Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1988, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1988, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 1988. Spumingin Finnst þér að skjaldar- merki Danaveldis eigi að hverfa af Alþingishúsinu? Guðrún Jakobsdóttir skrifstofu- stjóri: Þetta er góð spuming. Má ekki hitt merkið bara vera við hliðina á því? Hávarður Sigurjónsson verslunar- maður: Nei, alls ekki, það er komin hefð á þetta. Það á að vera kyrrt. Sigurður Árnason sjómaður: Nei, þvert á móti, það er búið aö vera þarna svo lengi, þaö er engin ástæða til að breyta því. Þuríður Ketilsdóttir garðyrkjumað- ur: Nei, það á að vera kyrrt. Sigríður Jónsdóttir afgreiðslustúlka: Já, mér finnst að það eigi að fara. Viö erum ekki undir Dönum lengur. Axel Guðmundsson verslunarmaður: Nei, aUs ekki, það fer svo ljómandi vel á húsinu eins og er. Lesendur_______________________________________________dv Utvarpsumræður frá Alþingi: Þorsteinn með bestu ræðuna Jóhannes Einarsson hringdi: Það er ekki alltaf sem ég hlusta á svokallaöar útvarpsumræður frá Al- þingi en stundum byrjar maður að hlusta og hættir íljótlega því áhuginn dvínar oft eftir því sem lengur er hlustað. í gærkvöldi stillti ég þó á útvarpið í bílnum mínum og hlustaði á byrjunina þar sem ég var á leið til Reykjavíkur. - í bílnum heyrði ég forsætisráðherra tala. Mér fannst hann komast nokkuð vel frá efninu, • en heyrðist hann vera nokkuð niður- dreginn í tali. Ég komst í návígi við sjónvarp er Þorsteinn Pálsson var í þann veginn að ljúka sinni ræðu og mér var sagt aö hann hefði talað blaðalaust allan tímann. Nú heyrði ég ekki alveg alla ræðuna, hef misst úr svo sem fjórar mínútur, en það breytir ekki skoðun minni á því að þetta var allra besta ræðan sem flutt var í þessum um- ræðum frá Alþingi. Aðrir sem ég talaði við sögðust ekki fyrr hafa heyrt betri ræðu hjá Þorsteini, jafnvel ekki betri í þingsöl- um um árabil, og aðrir hefðu fallið í skugga hans þetta kvöld. Ingi Bjöm Albertsson hefur þó sennilega komið næst honum að því er málflutning snertir. - í seinni umferðinni duttu svo þessar umræður niður og féllu loks alveg flatar í lokin, flestir famir úr þingsölum og enginn áhugi virtist vera fyrir þeim ræðumönnum sem þar áttu hlut að máli. Ég bjóst við að sjá ræðu Þorsteins í dag í Morgunblaðinu en þar var aðeins að sjá ræðu forsætisráðherra. Kannski hefur hinn blaðalausi ræðu- flutningur Þorsteins komið í veg fyr- ir að hægt væri að koma henni á þrykk sama kvöld. Vonandi verður hún samt birt óstytt fljótlega. - Þeir em ekki margir á Alþingi í dag sem flytja málefnalegar og þramandi ræður. Ræða Þorsteins var því óvænt og athyglisvert innlegg í hið venju- bundna þras sem þarna fer venjulega fram. „Ræða Þorsteins á Alþingi í gær óvænt og athyglisvert innlegg," segir hér. - Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Olísmáliö og upplýsingaleki: Hvaðan komu Halli gögnin? Ólafur Ólafsson hringdi: Á fundi, sem sjónvarpsstöðvam- ar báðar sjónvörpuöu frá í gær- kvöldi um Olísmálið, var uppistað- an í fréttinni viðureignþeirra Halls fréttmanns hjá Sjónvarpinu og for- stjóra Olís. Uröu þama allsnörp orðaskipti og höfðp áhorfendur áreiðanlega gaman af. Nú er það upplýst að fyrrverandi stjórnarmaður og endurskoðandi hafa sagt stöðum sínum hjá Olís lausum. Annar þeirra er fýrrver- andi stjórnarformaður. Hann á aö hafa fengiö bréf frá Landsbankan- um, bréf sem dagsett er hinn 21. f.m. Þetta bréf segist forsljórinn ekki hafa séö fyrr en daginn sem sjónvarpsfréttin af blaðamanna- fundinum var sýnd. Hér er því eitthvað á ferðinni sem hulið er hinum