Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1988, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1988, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1988. Utlönd Lýðræðislegir kossar Embættismenn í Chile viöur- kenna aö forseti landsins, hinn 72 ára gamli Augusto Pinochet. muni tapa forsetakosningunum í næstu viku í Santiago og nokkrum öörum borgum. Þeir spá hins vegar hinum aldna herforingja sigri úti á lands- byggðinni. Stjórnarandstæöingar hafa nú síöustu dagana háö harðari baráttu þar gegn Pinochet heldur en í borg- unum því það var úti á landsbvggð- inni sem herinn hlaut flest atkvæöi árið 1980 þegar efnt var til þjóðarat- kvæðagreiðslu um hvenær lýðræði skvldi komið á í Chile. Samkvæmt opinberum tölum greiddu 67 pró- sent þeirra sem hafa kosningarétt atkvæði þá. Pinochet hefur stjórnaö frá því að stjórn Salvadors Allende var steypt af stóli í blóðugri uppreisn herforingjanna áriö 1973. í þjóðar- atkvæðagreiðslunni þann 5. októb- er næstkomandi veröur kosið um það hvort Pinochet eigi að sitja eitt kjörtímabil í viðbót sem yrði átta ár. Ef Pinochet tapar verður hann að boða til frjálsra forsetakosninga á næsta ári um leið og þingkosning- arnar fara fram. Þingið á að hefja störf aftur 1990 en því var lokað við valdaránið. Einn þriðji hluti efrí deildarinnar verður þó kosinn af stjórninni. Efnahagur Herstjórnin hrósar sér af góðum efnahag og er iðin við að benda á ágæti frjálsrar markaðsstefnu í efnahagsmálum. Er þá oftast tekið sem dæmi aukin ávaxtaframleiðsla og hagnaðurinn sem af henni hefur hlotist. Stjórnarandstæðingar segja að aðeins fáir hafi hagnast og að verkamenn úti á landsbyggð- inni hafi lítið grætt í tíð herfor- ingjastjórnarinnar. Samkvæmt opinberum tölum flykkjast erlendir fjárfestingaraðil- ar til Santiago, verðbólgan er 10 prósent. útflutningur eykst og af- koma fólks er betri, það er að segja þeirra sem hafa atvinnu. Hinir eru ekki með í dæminu, segir hagfræð- ingurinn French-Davis á rann- sóknastofnuninni Cieplan í Sant- iago sem lauslega er tengd kristi- legum demókrötum. I tölum um fjölda atvinnulausra eru þeir ekki taldir með sem standa úti á götu og selja tyggigúmmí eða þeir sem hafa vinnu í aðeins tvær klukkustundir á dag. Ekki er getið um öll þau fyrirtæki sem lagt hafa upp laupana eða sagt upp vinnukrafti. Ef borið er saman við árið 1981 hafa meðallaun lækk- að um 13 prósent og lægstu launin um 44 prósent. Framleiðslan á hvern íbúa hefur lækkað um 6 pró- sent, segir hagfræðingurinn. Frestur Þegar tölur stjórnarandstöðunn- ar og herforingjastjórnarinnar eru bornar saman mætti ætla að um væri aö ræða tvö lönd. Að sögn French-Davis er það að miklu leyti vegna þess að ástandiö í efnahagsmálum í Chile breytist hratt. Hann segir að sveiflurnar séu vegna skorts á pólítískri stjórn í efnahagsmálum. Varar hann við að uppgangurinn í ár sé tilviljunar- kenndur og segir að ein af ástæðun- um fyrir bættum efnahag í ár sé sá frestur sem fengist hafi til að greiða hluta af vöxtum af hinum miklu erlendu skuldum. En þrátt fyrir allar viðvaranir og grunsemdir viðurkennir stjórnar- andstaðan að efnahagurinn í Chile sé góður núna. Stjórnarandstaðan i Chile hvetur landsmenn til að greiða atkvæði gegn Pinochet forseta i kosningunum sem fram eiga að fara þann 5. október næstkomandi. Simamynd Reuter ■ Byssur "Gríptu gæsina meöan hún gefst” - en ekki meÖ höndunum! smAauglýsingar SÍMI 27022 Eins og hver annar forsetaframbjóðandi faðmar og kyssir Pinochet Chileforseti börn á kosningaferðalagi sinu. Simamynd Reuter Skortur „Það gildir aðeins fyrir einn þriðja hluta íbúanna," segir Manu- el Bustos, formaður chilenska Al- þýðusambandsins. „Tveir þriðju hlutar Chilebúa hafa það miklu verra í tíð herforingjastjórnarinn- ar.“ Um fjórar milljónir manna, sem eru einn þriðji hluti íbúa Chile, er talinn líða skort. Og í fátækra- hverfum höfuðborgarinnar eru margir sem hafa ekki efni á að borga fyrir nafnskírteinið sem þarf að hafa til að láta rita sig inn á kjör- skrá. Þeir geta því ekki tekið þátt í forsetakosningunum. Daglaunin eru oft á tíðum ekki meiri en sem svarar verði á einu brauði. Kyssti börn Augusto Pinochet reynir nú að sannfæra Chilebúa um að hann geti stjórnað eins og demókrati ef þeir kjósa hann. „Þið stjórnið ef ég stjórna," eru slagorð á kosninga- spjaldi með mynd af forsetanum í borgaralegum klæðum. Margt hef- ur verið gert þessu til stuðnings og hefur neyðarlögum veriö aflétt, út- lagar hafa fengið að snúa heim, þó ekki nógu snemma til að fá kosn- ingarétt, og stjórnarandstæðingar fá að koma reglulega fram í sjón- varpi. Forsetinn var nýlega á kosninga- ferðalagi í Talca fyrir sunnan Sant- iago og eins og hver annar fram- bjóðandi kyssti hann börn og veif- aði til stuðningsmanna sinna sem voru þar saman komnir. Forsetinn lofaði að selja allt land í eigu ríkis- ins og var þeim orðum hans vel fagnað. En stjórnarandstaðan á lands- byggðinni segir að smábændurnir, sem græddu á því þegar herforingj- amir gáfu þeim réttindi til þess lands, sem tekið var af stórbænd- um undir stjóm Allendes, neyðist ef til vill til að selja jarðarskika sína vegna vanefna. Að sögn stjórnarandstæðinga gætir ótta úti á landsbyggðinni við að stjórnin komist að því hvernig fólk hafi greitt atkvæði. Fólk er sagt óttast atvinnumissi ef Pinoc- het tapar og það kemst upp aö það hafi greitt atkvæði gegn honum. Franski leikarinn Yves Montand er nú i Chile til að styðja stjórnarand- stæðinga í kosningabaráttunni. Hér faðmar hann Hortensiu Bussi, ekkju Salvadors Allende, fyrrum forseta landsins. Simamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.