Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1988, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1988, Blaðsíða 28
ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1988. ^28 Eftir fimm ára hvild frá sjóbis- nessnum gerði hin þekkta leik- kona Ann Margret sér litið fyrir og brá undir sig betri fætinum að nýju í Caesarshöllinni í Las Vegas við mikinn fögnuð við- staddra. Þar mun hún skemmta ■pv 13 kvöld í röð og er karlpeningur- inn vist í röðum eftir miðum á sýningarnar enda er hún talin með kynþokkafyllri kvenmönn- um. Simamynd Retuer Grímuball í Vitanum Yfir 200 manns . (Hafnfirðingar) sóttu grímuball í Vitanum á dögun- um. Ballið var haldið á JC-daginn en kjörorð hans var „Æskulýðsmár. Ballið var auglýst fyrir Hafnfirð- inga á aldrinum tveggja til sex ára og komu 124 börn og um 90 fullorðn- ir. Að sögn skemmtu allir sér hið besta, bæði börn og fullorðnir. Lög- reglan kom á staðinn og fræddi þau yngstu um umferðina og gaf þeim endurskinsmerki. Diskótekið Dísa lék létt lög við mikinn fögnuð áheyr- enda. Grímuklæddu Hafnfirðingarnir skemmtu sér hið besta í Vitanum. Brigitte Nielsen, þessi danskættaða, fyrrverandi eiginkona Stallones, hefur að undanförnu gengist undir viðamiklar rannsóknir vegna gruns um krabba- mein. Hún hefur upp á síðkastið verið í slagtogi við Mark Gastineau, fræg- an, amerískan fótboltakappa. Til að vera henni til halds og trausts í rann- sóknunum hætti hann öllum afskiptum af fótbolta og hugsar núna eingöngu um Brigittu stna. Hjónaleysin hafa ekki lengi komið fram opinberlega eða frá því rannsóknin hófst. í gær veittu þau sjónvarpsviðtal í morgunþættinum „Good Morning America" þar sem Brigitte lýsti sjúkdómssögunni. Anna prinsessa, dóttir Elísabetar Englandsdrottningar, féll af baki á laugar- daginn. Prinsessan var að etja kappi við aðra knapa, konungborna og al- menning, þegar hún féll af hesti sínum Canon Class. Prinsessan slapp alveg ómeidd og stökk á fætur til að hjálpa öörum knapa sem einnig féll af baki. Eins og flestir vita er hestamennska ensku konungsfjölskyldunni í blóö borin. Anna er einna vönust og hefur hlotið nokkrar byltur um ævina -Án alvarlegra afleiðinga. Feita Fergie og bamið afskræmd Bretamir eru álls ómseykir við að afskræma sitt eigiö kóngafólk. Nú þegar hafa verið gerðar brúður af Fergie og dótturinni og er ekki hægt að segja annað en að framleiðendum þáttanna Spitting Image hafi tekist að draga fram það ljótasta úr báðum. Fergie mun vera sú eina úr kónga- fjölskyldunni sem hefur haft húmor fyrir þessum þáttum og kippir sér því ekkert upp við það hvemig farið er með fjölskyldu hennar. Hins vegar má alveg eins búast við að ekkert verði kveikt á kassanum í höllinni í þessari viku því þar mun Fergie birt- ast í fyrsta sinn með barniö. Allir eru jú viðkvæmir fyrir bömunum sín- um. í þáttunum er hún kölluð „Fattie Fergie“. •................................ — Aðstandendum þáttanna Spitting Image hefur sannarlega tekist að draga fram allt það Ijótasta í Söru Ferguson og dóttur hennar. Sviðsljós Ólyginn Kiefer Sutherland sonur leikarans Donalds Suther- land, hefur nú sagt skilið við eig- inkonu sína Camillu eftir aðeins 14 mánaða hjónaband. Á þeim hjónakornum er 19 ára aldurs- munur, hann er 22 ára en hún 41, og höfðu fyrir átta mánuðum eignast dóttur. Ástæðuna fyrir skilnaðinum segir Kiefer vera að hann sé ekki neinn fjölskyldu- maður. Sumir vina hans segja að hann hafi verið farinn að drekka fullmikið. Kiefer er sonur Don- alds og annarrar konu hans, Shirley Douglas. Þau skildu þeg- ar Kiefer var 4 ára. Móðir hans flutti til Kanada þegar hann var átta ára og eftir það sá hann föður sinn ekki oft. Engu að síður er hann eins og vasaútgáfa af föður sínum, ekki bara í útliti heldur einnig háttalagi. Richard Chamberlain hinn ókrýndi konungur sjón- varps mini-seríanna virðist einn- ig vera hinn ókrýndi konungur mini-ástarsambandanna. Cham- berlain, sem nú er 53 ára, hefur eina ferðina enn fallið fyrir konu. Nú er það spænska leikkonan Agata Lis. Þessi 35 ára gamla leik- kona leikur á móti honum í nýj- ustu mynd hans. Hann hefur átt í mörgum ástarsamböndum, einkum við mótleikkonur sínar sem virðast alltaf gufa upp jafn- óðum og tökurnar er búnar. Sagt er að hann hafi fallið fyrir Rachel Ward þegar þau léku saman í Þymifuglunum, einnig fyrir Tar- yn Power þegar þau léku saman í Tyrone’s daughter og fyrir Jac- lyn Smith er þali léku saman í Bourne Identity. Þá er bara að bíða og sjá hvort hann muni end- ast eitthvað með Agötu. Bruce Willis lítur út eins og api þessa dagana en ekki eins og hann sé að hefja leik að nýju í Moonlighting. Að undanförnu hefur hann lítið ver- ið að hugsa um útlit sitt vegna þess að hann hefur verið upptek- inn af eiginkonunni Demi Moore og dótturinni Rumer. Þær munu víst báðar góla hátt mæðgurnar ef faðirinn er ekki vel á verði í kringum þær. En úr þessu verður fljótlega bætt því þegar Bruce tekur til við að leika David Addi- son að nýju mun hann klippa hár sitt og raka skeggið. Þær mæðgur munu víst sáttar við það vegna þess að hann vinnur jú fyrir brauði heimilisins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.