Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1988, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1988, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1988. 13 Lesendur Aldrei framar „strákarnir okkar“? Handboltaskuldir: Hneykslanleg ummæli Hreinlætis- tækjahreinsun Hreinsa kísil og önnur óhreinindi af hreinlætis- tækjum og blöndunartækjum. Sértilboð á stykkjafjölda. Fljót og góð þjónusta. Verkpantanir daglega milli kl. 1 og 6 í síma 985-28152. Hreinsir hf. Nauðungaruppboð annað og síðara, sem auglýst var i 75., 89. og 93. tbl. Lögbirtingablaðsins 1988, á fasteigninni sumarbústað í landi Ölvaldsstaða, Borgarhreppi, þingl. eign Finnboga G. Kjeld, fer fram að kröfu oddvita Borgarhrepps á skrif- stofu embættisins mánudaginn 21. nóv. nk. kl. 10.00. _______________Sýslumaður Mýra- og Borgarfjarðarsýslu Handboltaunnandi hringdi: Ég vil lýsa undrun minni á orðum Sigurðar Tómassonar, fulltrúa Fé- lags 1. deildar í handboltaleik, í síð- degisfréttum rásar 2 sl. miövikudag. Þar sagði Sigurður með þjósti að þeir handboltamenn skulduðu almenn- ingi ekki neitt, heldur þvert á móti skuldaði almenningur þeim - og það ekki lítið! Þessi ummæh finnst mér hneyksl- anleg. Þessir menn eru vart búnir að sleppa orðunum „styrkið strák- ana okkar“, „kaupiö happdrættis- miða“, „kaupið boltabrauð", „kaupið plötuna", - kaupið þetta, kaupið hitt. Maður hefur svo sem styrkt strákana og af einlægni og ég held að almenn- ingur hafi yfirleitt verið tilbúinn að koma til móts við þá í hvívetna. Það er staðreynd. En bíðum við. - Hvaö fáum við í staðinn? - Skítkast, skammir og ein- tómt vanþakklæti! Þess vegna þykja mér ummæli eins og þau sem t.d. Sigurður Tómasson lætur frá sér fara vera óskammfeilni af hæstu gráðu. Við vorum samankomnir nokkrir vinnufélagar er við heyröum um- mælin í útvarpinu og vorum allir sammála um að ef ekki yrði beðist afsökunar á þeim þegar í stað þá myndum við aldrei, aldrei styrkja „strákana okkar“ framar. - Aldrei. Opið bréf til utanríkisráðherra: Skammarleg afstaða Sveinn Rúnar Hauksson læknir skrif- ar: í bráðum eitt ár hefur heimsbyggð- in mátt horfa upp á grimmdarverk Ísraelsríkis á herteknu svæðunum í Palestínu. Dag eftir dag hafa fréttirn- ar haldið áfram aö berast, þrátt fyrir ritskoðum ísraelsku herstjórnarinn- ar; 13 ára stúlka skotin til bana í gær, sjö ára drengur drepinn í dag, - þrír palestínskir unghngar féhu í morgun... Það heitir ekki morð ef fórnarlömbin eru palestínskt fólk. Harðorð mótmæh hafa verið höfö uppi hvarvetna í heiminum og al- þjóðasamtök, þ.á m. Sameinuðu þjóðirnar hafa tekið þátt í þeim. Und- ir forystu Steingríms Hermannsson- ar sem utanríkisráðherra tóku ís- lendingar þátt í þessum sjálfsögðu mótmælum. - En nú bregður svo við þegar „vinstri stjórn“ er tekin við að þú, Jón Baldvin, sem mátt vafalaust ekkert aumt sjá, treystir þér ekki til að lyfta litla fingri til varnar þeim lítilmagna sem verður enn og aftur fyrir barðinu á ofbeldi og kúgun í heimalandi sínu, Palestínu. Meðan utanríkismálin voru í hönd- um Steingríms Hermannssonar fór að rofa til og viðleitni sýnd í átt til sjálfstæðrar utanríkisstefnu. íslend- ingar þurftu ekki að vera jafnlúpu- legir og áður á mannamótum um al- þjóðamál. Það var eins og sæist fyrir endann á aftaníossahættinum gagnvart Bandaríkjastjórn. Nú leitar í gamla farið á ný. Aftur þurfa íslendingar aö fara með veggjum á vettvangi S.Þ. og víðar - af skömm. SUPER-SUGAN EIN VÉL FYRIR VATN OG RYK 26 lítra, kr. 11.834 43 litra, kr. 15.207 51 lítra, kr. 19.190 & yvvO Að undanförnu hefur margt ver- ið rætt og ritað um kaplamjólk. í Lífsstíl á morgun fjöllum við um kaplamjólkfrá heilsufarslegu sjónarmiði. í Sovétríkjunum og Austur-Þýskalandi er kaplamjólk notuð sem heilsudrykkur og er talin hafa góð áhrif. Efnasam- setning kaplamjólkur er mjög svipuð og móðurmjólkur, sæt og fitulítil. Áður fyrr var börnum gefin kaplamjólk í staðinn fyrir móðurmjólk og segjum við frá einu slíku tilfelli. Starfsemi ýmiss konar sértrúarhópa og söfnuða hefur mjög vaxið fiskur um hrygg á undanförnum árum. Afsprengi þessa vaxandi áhuga eru samtök sem heita Þrídrangur og eru að sögn forráðamanna nokkurs konar regnhlífasamtök sem eink- um leggja áherslu á heildrænan lífsstíl. Rætt er við Hartmann Bragason, einn af forráðamönnum Þrídrangs, umstefnu samtakanna og viðhorf þeirra til kristinnar kirkju og vísinda almennt. Þá er rætt við sr. Gunnar Kristjánsson á Reynivöllum í Kjós um hans álit á þessum breyttu áhersl- um í trúarlífi íslendinga. Sjá nánar í Lífs- stíl á miðvikudag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.