Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.1988, Blaðsíða 18
18
MIÐVIKUDAGUR 3. ÁGÚST 1988.
Sviðsljós
Ólyginn
sagði...
Nick
Nolte
- sem er að ljúka við að leika í
myndinni The Fugitives - hefur
nú ákveöið að taka sér frí í bili.
Blessaður maðurinn er nefnilega
dauðþreyttur. Hann hefur leikið
í fjórum myndum, Weeds, Ex-
treme Prejudice, Farewell to the
King, og The Fugitives á mjög
skömmum tíma og nú finnst hon-
um vera komið nóg. Hefur hann
hugsaö sér að taka það bara ró-
lega og slappa af með konu sinni
og syni á heimili þeirra í Vestur-
Virgíniu.
Jack
Lemmon
losaði sig viö tæplega 10 kíló til
þess aö geta leikið í nýrri mynd.
Hætta er þó á að hann bæti kíló-
unum fljótlega aftur á sig því
fresta varð tökum á myndinni
fram til hausts. Tökur áttu að
hefjast í vor. í myndinni, sem ber
nafnið Dad, mun Jack leika mann
á áttræðisaldri sem á við veikindi
að stríða.
Madonna
- sem nú er orðin 27 ára - hefur
með hjálp miðils reynt að komast
í samband við sjálfa sig, þ.e. Mari-
lyn Monroe. Mun Madonna halda
að hún sé kynbomban endurbor-
in. IllarTungur segja að hún ætti
heldur að reyna ná sambandi við
manninn sinn, Sean Penn. Ma-
donna hefur það helst fyrir stafni
þessa dagana að leika í leikriti á
Broadway.
Elton John
hinn hjálpsami
Það sannaðist að Elton John hefur
stórt hjarta þegar hann gaf skóburst-
ara sínum 45.000 krónur en áður
hafði skóburstarinn, Clarence Putt-
erman, spurt Elton hvort hann ætti
fjörutíu og fimm krónur handa sér.
Clarence ljómaði eins og sól þegar
hann stakk peningunum á sig en
ljóminn hvarf þó fljótt þegar Century
Plaza Hotel í Los Angeles, þar sem
hann vann, tilkynnti honum að hann
væri rekinn fyrir að betla.
Skóburstarinn sagði aö hann hefði
séð í sjónvarpinu að Elton ætlaði
bara að vera venjulegur borgari og
þætti ekkert verra að vera kallaður
sínu rétta nafni, Reg Dwight. Svo
þegar Elton átti leið fram hjá kallaði
hann: „Ég skal pússa skóna þína ef
þú getur séð af 45 krónum, Reg.“
Elton hló og gaukaði að honum pen-
ingunum.
Clarence var alveg á því að þetta
hefði verið hápunkturinn á 32 ára
starfsferli sínum sem skóburstari.
Elton átti vart orð þegar honum var
sagt að maðurinn heföi verið látinn
fara því honum fannst skóburstarinn
líta út fyrir að hafa þörf fyrir góða
máltíð. Þegar síðast fréttist var Elton
að reyna að fá skóburstarann endur-
Elton John hefur stórt hjarta en þaö getur samt komiö fólki í vanda. ráðinn.
Ike Turner, fyrrum eiginmaður Tinu,
fékk eins árs fangelsisdóm fyrir að
hafa kókaín í fórum sínum.
Handtekinn fyr-
ir kókaíneign
Tónlistarmaðurinn Ike Turner,
fyrrum eiginmaður og félagi Tinu
Turner, fékk nýlega eins árs fangels-
isdóm fyrir að hafa flutt og haft í
fórum sínum kókaín.
Ike, sem nú er 55 ára gamall, hafði
gengiö laus gegn 67.500 króna trygg-
ingu síðan hann var handtekinn í
ágúst á síðasta ári. Hann var ákærð-
ur fyrir að hafa haft „crack“, ódýrt
form af kókaíni, og pípu í bílnum
sínum.
Eftir að dómur hafði verið felldur
í máli hans var hann þegar tekinn í
gæslu. Ike fékk fimm ára skilorðs-
bundinn dóm og 2.500 króna sekt í
marsmánuði sl. eftir að hafa verið
handtekinn árið 1985 fyrir að hafa
haft kókaín undir höndum.
Stældi Michael Jackson
Maður, sem líktist mjög Michael
Jackson, dró að sér stóran hóp fólks
og olli miklu umferðaröngþveiti í
Soho-hverflnu í London nýlega.
Dómstólum fannst þetta þó ekkert
sniðugt.
Ronnie Beharry, 23 ára, játaði að
hafa valdið uppþotinu og var honum
skipað að borga 7785 krónur sem
tryggingu fyrir góðri hegðun næsta
hálfa áriö.
Lögreglumaður einn vitnaði fyrir
rétti að' lýðurinn hefði ráðist að
Ronnie þar sem hann stóð á götu-
homi, íklæddur fótum sem voru ná-
kvæm eftirlíking af einum búninga
Michaels. Ronnie skýldi einnig
munni sínum meö bréfþurrku til að
stæla söngvarann fræga sem einmitt
nú er á tveggja mánaða hljómleika-
ferð um Bretland. Lögreglumaður-
inn sagðist hafa heyrt fólk hrópa
„Michael!" en þegar betur var að gáð
var þetta aðeins einhver sem var
svona líkur goðinu.
Dómarinn varaði Ronnie við að
gera sér mat úr útliti sínu og bað
hann um að gera sem minnst úr því
til þess að ekki kæmi aftur til slíkrar
truflunar á þjóðfélagsfriði.
Ronnie, er var enn klæddur sem
Michael Jackson, sagði fréttamönn-
um að hann hefði ekki í hugd að
breyta ímynd sinni.
Michael Jackson er goð margra og nú eru þeir sem líkjast honum farnir
að gera sér mat úr.
Á veggjum hanga myndir af gömlum skallapoppurum og skrifuöu þeir
íslensku nöfn sín undir myndirnar. Hér er það Egill Ólafsson sem áritar
vegginn.
Nýr skemmtistaður
Nýr skemmtistaður var opnaður
þann 22. júlí að Borgartúni 32.
Hlaut staöurinn nafnið Zeppelin og
ber undirskriftina Rokkklúbbur-
inn. Er honum ætlaö að skapa nýja
vídd í íslensku skemmtanalífi og
reynt verður að 'höfða fyrst og
fremst til fólks frá tvitugu til hálf-
fertugs.
Búast má við ýmsum nýjungum,
bæði í veitingum og skemmtun, og
tónlistin verður eingöngu byggð á
nýju og gömlu rokki, frá Elvis Pres-
ley til INXS. Mun lifandi tónlist
verða gert hátt undir höfði og er
ráðgert að hljómsveitir troði upp á
hverju fóstudagskvöldi.
Opnun staðarins fór fram með
pomp og prakt. Hljómsveitin Vill-
ingarnir skemmti gestum og hinn
kunni útvarpsmaður, Ásgeir Tóm-
asson, sneri skífum. Troðfylltist
staðurinn af forvitnu fólki þegar
almenningi var hleypt inn á mið-
nætti en áður hafði verið haldið boð
fyrir fáa útvalda.
Hljómsveitin Villingarnir, meö Eirík Hauksson í broddi fylkingar, skemmti
við góöar undirtektir.
DV-myndir GVA