Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.1988, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 3. ÁGÚST 1988.
Utlönd
Næst sam-
komulag um
Berlín í haust?
NÁMSKEIÐ
BÓKFÆRSLA - VÉLRITUN
Sækið námskeið hjá traustum aðila gegn vægu gjaldi
Eftirfarandi námskeið verða haldin nú á næstunni:
NÁMSKEIÐ DAGSETNING
- Bókfærsla I (einfaldar dagbókarfærslur
og uppgjör)...............9., 1113., 14., 16. og 18. ágúst
- Bókfærsla 1 flóknari færslur og
uppgjör..................20., 21., 23., 25., 27. og 28. ágúst
- Bókfærsla II (Þungar færslur og
uppgjör)..................30. ágúst, 1., 3., 4., 6. og 8. sept.
Bókfærsla II (Þyngri færslur og
uppgjör)..................10., 11., 13., 15., 17. og 18. sept.
- Vélritun (Byrjendanámskeið)
........................... 22.-25., 29.-31. ág. og 1. sept.
Helmut Kohl, kanslari V-Þýskalands, vonast til að kaflaskipti verði í sam-
skiptum V-Þýskalands og Sovétrikjanna með heimsókn Kohls til Moskvu i
Október nk. Símamynd Reuter
Gizur Helgason, DV, Reersnæs:
Helmut Kohl, kanslari V-Þýska-
lands, faýiaði skýrslu Hans-Dietrich
Genschers utanríkisráðherra um..
viðræður hans í Moskvu við Gor-
batsjov, aðalritara sovéska komm-
únistaflokksins, og Shevardnadse,
utanríkisráöherra Sovétríkjanna, nú
um helgina.
„Ég er sérlega án'ægður með þær
fréttir sem hann færði mér,“ sagði
Kohl eftir aö hann hafði rætt viö
Genscher. „Nú hef ég fulla ástæðu
til að reikna með því að við heimsókn
mína til Moskvu í október verði
kaflaskipti í samvinnu V-Þýskalands
og Sovétríkjanna."
V-þýska bjartsýnin byggir ekki
hvað minnst á því samkomulagi sem
Genscher geröi við leiðtogana um
stofnun vinnuhópa sem á komandi
vikum eiga að undirbúa mikilvæg-
ustu umræðuefni Kohls hinn 24. okt-
óber nk.
Berlín ásteytingarsteinninn
í augum v-þýsku leiðtoganna eru
mestu fagnaðarefnin sennilega þau
ummæli Gorbatsjovs og She-
vardnadse að þeir séu því hlynntir
að ryðja stærsta vandamálinu úr
vegi til þess að ná aukinni samvinnu
við V-Þýskaland. í fimmtán ár hefur
sérstaða V-Berlínar staðið í vegi fyrir
samkomulagi um samvinnu á menn-
ingar- og vísindalegu sviði en einnig
samvinnu er viðkemur landbúnaði,
heilbrigðismálum og kjamorkúmál-
um.
Sovétmenn hafa krafist þess að ein-
staklingar og stofnanir sem hafl
heimilisfang í Berlín, s.s. hijómsveit-
ir, leikarar og kennarar verði utan
samkomuiagsins. Heimilt er þó að
skrásetja það í viðkomandi viðauka.
V-Þjóðveijar hafa aftur .á móti verið
jafnþijóskir og segja að allt sem til-
heyri Berlin skuli vera á sínum staö
í öllum samningum.
Sennilega hefur Genscher tekist að
sannfæra Gorbatsjov og She-
vardnadse um aö það sé ekki tilgang-
ur Bonn-stjórnarinnar að hreyfa við
stöðu V-Berlínar en að tími sé til
kominn aö flnna framtíðarlausn á
vandamálinu.
Vinnuhópar
Það sem vinnuhóparnir munu
ræða er m.a. aukin samvinna á fjár-
málasviðinu, tveggja ára menning-
aráætlun, en slík samvinna lagðist
niður 1973, samkomulag um skipa-
siglingar og umhverfisvernd, öryggi
þýskra minnihlutahópa í Sovétríkj-
unum, vemdun þjóðlegra einkenna
þeirra og möguleikar á heimsóknum
þeirra til V-Þýskalands.
Báðir aðilar undirstrikuðu það
mjög skýrt við helgarumræðurnar í
Moskvu að tilgangur vinnuhópanna
væri sá að tryggja það að samvinna
Sovétríkjanna og V-Þýskalands færi
það kröftuglega af stað að engin leið
væri til að stöðva hana.
Danska stjórnin
í eifiðleikum
Sumarliöi ísleifeson, DV, Arósum
Harðar deilur eru nú á milli
stjórnar og stjórnarandstöðu um
skattamál. Getur svo farið aö
stjórnin verði knúin til þess að
breyta um stefnu í mikilvægu máli.
Deilurnar standa um gjald sem
hefur veriö lagt á almennar lántök-
ur fólks, fyrst og fremst neyslulán.
Áætlað er að tekjur ríkissjóös af
gjaldinu geti orðið um 1,8 milljarð-
ar danskra króna á þessu ári. Hefur
álagningin valdið mikilli óánægju
meðal fólks, ekki síst vegna þess
að mörgum finnst nóg um þá skatt-
lagningu sem fyrir er. Að meðaltali
munu um 60 prósent tekna vera
greidd í skatt í Danmörku. Ekki
hefur heldur bætt úr skák að reglur
um gjaldtökuna hafa verið flóknar
og erfitt fyrir almenning að átta sig
á þeim. Því hefur veriö mikið um
mistök og annríki á skattstofunni
í landinu.
Nú hafa sósíaldemókratar, fram-
faraflokkurinn, sósíalíski þjóðar-
flokkurinn og miðdemókratar náð'
samstöðu um að óska eftir því að
þingið verði kallað saman sérstak-
lega til þess að ræða þetta mál.
Óska þessir aöilar eftir að inn-
heimtu skattsins verði frestað í
a.m.k. tvo mánuöi og framfara-
flokkurinn vill afnema gjaldið með
öllu. Fulltrúar stjórnarflokkanna
hafa lýst því yfir að ekki verði aftur
snúið og að gjaldið sé nauðsynlegt
til að halda aftur af neyslu í landinu
og draga úr erlendum skuldum.
Innan stjórnarherbúðanna, sér-
staklega meðal stuðningsmanna
vinstri flokksins, er mikil óánægja
með gjaldtökuna. Hafa sumir for-
ystumenn flokksins jafnvel lagt til
að lántökugjaldið verði fellt niður.
Ef heldur sem horfir eru líkur til
þess að danska þingið verði kallað
saman úr sumarleyfi. Óvíst er hins
vegar hvort gjaldið óvinsæla verði'
lagt niður.
BHM, BSRB, VR og fleiri stéttarfélög styrkja félaga
sina til þáttöku. Frekari upplýsingar fást í síma
688400.
- Innritun fer fram á skrifstofu skólans -
Vinningstölurnar 30. júlí 1988.
Heildarvinningsupphæð: kr. 4.067.766,-
1. vinningur var kr. 2.035.732,- Aðeins einn þátttakandi var með
fimm réttar tölur.
2. vinningur var kr. 609.606,- og skiptist hann á 274 vinnings-
hafa, kr. 2.252,- á mann.
3. vinningur var kr. 1.422.428,- og skiptist á 5 492 vinningshafa,
sem fá 259 krónur hver.
Sölustaðirnir eru opnir frá
mánudegi til laugardags
og loka ekki fyrr en 15 mínútum
fyrir útdrátt.
Milljónir á hverjum laugardegi! Upplýsingasími: 685111