Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1988, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1988, Qupperneq 13
ÞRIÐjUDAGUR íá. ‘Ö^Éffi&ffi ^8. sr 13 Ó, minn ástkæri, ylhýri seggur Viö íslendingar eigum allmarga rithöfunda sem fást við aö skrifa barnabækur. Sömuleiðis eigum við myndlistarmenn, semað taka að sér að skreyta þessar bækur, þótt sá hópur mætti að skaðlausu vera stærri. Og síðast en ekki síst eru hér nokkrir guðs útvaldir sem hlutu svo ríkulega vöggugjöf aö þeir eru færir um að skrifa skemmtilegar sögur fyrir börn og myndskreyta þær sjálf- ir. Kuggur, sögupersóna hennar, er litlum börnum að góðu kunnur síðan hann birtist á skjánum fyrir nokkr- um árum ásamt þeim Málfríði, mömmu hennar, og fleiri félögum. í fyrra kom út bókin Kuggur og fleiri fyrirbæri og nú hefur Sigrún sent frá sér bókina KUGGUR TIL SJÁVAR OG SVEITA. í þessari bók eru fjórar sögur af Kugg, Mosa og mæðgunum. Sögurn- ar heita Blómkál, Geimferð, Útilega og Sjóferð. í öllum sögunum er mikið að ger- ast. Sigrún hefur lag á að koma les- endum á óvart með frumlegri kímni. í sögunni Blómkál dettur mæðgun- um til dæmis í hug að sá blýöntum um leið og þær sá blómkáh, gulrótum og fleiru. Þær vilja gjaman fá blý- antatré upp úr moldinni til þess að þær geti orðið sjálfum sér nægar um blýanta. Raunar eru öll uppátæki þeirra mæðgna brosleg miðað við aldur þeirra og væri sannarlega ekki ónýtt að eiga í vændum að verða jafn- hresst gamalmenni og mamma Mál- fríðar. Mæðgurnar eru skemmtilegt sam- bland af börnum og gamalmennum. Þær eru mestu æringjar og virðast í hugsunarhætti og öllum sínum til- tektum á svipuðu þroskastigi og Kuggur en málfarið er oftar við hæfi aldraðra. Þetta gefur þeim aukavídd og fyrir vikið er málið á bókinni auð- ugra en ella væri: Hverju má þetta sæta stúlka! (bls. 7) - 0, minn ástkæri, ylhýri segg- Bókmenntir Iðunn Steinsdóttir ur, segir hún og þrífur slökkvi-’ liðsmanninn... (bls. 11) Hvað skal nú til varnar vorum sóma... (bls. 16) Tja, þar komstu á mig bera, ég hef ekki hugmynd um hvað þetta er... (bls. 28) Ég er illa svikin ef þessi og þvílík orð og orðatiltæki eiga ekki eftir að festast í minni barna sem lesa bókina eða hlýða á hana enda koma þau svo eðlilega inn í framvinduna að þau verða auðskilin. Þær mæðgur eru skemmtilega lausar við nostur og smámunasemi. Það kom einu sinni sem oftar í ljós þegar mamma Málfríðar fór á mat- reiðslunámskeið og leiddist svo óskaplega að .....á meðan hinar gellurnar bjuggu til kjötbollur og slátur, smíðaði hún þennan bát.“ Mosi er lítið kríli, ákaflega ævin- týralegt, því að hann er svo sterkur að hann lætur sig til dæmis ekki muna um að sveifla geimfari út í geiminn þegar allt er komið í hönk af því að Málfríður gleymdi heima flugeldunum sem áttu að knýja það af stað. Sjálfur er Kuggur ósköp venjulegur drengur. Hann er normið sem skringilegheit hinna persón- anna speglast í. Myndir Sigrúnar, skýrar, lifandi og fyndnar, styðja ef- nið enda mun texti unninn jafnhliða myndsköpun. Kuggur til sjávar og sveita er ekki bók sem kennir börn- um að það sé gaman að liggja á spít- ala eða gott að fara til tannlæknis. Á hinn bóginn hef ég trú á að hún komi jafnt yngri sem eldri í gott skap og kyndi undir hugmyndaflugi ungra lesenda. Letur er stórt og línubil gott. Hvort tveggja, ásamt leturgerðinni, gerir að verkum að bókin er aðgengi- leg börnum sem eru byrjuð að læra' að lesa. En hún býður ekki síður upp á að foreldrar eða afi og amma lesi hana og skoði myndirnar með litlum börnum. Það er einmitt aðal góðra bóka. Þær brúa kynslóðabilið þá stund sem við setjumst niður til að njóta þeirra saman. Öll vinnsla bók- arinnar er til sóma Forlaginu sem gaf hana út. Sigrún Eldjárn - Kuggur til sjávar og sveita Útgefandi: Forlagið, 1988 29 bls. HVERVANN? 