Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1988, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1988, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 1988. Fréttir Framkvæmdimar við Helguvík: Framkvæmdum við hafnargarðinn í Helguvík er að verða lokið en eins og sjá má er um mikið mannvirki að ræða. DV-myndir GVA Höf nin að verða tilbúin Öðrum áfanga framkvæmdanna við Helguvík er nú að verða lokið en ráðgert er að verklok við þennan áfanga verði 1. desember. Nú er verið að ljúka við rúmlega 300 metra hafnargarð þar sem gert er ráð fyrir að olíuskipin hafi viðlegu. Kostnaöurinn við þennan áfanga er tæpir tveir milljarðar króna eða 41 milljón dollara. Heildarkostnað- ur við framkvæmdimar er 244 milljónir dollara eða 11.367.960.000 íslenskar krónur. íslenskir aðal- verktakar sjá um framkvæmd verksins og hafa ráðið til sín fjölda undirverktaka. Að sögn Friðþórs Eydals, blaða- fulltrúa hersins, þá ætti að vera unnt að fara að taka við olíu um höfnina nú á næstunni. Það væri Miklar leiðslur liggja nú upp á land frá höfninni í Helguvík og er farið að styttast í að olían fari að streyma. ekki áætlaö að byrja á þvi fyrr en í vor en framkvæmdir hafa gengið þaö vel að hugsanlegt er að hefja móttöku olíu þar fyrr. í fyrsta áfanga verksins voru tveir olíutankar byggðir, dælustöð, vararafstöð og þá var pípulögn lögð upp á ílugvöll. Þessu var lokið í fyrra. Þegar er byrjað á þriöja þætti og er gert ráð fyrir að vinnu við hann verði lokið í mars 1989. í þeim áfanga eru olíutankar, tengipípur og dælur. Sá áfangi kostar 745 millj- ónir. Vinna er ekki hafin við íjórða og síðasta verkþáttinn er hún hefst á næsta ári. Framkvæmdum við Helguvík verður að fullu lokið 1991. -SMJ Fjalakattarloðin: Leitað eftir samkomulagi „Eg er að leita eftir fundi með Frið- riki Pálssyni, forstjóra SH, þar sem við munum ræða þessi mál og vænt- anlega reyna að komast að niður- stööu. En þetta mál hefur nú dregist svo á langinn vegna ágreinings að nú er allra veðra von og framkvæmd- ir geta hvenær sem er stöðvast vegna frosts og snjóa, komist þær á annað borð af stað aftur,“ sagði Sigurður Sigurjónsson, stjórnarformaður Byggðaverks, vegna lóðarinnar að Aðalstræti 8. Seljendur lóðarinnar hafa skrifað kaupanda, Byggðaverki, bréf og boð- ið upp á að fram fari hlutlaust mat á tjóni vegna stöðvunar á fram- kvæmdum. „Þessi tillaga er ekki að koma fyrst fram núna,“ sagði Sigurð- ur. „í bréfi Byggðaverks frá 5.10.1988 er boðið upp á þennan möguleika, ásamt mörgum öðrum tillögum til lausnar þessu máh.“ -JSS Msnotkunln á Visanótunum: Visa riftir samstarfssamningi „Við tökum mjög hart á öllum brotum á ákvæðum samstarfs- samninga, og viðbrögðin fara eftir því hversu alvarlegt brotið er hverju sinn. Þama telst vera um mjög alvarlegt brot að ræða. Við- brögðin verða því þau að Visa mun rifta samstarfssamningi við þenn- an aðila,“ sagði Óskar Hallgríms- son, markaðsstjóri hjá Visa Island, um mál það sem kom upp í Haust- markaðnum á Bíldshöfða. Þar ein- renndi einn báseigandinn Visanót- umar, þannig að nafn söluaðila kom ekki fram á þeim. Nótumar notaði hann svo til að greiða skuld- urum sem einnig áttu Visavélar og gátu rennt nótunum í gegn og sett í innheimtu á eigin nafni. Visa ís- land sendi þessum aðila bréf í gær þar sem samstarfssamningi var rift vegna þessa. „Við getum ekki rannsakað um- fang þessa máls, því það myndi taka óratíma og geysimikla fyrir- höfn,“ sagöi Óskar. „En korthafar em duglegir við aö koma til okkar og kvarta ef þeim þykir eitthvað athugavert. Við hvetjum þá til að gera sem mest af því, en við höfum ekki fengiö margar kvartanir út af þessu tiltekna máli.“ -JSS íslenska atvinnumiðlunin á Bretlandi: Umsóknir dundu yfir eins 09 skæðadrífa - þar til sendiráðið skarst í leikinn íslenska sendiráðið í London hefur nú skorist í leikinn varðandi at- vinnumiðlun þá sem starfrækt hefur verið á Bretlandi og þóst þess um- komin að útvega ótakmarkaða vinnu hér á landi. Hefur þeirri skæðadrífu umsókna útlendinga, sem barst hing- að til lands, linnt í kjölfarið. Miðlunin, sem gengur undir nafn- inu Iceland International, seldi lyst- hafendum bæklinga með nöfnum fjölmargra íslenskra fyrirtækja sem tekin höfðu verið upp úr skrám án leyfis. Rigndi atvinnuumsóknum Breta yfir umrædd fyrirtæki þar til félagsmálaráðuneytið hafði samband við íslenska sendiráðið í London, lét vita af þessu og benti á að hvorki lægi fyrir leyfi íslenskra stjórnvalda né fyrirtækja til starfsemi af þessu tagi. Bretinn, sem stóð fyrir þessu, mun hafa verið kunnugur hér á landi. „Annars er alveg ótrúlegt hversu langt þessir gráamarkaðsmenn ganga í þessum efnum," sagði Óskar Hallgrímsson hjá Vinnumálaskrif- stofu félagsmálaráðuneytisins við DV. „Sem dæmi má nefna að ákveðið sveitarfélag hér á landi vantaði tón- listarkennara. Það sló til og auglýsti eftir einum slíkum í bresku blaði. Einhveijir óprúttnir þar í landi sáu auglýsinguna og ákváöu að notfæra sér hana. Útkoman varð sú aö fólk vantaði í öll möguleg störf í sveitarfé- laginu. Síðan dundu atvinnuum- sóknir frá Bretlandi yfir sveitarfélag- ið þar sem menn áttu á dauða sínum von en ekki þessu.