Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1988, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1988, Qupperneq 12
12. MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 1988. Frjálst.óháÖ dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÓRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugeró: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 800 kr. Verð i lausasölu virka daga 75 kr. - Helgarblað 90 kr. Fjárlög fyrir áramót Það er ekki nýtt að handagangur sé í öskjunni á al- þingi á þessum tíma árs. Sérstaklega á það við um af- greiðslu fjárlaga. Tíminn frá miðjum október til jóla er ekki langur, en það er sá tími sem alþingi og fjárveitinga- nefnd hafa íj árlagafrumvarpið til meðferðar. Nú dróst framlagning frumvarpsins fram í byrjun nóvember vegna stjórnarskiptanna og var það eðlileg töf. Sam- kvæmt stjórnarskránni og langri hefð er gert ráð fyrir að fjárlög séu afgreidd áður en þing fer í jólaleyfi. Spurningin er hins vegar sú hvort þessi tími sé ekki orðinn of stuttur. Fjárlög verða viðameiri með hverju árinu og þegar við afgreiðslu þeirra bætist mikill fjöldi þingmála, staðfesting bráðabirgðalaga, tekjuöflunar- frumvörp í tengslum við fjárlögin og mikil efnahagsum- ræða er ekki við því að búast að þingmenn og þingnefnd- ir hafi nægan tíma til að ganga vel og ítarlega frá öllum endum fjárlaga. Tengist sú spurning við sumarleyfi þingmanna og þá venju að hefja þingstörf tíunda októb- er. Þinghald mætti að skaðlausu standa lengur yfir ár hvert enda er fimm mánaða þinghald alltof stutt og er arfleið frá fyrri tímum þegar þingmenn stunduðu flestir hverjir önnur störf og þingmál voru færri og einfaldari. Stjórnarskiptin í haust raska að vísu allri hefðbund- inni vinnu við undirbúning og afgreiðslu á fjárlagafrum- varpi en allajafna stendur kjörtímabil í fjögur ár og þegar allt er með felldu á ekkert að vera því til fyrir- stöðu að ríkisstjórn og fjármálaráðuneyti geti undirbúið Úárlagafrumvarp með betri fyrirvara og haft það tilbúið strax í ágúst. Þá ætti alþingi að hefja störf og þannig gæfist betri tími til að ræða og skila frá sér fjárlögum, sem mark er á takandi. Þrátt fyrr skamman tíma og óeðlilegar aðstæður á þessu hausti er það fráleitur kostur að fresta afgreiðslu fjárlaga fram á næsta ár eins og sumum hefur dottið í hug og raunar lagt til í yfirstandandi fjárlagaumræðu. Ef þingið frestar afgreiðslunni á annað borð fram yfir áramótin er aldrei að vita hvenær fjárlög verða sam- þykkt. Það getur dregist von úr viti, allri stjórnsýslunni og annarri starfsemi til óþurftar og óvissu. Það dregur úr festu og seinkar ákvarðanatökum og rýrir það traust sem almenningur hefur til alþingis og ríkisstjórnar. Það er eðlilegt að stjórnarandstaða hverju sinni setji fram skoðanir sínar á fjárlagafrumvarpi. Stjórnarflokk- ar geta ekki ætlast til að stjórnarandstaðan hjálpi þeim málum í gegn með atkvæðum sínum sem hún lýsir andstöðu við. En stjórnarandstaðan á að sameinast stjórnarsinnum í þeirri viðleitni að ljúka Qárlagaaf- greiðslunni fyrir áramót. Hún á ekki að tefja fyrir þing- störfum eða nýta sér veika stöðu stjórnarsinna í deildum til að gera fjárlögin marklaus. Tekjuöflunarfrumvörpin orka auðvitað tvímælis og stjórnarandstaðan getur haft á móti einstökum skattaálögum, en fólk gerir sér grein fyrir að sú tekjuöflun er á ábyrgð stjórnarinnar og það er stjórnin sem tekur afleiðingunum af ijárlagagérð- inni. Ekki stjórnarandstaðan. Stjórnarandstaðan ber hins vegar sameiginlega ábyrgð á því að alþingi taki hlutverk sitt alvarlega. Það er engum til góðs að afgreiða marklaus fjárlög og það er heldur engum til góðs að fella ríkisstjórnina eins og á stendur. Þjóðin þarf á allt öðru að halda held- ur enn einni