almenna áhorfanda sjónvarps. Þarf ekki að vera olíu- leki, en upplýsingaleki. Margir spytja þvi í einfeldni sinni hvaðan Halli fréttamanni hafi komið þau gögn sem hann byggir frétt sína á. Vom þau kannski komin frá þess- um fyrrverandi sijórnarformanni eða endurskoðanda? Kaþólska - lútherska: Kirkjumunur Einar Ingvi Magnússon skrifar: Því betur sem ég kynnist kaþólsku kirkjunni á íslandi, þeim mun betur sé ég hveiju er ábótavant í lúthersku þjóðkirkjunni. Dómkirkja Krists konungs, Landa- koti. Kaþólikkar eiga kost á því aö fara til messu á hverjum degi kl. 18:00. Sérhvern dag geta þeir gengið til kirkju til bæna og lofgjöröa. Kaupa má bækur og bæklinga fyrir sann- gjarnt verð í kirkju, kapellu og prestssetrum, svo og krossa, svo- nefnda rósakransa eða talnabönd, sem eru rpjög fallegir. Það er sérstök unun að því að sitja messur kaþólskra. Maður hefur á til- fmningunni að þar sé fólk meö hug- ann við það sem það er að gera. Að endingu má geta þjónustu hinna kaþólsku presta. Þar fara þjón- ar Guðs af mikilli innlifun. Þeir vita svo sannarlega hvaða starf þeim ber aö vinna og gera það með eftirtektar- verðri trúrækni. Kaþólska kirkjan hrífur mann nánast á augabragöi til fundar við Drottin. - Ég vil hvetja fólk til að stija messu hjá kaþólskum „eina stund“ og sannreyna þann bænaranda og frið sem þar ríkir. Pels hverfur - og kemur Móðir skrifar: Hjálagt sendi ég úrklippu úr DV sem aðstoöaði mig á sínum tíma með því að birta bréf frá mér um hvarf á pelsi í október á síðasta ári. Það vill oft brenna við í lífmu að við munum bara eftir því óþægilega og gleymum að þakka fyrir okkur. Þannig er mál með vexti að við gerðum ítrekaöar tilraunir til aö finna pelsinn minn og hvíldi þetta mál sem mara á okkur öllum. En hálfu ári síðar, þ.e. á fóstudaginn langa sl. vor, var komið með pelsinn heim til mín. Fjórir eða fimm strákar komu saman á bíl með hann fyrir einhvem annan. En það skiptir ekki máli lengur. - Ég var ekki heima og tók sonur minn viö flíkinni. Mig langar til að þakka fyrir mig og þessum strákum fyrir heiðarleik- ann. Það er svo auövelt að gleyma að þakka fyrir sig. Pelshvarf í „partíi“ Móðir skrifar: Við hjónin dvöldum erlendis nokkra daga í lok október og sem er varla í frásögur færandi, nema vegna þess aö ég varð fyrir talsverðum skakkaíölium hér heima meðan á fjarverunni stóð. Þannig var að dóttir okkar hélt „partí" í leyfisleysi föstudagskvöldið 30. október. og haföi komið þangað fjöldinn allur af ungmennum, boðn- um og óboðnum, bæði úr Hafnarfirði og Garðabæ, að því mér er tjáð. Áfengi haföi verið haft um hönd og það er ekki að orölengja það að einn gesturinn labbar heim í pelsin- um mínum. - Þetta var brúnn, hálfsíður pels, þungur og mikill. Hann er úr refaskinni, keyptur er- lendis, og er sennilega sá eini sinnar tegundar hér á landi. Nú vil ég gefa ungmenninu, sem gekk út í pelsinum, færi á að skila honum áftur, hvort sem það er til blaðsins eöa lögreglunnar. Að öðrum kosti að skilja hann eftir \iö dyrnar hjá mér, að Vallarbarði 19, Hafnar- firði (sími 53061). Ég heid að ungmennið geri sérekki alveg grein fyrir ábyrgðinni sem það á að hafa af gjörðum sínum. - Einnig óska ég eftir hjálp foreldra með því að líta í kringum sig með tilliti til þessa. Ég frétti af myndinni i sjónvarpinu um „partí“-hald unghnga og vil vekja athygli fólks á þess konar ábyrgðar- leysi. Lesendasíðan tók upp málið og pelsinn sem hvarf birtist á ný. áskilursér rétttil að stytta bréf og símtöl sembirt- ast á lesendasíð- um blaðsins Hringið í síma 27022 milli kl. 10 og 12 eða skrifið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.