norðan
Vatnajökuls. Leiðin hggur um Nýjadal,
Gæsavatnsleið, í Herðubreiðulindir, í
Kverkfjöll og Öskju. Heimleiðis verður
ekið sunnan jökla til Reykjavíkur.
9.-14. ágúst (6 dagar): Norðausturland
- Jökulsárhlíð - Vopnafjörður - Langa-
nes. Ekið norður um Kjöl og gist fyrst
að Laugum í Reykjadal. Litast um á Norð-
austurlandi í næstu fjóra daga. Ekið til
Reykjavíkur um Sprengisand. Brottfór
kl. 08.
9.-14. ágúst (6 dagar): Hvítárnes -
Hveravellir..
Upplýsingar og farmiðasala á skrifstofu
Ferðafélagins, Öldugötu 3.
Tilkyimingar
Opið hús fyrir erlenda ferða-
menn í Norræna húsinu
í „Opnu húsi” í Norræna húsinu fimmtu-
dagskvöldið 4. ágúst kl. 20.30 talar sr.
Heimir Steinsson þjóðgarðsvörður um
ÞingveUi, hvert hlutverk þeirra hafi ver-
ið í vitund þjóðarinnar og sögu. Spjall
Heimis verður flutt á dönsku, enda er
dagskráin í „Opnu húsi” einkum ætluð
norrænum ferðamönnum, en íslendingar
eru engu að síður velkomnir. Eftir kaffl-
hlé verður sýnd kvikmyndin ,,Þijár
ásjónur íslands" með norsku tali. I and-
dyri hússins stendur nú yfir sýning á ís-
lenskum steinum og í sýningarsal er sýn-
ing á landslagsmálverkum eftir Jón Stef-
ánsson. Bókasafnið og kaffistofan verða
opin til kl. 22 eins og venja er á fimmtu-
dögum meðan ,,Opið hús” veröur á dag-
skrá í sumar. I bókasafni liggja frammi
bækur um ísland og íslenskar hljómplöt-
ur. Aðgangur er ókeypis.
Sumarferð kórs og safnaðar-
félags Ásprestakalls
verður farin 14. ágúst. Lagt af stað frá
Áskirkju kl. 8.30. Messað í Strandakirkju,
Allar nánari upplýsingar og skráning hjá
Guörúnu í s. 37788 í síðasta lagi 7. ágúst.
Stjörnupoppkorn á markaðinn
Nýlega hóf starfsemi sína fyrirtækið Iön-
mark hf. og hefur þaö sett á markað tvær
tegundir af poppkomi og ber fyrst að teþa
hið hefðbundna poppkom sem nýtur æ
meiri vinsælda. Einnig hefur veriö sett á
markaö ostapopp sem er algjör nýjung
og er poppið úðað með raunverulegum
„Cheddar” osti. Nú í ágúst er svo væntan-
legt karmellupopp sem nýtur mikilla vin-
sælda í Bandaríkjunum og gera má ráð
fyrir að svo verði einnig á Islandi. Einnig
stendur yfir vömþróun á léttpoppi, sem
væntanlega kemur á markað í septemb-
er. Hráefni til ffamleiðslunnar kemur fr á
Bandaríkjunum en umbúðirnar em
ffamleiddar hjá Plastprent og Kassagerð
Reykjavikur.
Meiming
Heimsósómaljóð
Meö byssuleyti á eiliföina
Ijóðabók eltlr Jón Stefónsson
Eigin útgáfa 1988, 44 bls.
Þetta kver geymir hálfan fjórða
tug Ijóða. Frágangur er smekklegur
og vandaður fyrir utan fáeinar
prentviilur (eða beygingarvillur,
bls. 25-7). Einna mest ber á heimsó-
sómaljóðum, og er sumt af því ærið
sértækt, svo sem heimurinn sé
vondur í eðli sínu, án sundurgrein-
ingar. Það tengist væntanlega
hinu, að Guð og Jesú eru töluvert
áberandi í öðrum ljóðum, ásamt
Lasarusi og fleiru úr Biblíunni. Svo
eru líka ljóð sem átelja lífsþæginda-
græðgi Islendinga gagnvart eymd
þriðja heimsins. Þetta eru misgóð
ljóð, sum hefja sig lítt yfir venjuleg-
ar dagblaðshugvekjur, en í eftirfar-
andi ljóði sýna andstæður í orða-
lagi vel fyrmefndar andstæður lífs-
ins:
Yfirlýsing ffá íslensku þjóðinni
Til þeirra,
sem fórna lífi sínu á stalli rétt-
lætisins
Til þeirra,
sem sofna með muldar hné-
skeljar og hafa ekki séð nýfædd-
an soninn sl. 30 ár:
Hér eftir
unnum við okkur ekki hvíldar
en stormum til ykkar fylktu liði
undir hvítum baráttufána
strax
og við náum tökum á verðbólg-
unni
strax
að afloknu sumarfríi
já strax
að loknu þessu lífi
Virðingarfyllst:
íslenska þjóðin
Yfirlýsingastíllinn næst vel í end-
urteknum stuttu linunum, og í
samræmi við hann svellur mikill
móður í orðalaginu: „á stalli rétt-
lætisins“, „stormum fylktu liði
undir baráttufána“ - en þar brýst
mótsögnin fram, því þetta er hvítur
fáni uppgjafar. Enn magnast and-
stæðurnar eftir strax, því það er
þrívegis tekið aftur með fyrirvör-
um sem sýna að hverskyns smá-
vægileg lifsþægindi eru i raun sett
ofar baráttu fyrir réttlætinu. Hér
sjáum við ágæt tök á ljóðforminu,
á hveijum stað er valið orðalag með
þeim stílblæ sem við á fyrir heildar-
myndina, ekkert umfram það sem
með þarf. Það einkennir mörg
ljóðanna, og jafnframt er höfundur
ódeigur að fara nýjar braut-
ir:
Jón Stefánsson: „Malbikið þrífur í
dekkin..."
