Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1988, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1988, Blaðsíða 25
FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1988. 49 Afmæli Karvel Ögmundsson Karvel Ögmundgson, fyrrv. oddviti og útgerðarmaður, til heimilis að Sjávargötu 18, Njarðvíkum, er átta- tíu og fimm ára í dag. Karvel fæddist á Hellu í Beruvík á Snæfellsnesi og ólst þar upp. Hann naut barnaskólafræðslu á Hellis- sandi fjóra vetur og stundaði nám við Stýrimannaskólann á ísafirði 1926-27. Hann byrjaði sjóróðra frá Hellis- sandi ellefh ára að aldri, var formað- ur á árabátum frá fjórtán ára aldri og formaður þar á vetrarskipi nítján ára. Karvel var skipstjóri á mb,- Eggerti Ólafssyni frá Isafirði, mb. Höfrungi, mb. Pælot, mb. Vöggog mb. Sigurkarfa sem allir voru frá Njarðvíkum. Karvel flutti frá Hellissandi til Njarðvíkur 1933. Hann var oddviti Njarðvíkurhrepps frá 1942-62, for- maður Útvegsbændafélags Kefla- víkur í átján ár og formaður Oliu- samlags Kefla víkur í þrj átíu ár. Karvel var gæslumaður barna- stúkunnar Sumargjafar i fimmtán ár, formaöur Vinnuveitendafélags Suðurnesja í tíu ár og í hreppsnefnd Keflavíkur frá 1938-42. Þá var hann formaður Sjálfstæðisfélags Kefla- víkur og síðar formaður Sjálfstæðis- félags Njarðvíkur og heiðursfélagi þess. Hann sat í stjórn Sjúkrahúss Keflavíkur, í fyrstu stjórn Ung- mennafélags Keflavíkur, var einn af stofnendum Rotaryklúbbs Kefla- víkur, í stjórn Oíufélagsins hf. í Reykjavík frá upphafi og fram á þennan dag, í stjórn Samvinnu- trygginga um langt skeið. Karvel var sæmdur heiðursmerki Sjómannadagsráðs Keflavíkur 1968, heiðursmerki sjómannadagsráðs Hellissands 1976, er heiðursborgari Njarðvíkur frá 1978 og var sæmdur Riddarakrossi íslensku fálkaorð- unnar 1979. Fyrri kona Karvels var Anna M. Olgeirsdóttir húsmóðir, f. á Hellis- sandi 14.1.1904, d. 26.4.1959. For- eldrar Önnu voru María Guð- mundsdóttir frá Stór-Hellu, Hellis- sandi og Olgeir Oliversson frá Gröf í Grundarfirði. Börn Karvels og Önnu eru Olga María, f. 16.8.1928, húsmóðir; Guð- laug Svanfríður, f. 12.12.1929, sjúkraliði; Líneik Þórunn, f. 27.8. 1932, íþróttakennari; Ester, f. 23.8. 1933, kennari; Sólveig, f. 19.12.1940, kennari; Ögmundur, f. 10.3.1936, flugvirki og Eggert, f. 13.11.1943, d. 22.5.1962, sjómaður. Seinni kona Karvels er Þórunn M. Guömundsdóttir húsmóðir, f. 19.9.1933, dóttir Giíðmundar Kr. Guðmundssonar, skipstjóra í Kefla- vík, og konu hans Ingibjargar Bene- diktsdóttur frá ísafirði. Sonur Karvels og Þórunnar er Eggert verkamaður, f. 22.5.1964. Fósturbörn Karvels eru Guð- mundur R. Mýrdcd, f. 9.10.1950, sjúkraliði; Kristján S. Kristjánsson, f. 5.3.1953, smiður; Helgi Kristjáns- son, f. 19.10.1954, sjómaður; Ingi- björg Dagmar bankastarfsmaður, f. 30.1.1957 og Magnús Þór Kristjáns- son, flugvirki, f. 11.5.1963. Foreldrar Karvels voru Sólveig Guömundsdóttir húsfreyja, f. í Purkey á Breiðafirði 2.9.1873, d. 10.6. 