Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1988, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1988, Síða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 1988. Spurriingin Hvaðfinnst þér að þingmenn eigi að fá langt jólafrí? Frímann Svavarsson nemi: Svona þrjár vikur. Þeir þurfa aö sinna öör- um störfum úti í kjördæminu. Kári Böðvarsson skipstjóri: Sem allra minnst. Þeir eiga aö fá jafnlangt frí og aðrir. Tryggvi Gunnarsson náttúrufræð- ingur: Þeir þurfa líka að sinna kjör- dæminu. Þeim ættu að nægja svona tvær vikur. Jóna Guðmundsdóttir kennari: Sem allra lengst - þeir gera ekkert af sér á meðan. Sigurður H. Sigurðsson tæknimaður: Svona eina viku eins og.aðrir þjóð- félagsþegnar. /•'" Hólmfríður Magnúsdóttir húsmóðir: Þeir eiga að sá sama frí og aðrir - jafnlangt og ég og þú. Lesendur íslensk frímerki Merktu við með penna í reitina: 1, 2 og 3 (þrjú faliegustu frímerkin). Skilafirestur er til 1. febrúar 1989. Mærk med en pen í feltene: 1/2 og 3 (de tre smukkeste frímærker). Indieveríngsfristen udlobcr den 1. februar 1989. Mark 1, 2 and 3 in the boxes to índicate your choice. Piease use ink. Entries must be submitted before February lst, 1989. Schreiben Sie die Zahien 1, 2 und 3 in die Kasten (die drei schönsten Briefmarken). Bítte keínen Bieistifi benutzen. Abgabcfrist bis 1. Febryar 1989. Faites un signe á l'encre dans les cases: 1, 2 et 3 (les trois plus beaux timbres-poste). Pour répondre délai limite: le ler février 1989. Nafn: Name: Heimilisfang: Addresse: Póstnúmer og staður/Post code and dty: Numéro postal: Land/Country: Pays: Af£> Seðillinn sendist tíl: Sedlen tilsendes: Send this coupon to: Senden Sie Ihre Antwort an: Bulletin á adresser á: The lcelandic Pliilatelic Buxeau P.O. Box8445 iS-128 Reykjavik lceland F R I M 6 R K J A $ A t A N „Öllum er boðið að taka þátt i skoðanakönnun um 3 fallegustu frímerkin." Safnari skrifar: Nú hefur frímerkjasala Póststjórn- arinnar sent viöskiptavinum sínum fallegt blað með myndum af frí- merkjum ársins 1988 og er það vel. Þá er öllum jafnframt boðið að taka þátt í skoðanakönnun um 3 fall- egustu frímerkin. Undanfarin ár hefur þátttaka hér- lendis verið hlutfallslega lítil miðað við þátttökuna erlendis frá. Væri vel ef miklu fleiri létu sig þetta skipta og greiddu fallegustu frímerkjum ársins atkvæði. Það er lítil fyrirhöfn og vel þess virði. Póststjórnin heitir 25 þátttakendum þeim verðlaunum að láta þá fá endurgjaldslaust allar útgáfur komandi árs - bæði fyrsta dags umslög og óstimplaðar fjór- blokkir. Fólki er bent á að taka sér tíma og merkja inn á eyðublöð póstsins fall- egustu merkin, t.d. þegar farið er með jólapóstinn. Skilafrestur er til 1. febrúar 1989. Ársmappan með merkjunum 17, útgefnum á þessu ári, fæst sem sé núna og kostar 450 krónur. En það sem bréfritari á erf- itt með að sætta sig við er hin rosa- lega hækkun á umbúðunum. Er ekki verðstöðvun í gildi? Takið nú eftir: Ársmappa 1984: Nafnverð 287,50, söluverð 300. Umbúðir því kr. 12,50 eða 4,5% af merkjaverði. Ársmappa 1988: Nafnverð 373,00, söluverð 450. Umbúðir því 77,00 kr. eða full 20% af merkjaverðinu. Þótt Póststjórnin vilji seilast í vasa safnara þá má -hún gæta sín. Það er ekki víst að allir vilji borga fimmtu hverju krónu fyrir UMBÚÐIR þegar þeir kaupa íslensk frímerki. Samt er það satt sem segir á fimm tungumál- um, ársmappan er fallegur safngrip- ur og skemmtileg