Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1988, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1988.
15
Verðstöðvun
hvað?
Verð á brauðum var hækkað vegna þess að mjöl og korn hækkaði i
verði erlendis.
Nú um stundir búum við við það
ástand sem stjórnmálamenn kalla
verðstöðvun. í hverju skyldi svo
svona ástand vera fólgið? í reynd
þýðir þetta að kaupið okkar stend-
ur í stað en vörur fá að hækka í
verði ef svo ber undir. Um daginn
var til dæmis verð á brauðum
hækkað vegna þess að mjöl og kom
hækkaði í verði erlendis. Að sjálf-
sögðu dpttur engum heilvita manni
í hug að nokkur glóra sé í að láta
blessaða bakarana bera svona
nokkuð bótalaust. Stjómmála-
mennimir sjá það hins vegar strax
í hendi sér hverjir eru helst færir
um að taka á sig svona áföll. Það
era að sjálfsögðu þeir sem em svo
vitlausir að borða brauð í tíma og
ótíma og þeir sem em svona vit-
lausir eru nefndir einu nafni neyt-
endur.
Þeir sem stjórna
Stjómmálamenn vita sem er að
einu viöbrögðin, sem verða við ein-
hverju af þessu tagi, em nokkur
lesendabréf til dagblaðanna og hót-
anir manna hér og hvar um að
kjósa ekki þessa ódáma yfir sig aft-
ur, eins og sumir orða það.
Kannske á maður ekki að tala um
KjáUarmn
Guðmundur Axelsson
framhaldsskólakennari
stjórnmálamenn í fleirtölu.
Það virðist einu gilda hvað þeir
eða flokkarnir þeirra heita. Þeir
kunna alhr sömu ráðin og dettur
ekki í hug aö finna ný, hvað þá að
nota þau. Okkur kjósendur þarf
stjómmálamaðurinn ekki að ótt-
ast. Detti hann út af þingi er honum
gjarna útvegað starf (af hinum sem
komust inn) sem er þannig að hann
getur meðfram því haldið áfram að
berjast fyrir sinni pólitísku framtíð
og verði sá sem útvegaði honum
starfið fyrir því óláni að falla næst
em líkur á að hinn komist að, svo
að þeir geta þá altént skipt á störf-
um ef ekki vill betur til.
Þurfi menn svo að losna við póli-
tíska bögubósa eða óþægilega and-
stæðinga má lengi finna gott emb-
ætti í ríkiskerfinu, til dæmis í
sendiráðum erlendis sé um mjög
erfið tilfelh aö ræða. Þetta skilst
mér að sumir hafi, af tómum
skepnuskap auðvitað, kaUað sam-
tryggingu.
Verðstöðvun á fullri ferð
Verðstöðvun virðist, eins og áður
er sagt, vera það ástand þegar allt
má hækka nema laun. Þeir sem
vfija hækka verð á vörum og þjón-
ustu verða að vísu að styðja óskir
um sUkt sterkum rökum. Hvérnig
sem á því stendur em svo engar
röksemdir nógu sterkar til þess að
laun megi hækka. Hækkuðum
rekstrarkostnaði fyrirtækja er
sjáifsagt að velta strax út í verðlag-
ið en hækkuðum rekstrarkostnaði
heimilanna (sem þetta veldur) eiga
menn að mæta með hertri sultaról.
Auðvitað þurfa fyrirtæki á því að
halda að velta þeim hækkunum,
sem verða á aðföngum þeirra, út í
verðlagið en heimiU em líka eins
konar fyrirtæki og hafa sömu þarf-
ir og önnur slík. Svo er okkur bent
á öU þau gjaldþrot sem orðin em
og sagt að þeim muni enn fjölga
verði ekkert að gert. Undirtónninn
í þessu taU virðist vera sá að gjald-
þrot sé svo sem í lagi ef einingin,
sem fyrir því verður, er nógu smá,
til dæmis heimiU. Auðvitað er það
svo að stjómmálamönnum er ætl-
að það hlutverk að finna gmndvöll
sem dugar tíl þess að báðir haldi
velU, þau fyrirtæki sem við seljum
vinnuna okkar og hin sem viö rek-
um með afrakstrinum af henni.
