Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1988, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1988, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1988. Lesendur Svikin í skattamálunum: Þingmenn bregðast trausti fólks Þingmennirnir Eiður Guðnason og Jóhann Einvarðsson. - Vilja ekki hátekju- skatt af tillitssemi við sjómenn - segir bréfritari. Spumingin Hefur þú orðið var við að löggæslu í Reykjavík fari hrakandi? Álfrún E. Ágústsdóttir húsmóðir:Já, henni hefur farið aftur. Það er nauð- synlegt að veita meira fé til lögregl- unnar. Halla B. Steinsdóttir: Nei, ég hef ekki orðið vör við það. En það er út í hött aö ætla sér að spara fé við lögregluna. Sigvaldi Torfason bílstjóri: Nei, það hef ég ekki séð. En það er nauðsyn- legt að hafa öfluga lögreglu. Ingólfur Þorsteinsson bakari: Nei það held ég ekki. Ég held að þetta sé ágætt eins óg þaö er. Guðrún Birgisdóttir sölumaður: Nei, en ef það er rétt að lögreglan sé í fjár- svelti þá verður að kippa því í lag. Helgi Magnússon íþróttakennari: Já, mér finnst fréttir að undanförnu hafa sýnt að það verður að efla löggæslu í Reykjavík. Magnús Magnússon hringdi: Þaö er auðvitað alröng stjórnar- stefna og lýsir ekki mikilli hagfræöi- þekkingu að þegar illa árar skuli allt- af vera gripiö til þess hér á landi að hækka skatta. í góðu árferði er hins vegar aldrei gripið þessa heldur láta stjórnvöld þá vaða á súöum og eyða allt hvað af tekur. í árferði eins og því er nú er að skella yfir ætti hins vegar aö leggja allt kapp á að spara hjá hinu opin- bera með niðurskurði í hverjum kima en láta vera aö leggja til atlögu við almennt launafólk með skatt- píningu. Það er ekki einu sinni svo vel að nú sé minnst á „breiðu bök- in“ eða hátekjuskattinn. Hvort tveggja er gleymt og grafið. Því minnist ég á þetta að nú er ein- mitt verið að leggja drög að ein- hverjum mestu skattahækkunum sem framkvæmdar hafa verið í einu stökki. Fyrir nokkrum árum voru allir stjórnmálaflokkar því sam- þykkir að afnema t.d. tekjuskatt i áföngum af öllum almennum laun- um. Ég man ekki betur en þingmenn Alþýðuflokks hafi verið því sam- mála. - Nú er ætlunin að menn með Einar Sveinsson hringdi: Þegar maður fylgist með umræð- um um svikin í kjötvinnslunni hjá kaupmönnum og svo þeim prettum og prangi sem viðgengst hér á öllum sviðum verður mér oft hugsað til kunningja míns sem fullyrðir að við séum algjörir villimenn í viðskipt- um. - Þaö nýjasta; kaupmenn nota kreditkortanótur sem beinharðan gjaldmiðil til aö kaupa fyrir vörur - eftir að þeir sjálfir hafa „breytt“ gildistöku kortatímabilins upp á sitt eindæmi! En snúum okkur aö hakkinu. í umræðuþætti hjá Stöö 2 í gærkvöldi var mættur fulltrúi Neytendasam- takanna og fulltrúi kjötkaupmanna. Þarna var karpað fram og aftur um svo augljós sannindi, sem eru þau, að sumir kaupmenn hafa svindlað á kjöthakki með því að blanda ódýru hakki saman við það dýrasta. Þetta eru nú bara staðreyndir sem liggja á borðinu. - En eins og alltaf áður; það er enginn sekur í málinu, - nema ef vera kynni „snigillinn" í hakkavél- inni. Hann er búinn að fá aldeilis 60 þúsund krónur á mánuði verði fyrir barðinu á hækkun tekjuskatts. - Hátekjuskattur sem svo hefur oft verið nefndur er ekki inni í mynd- inni, hvað þá meira. Nú vil ég rétt huga að nokkrum atriðum sem komu mér einkennilega fyrir sjónir. í sjónvarpsviðtali fyrir gusuna, hluturinn sá, og gæti sagt fra mörgu mætti hann mæla. En hvers vegna hafa kaupmenn ekki hakkað nautið fyrst og reynt að halda dýrasta og besta hakkinu hreinu með því móti, úr því þeir nenna ekki að hafa fyrir því að hreinsa hakkavélina eins og ætti að vera skylda. Minna gerir til, þótt nautahakk fari saman við kindakjöt- iö eða svínakjötið. Það er þó ekki verið að svindla á viðskiptavinum með þeim hætti. Enginn spyr kaupmennina að þessu! Og enginn spyr þá þeirrar spurningar sem ætti þó að vera lykil- spurning; hvers vegna hreinsa þeir ekki hakkavélina, ef þeir hafa bara eina? í öllu sukkinu hér væri nú kannski ekki til of mikils mælst að kaupmenn hefðu tvær hakkavélar - úr því þeir ekki nenna að hreinsa eina vél. - Aðra eingöngu fyrir nautahakkið sem er það dýrasta og hina fyrir ann- að hakk sem síður er viðkvæmt fyrir leyfunum úr „sniglinum“ góða örfáum dögum var viötal við tvo þingmenn, þá Eið Guðnason frá Al- þýðuflokki og Jóhann Einvarðsson frá Framsóknarflokki. í þeirra mál- flutningi kom fram að það væri alveg ótækt aö fara að taka upp einhvern hátekjuskatt því þaö kæmi svo illa niöur á þeim