Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1988, Side 14
14
ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 1988.
Frjálst.óháÖ dagblaö
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, SiMI 27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 800 kr.
Verð í lausasölu virka daga 75 kr. - Helgarblað 90 kr.
Skattlagt en ekki skoríð
Fjárlagafrumvarpið einkennist ekki af sköttum og
skurði, eins og gjarna er haldið fram í umræðunni um
þau, heldur af sköttum og óskhyggju. Niðurskurður
opinberra útgjalda er lítill í frumvarpinu, svo sem við
mátti búast af fólki, sem lítið skyn ber á peninga.
Ríkisstjórnir hafa þau þægindi umfram stjórnendur
fyrirtækja og heimila að geta náð jafnvægi gjalda og
tekna með því að auka skattheimtu. Aðrir aðilar verða
að haga útgjöldum í samræmi við tekjur og skera niður
útgjaldaóskir í samræmi við þann raunveruleika.
Þessi ríkisstjórn er lík þeim, sem lögðust upp á þjóð-
ina á undan henni. Hún hefur htið beitt niðurskurði,
hinni venjulegu aðferð heimila og fyrirtækja, við að ná
jöfnuði í sínum rekstraráformum. Þeim mun ótæpilegar
notar hún forréttindi sín sem skattheimtumanns.
Með fj árlagafrumvarpinu ætlar ríkisstjórnin að koma
hlutfalli skatttekna af landsframleiðslu upp í tæplega
27%. Það er aukning um hálft annað stig frá þessu ári
og tæplega íjögurra stiga aukning frá í fyrra, þegar hlut-
deild skatttekna var um 23% af landsframleiðslu.
Þetta er miklu alvarlegri breyting en menn vilja vera
láta. Eðlilegt er, að tekjur ríkisins séu í tiltölulega föstu
samhengi við tekjur þjóðarinnar. Veruleg og varanleg
röskun á því hlutfalli mun valda slæmum hnekki á lífs-
kjörum heimila og rekstrarkjörum fyrirtækja.
Við þurfum sízt á slíku að halda núna, þegar laun
hafa verið fryst, þegar fyrirtæki fara unnvörpum á haus-
inn eða draga saman seghn og þegar atvinna fer ört
minnkandi. Við slíkar aðstæður á ríkið að ganga á und-
an með góðu fordæmi, en ekki sýna ótímabæra græðgi.
Öðru máh gegndi, ef allt væri í lukkunar velstandi
úti í þjóðfélaginu. Ef horfur væru á batnandi Qárhag
heimila og fyrirtækja og á rífandi þenslu í atvinnulíf-
inu, væri afsakanlegt, að ríkið tæki til sín aukinn hluta
um tíma. En allt stefnir því miður í hina áttina.
Ekki er heldur víst, að upp gangi ahar ráðagerðir fjár-
lagafrumvarpsins um aukna skatta. Ráðherrum okkar
er ókunnugt um hagfræðireglu, sem segir, að grunnur
ofnýtts skattstofns hafi tilhneigingu til að minnka, svo
að tekjurnar aukast ekki, heldur minnka jafnvel.
Hækkun á vörugjaldi, benzíngjaldi og innflutnings-
gjaldi bifreiða mun ekki skila sér í auknum tekjum ríkis-
sjóðs. Hún mun hins vegar skila sér í minni innflutn-
ingi, sem er gott og gagnlegt út af fyrir sig, en kemur
ekki ríkissjóði sem shkum að neinum notum.
Ennfremur er ekki sjáanlegt, að samkomulag sé mihi
stjórnarflokkanna um aha hina nýju skattheimtu. Ef
ekkert verður til dæmis af fyrirhuguðum skatti á happ-
drætti, er líklegt, að ríkisstjórnin verði að fmna aðra
skattheimtu í staðinn, úr því að hún vill ekki spara.
Óskhyggja fjárlagafrumvarpsins kemur fram í ýms-
um myndum. Gert er ráð fýrir, að svoköhuð vinnuafls-
notkun ríkisins dragist saman um 2,5% á næsta ári.