Annars dettur mér gjaman í hug,
þegar verðstöðvun ber á góma, sag-
an af manninum sem hafði það á
orði þegar vindsveipur þeytti ryki
í augun á honum. „Nú þykir mér
lognið vera fariö að flýta sér.“
Guðmundur Axelsson
„Undirtónninn 1 þessu tali virðist vera
sá að gjaldþrot sé svo sem í lagi ef ein-
ingin, sem fyrir því verður, er nógu
smá, til dæmis heimili.“
Af ræstingamálum
í Kópavogi
Nú á að fara að spara í Kópavogi
og það er afitaf sama sagan hvar
sem er: það er byrjað hjá þeim sem
vinna erfiðustu og að margra dómi
leiðinlegustu störfin en jafnframt
mjög nauðsynleg og svo mikUvæg
að skólum, sjúkrahúsum o.fl. stofn-
unum yrði fljótlega lokað ef þetta
fólk legði niður störf.
Vinnulýsing
TUefni þessarar greinar er það
að nú hefur öllum ræstingakonum
og gangavörðum í gmnnskólum
Kópavogs verið sagt upp störfum
frá áramótum en vegna formgaUa
á uppsögnum koma þær til fram-
kvæmda 1. febrúar ’89 en það er
nú önnur saga. Taka á upp nýtt
ræstingakerfi sem Jóhann Stefáns-
son hefur hannað. Þetta kerfi eða
svipað hefur verið reynt í nokkrum
skólum hér á landi með misjöfnum
árangri og verið horfið aftur tU
fyrri vinnubragða í sumum þess-
ara skóla eftír mjög skamman
reynslutíma.
Það er skoðun margra sem tU
þekkja aö svona vinnubrögð geti
aUs ekki gengið í skólum sem kennt
er í aUan daginn, þ.e. tvísetnum
skólum, en geti e.t.v. gengið í ein-
setnum skólum. Að dómi okkar
sem þessi störf vinnum er verið að
stíga stórt skref aftur á bak hvað
varðar þrif, aUa umgengni og aUa
starfsemi í skólunum og það er
mjög einkennUegt ef heUbrigðis-
yfirvöld hafa ekkert við þetta að
athuga. Þá á að steypa saman í eitt
starf ræstingum og gangavörslu.
Sömu manneskjur eiga að leysa
bæði störfin af höndum samtímis.
Þetta er það atriði í vinnulýsing-
unni sem er mjög umdeUt og hafa
skólastjórar nokkurra skóla skrif-
að bæjarráði og mótmælt þessu og
reyndar öllu þessu kerfi sem hér
er verið að koma á. Það er viður-
kennt að gangaverðir vinna þýð-
ingarmikil störf, sérstaklega hvað
varðar yngri nemendur skólanna,
með margvíslegri umönnun og að-
Kjallariim
Erla Bergmann
verkakona
stoö, og það er örugglega mjög er-
fitt að samræma þessi störf svo vel
fari.
En vikjum nú aðeins að ræsting-
unum. Við höfum fengið í hendurn-
ar plagg eitt mikið, „Vinnulýs-
ingu“, hina furðulegustu lesningu.
öll þrif eiga að fara fram á dag-
vinnutíma, þ.e.a.s. meðan kennsla
stendur yfir í skólunum. Þrif verða
í lágmarki, hver kennslustofa verð-
ur þrifin að jafnaði annan hvern
dag og lauslega þurrkað af borðum
nema einu sinni í viku o.fl. í þess-
um dúr. Svo er skotið inn lúmskum
setningum við og við eins og þess-
ari: „Hver og einn þrífur eins og
samviska hans býður honum.“ Svo
mörg em þau orð. Síöan er blað eða
listi inni á hverri kennslustofu. Þar
á ræstingakonan að kvitta með
upphafsstöfum sínum þegar hún
hefur komið, móð og másandi, og
blásið á rykið.
Ræstingastjóri eða eftirhtsmaður
á síðan að ganga inn á stofurnar
og gefa einkunn, plús eða mínus,
gott eða slæmt, eða hvemig sem
það nú verður útfært!
Hve mikið sparast?
Það er mjög mikil lítilsvirðing
sem ræstingakonum og gangavörð-
um er sýnd með þessum vinnu-
brögðum öhum. Það er verið að
taka upp hálfgert þrælahald með
sálfræðilegu ívafi. Það verður ör-
ugglega mikið stress því stöðugild-
um fækkar en samt á að leysá sömu
störf af höndum og áður. Því meira
álag verður á þær fáu sem eftir
em, auk þess sem kennarar og
nemendur eru á ferðinni um stofur
og ganga á meðan þrifiö er.