gjöf. Vonandi fá samt margir slíka jóla- gjöf, ungir sem aldnir, því að Póst- stjórnin á allt gott skilið fyrir ágæta þjónustu. Og ekki er verra að styrkja hana en einhver. happdrætti eða verslanir úti í bæ. Misnotkun ríkisQölmiðlanna: Áskorun til mennta- málaráðherra Magnús Hafsteinsson skrifar: Ég heindi því til alþingismanna Borgarflokksins á fundi Reykjavík- urfélagsins nú nýverið aö gera ríkis- fjölmiðlana pólitískt óháða, t.d. með því að leggja niður útvarpsráð. Misnotkun ríkisfjölmiðlanna í fréttaflutningi er hverjum vitiborn- um manni augljós, að maður tali nú ekki um það fyrirbrigði hjá flestum hinna pólitísku flokka aö nota ríkis- íjölmiðlana til kynningar á fólki sem þjóðin síðan kýs til Alþingis. Það má vera lélegur fréttamaður eða þulur sem ekki nær kosningu til Alþingis eftir kynningu þar! Af ofanrituðu skora ég á yður, ráð- herra menntamála, að beita yður af aleíli gegn þeirri siðblindu sem er búin að ráða ríkjum alltof lengi hjá ríkisíjölmiðlunum íslensku. Matreiösluþáttur á Stöð 2: Takk fyrir rjúpurnar E.S. skrifar: Ég var að horfa á matreiðsluþátt í gærkvöldi á Stöð 2 þar sem Skúli Hansen matreiðslumeistari var að kenna matreiöslu á rjúpum á nýjan máta eins og það hét. Þessum þætti hafa áreiðanlega margir fleiri en ég beðið eftir nú fyrir jólin. Mig minnir að einhver hafi verið að skrifa til lesendasíðu DV fyrir nokkru og einmitt verið að biðja um einhvem almennilegan og færan matreiðslumann sem gæti tekið fyrir matreiöslu á ijúpum nú fyrir jólin því alltaf eru einhverjir eða ein- hverjar á hverju ári sem ekki hafa kynnst þessari matreiðslu en langar til að nota hana á jólunum. Skúla tókst vel upp þarna og ekki aðeins með rjúpurnar heldur líka forrétt og eftirrétt. Hann fór rólega yfir þetta allt og vann hægt en örugg- lega og gaf sér tíma til að fara yfir þetta lið fyrir liö. Hann sýndi þarna að hann er agaður matreiðslumaður, góður leiðbeinandi í matreiðslu og kemur vel fyrir í sjónvarpi. Það gera sannarlega ekki allir þótt fagmenn séu. Þarna var því bæði um góðan fagmann og leiöbeinanda að ræða. Takk fyrir rjúpurnar og þáttinn í heild. „Agaður matreiðslumaður og góður leiðbeinandi," segir bréfritari um Skúla Hansen matreiðslumeistara. Meira um „nutra-sweet“ Ebba skrifar: Nú era mikið auglýst alls konar matvæli og sögð sykurlaus, eða að sætuefnið „nutra-sweet“ sé notað í stað sykurs. En hvað, nákvæmlega, er „nutra-sweet“? Manni er sagt, að utan á öllum umbúðum mat- væla eigi að vera nákvæm lýsing á öllum þeim efnum sem eru í mat- vælunum. - Það stenst líka um flest önnur efni en sykurinn eða þau efni sem koma í staö hans. Ég reikna með að þetta sé ekki samkvæmt nýjustu reglugerðum um vöramerkingar. Fóik hlýtur að eiga kröfu til þess að vita hvað það er að láta ofan í sig því sumir nota varla matvæli með sykri lengur en viija alit sykurlaust. Hvað um börnin, er þetta efni hollt fyrir þau? Eins og allir vita drekka þau mikið af sykurlausu öli. Sumt sælgæti er líka orðið syk- urlaust. Það væri því gott ef ein- hver efnafróður áðili gæfi greinar- góða lýsingu á innihaldi eða sam- setningu þessara sætuefna, eins og t.d. „nutra-sweet“ og hvort það hefur nákvæmlega sömu eiginleika og sykur eða ekki. Lesendasíða DV er opin fyrir þess- ar umbeðnu upplýsingar og mun birta þær sem svar við þessu bréfi. Hringiö í síma 27022 milli kl. 10 og 12 eða skrið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.