Gamalkunnar eru slíkar hugmyndir um niðurskurð
yfirvinnu og um brottvísun lausráðins starfsfólks.
FuUyrðingar málsvara ríkisstjórnarinnar um niður-
skurðarstefnu fjárlagafrumvarpsins fá ekki staðizt,
enda er þegar ljóst, að frumvarpið felur í sér umtals-
verða og skaðlega aukningu á hlut ríkisbúsins í þjóðar-
búinu. Raunveruleikinn á svo eftir að verða enn verri.
Jafnvægi kemst ekki á þjóðarhag fyrr en ríkisstjórn-
ir fara að reka ríkisbúið sparlega, alveg eins og skyn-
samt fólk rekur heimih og fyrirtæki í landinu.
Jónas Kristjánsson
Þankar um
menntun v
embættismanna
í 5. gr. laga um Hæstarétt, nr.
75/1973, er það gert að skilyrði fyrir
skipun í embætti hæstaréttardóm-
ara að umsækjandi hafi lokið emb-
ættisprófi í lögum með fyrstu ein-
kunn. Dómar Hæstaréttar eru lykt-
ir máls og okkur finnst rétt að velja
í stöðurnar vel menntaða lögfræð-
inga. Við erum sammála um að góð
einkunn úr lagaskóla veiti vís-
bendingu um þaö.
Nú á dögum eru þó lyktir máls í
Hæstarétti minna virði en margar
aðrar úrlausnir embættismanna
um dagfarsleg málefni fólks. Kem-
ur þar til að dómar Hæstaréttar í
einkamálum hljóta að koma seint,
kannski 5 árum eftir byrjun þrætu,
þannig að venjuiegt fólk kysi held-
ur að gefa á kjaftinn og láta þar við
sitja. Það er iðulega gert en kann
að leiða til ákæru ríkissaksóknara.
í heild virðast dómstólar í öllum
löndum vera langt á eftir sinni
samtíð og vandamálum líðandi
stundar. Kerfið er ævagamalt, allt
frá árinu 0 í Rómaborg, eða enn
eldra. Margt hefur breyst síðan en
kerfið lítið. Kerfið er því sniðgengiö
af flestum, bæöi einstaklingum og
þjóðum - gefið á kjaftinn eða farið
í stríð. Kerfið sýnist nú á dögum
henta stórfyrirtækjum sem hafa
efni á að bíða.
Hver metur það?
Það sem að fólki snýr í daglegu
lifi eru lögreglumenn á götunum,
sýslumenn og lögreglustjórar, lög-
reglumenn á skrifstofum, ríkissak-
sóknari og sakadómarar. Alhr
þessir menn hafa mikil völd. Ljóst
dæmi um völd lögreglumanna er
VIII. kafli laga um meðferð opin-
berra mála, nr. 74/1974.
Lögreglumenn geta handtekið
okkur og stungið okkur í steininn.
Dómsúrskurð þarf ekki til ef þeir
standa mann að refsiverðri hegð-
un. Hver metur það? Lögreglumað-
ur. Þeir geta handtekið mann ef
hann er grunaður um brot og gefur
lögreglumanni ekki skýrslu um
nafn sitt og heimilisfang eða reikar
um heimilislaus. Hver metur það?
Lögreglumaður.
Þeir geta handtekið mann sem
veldur hneyksli á almannafæri,
þ.e.a.s. ef hann hneykslar lögreglu-
manninn. „Lögreglumaður skal
hverju sinni meta, hvort nauðsyn
sé á handtöku þegar í stað, t.d.
vegna hættu á undanskoti sakar-
gagna, flótta sakaðs manns, fram-
haldi refsiverðrar háttsemi“
o.s.frv. „Handteknum manni er
heimilt eftir handtöku að hafa sam-
band við ættingja eða aðra vanda-
menn, nema sérstök ástæða sé til
að ætla að það muni torvelda rann-
sókn máls.“ Hver metur það? Lög-
reglumaður. „Rétt er lögreglu-
mönnum án dómsúrskurðar að
leita manns, sem handtaka skal, á
heimih hans, í sjálfs hans húsi eða
skipi, eða í húsi, sem stendur opið
almenningi, svo og í öörum húsum
eða skipum, ef honum er veitt
þangað eftirfor, eða hætta er á því,
aö hann spilli sakargögnum eða
komi sér undan, ef beöið er dóms-
úrskurðar.“ Hver metur það sem
máh skiptir í þessu sambandi? Lög-
reglumaður.
