Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1988, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1988, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 1988. íþróttir Handknattleikur: Leikir við Tékka og A-Þjóðverja - Seoulfaramir halda áfram Njáll Eiðsson, fyrrum lands- liðsmaður í knattspymu, verður áfram þjálfari og leikmaður hjá Einheija á Vopnafirði. Njáll tók við féiaginu i þriðju deild en liðiö vann sig upp xnn deild undir haustið: „Þetta verður erfið barátta á næsta tímabili,“ sagði NjáE í samtali við DV í gær. „Meöalald- urinn í liðinu er orðinn nokkuð hár og ég á von á því að við þurf- um aö styrkja það eitthvað fyrir baráttuna í annarri deildinni.“ -JÖG/VS Miklar líkur era á því aö íslenska landsliðið í handknattleik mæti ann- ars vegar liði Tékka í lok janúar og hins vegar liði A-Þjóðverja í byrjun febrúar. Leikir þessir era fyrirhug- aðir sem liður í undirbúningiliðsins fyrir b-heimsmeistarakeppnina en hún fer fram í Frakklandi í febrúar- mánuði. Að sögn Guðjóns Guðmundssonar hjá HSÍ er verið að vinna að því að fá einnig landsleiki milli jóla og ný- árs og einnig á æfingatíma liðsins í desembermánuði. Þess má geta að fundur hefur verið haldinn með landsliðsmönnum og hafa allir þeir leikmenn sem voru í Seoul í sumar lýst því yfir að þeir séu reiöubúnir að taka þátt í verkefnum liðsins fram yfir b-keppni. -JÖG Landsleiklr íslendinga á árinu: Knattspyrnuliðið glímir við Búlgari - æfingaleikur fyrirhugaður í maí Það liggur endanlega fyrir að ísland og Búlgaría leika vináttulandsleik í knattspymu í byrjun maí á næsta ári, 3. eða 4., og verður leikið í Búlgaríu. íslendingar endurgjalda þar með heimsókn Búlgara sem léku hér á landi í ágúst sl. íslenska landsliðið leikur því a.m.k. fjóra leiki fyrir næsta verkefni í heims- meistarakeppninni sem er gegn Sovétmönnum í Moskvu þann 31. maí. Hinir þrír leikirnir, sem liggja fyrir, eru gegn Alsír, Danmörku og Möltu og verða þeir allir leiknir á'Möltu í febrúar. Að sögn Sigurðar Hannessonar, framkvæmdastjóra KSÍ, er unnið að því að útvega landsliðinu fleiri verkefni fyrir leikinn við Sovétmenn en ekkert liggur ljóst fyrir í þeim efnum. „Það er t.d. verið að kanna þann möguleika að leika annan leik í Búlgaríuferðinni," sagði Siguröur í spjaUi við DV í gær. -VS Okkar hlutverk að f á fram sættir í málinu - segir Gunnar hjá dómaranefnd HSÍ „Við funduðum um þetta mál í kvöld og niðurstaðan var sú að við boðum til fundar á morgun með fulltrúum dómara, með full- trúa FH-inga - væntanlega Áma Mathiesen, formanni handknatt- leiksdeildar FH, og jafnframt með Viggó Sigurðssyni, þjálfara þess félags,“ sagöi Gunnar Gunnars- son hjá dómaranefnd HSÍ í sam- tah við DV í gærkvöldi. Var Gunnar þá spurður hvemig deilumál þau stæðu er upp eru risin milli Viggós Sigurðssonar. annars vegar og margra fyrstu deildar dómara hins vegar. „Maður skilur á margan hátt þessa afstöðu hjá dómurum," hélt Gunnar áfram, „enda er það ekki gaman að opna íslandsmót á þennan hátt. Stefnan hjá dómara- nefndinni er þó ekki að bera skoðanir á torg heldur að koma fyrst og fremst fram sem sátta- semjari í þessu máli svo að mótið megi halda áfram. Aðalatriðið er að finna flöt sem menn geta sæst á. Auðvitað vitum við að menn segja eitt og annað í hita leiksins en ég verð þó að játa að ég var ekki mjög hrifin af því hvemig DV sló þessu máh upp eins og það hefði verið aðalatriði fyrstu um- ferðarinnar á íslandsmótinu. En ég er ekki blaðamaður og ætla ekki að dæma um hvað er frétt- næmt og hvað ekki. Okkar hlut- verk í þessu máli er enda að fá fram sættir eins og áður sagði,“ sagði Gunnar Gunnarsson. -JÖG Ekki pláss fyrir Frakkann - svissneska deildin styrkist Karfan í kvöld Tveir leikir verða í Flugleiða- deildinni í körfuknattleik í kvöld. Annars vegar mætast Grindvík- ingar og Stúdentar á heimavelh þeirra fyrrtöldu og hins vegar mætast Valsmenn og Njarðvík- ingar aö Hhðarenda. Báðir leik- imir heíjast klukkan 20. -JÖG Sævar hvflir Sævar Jónsson hefur verið dæradur í eins leiks bann af aga- nefnd Alþjóða knattspyrnusam- bandsins, FIFA, fyrir brottrekst- ur sinn i HM-leik íslands gegn Austur-Þjóðveijum í Berhn í