Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1988, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1988, Blaðsíða 31
ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1988. 31 Einar Már Guðmundsson. Örlagavindar Einar Már Guðmundsson er með best heppnuðu rithöfundum. Hann hefur fundið streng sem hann slær í hjörtum manna um öll Norðurlönd og nú síðast í Þýskalandi líka. Og honum hefur gengið ágætlega með sögur sínar hér á landi enda þótt stöku ritdómarar hafi stundum ekki filað sérstakan stíl sagna hans. Einar fór af stað með sérlega kraftmiklum ljóðabókum árið 1980 og síðan hafa komið eftir hann þrjár skáldsögur, sú síðasta fyrir tveimur árum, Eftir- máh regndropanna. í sögum þessum hefur hann byggt upp dularfullan strákciheim í Reykjavíkurhverfi inn með sundum þar sem svarti íþrótta- bragginn stóð einu sinni og þar sem barnaskólastjórinn heldur ótrúlega langar ræður í hvíta skólanum. Þessi veröld er full af göldrum og hinu dularfulla úr gömlum sögum og ímyndun mannanna. Og líka húmor - sem gerir gæfumuninn. Nú hefur Einar Már tekið saman smásagnasafn, Leitina að dýragarð- inum, og sem fyrr nýtur sagnagleðin sín. Sumar sögumar eru jafnvel sprottnar upp úr fyrri bókum því að sögusvið þeirra er hið sama: „Mal- bikunarvélin“ gerist í fyrrnefndu hverfi með frægu verkstæði og í sög- unni „Æðahnútar og eiturlyf ‘ á aðal- maðurinn slæmar minningar úr svarta íþróttabragganum í hverfinu sem elta hann afia leið til Kaup ' mannahafnar. „Þegar örlagavind- arnir blésu“ er tilbrigði við Eftirmála regndropanna og þar kemur m.a. fyrir berstrípuð gína meö svipuðu lagi og rakari nokkur hefur áður notað til aö laða til sín viðskipavini Hið óvænta Sögumar hér eru óhkar að efni en rauður þráður í gegnum þær ahar er hið óvænta sem kemur inn í líf einstakhnga, veldur dauða eða koll- steypir tilverunni, og bindur enda á sögumar. Stundum er fólk í nok- kurri sök sjálft, það stígur skref sem leiða augljóslega til ógæfunnar eins og þegar farandsahnn óáhtlegi, í „Sending að sunnan“, flekar á fimm mínútum glæsikvendi, verslunareig- anda og aktívista í leikfélagi úti á landi og aht fer upp í loft þegar eigin- maðurinn birtist og hrunadansinn byrjar. Oftar kemur hið óvænta þó án þess að fólkið geti þar nokkuö gert til bjargar sér. Gerðir fólksins leiða ekki nema óbeint til þess sem gerist. Þetta eru oft slys sem allir geta lent í, þó að þeir séu grandvarir eins og Jakob gamh ráðuneytisstjóri sem hefur skömm á öllu, einkum kommúnistum. Meinlætalíf hans, kommúnistahatur og fyrirhyggja á hverium hlut leiða óvænta ógæfu yfir hann í „Malbikunarvélinni". Þetta eru sögur um einstakhnga sem reyna oft mikið til -að koma böndum á thveruna og ráða yfir henni en raunveruleikinn er sjaldn- ast eins og við ætlum: „Sá sem gerir sér eitthvað í hugarlund blekkir um leið sjálfan sig.