stjórnarkreppunni. Það er ærið nóg að hafa efnahagskreppu þótt stjórnarkreppa bætist ekki við. Með vorinu koma tímar og koma ráð. Ellert B. Schram Mælirinn fylltur? Ég hef fyrir löngu lagt af að ergja mig yfir dómum einstaklinga og íjölmiðla um embættisstörf mín. Þeir hafa oftast verið þannig að mér hefur best vegnað með því að láta þá sem vind um eyru þjóta. En orð hafa mátt þess er mælir. Helgi Seljan er landskunnur maður og hefur virðingu þeirra er til hans þekkja. Grein Helga, er birtist hér í blaðinu sl. miðvikudag, knýr mig til svara. í nefndri grein víkur Helgi að setu minni í nefnd sem skipuð var samkvæmt bráðabirgðaákvæðum áfengislaganna og á að gera tillögur er stuðlað gætu að því að draga úr heildarneyslu áfengis. Jafnframt víkur Helgi að starfi mínu sem for- stjóra Áfengis- og tóbakseinkasölu ríkisins. Ég skil grein Helga þannig að hann telji mig ganga þvert á þau markmið sem mér sé ætlað að ná í störfum mínum með því að halda uppi „illa dulbúnum áfengisá- róðri“ ug draga að sjónvarps- myndavélum „einhvern þýskan þefara", sem „stóð slefandi yfir menningarlegum vínglösum..." Þessum ummælum Helga uni ég illa en get tekið undir flest annað er lesa mátti í grein hans. Hver á að skóla starfsmenn? Þau tvö og hálft ár, sem ég hef gegnt starfi forstjóra ÁTVR, hef ég tekiö á móti fjölda gesta. Flestir þeirra koma tii fundar við mig til að bjóða vín eða tóbak. Þeir hafa komiö sér upp safni háfleygra orða um ágæti vöru þeirrar, sem fram er boðin, og mælist þeim oft svo vel aö jafnt mér sem þeim er það ráðgáta undir lok viðræöna hvers vegna þessi gæðavara skuli ekki fyrir löngu komin í allar verslanir ÁTVR. Gestir mínir láta sér ekki nægja að greina frá fágætu bragöi og ljúf- um ilmi. Þeir hafa einnig umboð almennings upp á vasann, sem krefst þess að fá einmitt þessa teg- und keypta, svo og skilríki um að hér sé rétta tískuvínið eða vindl- ingarnir er leiöa muni íslenska þjóð frá kothætti til heimsmenn- ingar. Það er ekki ég einn sem nýt þessara heimsókna. Verslunar- stjórar ÁTVR eru ekkert afskiptir hvað þessar heimsóknir varðar og ekki heldur starfsmenn búöanna. Áfengis- og tóbaksverslunin mun selja vörur fyrir rúma 7 milljarða króna á ári því er senn lýkur. Var- an er dýr og útgjöld neytandans mikil. Ég tel að viðskiptavinir ÁTVR eigi heimtingu á að fá þær upplýsingar um þann varning, sem þeir eru að kaupa, sem unnt er að láta í té og alls ekki lakari upplýs- ingar en kaupmanni, er selur fatn- að eða byggingarvörur, er ætlað að veita. En til þess að unnt sé að miðla upplýsingum um áfengi og tóbak þarf þekking aö vera til stað- ar. Á sú þekking að koma frá áður- nefndum gestum okkar, umboðs- mönnum eða á ÁTVR aö skóla sína starfsmenn? Smökkun, ekki drykkja Ég hef þann metnað að það sé ÁTVR sem veita eigi starfsmönn- um sínum þá vöruþekkingu sem nauðsynleg er í starfi. Það var því ÁTVR sem fór þess á leit við Sam- band þýskra vínútflytjenda að það legði til mann er flutt gæti fyrirlest- ur fyrir verslunarstjóra fyrirtækis- ins um þýsk vín. Sambandið sendi hingað dr. Frans Werner Michel, forstjóra útflutningsdeildar sam- bandsins. Erindi hans fjallaöi um vínhéruð Þýskalands, vínberjategundir, framleiðsluaðferðir og afrakstur þessarar starfsemi, vínin. Smökk- uð voru 15 vín með þeim hætti sem smakka á vín til að þekkja þau, en ekki til að drekka þau. Dómar um hvað væri gott eöa vont voru ekki felldir, heldur vakin athyglí á sér- kennum hverrar og einnar tegund- ar og að hverju skyldi hugaö teldu viðskiptavinir vín ekki þeirra gæða Kjallariim Höskuldur Jónsson forstjóri Áfengis- og tóbakseinkasölu rikisins. er þeir hefðu vænst. Ég tel það sam- dóm allra, sem tóku þátt í nám- skeiði þessu, að þar hefði verið veitt fræðsla en ekki rekinn áróður. Það