Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1988, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1988, Page 10
10 MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 1988. Útlönd Ræningjar beittir hörku Sovésk yfirvöld, sem hafa hlotið nokkra gagnrýni fyrir skipulagningu björgunarstarfs á jarðskjálftasvæð- unum í Armeníu, hafa gripið til ráð- stafana til að koma í veg fyrir rupl og rán. Einnig hefur notkun á hjálp- artækjum og lyfjum, sem borist hafa til svæðanna, verið sett í fastari skorður, en slíkt hefur streymt að hvaðanæva úr heiminum. i gær tilkynntu stjórnvöld enn- fremur að fjöldi þeirra sem fórust í skjálftanum væri um fimmtíu og fimm þúsund manns. Margir óttast þó að þessi tala sé mun hærri. Nefndin, sem sér um stjórn hjálp- arstarfs, undir stjórn Nikolai Ryzh- kov, forsætisráðherra Sovétríkj- anna, hefur beðið björgunarmenn og borgara um að fara ekki ránshendi um hjálpargögn sem nú hafa borist frá fimmtíu og þremur erlendum löndum og Sovétríkjunum. í yfirlýsingu frá nefndinni segir að allt það sem fólk gefur af hjarta- gæsku sinni verði að komast til þess fólks sem það er ætlað. Gripið hefur verið til sérstakra ráð- stafana til aö vakta lyf, lækningatæki og hjálpargögn handa börnum. Hermenn í skotheldum vestum fara nú eftirlitsferðir um götur Len- ínakan eftir að nokkur rán voru framin og bílum stolið. Yfirvöld hafa byrjað á brottflutn- ingi kvenna, barna og aldraðs fólks frá hörmungarsvæðunum. Um tutt- ugu og íjögur þúsund voru í gær far- in á brott en búist er við að á milli fimmtíu og sjötíu þúsund manns verði fluttir á brott. Nefnd stjórnarinnar gagnrýndi framkvæmd og skipulagningu björg- Bandarískir björgunarmenn losa hér lík eins fórnarlamba jaröskjálftans úr rústum húss. Nú er unnið allan sólarhringinn til að reyna að bjarga þeim örfáu sem enn kunna að vera lifandi. Simamynd Reuter unarstarfanna og sagði að ekki hefði verið nóg gert. Armensk kona graetur, nær yfirbuguð viku. af sorg og harðræði undanfarinnar Simamynd Reuter Þá var í gær einnig ráðist harka- lega á þjóðernissinna á svæðinu fyrir að reyna að nýta sér ástandið, en Gorbatsjov gaf tóninn með harkaleg- um yflrlýsingum um helgina. í sovéska sjónvarpinu var skýrt frá fólki sem þótti hafa sýnt mikið hug- rekki og fórnfýsi þegar jarðskjálftinn gekk yfir. Sagt var frá manni sem einungis var nefndur Balasan. Á þremur til fjórum mínútum dró hann tuttugu til þrjátíu böm úr rústum skóla í þorpi einu áður en hann dó sjálfur. Tass fréttastofan skýrði frá Ninu Oganesyan, einum af örfáum íbúum Spitak sem komust lífs af. Hún fór að ráðum ömmu sinnar og stóð í dyragætt í steinsteyptum vegg með- an jarðskjálftinn gekk yfir. Gamla konan, amma hennar, hafði lifaö af jarðskjálfta árið 1926 með sömu að- ferð. Reuter Leðurhúsgögn Útsala! Sófasett, hornsófar, stakir sófar, stólar Ný sending beint á útsöiuna HALLDÓR SVAVARSSON UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN Suðurlandsbraut 16, 2. hæð (Hús Gunnars Ásgeirssonar) Morðingi Palme f undinn? Sænska lögreglan hefúr hand- tekið mann sem hún grunar um morðið á Olof Palme, fýrrum for- sætisráðherra, fyrir tæpum þrem- ur árum. Fregn um þetta var á for- síðum allra helstu dagblaða Svi- þjóðar í morgun. Samkvæmt fregnum verður manninum formlega tilkynnt um það í dag að hann sé grunaður um morðið á Palme. Það er fyrsta skrefið í átt til þess að hann verði sóttur til saka fyrir verknaðinn. Lögreglan vildi ekkert tjá sig