Það er líka til marks um vinnu-
brögð meirihluta bæjarstjómar og
skólafulltrúans að þegar þeir hafa
rætt við okkur um þessi mál hefur
orðið fátt um svör við spurningum
okkar. E.t.v. er líka best að þykjast
sem minnst vita þegar spurt er um
„vond“ mál og enginn af þeim háu
herram kvaðst hafa lesið plöggin
hans „Jóa“. Það væri t.d. fróðlegt
að fá svör við því hvað konurnar
eiga að vinna þegar skóla lýkur að
vori. Þær eiga sitt sumarleyfi og 2
vikur í ágúst eiga þær að gera
hreint í skólunum áður en kennsla
hefst að nýju. Þá eru eftir nokkrar
vikur og heyrst hefur að þá megi
kalla þær til starfa eitthvað annað,
t.d. á barnaheimilin og róluvelhna,
og þá er þetta eins og hér áður fyrr
þegar húsbændurnir áttu hjúin.
Ekki hafa heldur fengist skýr
svör um hve háar upphæðir spar-
ast né heldur hve hár sá stofn-
kostnaður kemur til með að verða
sem þessar breytingar útheimta
því að kaupa á alls konar vélar og
tæki: vatnssugur, bónvélar og
„highspeed“-tæki og tól sem ég
kann varla að nefna. Einnig eiga
að vera fyrir framan hverjar út-
göngudyr gryfjur með rist yfir sem
ruslinu skal sópað ofan í og í Digra-
nesskóla eru t.d. 12 útgöngudyr.
Að lokum langar mig að taka
smáklausu úr margnefndu plaggi
sem sýnir vel að reiknað er með
að nýja aðferðin verði bæði erfið
og stressandi en þar segir:
„Aðlögunartíminn getur verið
erfiður bæði fyrir ræstingafólkið
og ræstingasljórann. Jafnvel þótt
ræstingamaður hafi fengið góða
þjálfun og kennslu, áður en hafist
var handá samkvæmt nýrri áætl-
un, er oft erfitt að yfirfæra fræðin
yfir á raunveruleikann. Hvað ger-
ist ef ég kemst ekki yfir allt? Ef
þetta verður nú ekki nógu hreint?
Við slíkar aðstæður er mikilvægt
að einhver sé til staðar sem hefur
trú á því að hlutimir takist þegar
ræstingamaðurinn er í efa, að ein-
hver hafi skilning á því sem er að
bijótast um hjá ræstingamannin-
um og hafi skilning á starfi hans.
Einhver sem getur leiðbeint og
hvatt, einhver sem getur hlustað
og sýnt skilning." - Feitletrun er
mín.
Röskun
Eftir þennan lestur vaknar sú
spuming hver eigi að vera á staðn-
um. Á kannski áð ráða sálfræðing
til sáluhjálpar starfans? Eða eiga
konurnar e.t.v. að „vola“ upp við
öxhna á húsverðinum þegar álagið
er að verða þeim um megn?
Enn hefur þó ekki verið minnst
á það sem mestu máli skiptir en
það er röskunin sem þessar upp-
sagnir hafa í for með sér á lif
margra þessara kvenna.
Þær hafa sumar unnið þessi störf
fyrir bæjarfélagið í 15-30 ár, flestar
í 10 ár eða lengur. Það er ekki ver-
ið að meta þetta við þær! Að vísu
á að reyna að útvega þeim sem
verið er að hafna einhverja aðra
vinnu en það breytir ekki þvi að
þetta er leiðindamál og skammar-
lega að farið og þeim mun leiðin-
legra sem Kópavogur hefur haft
fremur gott orð á sér í sambandi
við mannlega þáttinn. Á ég þá við
aðbúnað aldraðra í bænum, heimil-
isþjónustuna o.fl.
í staðinn fyrir að standa þétt sam-
an og bjóða þeim birginn sem ráð-
ast að Kjörum okkar og sýna þeim
htilsvirðingu og halda að þeir kom-
ist upp með það: „þær jaftii sig bara
á þessu með tímanum“, verðum við
að beijast sjálfar, ekki gera stéttar-
félögin það fyrir okkur nema síður
sé.
Ræstingakonur og gangaverðir í
gmnnskólum Kópavogs, sýnum nú
einu sinni samstöðu og göngum
allar út þegar uppsagnarfresti lýk-
ur. E.t.v. langar bæjarstjómina og
skólafulltrúann th að ræsta eftir
nýja óþrifnaðarkerfinu. Hver veit?
Erla Bergmann
„Það er mjög mikil lítilsvirðing sem
ræstingakonum og gangavörðum er
sýnd með þessum vinnubrögðum öll-
um. Það er verið að taka upp hálfgert
þrælahald með sálfræðilegu ívafi.“