Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.1988, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.1988, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 3. ÁGÚST 1988. LífsstiH______________________________DV Ný tækni í matvælaiðnaði - Fitulíki sem má nota í mjólkurvörur og fiturík matvæli Á blaðamannafundi þann 27. janúar á þessu ári lýstu stjómendur hjá NutraSweet fyrirtækinu nýrri vöru sem ætlað er að markaðssetja á næsta ári. Um er að ræða blöndu af eggja- og mjólkurhvítu, sem hefur ’agt hita- einingagildi eða um 1,3 kílókaloríur í hverju grammi (Kkal/g). Fita gefur 9,0 Kkal/g. ' Einnig inniheldur þetta efni, sem nefnist Simplesse, ekkert kólesteról. Talsmaður fyrirtækisins greindi frá því að þeir sem ynnu við vöruþró- un gætu hæglega notað Simplesse í stað fitu þar sem það væri að öllu leyti eins að innangerð og með sömu áferð og fitan. Fólk heföi ekki getað greint í sundur matvæli með og án Simplesse. Gæfi þetta fyrirtækjum möguleika á því að framleiða mat- vöru með mun færri hitaeiningar og minna kólesteról en áður heföi þekkst. Notkunarmöguleikar eru m.a. í ýmsar nyólkurvörur eins og ís, jóg- úrt, smurosta, rjómaost og sýrðan ijóma. Einnig veröa not fyrir Simpl- esse í salatsósur, majones og borð- snijörlíki. Hægt er að minnka fituinnihald þessara matvæla verulega. Jafnvel væri hægt að fjarlægja alla fitu úr sumum matvælum og nota einungis Simplesse. Sem stendur eru starfsmenn í vöruþróunar- og rannsóknadeild fyr- irtækisins að kanna hver hámarks- nýtni Simplesse getur verið í áður- nefndar vörur. Einnig er veriö að kanna hvemig sé best aö koma þvi út í þessar vörur við þær aðstæður sem em fyrir hendi í verksmiðjum matvælafyrirtækja. Framtiðaráformin hjá fyrirtækinu em að þróa aðferðir til að nota Simp- lesse í ýmsar aðrar matvörur en þær sem þegar hafa veriö nefndar. Efnið þolir hins vegar ekki hitameðhöndl- un og er því ekki hægt að nota það í steikingafeiti eða matvöm, sem þarf að steikja eða hita á annan hátt. Neytendur Þurftu samt að sækja um leyfi Á áðumefndum blaðamannafundi sagði fulltrúi fyrirtækisins að ekki þyrfti að sækja um heimild fyrir notkun efnisins. Um væri að ræða samsett efni úr hvítu tveggja þekktra matvælategunda og aöeins eðliseig- inleikum þeirra breytt. Þær breyt- ingar sem verða á efninu í matvælum (við geymslu) eru svipaðar eða eins og þær sem verða á hvítu við mat- seld. Fulltrúi hollustuvemdar Bandaríkjanna, Frank E. Young, er á annarri skoðun. Hann hefur hvatt fyrirtækið til að sækja um leyfi til að nota efnið eða að skrá það sem aukaefni. Þar sem skráning á nýjum aukaefnum getur tekið margra ára rannsóknir og líklega ekki undir 100 milljónum króna hefur fyrirtækið sótt um leyfi til Hollustuverndar þar- lendis til aö efnið verði skráð á svo- nefndan GRAS lista (generally recognised as safe), sem inniheldur öll efni sem em talin ömgg og þarf ekki að skrá á umbúðir matvæla sem aukaefni. Þar sem efnið er ekki fita skortir það ýmsa hollustuþætti hennar. Meðal aimars ber fita fituleysin vít- amín (A-, D-, E- og K-vítamín) um meltingarveggina. Einnig eru ýmsar stuttar fitusýrur í mjólkurvörum sem nýtast okkur sem bætiefni og gæti