Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.1988, Blaðsíða 40
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu
þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt-
ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir
besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krón-
ur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við
fréttaskotum allan sólarhringinn.
Ritstjórn - Auglýsingar - Askrift - Dreiffing: Sími 27022
Frjálst,óháð dagblað
MIÐVIKUDAGUR 3. AGÚST 1988.
Skipun ráðgjafanefndar:
Ný gengis-
felling og
kjaraskerðing
- segir Ólafur Ragnar
„Þessi nefndarskipun er ákveðið
skref í þá átt að hengja líf ríkisstjórn-
arinnar við enn eina gengisfelling-
una og grimma kjaraskerðingu í kjöl-
farið. Henni er auðsjáanlega ætlað
tvennt, annars vegar að gera tillögu
um gengisfellingu og losa ríkisstjórn-
ina þannig undan því að þurfa að
taka það upp hjá sjálfri sér, hins veg-
ar að koma með tillögur um að kaup-
ið verði skert til viðbótar við það sem
gert var í síðustu aðgerðum stjórnar-
innar," sagði Ólafur Ragnar Gríms-
son, formaður Alþýðubandalagsins,
um skipan ráðgjafanefndar ríkis-
' 'stjórnarinnar til að koma með tillög-
ur til þess að treysta undirstöður
atvinnuveganna.
„Það hefur aldrei gerst áður í sög-
unni að ríkisstjórn skipi hreina
nefnd forstjóra til þess að koma með
tillögur í efnahagsmálum. Þetta er
jafnframt mjög hættuiegt því þessi
nefndarskipun á eftir að leiða til spá-
kaupmennsku með gjaldeyri eins og
gerðist í vor. Allir þeir sem skipaðir
voru í nefndina hafa þegar látið uppi
opinberlega þá skoðun að feUa eigi
*pð. Það er því ljóst hverjar tillög-
ennar verða," sagði Ólafur Ragn-
ar. -gse
ísaQöröur:
Mannlaus bátur
á reki á ísa-
fjarðardjúpi
Lögregla, Slysavarnafélagið og
Landhelgisgæslan voru í viðbragðs-
stöðu og tilbúin til leitar þegar smá-
bátur fannst mannlaus á ísafjarðar-
djúpi. Var aðeins dauður selur í bátn-
um og óttast aö maður hefði fallið
iyrðis. Fljótlega kom í ljós að bátur
þessi hafði losnað úr togi stærri báts
án þess að menn yrðu þess varir. Var
hann því mannlaus á reki þegar ann-
ar bátur kom aö honum og haft var
samband við lögreglu.
-hlh
Blandar vodka fyrir
Bandaríkjamenn
„Þetta er víst allt að ganga saman
milli Sprota og Bandaríkjamann-
anna og trúlega verður af þessu.
Samningar hafa ekki endanlega
verið gerðir á milli mjólkursam-
lagsins og Sprota en það er búið
að ganga frá samkomulaginu í stór-
um dráttum,“ sagði Indriði AI-
bertsson, mjólkurbússtjóri hjá
Mólkursamlagi Borgfirðinga.
Eins og áður hefur komið fram í
DV, stendur fyrirtækið Sproti hf.,
sem framleiðir Icy-vodka, í samn-
ingaviðræðum við bandaríska
dreiiingarfyrirtækiö Brown-Form-
an en það fyrirtæki hefur aösetur
í Louisville í Kentucky. Fyrirtækið
mun eiga að annast dreifingu á
vodkanum í Bandaríkjunum og er
verið að tala um 300 þúsund litra
til að byrja með. Von er á fulltrúum
bandaríska íyrirtækisins til lands-
ins eftir hálfan mánuð og mun þá
verða gengjö frá samkomulaginu.
„Vodkinn mun koma sem spíri
hingað, en við munum síöan
blanda hann og tappa honum á.