“ (bls. 211 í „Leitinni að dýragarðinum") Hægt er að finna að því að hin óvæntu endalok eru ekki ahtaf í sam- ræmi við byggingu sagnanna. Þau Bókmenntir Gísli Sigurðsson koma t.d. heldur skyndilega (jafnvel bara th að ljúka sögunni) inn í „Au- strið er rautt“ sem er að öðru leyti ágæt saga um nokkuð klappaðan stein (róttækir menn úr höfuðborg- inni fara og boða verkalýðnum úti á landi byltingu en drekka mest brennivín og hugsa um stelpur). í öðrum sögum eins og „Æðahnútar og eiturlyf ‘ og í sögunni um örlaga- vindana eru lokin miklu skemmti- legar undirbyggð og betur felld að því sem á undan er komiö þannig að hið óvænta hefur meiri áhrif. Óleyst vandamál í sögu um garðyrkjumenn eru aðr- ar pælingar í gangi. Þar taka bændur með djúpar rætur á sögufrægum stað sig upp vegna þess að þeir geta ekki lengur séð sér farborða. Þeir fara til höfuðborgarinnar að vinna við garð- yrkju sem er nokkuð fínleg iðja fyrir grófa bændur sem hafa jafnan haft htið áht á garðrækt. Þeir fá þannig vinnu við að koma snyrtilega inn- pakkaðri sveitastemmningu upp að húsum borgarbúa en í staðinn fer gamah fræðagrúskari úr borginni á sveitasetrið og kemst í samband við fortíðina sem gengur þar aftur. Af þessu hlýtur hann nokkurn frama og athygli útlendinga sem telja hann vera fortíðarmann - sem hann er ekki nema af lærdómi sínum. Jafnvel mætti leggja þessa sögu út sem sam- anburð ólíkra verðmæta, efnalegra og andlegra gæða og hversu undar- legt það er að hlutirnir þurfa alltaf fyrst að komast í fortíðina og deyja th að fá athygli manna. Lokasagan, „Leitin að dýragarðin- um“, er með enn öðrum hætti. Hún hefst á vínbúgarði i Frakklandi, berst eftir krókóttum leiðum upp eftir Evr- ópu og endar á farfuglaheimili í Fær- eyjum - á leið til íslands. Hér koma galdrar og austurlandaspeki viö sögu; þorskastríð og innbrotafarald- ur og lesandinn veit ekki hvaða land hann hefur undir fótum. Um leið og búið er að kveða niður vandann á einum stað er hann sprottinn upp annars staðar og verður kannski aldrei leystur í eitt skipti fyrir öll. Sögumar í Leitinni að dýragarðin- um eru fjölbreytilegar. Þar er leikið á undarlegustu aðstæður fólks og okkur sýnt hvernig thveran rúllar áfram á eigin forsendum án þess að taka mið af því sem við erum að bauka th að hafa áhrif á hana. Þó eru persónur sagnanna oft allar af vhja gerðar og sumar mjög staðfastar í að stefna ákveðið að settu marki sem fjarlægist meir og meira eftir því sem lengur er barist. Þetta em yfirleitt skemmthegar sögur sem draga upp sérlega skoplegar og furðulegar að- stæður þar sem sagnagleðin nýtur sín - en undirtónamir em misjafn- lega djúpir eftir sögum. Einar Már Guðmundsson Leitin að dýragarðinum (smásögur) Almenna bókafélagið 1988 Gísli Sigurðsson. ________________Menning Ferskeytlan - í forsal vinda Vísa hver sem vel er gerð víða nýtur hylli, leggur upp í langa ferð landshornanna á milli. Þannig yrkir Guðrún Benónýs- dóttir í Ferskeytlunni sem Kári Tryggvason, gamalreyndur kvæðamaður og skáld, hefur tekið saman og byggir að hluta á Vísunni sem kom út fyrir tíu árum og mun löngu uppseld. Kári ritar formála að bókinni og segir: „Ljóðagerð okkar hefur tekið miklum breyt- ingum á undanfornum árum. Nútí- maljóðið er skemmtileg tilbreyting frá hinu bundna formi. Það hefur án efa auðgað bókmenntir okkar og gefið þeim nýjan svip. Þetta rýr- ir þó ekki ghdi hins eldra og bundn- ara forms. Vísan lifir og yljar þjóð- inni.