síð- asta mánuði. Hann verður því ekki með þegar ísland mætir Sov- étríkjunum í Moskvu þann 31. maí næsta vor. Staðfesting á banninu barst um síðustu helgi en óttast var að Sævar gæti fengiö tveggja leikja bann þar sem honum var ekki vísað af leikvelh fyrir venjulegt leikbrot heldur fyrir að stjaka við mótheija þegar boltinn var úr leik. -VS V Brassinn skorar Brasihumaöurinn Romario Faria skoraði sitt fyrsta mark í hohensku knattspymunni á sunnudaginn en Evrópumeistar- ar PSV Eindhoven hafa nýveriö fest kaup á honum. PSV vann þá 1-0 sigur á Roda og hefur þar raeð unnið tíu af fyrstu þrettán leikjum sínum í deildinni og er meö fimm stigum meira en næsta lið, Twente. Ajax er að rétta sinn hlut eftir afar slæma byrjun og komst í 8. sætið með 4-0 sigri á Maastricht. -VS Kristinn með Þrótti Kristinn Guðmundsson hefur verið endurráöinn þjálfari 3. deildar hðs Þróttar í Neskaupstað í knattspymu en hann þjálfaði hðið si sumar og lék jafhframt með þvi Kristinn lék eitt ár með VQdngi í l. deildinni en annars mest með Fylki í 2. defid og einn- ig um skeið með sænskum liðum. Það er ljóst að svissneska fyrsta dehdin í knattspymu, þar sem Sig- urður Grétarsson fer nú á kostum, er það erfið að frægir landshðsmenn geta ekki verið vissir um að taka hana meö áhlaupi. Franski landshðs- maðurinn Phihppe Fargeon, sem keyptur var frá Bordeaux í haust, hefur th að mynda ekki unnið sér sæti í hði Servette og setið á bekkn- um ellegar hreinlega í stúkunni. Ráðamenn svissneska hðsins tóku því þá ákvörðun í gær að lána lands- hðsmanninn th Toulon í Frakklandi þar th þeir sjá þörf fyrir hann. -JÖG Landsliðsmaðurinn Halldór Áskelsson klæðist ekki þessari peysu í 1. deildinni : að ganga í raðir Vals. Það þarf ekki að orðlengja hvilíkur styrkur bikarmeisturu íslenskar sl eru í fremsl - Guðríður 9. markahæst í Evrópu en Sigin í hinu virta og þekkta handknatt- leiksblaði, Handbah Magazin, sem kom út á dögunum, kemur fram að íslendingar áttu handknattleiksmenn sem skipuðu sér á bekk á meðal markahæstu leikmanna í Evrópu á síðasta keppnistímabih. Þetta á bæði við um leikmenn í karla- og kvenna- flokki. Guðríður Guðjónsdóttir, lands- hðskona úr Fram, varð á síðasta keppnistímabih 9. markahæst í Evr- ópu og Sigurður Gunnarsson, sem lék með Víkingi á síðasta keppnistímabih, hafnaði í 15. sæti yfir markahæstu leikmenn í karlaflokki. í Handbah Magazin kemur fram að Guðríður Guðjónsdóttir hafi leikið 21 leik á síðasta keppnistímabih og skor- að 157 mörk sem gerir um 7,5 mörk að meðaltah í leik. Sigurður Gunnars- son er sagður hafa leikið 18 leiki og skorað í þeim 115 mörk sem gerir um 6,4 mörk að meðaltali í leik. Markahæsti leikmaðurinn í Evrópu á síðasta keppnistímabhi varð Iztok Puc en hann leikur með júgóslavneska liðinu Banja Luka. Hann skoraði 229 mörk í 23 leikjum eða tæplega 10 mörk í leik að meðaltah. Puc er rúmlega tví- tugur að aldri og er leikstjómandi júgóslavneska landshðsins. í öðra sæti varð finnski landsliðsmaðurinn Mika Maunula en hann leikur með HIFK. Hann skoraði 203 mörk í 23 leikjum eða 8,8 mörk að meðatali í leik. í þriðja sæti varð Zdravko Zovko en hann leik- ur með Siracusa á Ítalíu. Zovko skor- aði 254 mörk í 30 leikjum sem gerir um 8,5 mörk að meðaltali í leik. Gunnar Petterson, sem leikur með Sandeíjord í Noregi, skoraði 173 mörk í 21 leik eða 8,2 að meðatah í leik og í fimmta sæti varð Hans Georg Rothen- burger sem leikur með Wismut Aue í Austur-Þýskalandi. Hann skoraði 148 mörk í 18 leikjum eða 8,2 mörk að Hörður Hilmí prédikar á S< - þjálfar lið Selfyssinga í amiarrí deildin Landshðsmaöurinn fyrrverandi inga- og meistaraflokka hjá nokkrum HörðurHilmarssonhefurveriðráðinn félögum með prýðisgóöum árangri. þjálfari hjá annarrar dehdar hði Sel- Hörður var th að mynda um hríð hjá fýssinga i knattspymu. Hörður er FH og um skeið aðstoðaði hann Ian reyndur á vettvangi knattspyrnuimar Ross við þjálfun hjá Val: en hann hefur leikið bæði hér heima „Við bindum miklar vonir við Hörð og erlendis. sem þjálfara en hann er mjög reyndur Þá hefur hann sinnt þjálfun ungl- á sinu sviði,“ sagöi Sigmundur Stef-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.