Markaðurinn mun ráða því hvað
mikið verður framleitt í framtíð-
inni en við getum án mikilli breyt-
inga blandaö 2-3 milljónir litra á
ári,“ sagði Indriöi Albertsson.
Stefnt er að því að blöndun vodk-
ans i Borgamesi hefjist um mán-
aðamótin október-nóvember. Býst
Indriöi við því að þurfa aö íjöiga
starfsfólki um 10 manns þegar
framleiðslan kemst á eðlilegan
gang.
En hvers vegna vodkaframleiösla í
mjólkursamlagi ?
„Við höfum þekkingu á átöppun,
tæki og nóg pláss í kjallaranum.
Með minnkandi mjólkurfram-
leíðslu, veröum við að finna aörar
leiðir ef við viljum halda öllu gang-
andi,“ sagði Indriöi Albertsson.
JFJ
Fundur um
vaxtamálin
Á ríkisstjórnarfundi í gær kynnti
Jón Sigurðsson viöskiptaráðherra
fyrirhugaðan fund um vexti með
bankamönnum, verðbréfasölum og
öörum peningamönnum.
Á fundinum veröa ræddar leiöir til
þess að lækka vexti og fjármagns-
kostnað. Niöurstööur skýrslu verö-
tryggingamefndarinnar verða einn-
ig ræddar.
Fundur þessi er ráðgerður 12. þessa
mánaðar. -gse
Harður árekstur
á Kleppsvegi
Harður árekstur varö á móts viö
Kleppsveg 70 um miðjan dag í gær.
Rákust tveir bílar saman og á ljósa-
staur. Þurfti að nota klippur til að
ná öðrum ökumanninn úr bíl sínum
eftir áreksturinn. Voru báðir öku-
menn fluttir á slysadeild.
Ekið var á gangandi konu á Hring-
braut um hádegisbil í gær. Var hún
flutt á slysadeild og er líðan hennar
eftir atvikum. -hlh
Veörið á morgun:
Suð-
austan-
Á morgun lítur út fyrir suðaust-
anátt á landinu. Rigning eða súld
verður á Suöur- og Vesturlandi
og sunnan til á Austfjöröum en
annars þurrt. Hiti 10 til 16 stig,
hlýjast noröaustanlands.
Sendibíll valt
ofan í gryfju
Stór sendibíll valt í gærkvöldi ofan
í gryiju við undirgöng sem verið er
að gera á Fjallkonuvegi, rétt hjá
Foldaskóla í Grafarvogi. Ökumaður-
inn slasaðist nokkuð og var fluttur á
slysadeild.
Slysið varð með þeim hætti að
sendibíllinn rakst á fólksbíl sem kom
akandi á móti í beygju við undirgöng-
in. Beygjan er nokkuð kröpp og viö
áreksturinn missti ökumaður sendi-
bílsins stjórn á bílnum og ók ofan í
gryfjuna við undirgöngin. Þurfti
. kranabfi til að ná sendibílnum upp
úr gryfjunni. .
SIMAÞJONUSTA
mmm
bokinH
6242 42
/*»'
Sjukrabill 11100 Lógreglan 11166
Slokkviliðið 11100 Læknavakt 21230
Fálki í „klóm Þrastar
Lögreglan á Húsavík rakst á þennan fálka á veginum til Húsavíkur á fimmtudag. Var hann tekinn
með á stöðina og fékk að gista fangageymslur lögreglunnar um nóttina. Hentu menn gaman að því
að þar sem yfirlögregluþjónninn héti Þröstur mætti segja að fálkinn hefði þar lent í klóm Þrastar.
Slíkt er heldur óalgengt í ríki náttúrunnar. Á myndinni heldur Lárus Kjartansson lögreglumaður á
fálkanum áður en honum var sleppt. DV-mynd Jóhannes
Kranabil þurfti til að hífa sendibílinn
upp. DV-mynd S
LOKI
Ætli hún veröi vinsæl,
þessi Borgarnes-jógúrt?