er langt í frá að ég skammist min fyrir frumkvæöið. Miklu heldur kitlaði það metnaö minn að fjöl- miðlar skyldu gefa þessum gjörð- um mínum gaum. Hins vegar stýri ég ekki myndavélum fjölmiðla eða orðum fréttamanna. Þaö er vístnóg að bera ábyrgö á eigin orðum. Mér þykir þaö afleitt að verið sé að blanda saman framkomu minni sem forstjóra ÁTVR og setu minni í nefnd „sem fjalla á sérstaklega um vernd gegn vá áfengisbölsins". Það læðist að mér aö verið sé að koma því inn hjá lesendum að for- stjóri ÁTVR og aðrir starfsmenn þess fyrirtækis megi aldrei fjalla um störf sín nema með grátstaf í kverkum. Og það er ekki Helgi einn sem ýtir undir þá skoðun. Afþreyingarefni í skammdegi Nýlega barst mér bréf frá heil- brigðisráðherra þar sem hann framsendir mér til fróðleiks svo- fellt bréf dags. 10. nóv. 1988, er hon- um barst frá Áfengisvarnaráði. Nýverið hefur verið skipuð nefnd til „að gera tillögur er stuðlað gætu að því að draga úr heildarneyslu áfengis". Um svipað leyti og sú nefnd hefur störf tekur ÁTVR upp þau nýmæli að boða útsölustjóra sína til samkvæmis í Reykjavík þar sem hlýtt er áróðri þýskra vínframleiðenda um leið og bergt er á veigum þeirra. Og auðvitaö bregðast ýmsir fjöl- miðlamenn við eins og þeir hafa vit og/eða innræti til. Herleg- heitunum er sjónvarpað eins og um menningarviðburð sé að ræða. Eðlileg ályktun barna og unglinga: Áfengi í þýsku hvít- víni er hin ákjósanlegasta neysluvara. Svo vill til að þetta er ekki í fyrsta sinni sem þýöverskir vínsalar reyna að koma fram- leiðslu sinni í lóg meðal nor- rænna manna. Seint á tólftu öld skipaði Sverrir konungur Sig- urðarson þýskum áfengis- pröngurum brott úr Björgvin. Skyldu þeir engu týna nema líf- inu ef þeir hypjuðu sig ekki heim. - Tæpast virðist sem sé um aukinn skilning á áhrifum þessa vímuefnis að ræða frá því á dögum Sverris, a.m.k. ekki meðal ráðamanna ÁTVR. Og öllu slappari er áfengismála- stefnan nú gagnvart vínsölulýð þýskum en á öld Sturlu í Hvammi. Það er afar ódýrt forvarnar- starf að hætta þessum leik og öðrum slíkum sem stuðla að því að varpa fölskum dýrðarljóma á þetta lögleyfða vímuefni. Eng- in skynsamleg rök mæla með slíkri starfsemi á ofanverðri 20. öld. Þar á ofan er vínsmakk bæði hlálegt og skoplegt fyrir sjónum þeirra sem eitthvað vita um tilraunir er gerðar hafa ver- ið vestan hafs og austan, í þá veru að kanna hvort „vínsér- fræðingar" þekki í raun áfeng- istegundir á bragði og lykt ein-' um saman. Komið hefur í ljós að jafnvel „frægir vínsmakkar- ar“ þekkja ekki „gæðavín“ frá ómerkilegu heimabruggi ef þeir bragða á veigunum með bundiö fyrir augu. Hitt má ekki heldur gleymast að það er vafasöm hagspeki að hyggjast auka tekjur ÁTVR með því að stuðla að meiri drykkju en fyrir er í landinu því að öll rök hníga að því að fyrir hverja krónu sem í ríkis- kassann kemur vegna áfengis- kaupa streymi úr þeim sama kassa a.m.k. þrjár slíkar vegna þeirra aíleiðinga sem neysla þessa efnis veldur. Áfengisvarnaráð leggur áherslu á, hæstvirtur ráðherra, að þessi ríkisstofnun, ÁTVR, láti af vafasamri kynningar- starfsemi sinni á vökvum sem í er vímuefnið CH0H. Virðingarfyllst, Ólafur Haukur Árnason. Þetta bréf birti ég hér af illri nauösyn. Ég hafði ætlað að geyma mér það til upplesturs á einhverri árshátíðinni sem ég mun væntan- lega sækja á næstunni. Það eitt af- sakar að hafa þessa postula fáfræð- innar á launaskrá hjá ríkinu að þeir af og til senda frá sér bréf sem geta orðið almenningi afþreyingar- efni í skammdeginu. Höskuldur Jónsson „Þaö læðist að mér að verið sé að koma því inn hjá lesendum að forstjóri ÁTVR og aðrir starfsmenn þess fyrirtækis megi aldrei fjalla um störf sín nema með grátstaf í kverkum.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.