Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.1988, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.1988, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 3. ÁGÚST 1988. Fréttir Þrír farast í flugslysi I gær fórst tveggja hreyfla flugvél viö Reykjavíkurflugvöll og létust þrir Kanadamenn sem um borð voru. Flugvélin var í aöflugi í slæmu skyggni og rigningu þegar hún hrap- aöi, um 50 metra sunnan Hring- brautar. Flugvélin fórst Jaust fyrir klukkan sex, á sama tím- og um- ferðarþungi er hvað mestur á Hring- brautinni. Sjónarvottar urðu varir við tor- kennilegt hljóð í flugvélinni ör- skömmu áður en hún steyptist nið- ur. Mikil sprenging heyrðist og flug- vélin varð alelda á svipstundu. Ekki er hægt að slá neinu fóstu um orsakir slyssins og í morgun var beð- ið eftir sérfræðingum frá Kanada til að taka þátt í rannsókninni. Ljóst er að flugvélina bar af réttri aðflugslínu þegar hún átti stutt eftir að flugbrautinni. Sumir sjónarvottar segja að annar hreyfill vélarinnar hafi stöövast skömmu áður en hún hrapaði. Að sögn Skúla Jóns Sigurðarsonar, deildarstjóra Loftferðaeftirlitsins, verður í dag unnið úr þeim gögnum sem fengust í gær en beðiö með að rannsaka sjálft flakið þangað til á morgun, þegar Kanadamennimir koma. Þangað til er flakið vaktað og varið með dúk. Örstuttu eftir slysið var slökkviliðið komið á vettvang og gekk greiðlega að kæfa eldinn meö froðu. Flugvélin var af gerðinni Casa C- 212, framleidd á Spáni. Vélin var út- búin til rannsókna og var að koma frá Narssarssuaq á Grænlandi. Héð- an átti að fljúga vélinni, sem bar ein- kennisstafina C-GILU, til Frakk- lands. Fáeinum mínútum eftir slysiö kom slökkvilið Reykjavíkurflugvallar á slysstað og tókst því á skammri stund að kæfa eldinn með froðu. Mikinn mannfjölda dreif að en lög- reglu tókst að girða af svæðið og halda fólki í hæfilegri fjarlægð. -pv Casa C-212 er framleidd á Spáni. Vænghafið er 19 metrar og lengdin rúmir 15 metrar. Vélin vegur fullhlaðin um 7 tonn. Fátt heillegt er eftir af flugvélinni. Hér sést í hjólabúnað vélarinnar. Býr nærri flugbrautarendanum: Ekki ástæða til að hræðast „Þetta er mjög óvenjulegt slys. Það er einn á móti milljón að þetta geti gerst og engin ástæöa til að vera hræddari nú en áður. Þessi flugvöll- ur hefur verið hér í 40 til 50 ár og ekki orðið slys á friðartímum. Reykjavíkurflugvöllur er einna best staddur allra flugvalla í heimi hvaö varðar slysatíðni," ssgði Frank Cass- ata íbúi að Sóleyjargötu 29 við DV í morgun. Frank býr mjög nálægt brautar- endanum þar sem flugslysið átti sér stað í gær. Segist hann ekki hafa orðið fyrir ónæði af völdum flugum- ferðarinnar um Reykjavíkurflugvöll og ekki óttast hana. „Sumir eru hræddir hvar sem þeir eru. Það þýöir lítið aö lifa í heiminum í dag ef maður er hræddur við allt mögulegt. Fólk hugsar sig ekki um þegar það fer yfir götu en það er mjög hættulegt. Hins vegar verður þaö ofsahrætt við hluti sem alls ekki eru eins hættulegir eins og flugvél- ar.