Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1988, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1988.
7
Fréttir
Hafskipsmálið á rekspöl:
Sextán mönnum
birt ákæra í gær
Jónatan Þórmundsson, sérskip-
aður ríkissaksóknari í málum er
tengjast gjaldþroti Hafskips hf.,
hefur gefið út ákæru á hendur 16
einstaklingum. Af fyrrverandi fyr-
irsvarsmönnum Hafskips hf. og
starfsmönnum félagsins hefur eft-
irtöldum borist ákæra:
Björgúlfi Guðmundssyni, fyrr-
verandi forstjóra, Ragnari Kjart-
anssyni, fyrrverandi stjómarform-
anni og fjármálalegum fram-
kvæmdastjóra, Páli Braga Kristj-
ánssyni, fyrrverandi fram-
kvæmdastjóra fjármálasviðs, Þórði
Hilmarssyni, fyrrverandi fram-
kvæmdastjóra áætlunardeildar,
Áma Ámasyni, fyrrverandi fjár-
málastjóra, og Sigurþóri Guð-
mundssyni, fyrrverandi aðalbók-
ara. Auk þess hefur Helga Magnús-
syni, fyrrverandi endurskoðanda
Hafskips hf„ borist ákæra.
Þrír fyrrverandi bankastjórum
Útvegsbankans hefur borist ákæra:
Ólafur Helgason, Láms Jónsson og
Haildór Guðbjamason. Auk þess
hefur fyrrverandi aðstoðarbanka-
stjóra, Axel Kristjánssyni, og fyrr-
verandi endurskoöanda, Inga R.
Jóhannssyni, verið birt ákæra í
málinu.
Loks hefur fyrrverandi bankar-
áðsmönnum Útvegsbankans verið
birt ákæra í málinu:
Valdimar Indriðasyni (D), fyrrver-
andi formanni bankaráösins,
Kristmanni Karlssyni (D), Garðari
Sigurðssyni (G) og Arinbimi Krist-
inssyni (A). Hefur sérskipaður rík-
issaksóknari með bréfi til forseta
efri defidar Alþingis leitað sam-
þykkis þingdeildarinnar til máls-
höfðunar á hendur fimmta fyrrver-
andi bankaráðsmanni Útvegsbank-
ans, Jóhanni Einvarðssyni (B), sem
nú á sæti í efri deild Alþingis.
Þrír bankastjórar, sem Hallvarð-
ur Einvarðsson ákærði í málinu,
þeir Ármann Jcikobsson, Bjarni
Guðbjömsson og Jónas Jónasson
Rafnar, hafa ekki orðið fyrir ákæm
nú. Átta menn, sem ekki hafa fyrr
verið ákærðir, hafa bæst í hóp
þeirra ákærðu en það eru hinir 4
bankaráðsmenn Útvegsbankans,
endurskoðandi hans og þrír starfs-
menn Hafskips, þeir Ámi, Þórður
og Sigþór. Ef Jóhann Einvarðsson
verður sviptur þinghelgi verður
hann sá níundi sem ekki hefur ver-
ið ákærður fyrr í málinu.
Hefur málinu nú verið visað til
dómsmeðferðar við Sakadóm
Reykjavíkur og mun Jónatan Þór-
mundsson, sérskipaður ríkissak-
sóknari, annast sókn málsins fyrir
dómstólum.
Gunnlaugur Briem yfirsakadórn-
ari mun skipa þrjá dómara í málinu
þar af einn formann. Að þeirri skip-
an lokinni mun ljóst veröa hvenær
málið verður þingfest í sakadómi.
-hlh
Ragnar Kjartansson, fyrrverandi stjómarformaöur:
Hafsjór milli
ákæru og
fallins dóms
— léttír eftir þriggja ára gíslingu
„Þaö kann að vera þversögn í því
þegar ég segi að mér sé raikill léttir
að málið skuh vera komið á þetta
stig eftir allan þann drátt sem veriö
hefur. Það má segja að viö höfum
verið í nokkurs konar gíslingu í
þijú ár aö bíöa eftir ákærunni,"
sagði Ragnar Kjartansson, fyrrver-
andi stjómarformaður ogfjármála-
legur framkvæmdastjóri Hafskips
hf„ við DV stuttu eftir að honum
hafði verið birt ákæra i Hafskips-
málinu í gær.
