Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1988, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1988, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 1988. Sandkom Þrjóturinn pissaði Ihinuágæta blaöiVíkur- fréttumbirust nýlega leiörcti- ingvegnafrétt- ar. Blaðamanni höfðuorðiöá mistök vegna niiaheymar, að þvierblaðið segir.þegar hannskrifaöi flnétt urn þijót nokkum sem réðst að kvenleigubílstjóra. Þegar fréttin birt- ist var sagt að þrjóturinn heffii dreift sagi yfir bil kvenmannsins. Þetta var fiarri lagi. Fréttin var þvi leiðrétt - því hafa skal það sem sannara reyn- ist. Það var alls ekki sag sem þijótur- inn dreiffii yfir bílinn. Hann gerði gott betur - því hann gerði sér lítið fyrir og pissaði yfir bílinn. Blaða- manninum haföi því misheyrst held- ur betur. Þrjóturinn haffii aldrei dreift sagi yfir bílinn - heldur þvagi. Það er eins gott að hlusta þegar verið er að taka niður fréttir. Vilja Jónas aftur Stöð2hefur aideilisekki gefistuppá Jónasi R. Jóns- syniþóttbúið séaðleggjaaf þáttJónasar.í góðu skapi. Þóttekkiséu aliirsantmála umgæöiþess þáttar-var þátturinn ekki lagður niöur vegna þess hvemig tU tókst heidur vegna hnífsins fræga - þaö er niðurskurðar- hnífsins. Ná hafa forráðamenn Stöðvar 2 leitaö til Jónasar á ný, ekki til að endurvekja gamla þáttinn - heldur til að stjóma öömm þáttum. í þetta sinn á að reyna að fá Jónas til að stjóma þremur þáttum. Þar á meðal erjóiaþáttur Stöð var 2. Jónas mun nú vera að íhuga tilboðiö. Það kemur þvi í ljós ekki siðar en um jól hvort Jónas hefur fyrirgefið Stöð var- mönnum þá meöferð sem hann hefur fengiðhjáþeim. Efvið ættum heima í Hafnarfirði Mikiðfjör var ííþrótWtusinu íHafnarfirðiá sunnudags- kvöid. Þá iögðu hafnfirsku handbolta- mennirniríFH Norðmennaö velhíafar speimandiieik. Ahorfendur öskruðu og æptu aUan leikinn. Enda var margur áhorfandinn orðinn rám- úr. Meðal æstra áhorfenda vom tveir strákar, átján tii tuttugu ára gamlir. Á leið út úr húsinu sagði annar viö hinn,rámriröddu: „Egeralvegbú- inn í hálsinum." Hiirn var ekki síður rámur og svaraði: „Ég er það líka. Hvemig heldurðu aö við værum ef við byggjumhér íHafnarfirði?" í kringum fimmtánda ÁEgUsstöö- umerstaðsett skrifstofa Sam- bandssveitar- féiaga í Austur- landskjör- dæmi.Þaðeitt ersvosemekk- ertmerkUegt Upplýsingar umSambandið eraðfinnaí símaskránni - á blaðsíðu 607. Þar segir að númerið sé 1-12-80. Einnig segjr að skrifstofan sé opin tvo tU þrjá daga í mánuði - og þaö í kringum fimmtánda hvers mánaðar. Það er greinilega ekki verið aö kosta of miklu tíl i skrifstoíúhald á þeim bæn- um. Þaðgetur afturorðiðerfittfyrir þá sem mikið liggur á að ná sam- bandi við skrifstofúna - þar sem að- eins er opið tvo tU þrjá daga og það einhvem tíma í kringum miðjan mánuð. Umsjón: Sigur|ón Egilason Fréttir i Eru möguleikar á sáttum hestamanna? Gyffi Kristjánsson, DV, Akureyri: Þing Landssambands hestamanna var haldið í Reykjavík um helgina og þettá þing hefur orðið tU þess að menn hafa velt fyrir sér möguleikum á því aö sættir geti tekist í deilu landssambandsins og hestamanna við Eyjaflörð. Þessar deilur komu upp á sínum tíma vegna staðarvals fyrir Lands- mót hestamanna árið 1990. Eyfirð- ingar töldu sig hafa vissu fyrir því að fá að halda það mót vegna frægrar samþykktar sem gerð var í Varma- hlíð á sínum tíma og höfðu farið í miklar framkvæmdir á vallarsvæði sínu að Melgerðismelum vegna þessa. Niðurstaðan varð hins vegar sú að halda mótið 1990 í Skagafirði og því vildu Eyfirðingarnir ekki una. Fjögur eyfirsk hestamannafélög