Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1988, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1988, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1988. Fréttir Þing Alþýðusambands Islands: Búist er við bandalagi A-flokkanna á þinginu - afstaða Ásmundar Stefánssonar veldur tortryggni Það er jafnan mikið um hornafundi á þingi Aiþýðusambands islands. Ekki er ólíklegt að þessir tveir heiðursmenn, Karl Steinar og Guðmundur J., eigi eftir að ræða saman um eitt og annað á þinginu i næstu viku eins og þeir gerðu þegar þessi mynd var tekin. Þing Alþýðusambands íslands hefst á mánudaginn kemur. Undan- farið hefur verið aö myndast mikil spenna vegna þingsins. Það létti ekki á henni að forseti sambandsins, Ás- mundur Stefánsson, skyldi ekki taka af skarið með það á síöasta mið- stjómarfundi fyrir þingið hvort hann ætlar að gefa kost á sér áfram. Marg- ir sem DV hefur rætt við halda því fram að þetta séu klókindi af hálfu Ásmundar. Með því að halda mönn- um í óvissu ætli hann að hafa meiri áhrif á það hverjir verði kosnir í miðstjórnina en á henni verða mjög miklar breytingar. Menn segja að Ásmundur viti að enginn hleypur í það að veröa forseti Alþýðusam- bandsins með eins eða tveggja daga fyrirvara. Því geti menn lent í vand- ræðum á þinginu ef Ásmundur hótar að draga sig í hlé fái hann ekki vilja sínum framgengt varðandi miö- stjómarkjörið. Samvinna A-flokkanna Vegna þessa hafa Alþýðuflokkur- inn og Alþýðubandalagið verið með ráðabrugg og ætla aö vera viöbúnir því að Ásmundur hóti að draga sig í hlé á síðustu stundu. Gefi hann hins vegar kost á sér verður ekki boðið fram gegn honum. Þess í stað ætla A-flokkarnir að reyna að ná meiri- hluta í miðstjórninni og ráöa þannig Alþýðusambandinu. Hugmyndin um að ná meirihluta í miðstjóm með' samvinnu er mnnin undan rifjum formanna flokkanna og er það hður í fæðingu „Láfrarbandalagsins“ svo- nefnda. Viðræður um sameiningu A-flokkanna em komnar lengra á veg en margan uggir. Meirihluti og þar með samvinna í miðstjórn Al- þýðusambandsins myndi auövelda flokksformönnunum þetta mál allt til mikilla muna. Óttinn við einangrun Sagt er að kalt sé nú á milli Fram- sóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Það á þó ekki við í verkalýðshreyf- ingunni. Einn af framámönnum Sjálfstæðisflokksins í verkalýðs- hreyfmgunni staðfesti að þessir flokkar hefðu haft náið samband að undanfórnu og myndu starfa saman á Alþýðusambandsþinginu. Þeir ótt- ast að flokkamir einangrist innan Alþýðusambandsins hafi þeir ekki samvinnu á þinginu gegn ráðabruggi A-flokkanna. Nú er orðið ljóst að nýtt fólk sest í sæti varaforsetanna hjá Alþýðusam- bandinu. Talið er víst að Karl Steinar Guðnason, alþingismaður og for- máður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavikur, verði 1. varaforseti en sæti 2. varaforseta er óráðnara. Guð- ríður Elíasdóttir úr Hafnarfirði hefur setið þar síðasta kjötímabil en hún gefur ekki kost á sér áfram. Þóra Hjaltadóttir frá Akureyri hefur verið orðuð sem hugsanlegur varaforseti en hún hefur verið treg til að gefa kost á sér. Þó mun svo komið að hún er ekki jafnfráhverf því og áður. Ás- mundur Stefánsson mun sjálfur vilja fá Vilborgu Þorsteinsdóttur úr Vest- mannaeyjum og hefur hún verið að hugsa málið. Nái A-flokkamir meirihluta á þing- inu og hyggist ná meirihluta