Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1988, Síða 15
MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 1988.
15
Lesendur
Tökum tölvumYndir i lit afþér, barninu
þinu, maka eða vini.
Gleðjið afa, ömmu, frænku, frænda
með mynd af barninu þinu á dagatal
1989. Komið i Kringluna (í göngugötu
við Byggt og búið). Við myndum og
dagatalið er tilbúið á ca 3 minútum.
Sendið Ijosmynd (ekkí fílmu) úr fjöl-
skyldualbúmínu og víð sendum daga-
talíð ásamt myndínni í póstkröfu strax
dagínn eftir. Sendíð (jósmynd til
Prima, póstverslun, box 63,222
Hafnarfirði, sími 62-35-35.
Ævisagnaæðið:
Gróði og græðgi búa að baki
áskilursér rétttil
að stytta bréf og
símtöl sembirt-
ast á lesendasíð-
um blaðsins
Helga Jónsdóttir hringdi:
Ég lýsi megnri fyrirlitningu á þeirri
græðgi og gróðahugsjón sem fram
kemur hjá þeim aðilum sem eru að
ólmast við að gefa út ævisögur sínar
á miðjum aldri eða þá að koma á
framfæri einkaskoðunum sínum í
bókarformi. Skoðunum sem er marg-
búið að reifa í smáatriðum og jafnvel
með viðtölum í blöðum og tímaritum
þannig að engu er við að bæta sem
gefur tilefni til útkomu heillar bókar.
Ég á hér að sjálfsögðu við þær tvær
bækur sem sennilega verða að flokk-
ast undir ævisögur og eru um líf og
starf (sem vonandi er ekki nema
hálfnað enn) tveggja kvenna sem
hafa verið hvaö mest í sviðsljósinu
hér hvort eð er, forsetans okkar og
eiginkonu eins ráðherra ríkisstjórn-
arinnar, - og svo „harmsöguna", sem
ég kalla svo, eftir fyrrverandi frétta-
stjóra ríkissjónvarpsins.
Mér finnst umfjöllunin um þessar
bækur lýsa svo mikilli græðgi og um
leið einhverri nýrri tegund gróða-
hugsjónar, sem virðist búa þarna að
baki, að mér blöskrar það umfang
sem kappkostað er að ná til að kynna
þessar bækur.
Það er búið að gera fólk alveg
ónæmt fyrir þessu ævisagnaæði og
þeim mun hvimleiðari verður þessi
kynning þegar þetta allt virðist runn-
ið undan rótum þess sjúkdóms, sem
nú er farið að kalla „athyglisýki",
og hrjáir greinilega þær persónur,
sem áðumefndar ævisögur íjalla um,
svo og æviskrárritarana sjálfa. -
Þetta á einnig við um harmsögu fyrr-
um fréttastjóra Sjónvarpsins. Fyrr
hefur nú manni verið sagt upp störf-
um, og þaö hjá hinu opinbera!
En miklu má til leiðar koma gegn-
um sjónvarp og ekki kæmi mér á
óvart þótt þjóðin léti undan þrýst-
ingnum og keypti upp „dísarbæk-
urnar“ báðar til að skyggnast undir
yfirborðið og velta því fyrir sér
hvernig forseta við höfum eignast,
til að horfa á bjartar og dökkar hlið-
ar lífshlaups ráöherrafrúar - og til
að geta lesið um viðskipti fyrrver-
andi fréttastjóra við útvarpsstjóra og
útvarpsráð. - Allt áður komið fram
í viðtölum svo tugum skiptir við
hvern og einn. En fólk er fljótt að
gleyma cg sem betur fer þegar ævi-
sagnaæðið er annars vegar.
m perler
Uden iugt og smaa
Ekstra stærk
HVÍTLAUKS
ÁN LYKTAR
OG BRAGÐS
HVER PERLA INNI-
HELDUR 66mg. AF
NÁTTÚRULEGUM
HVÍTLAUK
mm 0
mömm» °8
Kytsamar
jólagjafír
á góðu
vcrði
ITIZEN
GÍSLI J. JOHNSEN
Nýbýlavegi 16, Kópavogi
n 1
Sími 641222
%
SKRIFSTOFUVÉLAR H.F.
i/i vnanw s,
Hverfisgötu 33. sími: 62-37-37