Sagðist Ragnar hafa átt von á aö
Jónatan Þórmundsson sópaði
verulegum hluta málsins út af
borðinu og sagði ýmsar breytingar
vera frá ákæm Hallvarðs Ein-
varðssonar.
„Það er vert að vekja athygli á
að þetta er eins og að búa við réttar-
farslegt lottó eða rússneska rúl-
lettu. Hallvarður ákærir 11 menn,
3 af þeim detta út en 9 bætast við.
f fyrri ákæru vorum við ákærðir
fyrir fölsun á reikningum félagsins
þar sem skipin væm ofmetin á
130-140 mfiljónir. Nú er sagt aö þau
hafa verið ofmetin á 40 milljónir.
Ég átta mig ekkert á hvaöa forsend-
ur em þar að baki. Ég get líka nefnt
að í ákæru Hallvarðs fékk ég 148
fjárdráttarupphæðir en nú eru þær
orðnar 12. Það nemur um 10 pró-
sentiun af þeirri innstæðu sem ég
taldi mig hafa átt inni hjá félaginu.“
Ragnar sagðist annars eiga eftir
að átta sig betur á innihaldi ákæ-
runnar og ráðfæra sig við lögfræð-
ing sinn. Þetta væru hans fyrstu
viðbrögð.
„Mér kemur mest á óvart að ekki
virðist vera gerður greinarmunur
á góðri trú og vísvitandi rangfærsl-
um. Ég hélt að þetta væm undir-
stöðuatriði í refsilöggjöfimú. Eins
velti ég fyrir mér að ef fyrirtækið
er visvitandi að biekkja Útvegs-
bankann hvers vegna veriö sé að
ákæra bankaráð og bankastjóra.
Þetta er frekar akademískt hjá
honum Jónatani og ég vísa í þvi
sambandi til þeirra ummæla hans
að þetta séu jú bara ákærur. Þaö
sé hafsjór á milli ákæm fallins
dóms.“ -hlh
Mynd frá athafnasvæði Hafskips hf. í austurhluta Reykjavíkurhafnar, tekin 1982 þegar allt lék í lyndi og forráða-
menn félagsins höfðu ekki ástæðu til annars en vera stórhuga. DV-mynd GVA
Jón Magnússon lögmaður:
Hneyksli ef ríkissaksóknari heldur stöðu sinni
„Þið ættuð að snúa ykkur að því
af hverju dómsmálaráðherra krefst
ekki afsagnar Hallvarðar Einvarðs-
sonar. Þaö liggur fyrir að hann gríp-
ur til fruntalegra rannsóknaraðferða
og það liggur fyrir að bróðir hans er
ákærður. Maðurinn hefur mjög mis-
farið með það umboð sem honum var.
falið. Hann gegnir viðkvæmasta
embættinu innan réttarkerfisins þar
sem hann er opinber ákærandi. Mér
finnst það meiriháttar hneyksli ef
þessi maður á að halda stöðu sinni,“
sagði Jón Magnússon, lögmaður og
verjandi Ragnars Kjartanssonar, viö
DV.
„Þetta er aðalmálið í dag. Ætlar
dómsmálaráðherra virkilega að líða
það hneyksh að þessi maður haldi
áfram stöðu sinni?“
-hlh
Eflir þrjú ar frá gjaldþroti Hafskips:
Lokakaflinn hafinn nteð birtingu ákæra
Með ákærum þeim sem Jónatan
Þórmundsson, sérskipaður ríkissak-
sóknari í málum er tengjast gjald-
þroti Hafskips hf„ hefur máhð kom-
ist á rekspöl en tæp þrjú ár eru liðin
frá gjaldþroti Hafskips í desember
1985.