“ -hlh Annar hreyflllinn stopp Þrír strákar voru viö Tjömina þeg- ar flugvélin, sem fórst, fór þar yfir. Að þeirra sögn fylgdust þeir með vélinni vegna þess aö þeim þótti rannsóknarbúnaðurinn á skrokki vélarinnar forvitnilegur. Strákamir sögðu að vinstri hreyfill vélarinnar hefði ekki snúist. „Viö sáum flugvélina allt í einu fara í hring og detta niður. Svo kom sprenging og mikill reykur," sögðu félagamir. Þrír strákar, Friðjón Þórðarson, 01- geir Sveinn Friðjónsson, Haraldur Ingólfur Þórðarson. DV-myndir S Œjörnin Hljómskálagarðurinn a*3 W Slysstaður Flugvöllurinn (Norðurbraut) Flugvélin var í rangri aðflugslínu þegar hún fórst. Vélin flaug blindflug í slæmu skyggni og fórst 50 metra frá Hringbrautinni. Baskalöggan vildi í mýndavél DV- manns Jón Öm Guðbjartsson, DV, Irun: Blaðamaður DV komst heldur betur í hann krappann í gær en þá lenti hann í útistööum við lögreglu á miðri verslunargötu Imn í Ba- skalandi. Skriffmnur blaðsins tók sér stöðu á götuhorni einu og hugð- ist festa bæjarlífið á filmu. En ekki gekk það slysalaust fyrír sig því er blaðamaður mundaði vélina kom lögreglumaður nokkur askvað- andi, er hafði stjórnað umferð áð- ur. Vildi lögreglumaðurinn, sem taldi sig bersýnilega myndefnið, ólmur komast í vél blaðamannsins en sá síðartaldi var hreint ekki á því að láta það eftir. Gerði þá lög- reglumaðurinn félögum sínum við- vart og birtist lögreglubifreið í einu vetfangi og út stigu tveir fUefldir. Skammt dugði fyrir tíðindamann DV að kynna sig því mennirnir mæltu aðeins á móðurmáh sínu og skóku hausana. Er skriflinnur DV sá aö í óefni stefndi kaus hann að opna vélina og draga út fúmnna Hún hafði að geyma landsliðsmenn íslands meðal annarra og hafði stefnan verið aö auka við því blaða- maður var á leið á landsliðsæfmgu. Eftir uppgjöfma fékk blaöamaður að ganga á brott óáreittur en óneit- anlega með skjálfta í hnjánum eftir útistöðurnar. ■ Greenpeace höfðar mál gegn Bandaríkjastjóm: Telja samþykki við vísinda- veiðum ólöglegt Ólafur Amaison, DV, New Yorlc Um hádegisbilið í dag halda Gre- enpeace-samtökin blaðamanna- fund í Washington. Á fundinum munu samtökin tilkynna að þau, ásamt átján öðrum umhverfissam- tökum, hafi höfðað mál á hendur bandarískum stjómvöldum vegna þess að Bandaríkjastjóm hafi ekki sett fram staðfestingarákæra á hendur íslenskum stjómvöldum vegna hvalveiða íslendinga. Náttúruvemdarsamtökin nítján halda því fram að þegar bandarísk stjórnvöld samþykktu vísindaveið- ar íslendinga hafi það brotið í bága við bandarísk lög, svo sem Pelly- lögin, umhverfisverndarlög og lög um vemdun dýrategunda sem eru í útrýmingarhættu. Samtökin nítján halda því fram að ísland bijóti gegn banni Al- þjóðahvalveiöiráðsins við hval- veiðum með því að stunda „ábata- samar“ veiðar sínar sem veiðar í vísindaskyni. í fréttatilkynningu, sem Gre- enpeace-samtökin gáfu út í morg- un, segir að Alþjóðahvalveiðiráðið hafi ítrekað mótmælt þessum veið- upi íslendinga og vitnað er í vís- indamann frá World Wild Life Fo-. und sem em ein þeirra samtaka sem standa að málshöfðuninni. Sá á sæti í vísindanefnd Alþjóðahval- veiðiráðsins og heldur því fram að skoðun meirihluta nefndarinnar hafi verið gegn vísindaveiðum ís- lendinga, hvalveiðiráðið hefur hins vegar ekki enn komist að neinni .slíkri niðurstöðu. í samtali við DV í gær sagði Campbell Plowden, aðaltalsmaður Greenpeace-samtakanna í hvala- málum, að á fundinum í dag yrði fyrst og fremst rætt um málshöfð- unina gegn Bandaríkjastjórn en ekki lögð áhersla á mótmæli sam- takanna gegn íslenskum fyrirtækj- um. Plowden sagði að hugsanlegt væri að samtökin myndu standa fyrir mótmælum í tengslum við heimsókn Þorsteins Pálssonar for- sætisráðherra til Washington en slíkt væri nú með öllu óvíst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.