1942, og Ögmundur Andrésson bóndi, f. að Einarslóni 11.7.1855, d. 11.1.1923. Karvel verður erlendis á afmælis- daginn. Karvel Ögmundsson. Haraldur Ágúst Snorrason Baldur Brjánsson Haraldur Ágúst Snorrason málari, til heimihs að Gnoðarvogi 28, Reykjavík, er sjötíu og fimm ára í dag. Haraldur fæddist í Reykjavík en ólst upp á Vorsabæjarhóli í Gaul- verjabæjarhreppi frá fimm ára aldri og fram að fermingu en unglingsár- unum eyddi hann síðan í Reykjavík. Hann hóf nám í málaraiðn árið 1928 hjá Guðmundi Filipussyni mál- arameistara og stundaði síðan mál- arastörf í nær samfelld fimmtíu ár. Síðustu starfsárin var hann bað- vörður í Hagaskólanum í Reykjavík, eðatilársins 1984. Guðmundur hefur starfað mikið að íþróttamálum en hann var sæmdur gullmerki Knattspyrnu- sambands íslands með krossi. Kona Haraldar er Jóhanna Fann- ey Ólafsdóttir húsmóðir, f. 1.4.1917, dóttir Ólafs Péturssonar b. að Sell- átranesi og síðar í Hænuvík í Rauða- sandshreppi. Börn Haraldar og Jóhönnu Fann- eyjar eru Ólafía Kristrún, f. 18.3. 1938, húsmóðir; Adolf Steinar, f. 5.8. 1939, húsasmiður; Lilja, f. 6.3.1951, húsmóðir og Fjóla, f. 1.6.1954, hús- móðir. Sonur Haraldar frá því fyrir hjónaband er Gunnar, f. 5.4.1935. Haraldur átti fjögur alsystkini sem öll eru látin. Hálfsystkini hans urðu sjö og eru fimm þeirra á lífi. Foreldrar Haraldar voru Snorri Magnússon sjómaður, f. í Efstabæ í Garði,4.9.1884, d. 11.2.1921, og Jó- runn Álfsdóttir húsmóðir, f. 19.8. 1888, d. 26.3.1961, en þau bjuggu lengst af í Reykjavík. Foreldrar Jórunnar voru Álfur Jónsson, b. á Eystri-Loftsstöðum og á Hól í Stokkseyrarhverfi og Rann- veig Ólafsdóttir, b. í Stapakoti, síðar á Giljum í Hvolhreppi Guðmunds- sonar, b. og læknis í Hellisholtum í Ytrihreppi Ólafssonar. Álfur var sonur Jóns yngri, b. í Tungu í Flóa og síðar á Eystri-Lofts- stööum Ólafssonar, b. og hrepp- stjóra á Eystri-Loftsstööum Vern- harössonar, b. á Vestri-Loftsstöðum Ögmundssonar, b. á Vestri-Lofts- stöðum Magnússonar, b. á Skúms- stöðum á Eyrabakka Sveinbjörns- sonar, b. á Skúmsstöðum, Geir- Haraldur Ágúst Snorrason. mundssonar, lögréttumanns á Há- eyri, Jónssonar, prests í Hruna, Héðinssonar. Kona Ólafs var Ses- selja Aradóttir, b. í Götu á Stokks- eyri, Bergssonar, hreppstjóra i Brattsholti, Sturlaugssonar, ætt- fóður Bergsættarinnar. Haraldur heldur upp á afmælið með fjöldskyldu sinni. Kristín Guðmundsdóttir Kristín Guðmundsdóttir, til heimilis aö Dvalarheimilinu Hraunbúðum í Vestmannaeyjum, er áttatíu og fimmáraídag. Kristín fæddist að Ketilstöðum í Mýrdal í Vestur-Skaftafellssýslu og ólst upp að Litlu-Hólum í Mýrdal. Systkini hennar urðu tólf, sex bræð- urogsexsystur. Kristín giftist Jóhanni Stíg Þor- steinssyni, vélstjóra og síðar verka- manni, f. 3.9.1897, d. 17.8.1970. For- eldrar hans voru Þorsteinn Vigfús- son og Sigurbjörg Stígsdóttir. Kristín og Jóhann fluttu til Vest- mannaeyja 1923 og hófu þar búskap. Þau eignuðust þrjú börn. Foreldrar Kristínar voru Guð- mundur Guðmundsson b. og kona hans Rannveig Guðmundsdóttir, en þau bjuggu lengst af á Brekkum í Mýrdal. Kristín tekur á móti gestum á heimili dóttur sinnar, að Kirkjuvegi 