„Nú verður handtekinn maður,
sem sakaður er um refsivert at-
hæfi, ekki þegar í stað leiddur fyrir
dómara og er þá heimilt að hafa
hann í haldi uns til dómara næst,
enda sé kyrrsetning hans og ein-
angrun nauðsynleg vegna rann-
sóknar málsins." Hver metur þessa
hluti? Rétt.
Mat á menntun
Það sýnist því veigameira að hafa
vel menntaða lögreglumenn en vel
menntaða hæstaréttardómara.
Hvemig eru þeir menntaðir? Líka
má spyrja: Hvemig er þeim borg-
KjáUarinn
Hörður R. Ólafsson
hæstaréttarlögmaður
að? Það er ósanngjarnt að ætlast
th þess að við getum ráðið góða
menn og vel menntaða th starfa
sem oft á tíðum eru lífshættuleg
og andstyggileg, t.d. aðkoma að slö-
suðum mönnum og látnum, bjástur
alls konar viö drakkna menn og
hættulega, friðarstihing á heimh-
um, o.s.frv. Hver vih fara í spor
lögreglumanna fyrir skítakaup?
Um menntun lögreglumanna seg-
ir svo í 33. gr. laga nr. 74/1974:
„Hver, sem skipaður er lögreglu-
maður, skal hafa lokið prófi, er
sýni, að hann sé þeim kostum bú-
inn og hafi þá kunnáttu, sem nauð-
synleg er til starfans. Skulu þeir
einir valdir th starfans, sem telja
má valinkunna og vandaöa.“ Hér
verða strax erfiðleikar á ferðinni:
Hvemig er hægt að segja um tví-
tugan pilt að hann sé vahnkunnur
og vandaður?
Ég veit að th er lögregluskóh í
Reykjavík. Um námstíma og náms-
efni veit ég ekki. Kennari þar er
Sturla Þórðarson, fuhtrúi lögreglu-
stjóra síöan 15. júní 1971. Hann
varð stúdent frá MR 1964 með II.
einkunn, 6,64 og cand. juris frá
Háskóla íslands 12. júni 1971 meö
I. einkunn, 199 'A stig, sem er góð
fyrsta einkunn. Þar kennir einnig
Böðvar Bragason lögreglustjóri.
Hann varð stúdent frá MA 1960
með II. einkunn, 6,36, og cand. juris
frá Háskóla íslands 28. janúar 1966
með I. einkunn, 196 stig. Svo fremi
aö þessir menn hafi tíma th að
sinna námi lögreglumanna ætti
lögfræðilegri menntun þeirra að
vera vel borgið.
Rannsóknarlögreglustjóri ríkis-
ins er Bogi ísak Nilsson. Hann varð
stúdent frá VÍ1961 með I. einkunn,
7,09, og cand. juris frá Háskóla ís-
lands 10. febrúar 1968 með I. ein-
kunn, 215 2/2 stig. í lögfræði er ekki
oft gefin öllu hærri einkunn. Rann-
sóknarlögregla ríkisins er eins
konar alríkislögregla, sérmenntuð
til rannsóknar sakargagna.
Þegar lögreglumenn hafa lokið
rannsókn sinni fer málið til ríkis-
saksóknara til ákvörðunar um
hvort efni séu th ákæru. Ríkissak-
sóknari er í sporum stefnanda í
einkamálum. Hann er umboðs-
maður okkar allra. Umbjóðandi
hans erum við. Hann tekur ákvörð-
un um hvort við vhjum að mál sé
höfðað á hendur sakbomingi fyrir
hönd okkar ahra. Hann getur ekki
spurt okkur hvert út af fyrir sig en
verður að fara eftir aímennum
reglum um sekt og málsbætur. Þær
er að finna í almennum hegningar-
lögum og refsiákvæðum sérstakra
laga, svo sem tollalaga, áfengislaga,
o.fl. o.fl.
