Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1988, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1988, Side 13
ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 1988. 13 Lesendur Ekki greiðslukort hjá Pósti og síma Jón Bjarnason skrifar: Vegna fréttar um að Eurocard hafi tekið upp nýjimg í þjónustu sinni með því að semja sérstaklega við Póst og síma um fjölgun af- greiðslustaða og að nú taki Póstur og sími við greiðslum vegna upp- gjörs á úttektum finnst mér það skjóta ,skökku viö að sú stofnun sem þarna er um að ræða (Póstur og sími) skuli ekki sjálf bjóða við- skiptavinum sínum aö greiða skuldir sínar á þennan hagkvæma máta. Þau eru ekki mörg fyrirtækin í opinbera geiranum sem hafa tekið upp notkun greiðslukorta, senni- lega aðeins tvö, Ríkisútvarpið og Rafmagnsveita Reykjavíkur. Það er með ólíkindum að ekki skuli fleiri stórfyrirtæki hjá hinu opin- bera vera búin að tileinka sér nú- tíma fyrirkomulag í viðskiptum. Úr því að Ríkisútvarpið og Raf- magnsveitan hafa komið til móts við sína viðskiptavini þá hljóta önnur opinber fyrirtæki að geta það líka. Það er eitthvað mikið að í rekstri annarra fyrirtækja sem ekki vilja tileinka sér nútíma starfshætti. Kannski ættu nýir ráðherrar að kanna málið og þá láta gera úttekt um leið á því hvort ekki er eitthvað um staðnaða stjómendur hjá þess- um fyrirtækjum sem faila undir þeirra valdsvið. Vilja opinber fyrirtæki ekki tileinka sér nútima starfshætti, t.d. með því að bjóða viðskiptavinum greiðslukortaviðskipti? Sparifé gamla fólksins ekki heilagt? Skattlagning er skammarleg Halldóra Jónsdóttir skrifar: í nýlegum útvarpsþætti um eldri borgara, þar sem m.a. var rætt við Öddu Báru Sigfúsdóttur, lét hún þau orð falla að hún sæi ekki að sparifé gamla fólksins væri svo miklu heil- agra en lífeyrissjóðstekjur að ekki mætti skattleggja það. - Þetta vekur mann til hugsunar um það misrétti sem er á kjömm eldra fólks. Sumir, eins og Adda Bára Sigfús- dóttir, sem hefur verið þingmaður og embættismaður, þurfa ekki að kvíða ellinni. Þeir hafa á auðveldan hátt skammtað sér lífeyrissjóðsrétt- indi sem eru margfóld laun verka- fólks og oft á tíöum hærri en þau er viökomandi embættismaður hafði. - Kannski eitt, tvö eða jafnvel um þrjú hundruð þúsund krónur á mánuði. Og hve mikið sparifé þarf nú gamla fólkið að eiga til þess að komast þótt ekki sé nema í hálfkvisti við þann hóp sem Adda Bára tilheyrir? Hvorki „Ætli þeir séu ekki fáir eldri borgararnir sem geta státað af slikri inn- stæðu?“ spyr bréfritari. meira né minna en milli 20 og 50 miUjónir króna og tveir einstakling- ar eða hjón þá auðvitað helmingi meira. - Ætli þeir séu ekki fáir eldri borgaramir sem geta státað af slíkri innstæðu? Sjávarréttir í miklu úrvali Tilboð vikunnar er okkar rómaða fiskfars Verð kr. 249,- kg. Sjávarréttasalan Grímsbæ v/Bústaðaveg Loftastoðir BYGGIIMGA- MEISTARAR Eigum nú á lager loftastoðir á mjög hagstæðu verði, bæði málaðar og galvaniseraðar ★ Stærðir 1,90-3,40 m, 2,30-3,80 m og 2,50-4,40 m ★ Góðir greiðslu- skilmálar ★ Leigjum einnig út loftastoðir Fallar hf. Verkpallar - stigar Vesturvör 7 - 200 Kópavogur, simar 42322 - 641020. a rwo „Ótrúlega mörg hinna nýrri húsa halda ekki vatni - mígleka eins og tágarhripið andskotans, svo sleppt sé öllu rósamáli." Þessi tilvitnun er úrgrein eftir Vilhjálm Hjálmarsson, fyrrv. ráðherra, sem birtist íTímanum fyrir nokkrum árum. Þetta eru orð að sönnu, lekavandamál er fyrir hendi á mörgum stöðum á Íslandi. Á heimilissíðum á morgun verður fjallað um leka í húsum. Einnig verö- ur bent á hvernig best er að snúa sér ef slíkt kemur upp: hve margir eru bótaskyldir í fjölbýlishúsum o.s.frv. Hver kannastekki við að hafa fengið aðkenn- ingu af slagi þegar símareikningurinn er opnaður og reynist vera miklum mun hærri en reiknað var með. í mörg ár hefur verið barist á ótal vígstöðvum fyrir því sjálfsagða réttindamáli að neytendur eigi kost á að fá símareikninga sundurliðaða. Málið er komið á þann rekspöl að næst þegar hugbúnaður stafrænna símstöðva verður endurnýjaður gefst hluta símnotenda kostur á sundurliðun. Nú virðist sem ekki verði af framkvæmdum vegna þess að fram- kvæmdafé til Pósts og síma er skorið við nögl á fjárlögum. Tillögur stofnunarinnar voru skornar niður um 70%. Nánari umfjöllun er á neytendasíðu á morgun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.