Bílslys
Rauð stígvél: Ná upp eftir kálf-
um þegar vindur-
inn lyftir pilsinu
Svart hár: Hverfur í byijun
undir einhverskon-
ar húfu. Eða jafnvel
hatt
Andartakið: Þegar gróft mal-
bikið þrífur í svört
dekkin sem áður
snerust
Hlj óðið: Þýtur um og eirir engu
Og fólkið: Stöðvast mitt á milli
spora og réttir fram
hendur
Bókmeimtir
Örn Ólafsson
Það er eins og hún hggi hreyf-
ingarlaus í lofti sekúndubroti
áöur en hún skellur á malbik-
inu, sem htast rauðu. Sumir
hlaupa til og ópið slítur sig frá
vörunum í örvæntingarfullum
flótta frá þessum stað og augun,
jafnvel að augun þurfi að stinga
sér á milli útglenntra fingr-
anna. Þá rautt ljós. Það eins og
hleypur af einum húsvegg yfir
á annan og þeir koma hvít-
klæddir meö lífið í traustum
höndum. Ekki þá laust við að
birti í augum. Nei ekki laust viö
að menn gangi eilítið ánægðari
á brott.
í allri þessari samúð.
Hér er reynt að láta lesendur
skynja hversdagslegt fyrirbæri á
ferskan hátt, enda ærin ástæða tíl;
óhugnaður, meiningarlaus dauði.
Af þessu spretta miklar andstæður
í Ijóðinu. Það er sett upp sem
skýrsla, þar sem augum er einkum
beint að skynjun, hvað sést. En það
er ahs ekki á hreinu, og blandast
saman ómerkileg atriði og mikil-
væg í skynjun úrshtaaugnabliksins
í afar hraðri atburðarás. Það á líka
vel við þegar því er lýst að lífið
verður hlutunum að bráð, þá eru
hlutimir persónugerðir, þeir fram-
kvæma og hreyfast eins og fólk
væru. Malbikið þrífur í dekkin,
hljóðið eirir engu, rautt ljós hleyp-
ur, ópið shtur sig frá vörunum á
fólki, í stað þess að sagt sé að það
æpi. í samræmi við þetta er ógnar-
hraði hlutanna, andstætt hreyfing-
arleysi fólksins. Þetta skynjum við
að betur vegna forms ljóðsins,
kyrrstaða skýrsluforms í fyrri
hluta, en síbyljan í síöari hluta sýn-
ir hraðann. Hlutimir yfirgnæfa á
meðan óhugnaðurinn ríkir. En í
lok ljóðsins segir frá viðbrögðum
fólksins, og þá er lögð áhersla á
ánægju þess með sín ómerkilegu
viðbrögð, að það sýni samúð. Þá
kemur khsjan: í traustum höndum.
Þessi ádeila er eitt meginstef bókar-
innar.
í hehd má segja að margt gott
komi fram í þessari bók, og það er
ekki að thefnislausu sem höfundur
bókstaflega skipar sér á skálda-
bekk með eftirfarandi ljóði, sem er
mestmegnis titlar ljóðabóka; eftir
Hannes Sigfússon, Stein Steinar,
Einar Má Guðmundsson, Sigfús
Bjartmarsson, ísak Harðarson,
Gyrði og Sigurlaug Elíassyni, að
hætti þess síðastnefnda. Sameigin-
legur tónn er einmanaleikinn.
Frásagnir af lífi mínu
kasta sprekum á eldinn og
beini vökuþreyttum augum th
himna eftir jarteikni úr örva-
mæh guða
Ég er einmana sendisveinn
sem ferðast um hlýju skugg-
anna í leit að tengslum við ytri
veröld en finnst á stundum líf
mitt vera ferð án fyrirheita og
slóð mín léttvæg sem spor í
sandi sem tíminn og vatnið
hylja jafnóðum
Hef margoft reynt að komast
undir regnbogann þar sem lífiö
hggur á lausu en hef hingað th
einungis hitt fyrir menn með
svarthvít axlabönd að vegg-
fóðra óendanleikann.
Fressköttur tapaðist úr
Grafarvoginum
5 mánaða hvítur fressköttur, með gul-
brúna flekki á baki og gulbrúna rófu,
tapaðist úr Grafarvoginum á laugardag-
inn sl. Hann var með bláa ól. Þeir sem
hafa orðið varir við kisa eða vita hvar
hann er niðurkominn vinsamlegast
hringi í síma 675209.
Tapaðfundið
Gleraugu töpuðust
Þykk gleraugu í svartri umgjörð töpuð-
ust aðfaranótt sunnudagsins sl. Upplýs-
ingar í síma 31971.
Lotta enn ófundin
Hún hvarf frá heimili sínu að Laufásvegi
2a, 4. júní sl. Hún er kolsvört og eyma-
merkt 7515. Ef einhver hefur orðið henn-
ar var þá vinsamlegast hafið samband
við Sigríði í síma 23611.
^ Hafirðu
smakkað vín
- láttu þér þá AUDREI
detta í hug
að keyra!
BROSUM /
og w
alltgengurbetur * ^