“ Um sannleikann í þessum orðum - og þá ekki síst þeim síð- ustu - þarf varla að fletta nokkrum blöðum. Hver man ekki eftir spurn- ingaþáttunum Hvaö heldurðu? í sjónvarpinu á síðasta vetri, þar sem hagyrðingar reyttu af sér vís- urnar og lunginn úr þjóðinni sat uppnuminn heima í stofu og ýmist grét eða hló eftir atvikum? Hagyrð- ingarnir urðu þjóðhetjur á svip- stundu, vísurnar sentust lands- hornanna á mihi og nutu víðá hylli. Ótrúlegasta fólk hafði vísur á hraðbergi og enn ótrúlegra fólk fór að hnoða saman stöku. Formsins list Ekki er ahtaf hlaupið aö því aö setja saman vísu þótt orðatiltækið „hægara ort en gjört“ bendi til ann- ars. Þó liggur visnasmíð betur fyrir sumum en öðrum og það eru ein- mitt þessir „sumir“ sem teljast til hagyrðinga. Þetta fólk er oft miklir snillingar í meðferð þess hárfína forms sem ferskeytlan lýtur; ís- lenskir bragflokkar eru ótalmargir og hættirnir líklega enn fleiri og bragreglur svo stífar að kalla má Endurvakning ferskeytlunnar? Sveinbjörn Beinteinsson kveður rimur á popptónleikum. Bókmenntir Kjartan Árnason lögmál. Kveðskapur af þessum toga er því e.t.v. fyrst og fremst formsins list. í Ferskeytlunni eru um 170 fer- skeytlur eftir nánast jafnmarga höfunda, gömul stefogbænir, þjóð- vísur og húsgangar. Auðvitað er misjafn sauöur í svo mörgu fé sem þarna er réttað en mér er þó ekki til efs að hver vísa eigi eftir að eign- ast sinn aðdáanda í hópi væntan- legra lesara. Yrkisefnin eru oftast frá eldri tíð og svo að sjálfsögðu nokkrar hestavísur en þó kemur fyrir efni sem fehur vel inn í „um- ræðu dagsins" eins og þessi staka eftir Emelíu Sigurðardóttur: Aldrei fyrr en allar þjóðir afnám vopna hafa sett, tryggja lýðir lífs um slóðir: lög og frið og bræðrarétt. Náhendur hurðardráttur? Stundum bregður fyrir undur- þýðum ljóðrænum tóni og fallegum náttúrumyndum: Svífur már á flugi frár. Fley um bárur þýtur. Þar sem gárast glæstur sjár, guh í skárum flýtur. Segir Helgi Sveinsson í hringhendu sinni sem mjög minnir á japanska hæku i anda. Og ekki er annað að sjá en „fyndna kynslóðin" eigi þarna sinn fuhtrúa í Sigurði J. Gíslasyni: Þótt ég geri stöku stöku stöku sinni, lítt ég að því sinni sinni, sinni bara vinnu minni. Hér má velta fyrir sér hvort sé á ferðinni einhvers konar náhendur háttur, eða e.t.v. hurðardráttur - frumþrístiklaður, miðstífaður og lokþríþættur - eða gvuð má vita hvað; vísan er a.m.k. góð. Slíkur fjöldi þekktra skálda á vísur í bók- inni að ég læt eiga sig að nefna nokkurt þeirra sérstaklega - menn geta næstum verið vissir um að uppáhaldsskáldið á vísu í Fer- skeytlunni. Yrkisefnin eru, eins og áöur seg- ir, flest úr gamla tímanum og er það ekki aö undra þegar jafnvel Jón Arason á vísu í bókinni. Ferskeytl- an er alltaf soldið fornfáleg og á bara að vera þannig - fyrir mér er það hluti af öllu gamninu. Að lokum stenst ég ekki þá freist- ingu að láta fljóta með eina utan- bókarvísu þar sem gamalli sveita- sælu lýstur saman við tölvutækni nútímans; vísan mun ort í inn- blásturskasti eftir lestur Ferskeytl- unnar: Áður bjó við jarm og baul bergði á mjólk með börðum fiski. Sit nú einn við garnagaul - gleymdur inná hörðum diski... Ferskeytlan. Visur og stef frá ýmsum timum. 174 bls. Kári Tryggvason valdi. Almenna bókaféiagið 1988. Kjartan Árnason JÓLATILBOÐ ISELCO SF. Skeifunni lld - sími: 686466 Endurhlaðanleg borvél RDD- 10W Endurhlaðanleg skrúfvél í tösku m/fylgihlutum m/söluskatti Rafhlaða og hleðslutæki fylgja með

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.