67, Vestmannaeyjum, fóstudágs- kvöldið 30.9. n.k. Kristin Guðmundsdóttir. Baldur Brjánsson, hótelstjóri á Hót- el Borg, til heimilis aö Flúðaseli 32, Reykjavík, er fertugur í dag. Baldur fæddist að Skáldalæk í Svarfaðardal og ólst upp á Akur- eyri. Hann vann skrifstofustörf hjá vélsmiðjunni Héðni árin 1972 til 1983 og var meö eigin atvinnurekstur til ársins 1985. Síöustu árin hefur Bald- ur starfað hjá Ólafi Laufdal, fyrst sem framkvæmdastjóri veitinga- hússins Hollywood og síðan sem hótelstjóri Hótel Borgar. Baldur var um árabil skemmti- kraftur og sýndi sjónhverfmgar við góðar undirtektir. Baldur er kvæntur Sólveigu Þórð- ardóttur, f. 14.5.1952, verslunar- manni, dóttur Margrétar Erlu Ein- arsdóttur húsmóður og Einars Leó Guðmundssonar skósmiðs, en hann er stjúpfaðir Sólveigar. Faðir henn- ar, Þórður Jónsson, lést 2.1.1972. Börn Baldurs og Sólveigar eru Erla Dröfn, f. 28.10.1972, og Ragn- heiður Mjöll, f. 8.3.1974. Baldur á einnigBjörgu, f. 18.9.1969. Systkini Baldurs eru Júlíus Brjánn, f. 28.4.1951, leikari; Guðjón S., f. 22.5 1955, félagsráðgjafi; Björk Eva, f. 23.7.1959, bankastarfsmaður; Snjólaug Jónína, f. 26.7.1962, starfs- Baldur Brjánsson. maður á Sólborg; Þráinn, 16.8.1965, verslunarmaður. Faðir Baldurs er Brjánn Guðjóns- son, f. 19.11.1923, deildarstjóri KEA á Akureyri. Móðir Baldurs er Ragn- heiður Hlíf Júhusdóttir, f. 10.7.1927, húsmóðir. Þau búa að Rauðumýri 18áAkureyri. Valdimar Fr. Gíslason Valdimar Fr. Gíslason kaup- maður, Stangarholti 24, Reykjavík, er áttræður í dag. Valdimar er kvæntur Kristjönu Þorsteinsdóttur húsmóður. Valdimar Fr. Gislason. Tilmæli til afmælisbarna Blaðið hvetur afmælisbörn og aðstandendur þeirra til að senda því myndir og upplýs- ingar um frændgarð og starfs- sögu þeirra. Þessar upplýsingar þurfa að berast í síðasta lagi þremur dögum fyrir afmælið. Munið að senda okkur myndir Til 85 ára Elínborg Pétursdóttir, Vestmannabraut 59, Vestmanna- eyjum. 80 ára___________________ Sveinn Nikódemusson, Grænubrekku 2, Sauðárkróki. Sveinn tekur á móti gestum i Framsóknarhúsinu á Sauðárkróki laugardaginn 1. október. 75 ára Sigurleif Tryggvadóttir, hamingju Lyngholti 11, Akureyri. Jóhannes Þorbjarnarson, Gunnlaugsgötu 21b, Borgamesi. 70 ára Sigurður Ólason, Munkaþverárstræti 31, Akureyri. Bjöm M. Magnússon, Lönguhlíð 7, Suöurfjaröarhreppi. með daginn 50 ára Nicolai Gissur Bjarnason, Hlíðarvegi 24, Njarðvík. Guðmundur A. Sveinsson, Laugarbraut 25, Akranesi. Gunnar Kristinn Guðmundsson, Setbergi 23, Þorlákshöfn. Magnús Gíslason, Vestmannabraut 60, Vestmanna- eyjum. Bjarni Már Jónsson, Hlíöarvegi 86, Njarðvík. Hilmar Ingólfsson, Hraunholti 7, Akureyri. Guðborg Elisdóttir, Framnesvegi 14, Keflavík. Steinunn Brynjólfsdóttir, Hlíðarbyggö 3, Garðabæ. Jón Bjarni Þorsteinsson, Ljósumýri 3, Garöabæ. 60 ára 40 ára Guðmundur Jakobsson, Seiðakvísl 10, Reykjavík. Kristin Marsellíusdóttir, Völusteinsstræti 18, Bolungarvik. Gyða Bárðardóttir, Birkigrund 3, Kópavogi. Stefán Bjarnason, Suðurgötu 40, Sandgerði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.