sögðu sig úr Landssambandinu, Létt- ir, Funi, Þráinn og Hringur, og mikið var skrifað um þetta mál í fjölmiðla og stór orð féllu. Eftir því sem málin þróuðust varð ljóst að samkomulag gæti ekki tekist við fyrrverndi stjórn LH, en skyldi viðhorf Eyfirðinganna vera breytt eftir nýafstaðið þing LH? DV ræddi við forsvarsmenn hesta- mannafélaganna fjögurra við Eyja- íjörð um það mál. Tipparinn kampakáti ur Breiðholti með kvittanir fyrir vinningsmiðunum. DV-mynd G.V.A. Fyrsta tólfan kom á 300 króna kerfi Þrítugur Breiðhyltingur náði einn tólf réttum í fyrstu viku í getraunum og náði því öllum fyrsta vinningi, 783.259 krónum. Hann var með út- gangsmerkjakerfið Ú 6-0-30 og fékk tólfuna á það. Að auki var hann með útgangsmerkjakerfið Ú 6-0-161 meö bróður sínum og systur og náöi átta rööum meö ellefu rétta á það kerfi. Hver röð kostar 10 krónur og því kostaði 30 raða kerfið 300 krónur. Ekki amalegt að ávaxta þessar 300 krónur á þennan máta. Fyrsta vikan í beinlínukerfi ís- lenskra getrauna gekk mjög vel, að sögn Hákonar Gunnarssonar fram- kvæmdastjóra fyrirtækisins. Alls seldust 233.113 raðir fyrir 2.331.130 krónur. í fyrsta vinning fóru 783.259 krónur. í annan vinning komu 335.676 krónur. 22 raðir komu fram með 11 rétta og fær hver röð 15.258 krónur. Á síðasta keppnistímabili seldust raðir fyrir 830.000 krónur í fyrstu vikunni, en það er tæplega einn þriðji af því sem seldist nú. Nýja kerfið virðist því ætla að ná töluverðum vinsældum. Ekki merktu allir tipparar seðla sína sérstökum íþróttafélögum, en Fram fékk um 9,2% áheita, K.R. 5,3%, Fylkir 4,8%, Akranes 2,3% og Selfoss2,0%áheita. E.J. Saltað af krafti á Djúpavogi. DV-mynd Sigurður Saltað á Djúpavogi Sigurður Ægisson, DV, Djúpavogú Búið er að salta í á fjórða þúsund tunnur þegar þetta er ritað og vel hefur gengið að fá mannskap. Sem kunnugt er vilja Rússar nú fá síldina hausaöa og slógdregna sem er gjör- bylting en merkir jafnframt að hæg- ar gengur í hveija tunnu. Nú er því vandamálið ekki síldar- leysi heldur kannski frekar tíma- leysi. Enn hafa síldarbátar ekki kom- iö inn Berufjörðinn til veiða en koma trúlega þegar líður tekur á vertíðina og sfidin færist sunnar. „Höfum haft um annað að hugsa“ - segir Jón Ólafiir Sigfusson, formaður Léttis Gyffi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Það er nú liðið heilt ár frá því þeir hlutir gerðust að við sögðum okkur úr Landssambandi hesta- manna, og það hefur ekkert verið haft samband við okkur frá LH,“ sagði Jón Ólafur Sigfússon, formað- ur Hestamannafélagsins Léttis á Akureyri, er hann var spurður hvort sættir geti tekist í deilu LH og félag- anna þriggja viö Eyjafiörð sem sögðu sig úr LH a sinum tima. „Þessi mál hafa alls ekki verið í brennidepli hjá okkur, við höfum einfaldlega haft um önnur mál að hugsa sem eru okkur hugleiknari.. Við vorum að vígja nýtt félagsheim- ili og halda upp á 60 ára afmæh Létt- is svo dæmi sé nefnt. Ég fæ heldur alls ekki séö að frumkvæði að því að sættir takist í deilunni við LH þurfi að koma frá okkur,“ sagði Jón Ólaf- ur. „Kári verður að fá að sýna sig“ - segir gjaldkeri Þráins 1 Eyjafirði Gyffi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Þaö er útilokað að segja til um það á þessu stigi hvaða áhrif kosning Kára Arnórssonar sem formanns LH hefur að segja í þessari deilu,“ segir Þórður Stefánsson, gjaldkeri Hesta- mannafélagsins Þráins í Eyjafirði. Þráinn er eitt fiögurra félaga sem sögðu sig úr LH á síðasta ári, hin eru Léttir á Akureyri, Funi í Eyjafirði og Hringur á Dalvík. „Ég held aö menn verði að bíöa um stund eftir því að Kári sýni sig í þessu máli, það er best að dæma manninn ekki fyrirfram, en það verður þo að segjast eins og er að hann er ekki sá maður sem hefur gengið fram í því til þessa að leysa þessa deilu.