Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1988, Page 5
<111/
MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 1988.
Fréttir
Áfengiskaupamálið:
Jón Steinar
lögmaður
Magnúsar
Thoroddsen
Jón Steinar Gunnlaugsson hæsta-
réttarlögmaður verður lögmaður
Magnúsar Thoroddsen í áfengis-
kaupamálinu þar sem dómstólar
verða látnir skera úr um hvort
Magnús heldur embætti sínu sem
hæstaréttardómari eða ekki.
„Magnús Thoroddsen fór þess á
leit við mig að ég yrði lögmaður hans
í.málinu og það varð úr,“ sagði Jón
Steinar við DV.
Magnús Thoroddsen keypti á þessu
ári 1440 flöskur af áfengi á sérkjörum
sem einn af handhöfum forsetavalds
og um 600 flöskur í fyrra. Sagði hann
af sér embætti forseta Hæstaréttar í
kjölfar þéss að áfengiskaupin urðu
opinber. Þegar dómsmálaráðherra
fór þess á leit við Magnús að hann
segði af sér sem dómari í Hæstarétti
neitaði Magnús. Verður því að láta
reyna á málið fyrir dómstólum þar
sem það fær eðlilega meðferð.
-hlh
Jarðardeilumar:
Mál Eggerts
Mál Eggerts Haukdal alþingis-
manns, fyrir hönd hreppsnefndar
Vestur-Landeyjahrepps, vegna jarð-
arinnar Eystrahóls, hefur nú verið
þingfest hjá aukadómþingi Rangár-
vallasýslu. Að sögn Kjartans Þor-
kelssonar, fulltrúa hjá sýslumanns-
embættinu, er ekki búist við að dæmt
verði í málinu fyrr en eftir jól.
Þetta mál á sér talsverða sögu eins
og greint hefur verið frá í DV. Þrír
hestamenn úr Reykjavík höfðu fest
kaup á jörðinni og undirritað samn-
ing. Buðu þeir hreppsnefndinni for-
kaupsrétt eins og vera ber. Sam-
þykkti hreppsnefndin að nýta sér
forkaupsréttinn en ákvað jafnframt
á sama fundi að selja öðrum aðila í
Reykjavík jörðina. Segja hinir þrír
fyrstnefndu að Eggert Haukdal, odd-
viti hreppsnefndar, ráði þarna ferð-
inni því hann beri þungan hug til
fóður eins þeirra sem hafl leigt land-
spildu af séra Páh á Bergþórshvoli
fyrir nokkru. Hafa þeir kært ákvörð-
un hreppsnefndar til landbúnaðar-
ráðuneytisins. Hreppsnefndin hefur
aftur höfðað mál gegn eiganda jarð-
arinnar þar sem farið er fram á að
hann verði dæmdur til að gefa út
afsal til hreppsnefndar en því hefur
hann neitað til þessa.
Kjartan sagðist ekki búast við að
dómur félli í málinu fyrir jól. Frestur
til að skila greinargerðum rynni út
í dag, 14. desember. Síðan yrði ákveð-
ið í samráði við lögmenn hver fram-
gangur málsins yrði. -JSS
PHILIPS ruddi brautina í framleiðslu geislaspilara árið 1980. Geisla-
spilararnir frá PHILIPS hafa verið í fararbroddi sem besti og tærasti
flutningsmátinn á stafrænni hljóðupptöku. - Hérna sýnum við
aðeins hluta af þeim mikla fjölda geislaspilara frá PHILIPS.
M M M M
*-• n ,T,
m '
CD880 Einn fullkomnasti geislaspilarinn
á markaðnum. Alit er lagt í sölurnar hjá PHILIPS
til að tryggja sem hreinasta hljóm og einfalda
notkun.
Ný gerð geislatónhöfuðs sem er 5% léttara en áður.
Enn styttri leitartími og lágmarks bjögun.
• Allir hlutar CD 880 eru úr bestu fáanlegum efnum
til að tryggja hámarks hljómgæði.
• Þráðlaus fjarstýring.
• CD 880 geislaspilarinn er fyrir þá sem gera kröfur
um gæði umfram allt.
• Stór gluggi sem sýnir glöggt alla þá fjölmörgu