um málið í morgun. Sænsku blöðin sögðu að maður- inn væri fjörutíu og eins árs Svíi, sem væri á sakaskrá. Hann verður leiddur fyrir vitni að morðinu síðar í dag. Sannanir eru fýrir því að maðurinn hafi veriö nálægt morð- staðnum þann 28. febrúar 1986 er Palme var veginn. Aftonbladet skýrði frá því að maðurinn hefði starfað sem útkast- ari á næturklúbbi skammt frá morðstaðnum og mögulegt væri að hann hefði leynst þar á meðan lög- reglan leitaði að morðingjanum á götum Stokkhólms hið örlagaríka kvöld. Samkvæmt sænskum lögura er óheimilt að gefa upp nafn á grunuð- um ef þeir kjósa nafnleynd, og því er óvíst hvenær nafnið á mannin- um verður látið uppi. Reuter Róstur í Varsjá Róstur urðu í miðborg Varsjár í Póllandi í gær er stjórnarandstæö- ingar minntust þess að sjö ár voru liðin frá setningu herlaga í landinu. Köstuðu stjórnarandstæðingar hvellhettum, grjóti og táragashylkj- um að óeirðalögreglu, að sögn sjón- arvotta sem ekki segjast muna eftir viðlíka bardögum frá því að herlögin voru i gildi á árunum 1981 til 1983. Heimildarmenn Samstöðu, hinna bönnuðu verkalýðssamtaka, segja að einnig hafl verið efnt til mótmælaað- gerða í Krak, Lodz og Wroclaw. Sagt er að prestur í Gdansk, sem hlynntur er Samstöðu og vinur Lech Walesa, leiðtoga samtakanna, hafi tekið táragashylki og bensínsprengj- ur af ungum mótmælendum sem þeir heföu líklegast ánnars látið rigna yfir lögreglumenn. Á mánu- daginn tóku meðlimir Samstöðu í Gdansk borða, með nafni samtak- anna á, af mótmælendum sem ráðist höfðu á lögreglustöð með grjótkasti. í gær voru borðar á lofti í Varsjá og Wroclaw þar sem Jaruzelski hers- höfðingi var hvattur til að láta af embætti. Nokkrir mótmælenda eru sagðir hafa verið handteknir í gær. Reuter Stjórnarandstæðingur handtekinn í Varsjá i Póllandi í gær. Simamynd Reuter Allsherjarverk- fall á Spáni Pétur L. Pétursson, DV, Barcelona: Allsherjarverkfall hófst á miö- nætti hér á Spáni og stendur til mið- nættis í kvöld. Verkfallið nær til allra þátta þjóðlífsins. Þetta þýðir m.a. að dagblöð koma ekki út, útvarp og sjónvarp loka, al- menningsfarartæki stöðvast nær al- veg og allar verslanir loka. Ríkisstjórnin ákvað einhhða neyð- arþjónustu á ýmsum sviöum og reyndu verkalýösfélög að fá hana fellda niður meö því að vísa ákvörð- unum stjórnarinnar til hæstaréttar. Hæstiréttur vísaði kærunni frá vegna formgalla og tekst félögunum ekki að fá hana tekna til meðferðar aö nýju fyrr en að loknu verkfalli. Verkfallið er til þess aö mótmæla efnahagsstefnu rikisstjórnarinnar sem verkalýðsfélögin telja einungis atvinnurekendum í hag. Stjórnin viðurkennir fúslega að efnahags- stefnan sé fólgin í því að skapa fyrir- tækjum landsins sem hagstæðust starfsskilyrði. Á þann hátt einan sé unnt að efla atvinnulíf landsins og minnka atvinnuleysi. Stjórnin bend- ir á aö efnahagsstefnan hafi skilað árangri og því sé engin ástæða til að hverfa frá henni nú. Annað bitbein stjórnar og verka- lýðshreyfingar eru ný lög um at- vinnu þeirra sem yngri eru en 25 ára. Lögin kveða á um að ungt fólk sé hægt aö ráða til vinnu gegn lægra kaupgjaldi en aðra. Með þessu vill stjórnin brjótast úr þeim vítahring sem hún telur atvinnuleysi ungs fólks vera en ungt fólk á erfitt með að fá atvinnu vegna reynsluleysis. Án atvinnu er heldur enga reynslu að fá, segir stjórnin. Verkalýðsfelög- in hafa hins vegar barið í borðið og sagt: Sömu laun fyrir sömu vinnu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.