Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1988, Qupperneq 36

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1988, Qupperneq 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1988. Andlát Eyjólfur Jónsson lést á Hrafnistu í Reykjavík mánudaginn 12. desem- ber. Guðrún Andrésdóttir frá Minna-Hofi lést á Heilsuverndarstöðinni laugar- daginn 10. desember. Frú Kristbjörg Vilhjálmsson yfir- kennari, Kaupmannahöfn, lést þann 8. desember sl. Ingibjörg Jóna Guðlaugsdóttir, Nóa- túni 24, andaðist í Borgarspítalanum að kvöldi 9. desember. Þorsteinn Brynjólfur Pétursson, bóndi, Ytra-Felli, Dalasýslu, lést sunnudaginn 11. desember. Jarðarfarir Sæmundur L. Jóhannesson stýri- maður lést 8. desember. Hann fædd- ist að Vaðli á Barðaströnd 26. sept- ember árið 1908. Hann útskrifaðist sem stýrimaður frá Stýrimannaskól- anum 1939. Síðan hóf hann störf á togurum og var lengst af á togaran- . 'im Gylfa frá Patreksfirði. Árið 1949 fluttist hann til Hafnarfiaröar þar sem hann átti heima til æviloka. Hann var á sjó fyrstu árin eftir að hann fluttist suður en hóf síðan störf við vélgæslu í Áburðarverksmiðju ríkisins í Gufunesi þar sem hann starfaði síðan uns hann hætti vegna aldurs. Eftirlifandi eiginkona hans er Sigurveig Guðmundsdóttir. Þeim hjónum varð sjö bajna auðið og eru sex þeirra á lífi. Utför Sæmundar verður gerð frá Hafnarfiarðarkirkju í dag kl. 15. Minningarathöfn um Margréti Árna- dóttur frá Gunnarsstöðum, Hring- braut 91, fer fram í Dómkirkjunni fimmtudaginn 15. desember kl. 13.30. Ingigerður Guðbjörg Guðlaugsdóttir, Heiðarvegi 5, Selfossi, lést á hjúkr- unarheimilinu Ljósheimum 4. des- ember. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Minningarathöfn um Jónínu Ás- mundsdóttur frá Vífilsnesi, Háagerði 59, Reykjavík, verður í Bústaða- kirkju í dag, þriðjudaginn 13. desem- ber, kl. 15. Jarðsett verður frá Kirkjubæjarkirkju í Hróarstungu fimmtudaginn 15. desemberkl. 13.30. Guðmundína Bjarnadóttir, Háteigs- vegi 22, verður jarðsungin frá Foss- vogskirkju miðvikudaginn 14. des- ember kl. 15. Tilkyimingar U SK Lfl 11 BtAO U»» MÁUfNi f*ftAW<A Fallaskil Út er komiö blaðið Fallaskil er fiallar um líf og störf fatlaðra. Ritið er gefiö út af Öryrkjabandalagi íslands og Þroska- hjálp. Fallaskil er fjörtíu síður, gefið út í 75.000 eintökum og er borið út af Pósti og síma inn á öll heimili landsins. Meðal efnis í blaðinu eru viðtöl við fatlaða unt líf þeirra og störf, auk viðtala við aðila sem fialla um málefni fatlaðra. Nauðungaruppboð þriðja og síðasta á eftirtöldum fasteignum: Hringbraut 119, íb. 0410, talinn eig. Ásdís Magnúsdóttir, fer fram á eign- inni sjálfri fimmtud. 15. des. ’88 kl. 15.30. Uppboðsbeiðendur eru Jón Ing- ólfsson hdl., Gjaldheimtan í Reykja- vík, Ólaíúr Gústafsson hrl., Veðdeild Landsbanka Islands, Ásgeir Thorodd- sen hdl., Ragnar Aðalsteinsson hrl. og Hallgrímur B. Geirsson hrl. Iðufell 6, 4.t.h., þingl. eig. Hafdís Sveinsdóttir, fer fram á eigninni sjálfri fimmtud. 15. des. ’88 kl. 15.00. Upp- boðsbeiðendur eru Ævar Guðmunds- son hdl. og Veðdeild Landsbanka ís- lands. Kringlan 8-12, hluti nr. 238, talinn eig. Asgeir Ebenezersson, fer fram á eigninni sjálfri fimmtud. 15. des. ’88 kl. 16.30. Uppboðsbeiðandi er Helgi V. Jónsson hrl. borgarfógetaembæ™ í REYKJAVÍK Gullbrá-ný snyrti- og gjafavöruverslun Gullbrá heitir ný snyrti- og gjafavöru- verslun að Nóatúni 17 sem opnuð var hinn 1. des. sl. Þar eru á boðstólum snyrti- og gjafavörur og eru eigendur Rut Árna- dóttir og Guðlaug Guðmundsdóttir sem undanfarin 18 ár hefur starfaö í snyrti- vöruverslun í Glæsibæ. í Gullbrá eru til sölu öll helstu snyrtivörumerki, svo sem Clarins, Estée Lauder, Lancome, Ellen Betrix og að auki úrval franskra skart- gripa, hálsklúta og baðsloppa sem ein- ungis fást í Gullbrá. í