“ - Hvað þarf að gerast að þínu mati til þess að sættir takist í málinu? „Það er ekki gott að segja það og eflaust getur það gerst á fleiri en einn veg. Við höfum ekki rætt þetta mál neitt að undanfornu í okkar hópi en ég get þó sagt að ef þær aðstæður skapast sem við getum sætt okkur við, þá viljum við aftur inn í LH, það er engin spurning,“ sagði Þórður Stefánsson. „Það þarf stef nubreytingu hjá LH“ - segir Jónas Vigfusson, formaður Funa Gyffi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Mér sýnist allt óbreytt innan Landssambands hestamanna eftir þetta ársþing og þess vegna ekki lík- ur á að við forum þar inn á næst- unni,“ segir Jónas Vigfússon, for- maður hestamannafélagsins Funa í Eyjafirði, sem er eitt fiögurra félaga í Éyjafirði sem sögðu sig úr LH á síð- asta ári. „Það sem þurfti að gerast á þessu þingi var að fá inn ný viðhorf í stjórn LH. Nú var kosinn formaður sem var einn af hörðustu valdníðslumönnun- um í gömlu stjórninni og því er ég hræddur um að vinnubrögðin verði óbreytt áfram. Við fórum einmitt úr samtökunum á sínum tíma vegna þess að við gátum ekki sætt okkur við vinnubrögð stjórnarinnar, aðal- lega hvað varðar landsmótsstað árið 1990.“ - Myndi það verða skilyrði af ykkar hálfu í viðræðum við stjóm LH að Landsmótið yrði í Eyjafirði? „Ég get ekki séð það, enda er tíminn fram að því móti orðinn það stuttur að það er ekki raunhæft. En við emm tilbúnir til viðræðna ef þess verður óskað og höfum reyndar allt- af verið. Það sem verður hins vegar að gerast, er að breytt verði um vinnubrögð innan LH, að öðmm kosti sjáum við okkur alls engan hag í því að vera innan þeirra samtaka. Það er ekki hægt að líða það að einn aðili sé tekinn fram yfir annan og hagsmunapot ráði ferðinni eins og gerðist þegar landsmótsstaður 1990 var valinn, en það var að sjálfsögðu það sem kom öllum þessum deilum af stað,“ sagði Jónas. „Okkur líður ágætlega svona“ - segir Þorsteinn Stefánsson, formaður Hrings Gyffi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Við höfum engan áhuga á því að fara aftur inn í Landssamband hesta- manna nema þaö komi eitthvað raunhæft til lausnar defiunni frá LH,“ segir Þorsteinn Hólm Stefáns- son, formaður Hestamannafélagsins Hrings á Dalvík. „Ég veit ekki nákvæmlega hvað gerðist á þessu þingi um helgina. Mér skfist þó að þetta mál hafi lítið veriö rætt og því sé lítill áhugi á að leysa það, en þaö er best að dæma ekki þessa nýju stjóm fyrirfram." - Hvað þarf þá að gerast tfi þess að menn fari aö ræðast við og reyni aö finna lausn á máhnu? „Þetta er erfið spuming. Sfiórn LH baðst á sínum tíma afsökunar á framkomu sinni í þessu máh og ég hélt að í kjölfar þess yrði boðað til fundar með félögunum. Það gerðist ekki. Það er spurning hvort það er ekki leiðin ennþá að LH boði til slíks fundar. LH verður að hafa fram- kvæðið, en okkur líður reyndar ágætlega eins og er. Við erum tilbúnir í viðræður ef þess verður óskað. Hins vegar sér maður það núna að vera innan LH er að vissu leyti baggi á félögunum, það þarf að greiða gjöld af hverjum félagsmanni tfi LH en það kemur lít- ið í staðinn nema þátttökuréttur í stórmótum. En það breytir ekki því að við erum tilbúnir til viðræðna ef LH kemur með eitthvað af viti í þær umræður," sagði Þorsteinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.