í mið- stjóm er ólíklegt að þessar konur verði fyrir valinu. Flokksböndin geta riðlast Það sem þó veldur mestri óvissu í þessu öllu saman er að tök pólitísku flokkanna á þingfulltrúum eru hvergi jafnsterk nú og þau hafa áður verið. Margir halda því fram aö flokkarnir séu að mörgu leyti að vinna út í bláinn. Það sama muni gerast á Alþýðusambandsþinginu og gerðist á þingi Bandalags starfs- manna ríkis og bæja. Þar bmstu flokksböndin. Menn benda á þessu máli til stuðn- ings að margt hafi breyst í pólitíkinni frá því síðasta Alþýðusambandsþing var haldið fyrir 4 árum. Til að mynda Fréttaljós: Sigurdór Sigurdórsson er staða Kvennalistans margfalt sterkari nú en þá. Vitað er að margar konur úr verkalýðSstétt, sem fyrir 4 árum studdu A-flokkana, sérstaklega Alþýðubandalagiö, styðja Kvenna- listann nú. Bara sú breyting setur strik í allan útreikning flokkanna á fylgi sínu á þinginu. Enginn veit hvemig kvennalistakonur munu snúa sér á þinginu. Ásmundur Stefánsson hefur fyrir löngu gert sér grein fyrir þessu og í ljósi þess verða menn að líta á þá frægu ræðu sem hann flutti við upp- haf þings Sjómannasambands Is- lands í haust. Þá skammaði hann alla flokka fyrir árásir á verkalýðs- hreyfinguna og fleira en hlífði alltaf Kvennalistanum og tók það afar skýrt fram. Það fór ekkert á milli mála til hvaða flokks hann var þá að biðla. Veikleikamerki Margir sem DV hefur rætt við ótt- ast um framtíð Alþýðusambandsins. Sumir kveða svo fast að orði að sam- bandið sé að liðast í sundur og í fram- tíðinni verði það Verkamannasam- bandið ásamt fjórðungssamböndun- um sem muni ráða ferðinni. Al- þýðusambandið muni verða eins og BSRB hefur verið síðan samnings- réttimnn fluttist til félaganna, áhrifalítið sameiningartákn. Þeir hinir sömu halda því fram að hin stóru samflot í samningum, sem ver- ið hafa í allt að 25 ár, þar tíl í vetur, heyri nú fortíðinni til. Ekki muni nást samstaða um slíka breiðfylk- ingu í samningum á næstu árum, ef þá nokkum tíma aftur. Ef rétt er að slík feigðarmerki sé að sjá á Alþýðusambandinu er ljóst að þingið, sem hefst á mánudaginn kemur, er ákaflega þýðingarmikið hvað þetta varðar. Þar gæti hreinlega ráðist hvort sambandið heldur sam- an og verður áfram sterkur risi eða hvort það verður aðeins sameining- artákn til að nefna á tyllidögum. Hvort sem þetta er rétt eða ekki er það víst að allmikill spenningur er í loftinu vegna komandi þings. Þó eru flestir sammála um að oftast áður hafi spenningurinn og baktjalda- makkið verið meira en nú er. Al- þýðubandalagsmenn hafa alltaf ver- ið fyrirferðarmiklir í því en nú fer lítíð fyrir þeim. Alþýðuflokkurinn virðist hafa forystuna og er það með vfija gert hjá alþýðubandalagsmönn- um. Asmundur Stefánsson er enn í flokknum og jafiivel þótt htlir kær- leikar séu með honum og forystu flokksins um þessar mundir vill hun hvorki né getur beitt sér gegn honum opinberlega án þess að skaöa flokk- inn. Alþýðuflokksmenn hafa því tek- ið forystuna í því að tryggja þessum tveimur flokkum meirihluta í mið- stjóm sambandsins sem kjörin verð- ur degi síðar en forseti og varaforset- ar á þinginu í næstu viku. -S.dór I dag mælir Dagfari_ StíKærsla sjálfstæðismanna Haft er fyrir satt að ýmsir þeir sem ákváöu að kjósa ekki fram- bjóðanda demókrata í bandarisku forsetakosningunum hafi einlæg- lega trúað því að