Rannsókn Rannsóknarlögreglu
ríkisins á Hafskipsmálinu hófst í maí
1986 þegar sex af æðstu yfirmönnum
Hafskips voru handteknir, sá sjöundi
stuttu seinna, og úrskurðaðir í
gæsluvarðhald. Voru sjömenning-
amir þá grunaðir um auðgunarbrot,
sKjalafals, rangan framburð og eyð-
ingu sönnunargagna.
Var gjaldþrot Hafskips kallað
gjaldþrot aldarinnar þar sem rétt
innan við milljarður fór í súginn.
Útvegsbankinn hafði lengi haldið
Hafskipi gangandi með lánafyrir-
greiðslum og þegar upp var staðið
var talið að bankinn heföi tapað um
600 milljónum á viðskiptum sínum
við Hafskip. Lánveitingar bankans
áttu að hafa grundvallast á upplýs-
ingum um stöðu fyrirtækisins frá
forsvarsmönnum þess en síðar kom
í ljós að lánsgrundvöllurinn var ekki
eins traustur og menn höföu ætlað.
Voru Hafskipsmenn sakaðir um
blekkingar í garð bankans, auk veru-
legs tjármálasukks í rekstri fyrir-
tækisins er birtist í ýmsum myndum.
Albert Guðmundsson, fyrrverandi
ráðherra, var stjómarformaður í
Hafskipi frá 1979 til 1983 og formaður
bankaráðs Útvegsbankans frá 1981
til 1983 þegar hann varð ráðherra.
Tengdist hann óhjákvæmilega mál-
inu náið vegna formennsku í báðum
stjórnum á nær sama tíma. Angar
af Hafskipsmálinu em síðan fyrir-
greiöslur hans fyrir Guðmund J.
Guðmundsson, er komu af stað mikl-
um styr á sínum tima, og Hallvarð
Einvarðsson.
Hallvarður Einvarðsson stjórnaði
rannsókn málsins framan af sem
rannsóknarlögreglustjóri. Hallvarð-
ur varð síðar ríkissaksóknari og fékk
því það hlutverk að birta ákærur í
málinu. Það gerði hann á miðju síð-
asta ári og kom þá strax fram krafa
um frávísun ákæranna af hálfu lög-
manna ákærðu og krafa þess efnis
að Hallvarður Einvarðsson væri
vanhæfur sem ríkissaksóknari í mál-
inu. Þótti Hallvarður tengjast málinu
á ýmsa vegu er ekki þótti tryggja
óhlutdrægni. Haföi hann stjórnað
rannsókn þess í fyrstu og þegið lána-
fyrirgreiðslu fyrir milligöngu Al-
berts Guðmundssonar. Var Hall-
varður dæmdur vanhæfur í saka-
dómi og í hæstarétti og þá vegna
þess að bróðir hans, Jóhann Ein-
varðsson, sat í bankaráði Útvegs-
bankans og ekki þótti tryggt að óhlut-
drægni yrði gætt vegna þess. Var
ákæmm Hallvarðs í málinu vísað
frá.
I ágúst á síðasta ári skipar dóms-
málaráðherra síðan Jónatan Þór-
mundsson sem sérstakan saksókn-
ara í Hafskipsmálinu. Sagði hann við
upphaf starfs síns sem slíkur að fyrri
rannsókn yrði öll endurmetin og þá
sérstaklega þeir þættir málsins er
tengdust áætlana- og reikningagerð
skipafélagsins og mati á skipum og
eignum. Fyrir rúmu ári hófst rann-
sókn Rannsóknarlögreglunnar á
málinu að beiðni Jónatans. Var talað
við alla aðila á ný og fleiri en í fyrri
rannsókn. Hefur Jónatan haft
Tryggva Gunnarsson lögmann sem
aðstoðarmann og aðstöðu í húsnæði
Þjóðskjalasafnsins í gömlu Mjólkur-
stöðinni. -hlh