versluninni verður veitt persónuleg ráðgjöf við förðun og val á húðsnyrtivörum. Fundir Jólafundur ITC Melkorku verður haldinn í Gerðubergi miðviku- daginn 14. desember kl. 20. Jóladagskrá og kvöldverður. Tilkynnið um forföll og gesti til Sigríðar, s. 681753, eða Guðrúnar, S. 46751. ITC-deildin Irpa heldur jóla- og gestafund í kvöld, 13. des- ember, kl. 20.30 að Brautarholti 30. Sér- stakir gestir á fundinum eru leikhópur- inn Perlan. Nánari upplýsingar gefa Anna, s. 44431, Hjördís, s. 28996, og Krist- ín, s. 74884. Merming Jól fyrir austan Kristín Steinsdóttir fékk íslensku barnabókaverðlaunin fyrir söguna Franskbrauð með sultu árið 1987 og bókin Fallin spýta, sem nú kem- ur út, er sjálfstætt framhald franskbrauðsins. Ég hef ekki lesið Franskbrauð með sultu en hef það til marks um ágæti þeirrar bókar að ungi leshringurinn á heimili mínu pantaði framhaldið strax og af því fréttist og er allur búinn að gleypa nýju bókina í sig og senda hana á flakk til vinkvennanna. Og víst er það að nýja bókin er hress og fiörlega skrifuð með fullt af skemmtilegum krökkum sem kunna að njóta lífsins. Aðalsögu- hetjan er Guðbjörg María Stefáns- dóttir, í daglegu tali kölluð Lilla. Hún er í 4. bekk. Mamma hennar rekur hárgreiðslustofu i forstofu- herberginu og pabbi hennar er læknir. Lilla á tvö yngri systkini sem eru tvíburar. Það gerist að for- eldrar Lillu fara í nokkurra mán- aða frekari námsdvöl til Ameríku og börnunum er komið fyrir á með- an - Lilla á t.d. að fara til Bellu frænku sinnar. En það tekur Lilla ekki í mál og á úrræðagóðan hátt tekst henni að koma hlutunum þannig fyrir að hún fær að fara til föðurafa síns og ömmu til Aust- fiarða, þ.e. á söguslóðir fransk- brauðsins. Það er vetur og nóg er af snjónum og nóg af alls konar krökkum, þægum og óþægum, hrekkjusvínum og trúnaöarvin- konum. Þarna eru líka dularfull ljós í hlíðum, jafnvel huldufólk, ekta afi og amma og bréf og pakkar frá mömmu og pabba í Ameríku. Lilla kynnist öðrum og sjálfum sér í gegnum ýmis atvik á staðnum. Gamaldags jól Sagan gerist áriö 1955 - en hvað margt hefur breyst! Auðvitað er ekkert sjónvarp til að hanga yfir heldur leika krakkarnir sér sht- endalaust að því sem hendi er næst, þau fara í „fallin spýta“ eða í úti- legumannaleik eða segja drauga- Kristín Steinsdóttir Bókmenntir Magdalena Schram sögur, renna sér á sleðum eða fara í snjókast. Og það koma jól með hreingerningum og laufabrauðs- bakstri og jólaballi og þá er spilað púkk og drukkið heitt súkkulaði. Skuggar tilverunnar eru þarna hka; gamli maðurinn sem deyr þar sem hann er á rjúpnaskyttiríi - at- burður sem leiðir huga Lillu frá gleðileikjum barnanna - söknuður- inn eftir mömmu og pabba - Rikka sem er fátækari en hinir krakkarn- ir og á dálítið undir högg að sækja. Bókin bregst við slíku ótrúlega líkt og barnshugurinn kann að gera - af skhningi á því að shkur er gang- ur lífsins og án þess að gera sér mikla rellu út af hlutunum heldur vinnur úr þeim af bjartsýni og lífs- gleði. Atburðum, svo og leikjum krakk- anna „í gamla daga“, er lýst af ein- lægri kæti og alveg án þessa yfir- lætistóns sem stundum verður vart í slíkum lýsingum, nfl. að flest hafi nú verið betra og hohara í dentid á meðan allt var svo fábrotið og tæknisnautt! Gamaldags jólum ömmu og afa er t.d. alls ekki léð nein shk rómantísk hula. Frásögn- inn er gáskafuh og saklaus og nær vel eyrum ungra lesenda sem enda vilja alls ekki láta skrifa niður til sín. Heilbrigð og vandræðalaus Mikhl fiöldi alls konar fólks, ungs og aldins, kemur við söguna og er hver persóna makalaust skýr þrátt fyrir mergðina og auðvelt að átta sig á þeim. Lhla er heilbrigð og vandræðalaus stelpa, í heilbrigðum heimi, fer sínu fram án frekju og óhemjugangs þótt pabbinn láti einu sinni í það skína eins og pöbbum og mömmum er