“ -JSS í dag mælir Dagfari Albert í pólitíska útlegð Það hefur víst ekki farið framhjá neinum sem fylgst hefur með ís- lenskri pólitík síðustu tuttugu árin að Albert Gumundsson hefur kom- ið þar við sögu. Hann hefur verið einskonar „enfant terrible", ekki aðeins í Sjálfstæðisflokknum held- ur hefur hann einnig gert öðrum flokkum marga skráveifuna. Frægt -er þegar hann myndaði stjómina fyrir Gunnar heitinn Thoroddsen með því að vera bæði meö honum og móti honum. Hann setti allt á annan endann þegar hann mglaði saman reytum Hafskips og Útvegs- bankans og lánaði Guðmundi jaka nokkrar krónur til aö komast í heilsuferð til Flórída. Síðast en ekki síst komst Albert Guömundsson á spjöld sögunnar, þegar hann stofn- aöi Borgaraflokkinn á einni nóttu og splundraði þar með aldagömlu fylgi annarra stjómmálaflokka. Gömlu flokkamir eiga fylgiö. Þeir hafa skipt því bróðurlega á milli sín í hlutfóllum sem aUir hafa fyrir löngu sætt sig við enda hefur jafn- framt verið um það þegjandi sam- komulag að fylgið skipti ekki öUu máh heldur hitt að gömlu flokkam- ir fái að stjóma landinu til skiptis hver með öðrum, án þess að kjós- endum komi það við. Albert hefur raskað þessu elskulega samstarfi og sett strik í reikninginn, sem gamalreyndir sljómmálaflokkar eru ekki beint ánægðir með. Á sama tíma og Albert fékk fylgið og kom sjö mönnum inn á þing, Uggur það auðvitað ljóst fyrir að hann er ekki samstarfshæfur, enda hafa gömlu flokkamir Utinn áhuga á að hleypa ókunnugum flokkum inn í Stjórnarráðið að þarflausu. Albert og Borgaraflokkurinn voru því settir lil hUðar eftir sfðustu kosningar og aftur var Albert ein- angraður þegar nýja stjómin var mynduð nú á dögunum. Stóð þó ekki á Albert að bjóða fram sam- starf sitt bæði til hægri og vinstri og var eiginlega tilbúinn í hvaða stjórn sem var. En þó að gömlu flokkunum hafi tekist aö halda Albert úti í kuldan- um er hann með sjö menn á þingi og nú stendur einmitt þannig á að ríkisstjórríina vantar eitt eða tvö atkvæði í neðri deUd tU að geta stjómað landinu. Borgaraflokkur- inn er sem sagt fyrir í þinginu. Þaö er aldrei að vita nema það þurfi að kjósa í vor, og þá er aftur hætta á því að Albert fái aftur atkvæði og aftur þingmenn, sem eyðUeggja bræðralagið á mUU gömlu flokk- anna. Þess vegna hefur verið brugðið á það þjóðráð að koma Albert í póUt- íska útlegð. Losa sig hreinlega við hann. Og hvað er þá betra en að veifa sendiherrastöðu í París fram- an í Albert og slá þar með nokkrar flugur í einu höggi? Fyrst þá aö Albert sé ekki lengur aö þvælast fyrir hér heima og bjóða mönnum stjómarsamstarf sem enginn vUl eiga við hann. í öðm lagi að leggja Borgaraflokkinn niður vegna þess að Borgaraflokkurinn er auðvitað ekkert eftir að Albert fer. Og í þriðja lagi að forða þjóöinni frá þeim misskUningi að vera aö kjósa aðra flokka heldur en gömlu flokk- ana sem geta þá áfram skipt þvf á mUU sín að stjóma landinu eftir því hver er í fýlu út í hvem. Þor- steinn Pálsson er til dæmis harðá- kveöinn í því að gefa kost á sér áfram og stjórnarflokkamir vita sem er að fylgi Borgaraflokksins fer ekki yfir'á Sjálfstæðisflokkinn á meðan. Þá er ekki í önnur hús að venda hjá eftirhreytunum af Borgaraflokknum en kjósa ein- hvern stjórnarflokkanna þegar Al- bert er farinn og þannig má tryggja að kjósendur séu ekki að kjósa aðra flokka heldur en þeir eiga að kjósa samkvæmt gamaUi hefð. Fyrir nú utan það að þingmenn Borgaraflokksins verða að skipta sér á aðra flokka i þinginu, og hver veit nema huldumaðurinn geti gef- ið sig fram og stutt stjórnina, eins og hann hefur ekki þorað að gera, meðan Albert stjórnar Borgara- flokknum? Ekki verður annaö sagt en þetta sé frumlegur og snjall leik- ur í stöðunni hjá ríkisstjórninni. Senda andstæðinga sína í pólitíska útlegð með því að gera þeim tUboð sem þeir geta ekki hafnað. Nú, ef Albert neitar boðinu, þá getur hann varla veriö með múður i þinginu á eftir gagnvart þessum sömu ráðhemim sem eru svo góðir við hann að bjóða honum sendi- herrastarf fyrir að vera tíl friös. Þetta er blúndulagður vinnings- leikur. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.