sem hefðu tekjur í Knútur skrifar: Mér fannst mjög athygliverð grein á íþróttasíöu DV varöandi KR og 2. flokk þeirra, rituð af H.H. - Mörgum hefur þótt undarlegt þetta hungur sumra liða í leikmenn úr öðrum fé- lögum. Það er út af fyrir sig eðlilegt að taka vel á móti nýjum leikmönnum en að „liggja í“ hinum og þessum piltum, biðjandi þá að skipta um fé- lag og bjóðandi gull og græna skóga - það er einkennilegt. Þetta hefur KR gert og fleiri félög, án sýnilegs árangurs. Þeim væri Guðrún Konný Pálmadóttir skrifar: Fimmtudaginn 24. nóv. sl. var efnt til fundar í Dalasýslu um verslunar- mál. Að fundinum stóð áhugahópur kvenna úr allri sýslunni en fundar- boðið bar yfirskriftina: Er verslun í dreifbýli að leggjast niður? - Hvar verslar þú? - Þessi fundur var mjög fjölmennur og þar reifuðu menn málin frá ýmsum sjónarhornum. Þarna ræddi formaður Neytendafé- lagsins val og vanda neytenda, um kaupfélögin og undanfara þeirra, mikilvægi verslunar og þjónustu í Dölum og réttmæta viðskiptahætti. - í máli beggja kaupfélagsstjóranna í sýslunni komu fram tölulegar upp- lýsingar og bent var á þá staðreynd að bættar samgöngur og miklar breytingar á búsetu fólks á umliðn- um árum hefðu m.a. haft í för með sér verulega röskun í dreifbýlisversl- hærri kantinum! - Þetta kalla ég að bregðast trausti fólks. Þegar alþýðuflokksþingmaöurinn hafði lýst samúð sinni með sjómönn- um og varið þá fyrir hátekjuskattin- um bætti framsóknarþingmaðurinn um betur og leiörétti hinn stjórnar- þingmanninn með því að segja að það væru nú oft „ein og hálf áhöfn“ á sumum fiskiskipum svo aö hér væri nú ekki um eins miklar tekjur að ræða eins og stundum væri af látið! - En hvers vegna eru ein og hálf til tvær áhafnir á sumum skipunum? Einmitt vegna þess að aflatekjur hvers skips eru það háar að þær naegja allt að tveimur áhöfnum. Ég verð að segja eins og er að um- mæli þessara tveggja þingmanna urðu ekki til þess að auka traust mitt á þeim og þeim stjórnmálaöflum sem þeir standa fyrir. Raunar gerðu þeir sig seka um að bera brigður á yfirlýsingar flokka sinna um að halda tekjuskatti í lágmarki fyrir alla aðra en hátekjufólk. - En síst hefði maður búist við slíkum orðum frá þingmönnum þessara flokka. Það verða því varla margir til að trúa þeim eftirleiðis. sæmra að líta sér nær og byggja á þessum efnilega 2. flokki. Það er ekki annað að sjá en framtíðin sé björt hjá KR, ef á yngri flokkana er litið. Ég get nefnt til samanburðar yngri flokka ÍBV upp úr 1970. Þar léku saman strákar upp eftir öllum flokk- um og urðu Islandsmeistarar á hverju ári - stundum margir flokkar í senn. Á þessum strákum byggðist gullaldarhð Eyjamanna sem voru á toppnum í „deild og bikar" í mörg ár.- Þau félög sem byggja á sínu munu alltaf verða ofan á. un. Landið væri í raun orðið eitt markaðssvæði og verslun heföi flust í miklum mæli til Reykjavíkur. - Það væri því nauðsynlegt að skilgreina þjónustuhlutverk kaupfélaganna og átta sig á breyttum aðstæðum. Eftir góðar og merkar umræður þar sem Dalamenn reyndu að nálgast eðli vandamála sinna í verslunar- málum var samþykkt eftirfarandi: „Fundurinn lýsir áhyggjum sínum yfir þeirri þróun sem er í verslunar- málum dreifbýlisins. Fundurinn hvetur Dalamenn og aðra dreifbýlis- búa til að versla í heimahéraði og stuðla þannig að því að fjármagn og atvinna haldist í heimabyggð." Þarna var einnig samþykkt tillaga þess efnis að efnt skyldi til sérstaks fundar í Dalsýslu um landbúnaðar- mál með sjónarmið beggja aðila í huga - neytenda og framleiðenda. Hringið í síma 27022 milli kl. 10 og 12 eða skrið Hvernig væri að hlífa sniglinum og nota tvær hakkavéiar? Hakkið nautið fyrst! Leikmenn úr öörum félögum: Gull og grænir skógar Bílastæðamál Alþingis Hrafnhildur hiingdi: Varðandi ummæli Guðrúnar Helgadóttur, forseta Sameinaðs Alþingis, um að hún gæti ekki leng- ur komið á bíl sínum í vinnuna og lagt honum við dyr Alþingishúss- ins, vO ég benda á að flestir þeir sem eiga leið niöur í miðborgina á bíl þurfa að finna honum stæði. Guðrúnu skal bent á að í Kola- portinu og á svokölluðu Bakka- svæði eru ákjósánleg bflastæði fyr- ir þá sem þurfa að leggja bílum sín- um um lengri eða skemmri tíma, en þó einkum um lengri tíma. Forseti sameinaðs þings, frú Guð- rún Helgadóttir, er nú ein af okkur borgarbúum og ætti því auðveld- lega að sætta sig við þær aðstæður, sem „okkur hinum" eru búnar, og eru svipaðar og gengur og gerist í flestum borgum heims. Verslunarmál í Dölum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.