nú svo sem tamt þær stundir er blessuð börnin „þykjast" eiga sinn rétt! Réttur krakkanna er ótvíræður í þessari bók og að hennar mati fremur ástæða til að vera stolt af hug- myndaauðgi og ákveðni barna en hitt, kannski er það líka það sem gerir Kristínu Steinsdóttur svo vin- sælan barnabókahöfund. Les- andinn hefur það á tilfinningunni að hún standi hans (reyndar væri betra að geta hér sagt hennar en málfræðireglurnar banna mér það) megin. Brian Phkington hefur gert nokkrar afar fiörlegar og lipurt teiknaðar myndir og séð um kápu bókarinnar. Þetta er bók sem gam- an er að mæla með fyrir krakka - e.t.v. helst þá sem eru jafnaldrar Lillu (10-11 ára) en þó held ég að öll börn fram á gelgjuskeið muni geta notið hennar vel. Kristín Steinsdóttir Fallin spýta 114 bls. Vaka-Helgafell Rvk 1988 MS Sagnameistari að austan Þær eru orðnar margar byggð- irnar, sem áður þóttu svo eftir- sóknarverðar til búsetu, að mörg- um þótti helsti þrqngt fyrir dyrum, en nú standa eftir að mestu eyddar af mannfólki. Ein slíkra byggða er Mjóafiörður eystra. Fyrir hundrað árum, og næstu áratugina, voru þarna byggða- hvirfingar og þorp, sem mynduðu umgerð um fiölskrúðugt mannlíf, runnið af innstu rótum landsins en þó með alþjóðlegu ívafi öðrum þræði á ýmsum tímabhum. Vilhjálmur Hjálmarsson, fv. al- þingismaður og ráðherra, hefur tekið sér fyrir hendur að varðveita frá glötun sögubrot um það líf, sem þarna var lifað og er nú ekki leng- ur. í fyrra sendi hann frá sér Mjó- firðingasögur I og nú sendir hann frá sér annað bindi, mikið verk, nær 500 blaðsíður að stærð, ríku- lega skreytt að myndum. I fyrra bindinu fiallaði Vilhjálm- ur aðallega um forfeður sína svo og atvinnuhætti í Mjóafirði beggja vegna aldamóta. í þessu bindi hefst Vhhjálmur handa um ritun byggð- arsögunnar og er þó ekki nema hálf sagan sögð í bókarlok, svo að enn mun framhalds von um byggð- ina norðan fiarðarins. Efnið skiptist annars þannig að fyrst er kafli er nefnist Suður- byggjaþáttur og fiallar um býhn sunnan fiarðar, lýsir bújörðum og landsnytjum og birtir bændaskrár hverrar jarðar allt aftur th mann- Vilhjálmur Hjálmarsson. Bókmermtir Ólafur Hannibalsson talsins 1703. Aftasti kafli bókarinn- ar gerir jörðum í landi Fjarðar sömu skil. Á milli þessara þátta eru tvö mihisph. í hinu fyrra er síld- veiðum og hvalveiðum Norðmanna á þessum slóðum gerð býsna góð skh. Og í hinu síðara er að finna allítarlega frásögn um ævi og störf þess sérkennilega og fyrrum þjóð- kunna gáfumanns, Sveins í Firði. Kveikir líf Vilhjálmur er mikhl sagnameist- ari. Það kviknar líf í þessum eyddu byggðum undan fingrum hans og hann leiðir ljósUfandi fram á sviðið hverja persónuna af annarri og dregur upp skaphöfn og karakter í örfáum dráttum með frásögn af athöfn eða atviki eða snjöUu til- svari sem fest hefur í minni manna. Frásögn hans er kjarnmikil og fiör- leg, þannig að jafnvel bláókunnug- um manni leiðist ekki lesturinn og hlýtur þá þeim fiölmörgu, sem þarna þekkja th eða eiga ættir að rekja til þessara slóða, að þykja meira en Utill fengur að þessari bók Vilhjálms. í upphafi bókarinnar er birt á- gætt kort af sögusviðinu og hún er eins og áður segir ríkulega prýdd myndum, sem færa bæði fólk og sögusvið nær lesandanum. Aftast er ítarleg nafnaskrá, sem gerir hana mjög aðgengilega fyrir le- sanda, sem fletta vih upp á ein- hverjum fróðleiksmola, þegar svo ber undir og allt er form bókarinn- ar „klárt og kvitt“ og höfundi og útgefanda til hins mesta sóma. Prófarkalestur er til dæmis svo vel af hendi leystur, að manni, sem um stund hefur mátt ástunda skyldu- lesningu á íslenskum bókum, bregður í brún. Mjófirðlngasögur Annar hluti Höfundur: Vilhjálmur Hjálmarsson Útgefandi: Bókaútgáfa Menningarsjóðs Ólafur Hannibalsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.