Oftsinnis kemur það fyrir að við
rjúkum upp í dagblöðum og segjum
að þetta eða hitt máhð eigi að rann-
saka og dæma, þessum eða hinum
eigi að stinga inn. Nú era dagblöðin
stundum tahn túlka almenningsá-
htið, vhja okkar allra sem er vit-
leysa - dagblöðin túlka ekki annað
álit en þess sem skrifar! Mál þessi
verður ríkissaksóknari að skoða
eins og önnur mál sem hann fær
eftir venjulegri og hepphegri leið-
um og gefur stundum út ákæra og
stundum ekki. Dagblaðaleiðin er
óheppheg að því leyti að henni fylg-
ir pressa á dómarann að dæma eins
og hann heldur aö almenningur
vhji að dæmt sé. í Ameríku era
mál oft flutt frá austurströndinni
th vesturstrandarinnar til að koma
í veg fyrir að fordómar almennings
hafl áhrif á niöurstöðu dómarans.
Dómarar era menn eins og við.
Ríkissaksóknari er Hallvarður
Helgi Einvarðsson. Hann varð
stúdent frá MR 1952 með II. ein-
kunn, 6,62, og cand. juris frá Há-
skóla íslands 27. maí 1958 með I.
einkunn, 194 2/3 stig. Ég efa ekki
að hann hafl á aö skipa ágætum
lögfræðingum sér th aðstoöar.
Ríkissaksóknari stefnir, ákærir,
fyrir okkur, sakadómari dæmir.
Sakadómari er Gunnlaugur Eggert
Briem. Hann varð stúdent frá MR
1943 með I. einkunn, 8,08 stig, og
cand. juris frá Háskóla íslands 21.
maí 1949 með I. einkunn, 207 'A stig.
Hann kann að velja sér aðstoðar-
menn.
En honum er ætlað að framfylgja
kerfi sem er með öhu ótækt: Ríkis-
saksóknari ákærir en sakadómari
rannsakar - og dæmir. Ríkissak-
sóknari leggur heiður sinn við að
ákæran sé rétt og muni leiða til
sakfehingar - á sama hátt og lög-
menn stefna ekki í einkamálum
nema þeir séu svo th vissir um að
vinna máhð. Sakadómarar era
menn. Þeir vhja gjarnan þóknast
ríkissaksóknara og rannsaka máhð
í því skyni að ná fram sakfelhngu.
Þeir rannsaka máliö ekki th að fá
sökunaut sýknaðan.
Vandaðir og valinkunnir
Sakadómarar geta ahs ekki htið
hlutlaust á málavöxtu. Viö verðum
að sjá til þess að þeir geti það með
því að láta aðra safna gögnum til
að leggja fyrir þá. Þetta kostar pen-
inga. Við veröum aö borga þá.
Það hefur þannig gengið ýmislegt
á áður en málið kemur th Hæsta-
réttar íslands. Hæstaréttardómara
er óþarft að kynna - þar eru ein-
göngu vandaðir og valinkunnir
menn með fyrstu einkunn í lögum
og hana ekki af lægri gráðunum.
Ýmislegt hefur getaö fariö úrskeið-
is. Og Hæstiréttur verður að leið-
rétta það. Og hann gerir það eins
og skot því þessi mál hafa forgang
þar fyrir þrasi milli nágranna.
Þannig viljum viö hafa þaö.
Þessir þankar á sunnudags-
morgni byrjuðu með þönkum um
lögreglumenn. Viö skulum hugsa
um tvö atriði: menntun lögreglu-
manna - og kaup, og vanda saika-
dómara, að þurfa að klæðast tveim-
ur kápum. Allt annað er í nokkuð
góðu lagi.
Hörður Rist Ólafsson
„Nú á dögum eru þó lyktir máls í
Hæstarétti minna virði en margar aðr-
ar úrlausnir embættismanna um dag-
farsleg málefni fólks.“