5.301.823 kr. Vinningsröðin 10. desember: X12-1X1-1X1-X1X 12 réttir = 4.413.379 kr. Enn var enginn meö 12 rétta-og því er fjórfaldur pottur núna! 11 réttir = 888.444 kr. 33 voru með 11 rétta - og fær hver í sinn hlut kr. 26.913,- ftöeins um eina helgi ARFURINN Erik Nerlöe Hún er ung og fátæk og ferðast til aldraðrar frænku sinnar til að aðstoða hana í veikindum hennar. Alveg síðan hún var barn hafði hana dreymt um að fá einhvern tíma tækifæri til þess að búa á óðalssetri. Þessir draumar hennar höfðu fengið hana til að gleyma dapurlegri og erfiðri bernsku sinni. Nú virtust óskir hennar mjög óvænt vera að rætast — en ungi maðurinn í draumum hcnnar elskar aðra ... GYILTU SKÓRNIR Else-Marie Nohr Móðir hennar var kona, sem var erfið í umgengni, og hugsaði aðeins um sjálfa sig. Og bróðir hennar var eiturlyfjasmyglari, sem eftirlýstur var af lögreglunni. Eitt kvöldið fer hún frá heimili sínu og eftir það fréttist ekkert af henni. Þegar hún sást síðast, var hún klædd hvítum hlíralausum kjól, með gula slá og var í gylltum skóm. Lögreglan er á þeirri skoðun, að henni hafi verið rænt af samtökunum, sem bróðir hennar.er í. ASTOGATÖK Sigge Stark Þær höfðu farið upp í selkofa, sem var úr alfaraleið uppi í skóginum. Þær voru dálítið óttaslegnar, því að þær höfðu frétt af því, að smyglarahópur héldi til í nágrenninu. Þær voru taugaóstyrkar, og enn meir eftir að hundur þeirra hafði fundið bakpoka falinn bak við stóran stein í skóginum. í bakpokanum var samanvafinn frakki, fjórir elgsfætur og bréfmiði, sem á var skrifað ,,Miðvikudag kl. 11". En hvað átti að gerast á miðvikudag klukkan ellefu? SKVGGSJA — BOKABVÐ OLFVCRS STEINS SF ÖRLAG AÞRÆÐIR Barbara Cartland Idona Overton hafði orðið furðu lostin, þegar hún komst' að því, að faðir hennar hafði, áður en hann var drepinn í einvígi, tekið þátt í veðmáli. Og það sem hann hafði lagt undir var húseign hans, allt sem í húsinu var — og þar með talin dóttir hans. Þetta hafði hann lagt undir í veðmáli við markgreifann af Wroxham. En vegir örlaganna eru órannsakanlegir, og þegar heitar tilfinningar leysast úr læðingi milli'tveggja per-sóna, getur hvað sem er gerst — einnig það, sem síst af öllu var hægt að láta sér detta í . ,*hug2 '.„V .V£ o* AÐEINS UM EINA HELGI Theresa Charles Morna, eldri systir Margrétar Milford, hafði tekið fyrstu ást Margrétar frá henni og gifst honum. Og síðan hafði Morna sagt við Margréti: „Gleymdu eiginmanni mínum — og komdu ekki nálægt okkur!" Þetta hafði sært Margréti mikið. Nú var Morna sjúk af einhverri dularfullri veiruveiki og gat ekki hugsað um börnin sín þrjú — og það var erfitt fyrir Margréti að neita hinni örvæntingarfullu beiðni um hjálp. Það er aðeins yfir helgina fullvissaði Margrét. - hinn góða vin sinn, Hinrik, um. Það getur nú ekki margt gerst á einni helgi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.