Dukakis væri vin- ur og verndari morðingja og mann- drápsmanna. Það var auðvitað eng- an veginn satt. En hvers vegna trúðu kjósendur þessu þá? Jú, vegna þess að þeir sáu því haldið fram í sjónvarpi. Með bíræfnum sjónvarpsauglýsingum tókst að skapa þá ímynd af Dukakis að hann væri vinur glæpamanna. Þetta er auðvitað í fullu samræmi við þaö megineinkenni stjómmála- baráttu okkar tíma að ímyndin skiptí öllu máli en inntakið engu. Ef áróðursmeisturunum tekst að pakka frambjóðendum í aðlaðandi umbúðir „kaupa“ kjósendur þá á kjördag. Hvað er í pakkanum skipt- ir htlu máh. Reyndar er líklega best að pakkinn sé því sem næst tómur. Það mátti sjá merki þess á nýaf- stöðnum flokksráösfundi Sjálf- stæðisflokksins að þar á bæ væri mönnum að áukast skilningur á mikilvægi hinnar réttu ímyndar. Á fundinum reyndi Þorsteinn Páls- son aö fylkja hði tíl nýrrar sóknar eftir að hafa látið Steingrím og Jón Baldvin skáka sér út af taflborði valdanna. Og hann byijaöi á því sem mikilvægast er - að reyna að breyta ímynd Sjálfstæðisflokksins. Hann fékk auglýsingateiknara til að stílfæra hið foma tákn flokks- ins, sjálfan íslandsfálkann. Þetta snilldarbragð er vafaláust hugsað sem fyrsta skref í þraut- hugsaðri baráttuáætlun formanns- ins: fyrst að stílfæra táknið, síðan að stílfæra flokkinn og loks að stíl- færa sjálfan formanninn. Þannig væri hægt að ganga til næsta kosn- ingaslags undir kjörorðinu: Með stíl inn í stjómarráðið! En á öhum flokkssamkomum em einhvetjir íhaldsgaurar sem skhja ekki kröfur nýrra tíma. Gott ef það voru ekki einhveijir fulltrúar En- geyjarættarinnar sem mótmæltu þessari sjálfsögðu stílfærslu Sjálf- stæðisflokksins. Þeim tókst meira að segja að setja nýja fálkann í salt. Vafalaust hefur það verið gert af tómri íhaldssemi. Að vísu em þeir tíl sem segja að búkur nýja sjálf- stæðisfálkans sé hkari hvítri rjúpu en ránfugh og að vængimir gætu sómt sér í einkennismerki hvaða flugfélags sem væri. En varla hafa slík fagurfræðheg sjónarmið flækst fyrir veijendum gamla sjálfstæðis- fálkans. Þar hefur ráðið ferðinni gamla góða íhaldsmennskan sem skilur ekki stílfært kall tímans. Þeim mun betur ættu þeir þá að skhja frumlegustu uppgötvun formannsins á flokksráðsfundin- um, sem sé að Framsóknarflokkur sé höfuðandstæðingur Sjálfstæðis- flokksins. Svo fengin sé að láni sú nafngift, sem núverandi ríkisstjórn fékk rétthega hjá Þorsteini, þá má hta á þetta val á höfuðandstæðingi sem beinskeytta „sókn th fortíð- ar“. Það er nefnhega svo að á með- an Framsókn var og hét og hafði ekki „fallerast" á markaðstorgi valdanna var hún svo svarinn and- stæðingur Sjálfstæðisflokksins að annars geðgóðir bændur, sem fylgdu þessum tveimur flokkum að málum, töluðust ekki við nema þá kannski hífaðir í réttunum. En slík trúarbrögð eru löngu fyr- ir bí. Flokkarnir tveir eru orðnir svo líkir hvor öðrum að hæglega má vhlast á þeim i björtu. Enda er það til dæmis vafasamt í hvorum þeirra eru fleiri framsóknarþing- menn. Þess vegna er heillavænleg- ast fyrir Þorstein að gleyma þessari leiftursókn tíl fortíðarinnar en knýja sem fyrst í gegn stílfærslu sjálfstæðisfálkans góða og fljúga svo á stílfærðum vængjunum beint í ráðherrastólana í næstu kosning- um. Hann þarf bara að gæta þess vel að láta ekki kjósa á rjúpnaveiði- tímanum. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.