þær skort ef einungis yrði neytt Simplesse-mjólkurvara. Samtök bandarískra bamalækna hafa varað við því að böm geti skort þá orku sem felst í fitu, m.a. úr mjólk- urvörum, ef þau em sett of fljótt á orkusnautt mataræði. Ráðleggingar enskra heilbrigðisyfirvalda (DHSS) em einnig á þann veg að börn, sem eru tveggja ára og yngri, ættu aö drekka nýmjólk og ætti að fara var- lega í þaö að breyta yfir í fituminni mjólk til um fimm ára aldurs nema að tryggt sé að orkuþörf sé fullnægt. Einnig hefur verið bent á það að böm og unglingar eru ekki helsti áhættu- hópurinn hvað varðar hjarta- og æðasjúkdóma. Aftur á móti er rétt að byrja snemma að venja þau á fjöl- breytt fæðuval. Hvað varðar kólesterólinnihaldið þá hefur gengið illa að sýna fram á að kólesteról í fæðu hækki kólesteról í blóði. En fyrir alla þá, sem neyta of mik- Os af fitu og þurfa að minnka við sig hitaeiningafjöldann og fá þegar nægilegt magn bætiefna mun þetta vera kærkomin tilbreyting. Heimildir: Fat Substitute for Dairy and Oil-based Products. Food Technology, april 1988, 96-97. Should milk drinking by children be discouraged? Committee on Nutrition. American Academi of Pediatrics. 1974, vol. 53, 576-582. Ólafur Sigurðsson matvælafræðingur Vinnuskóli Reykjavíkur: Stórhættulegar sláttuadferðir Nú þessa dagana má sjá krakka úr Vinnuskóla Reykjavíkur við vinnu sína. Þær aðferðir sem beitt er við sláttinn era hins vegar ekki mjög æskilegar. Eins og sjá má af meðfylgjandi mynd era krakkar úr Vinnuskóla Reykjavíkur að slá brekku. Aðferðin, sem notuð er, er hins vegar kolröng. Með því að hafa sláttuvélina fyrir neðan sig skapast sú hætta að ef krökkunum skrikar fótur þá draga þau vélina yfir sig. Þetta getur haft hræðilegar afleiðingar því hnífurinn stöðvast ekki. Enda er letrað aðvör- un á sláttuvélamar um að svona megi alls ekki slá. -PLP Viltu selja bíl? Viltu kaupa bíl? Á bílamarkaði DV á laugardögum auglýsir fjöldi bílasala og bílaumboða fjölbreytt úrval bíla af öllum geröum og öllum verðflokkum. Auglýsendur, athugið! Auglýsingar í DV-Bíla þurfa að berast í síðasta lagi fyrir kl. 17.00 á fimmtudögum. Þessir unglingar kunna ekki til verka þótt þeir séu i vinnuskóla. DV-mynd: S Þvagleki: Sérstakar nærbux- ur fáanlegar Mikið hefur verið hringt í D V f kjöl- far greinar sem birtist um þvag- leka. í greininni kom fram að þetta er vándamál sem hrjáir stóran hóp fólks. Ein lausu á þessu vandamáli er sérstakar nærbuxur fyrir fólk með þetta vandamál. Þetta era eins kon- ar bleyjur og drekka þær í sig alla þvagdropa sem fólk misslr. Nær- buxurnar eru síðan þvegnar eins og hverjar aðrar nærbuxur og not- aðar aftur. Slíkar nærbuxur fást í Remedíu og Holtsapóteki og kosta þær kr. 1.042. Einnig era til splu sérstök bindi semsmeygterf vasaáþartilgerð- Nærbuxur fyrir lólk sem á við um nærbuxum. Þessar nærbuxur þvagleka aó striða. kosta kr. 540. Þriöji kosturinn er þunnar nærbuxur meö áfastri og er ein þeirra sérstaklega gerð bleyju. Þessar buxur kosta kr. 735. fyrir hjólastóla. Þessi teppi kosta á Eiimig fást rakadræg teppi fyrir bilinu 1.300-2.600. rúm. Þau eru til í þremur gerðum -PLP

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.