Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1988, Page 27
MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 1988.
Lí&stOI
51
Skallameðul:
Tll skammar
„Mér finnst alveg til skammar að
menn sem eiga að heita fagmenn
skuli notfæra sér óhamingju annarra
á þennan hátt,“ sagði Wilhelm Þor-
steinsson, hárskuröarmeistari í Ar-
istókratanum, í samtali við DV um
skallameðul sem nú eru á markaön-
um. „Ég hef aldrei selt svona töfralyf
á minni stofu og mun aldrei gera.
Þaö e,r hægt að benda á alls konar
undralyf sem hafa sprottið upp en
aldrei virkað þrátt fyrir að menn
hafi greitt þau dýrum dómum.
Skemmst er að minnast lasergeisla-
meðferðarinnar sem Eiríkur Þor-
steinsson í Greifanum var einmitt
fyrstur með. Mér er ekki kunnugt
um að það hafl haft nokkur einustu
áhrif‘.
Wilhelm átti einkum við kínverska
skallameðalið sem nýlega var farið
að selja hér á landi. Sú blanda sem
sagt var frá hér í DV fyrir helgina
er sögð eiga að geta læknað skalla á
þremur mánuðum. Engar vísinda-
legar rannsóknir styðjá fullyrðingar
af því tagi. Meðalið inniheldur alkó-
hól, ginseng og nokkrar algengar
jurtir sem eiga að vera gæddar eigin-
leikum til þess að lækna skalla.
Ekkert þeirra fjölmörgu efna sem
komiö hafa fram á undanförnum
árum og verið seld sem skallameðul
hafa nokkru sinni fengið viðurkenn-
ingu fræðimanna. Efni af þessu tagi
geta í besta falli stöövað hárlos. Þeim
árangri er einnig hægt að ná með því
að nudda hársvörðinn daglega.
-Pá
Tilkynning til
launaskattsgreiðenda
Athygli launaskattsgreiðenda skal vakin á því að ein-
dagi launaskatts fyrir mánuðina september og októb-
er er 15. desember nk. Sé launaskattur greiddur eftir
eindaga skal greiða dráttarvexti til viðbótar því sem
vangreitt er, talið frá og með gjalddaga.
Launaskatt ber launagreiðanda að greiða til inn-
heimtumanns ríkissjóðs, í Reykjavík tollstjóra, og
afhenda um leið launaskattsskýrslu í þríriti.
Fjármálaráðuneytið.
Styrkir til
háskólanáms í Danmörku
Ungversk uppfinning
sögð lækna skalla
Vörur sem hér eru á markaði und-
ir vörumerkinu Manex eru seldar í
þeim tilgangi að stöðva hárlos og
örva endurvöxt hárs. Blanda þessi
er sögð byggð á formúlu sem ung-
verjinn Andreas Banffi uppgötvaði í
ákafri leit sinn að efni til þess aö
lækna eigin skalla.
Efnið inniheldur, ef marka má
bæklinga frá framleiöendum, vatn,
alkóhól, tíu algengar jurtategundir
og leynilegt efni sem ekki er gefið
upp hverrar ættar er. Framleiðendur
fullyrða að efnið stöðvi hárlos og
örvi endurvöxt hárs en gæta þess að
lofa því hvergi að það lækni skalla.
Enda verður ekki séð að það sé gætt
neinum slíkum eiginleikum. í besta
falli ætti það að virka sem meinlaus
hárnæring.
Innflyfjendur Manex fullyrtu þó í
samtali við DV aö efnið yki hárvöxt,
læknaði ílösu og fækkaöi gráum hár-
um. 120 ml flaska af Manex, sem að
Ungverji nokkur telur sig hafa fundið upp skallameóal.
sögn innflytjenda dugar í tvo mán- hárnæring er að jafnaði þriðjungi
uði, kostar 3.300 krónur. Venjuleg ódýrari. -Pá
ÁTVRfylgistmeð skallameðulum
„Það er fylgst með þessum efnum
lijá okkur,“ sagði Þór Oddgeirsson
þjá ÁTVR i samtali vtð DV. „En
þó effii af þessu tagi innihaldi núk-
ið áfengi er það yfirleitt það meng-
aö aö það er óneysluhæft." Eins og
fram kom í umfjöllun DV rnn ýmis
skallameðul á dögunum er flutt'til
landsins kínverskt töfralyf sem
inniheldur 60% alkóhól. Þó má
tefla líklegt að verðið íreisti ekki
nokkurs manns til þess að neyta
þess en hver skammtur kostar
rúmar 15.000 krónur.
í áðurnefndri umfjöllun um
skallameðul mátti skilja að efnið
Foliplexx innihéldi Minoxidil. Ekk-
ert hefur enn komið í ljós sem sanni
aö svo sé jþótt nafnið Minoxidil
hafi verið notað á óheppilegan hátt
í áuglýsingum um Foliplexx.
Minoxidil var notað sem blóðþrýst-
ingslyf og ein af mörgum auka-
verkunum þess var aukinn hár-
vöxtur sem að vísu kom fram mun
víðar en á höföi þess sem tók lyfið
inn. Foliplexx er sagt byggja á
rannsóknum sem gerðar voru á
Minoxidil en deildar meiningar eru
um áhrifamátt þess. -Pá
Dönsk stjórnvöld bjóöa fram fjóra styrki handa Ís-
lendingum til háskólanáms í Danmörku námsárið
1989-90. Styrkirnir eru ætlaðir þeim sem komnir eru
nokkuð áleiðis í háskólanámi og eru miðaðir við 9
mánaða námsdvöl en til greina kemur að skipta þeim
ef henta þykir. Styrkfjárhæðin er áætluð um 3.720
d.kr. á mánuði.
Umsóknum um styrkina skal komið til menntamála-
ráðuneytisins, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 20.
janúar nk., á sérstökum eyðublöðum, sem þar fást.
Umsóknum fylgi staðfest afrit prófskírteina, ásamt
meðmælum.
Menntamálaráðuneytið,
7. desember 1988.
Rannsóknarstaða við
Atómvísindastofnun -0
Norðurlanda (NORDITA)
Viö Atómvísindastofnun Noróurlanda (NORDITA) í
Kaupmannahöfn kann aó verða völ á rannsóknaað-
stöðu fyrir íslenskan eðlisfræðing á næsta hausti.
Rannsóknaaðstöðu fylgir styrkur til eins árs dvalar
við stofnunina. Auk fræðilegra atómvísinda er við
stofnunina unnt að leggja stund á stjarneðlisfræði
og eðlisfræði fastra efna.
Umsækjendur skulu hafa lokið háskólaprófi í fræði-
legri eðlisfræði og skal staðfest afrit prófskírteina
fylgja umsókn ásamt ítarlegri greinargerð um mennt-
un, vísindaleg störf og ritsmíðar. Umsóknareyðublöð
og nánari upplýsingar fást í menntamálaráðuneytinu,
Hverfisgötu 6,1 50 Reykjavík. Umsóknir skulu sendar
í tvíriti til NORDITA, Blegdamsvej 17, DK-2100
Köbenhavn 0, Danmark, fyrir 31. desember 1988.
Auk þess skulu 2-3 meðmælabréf send beint til
Nordita.
Menntamálaráðuneytið,
9. desember 1988.
- eftir gleraugum
Georg Hauksson haföi samband við slakri þjónustu í gleraugnaverslun hann fyrir 13 vikum með resept frá
neytendasíðu og kvartaði undan Ingólfs í Bankastræti. Þangað fór augnlækni upp á sjónskekkjugler-
augu með tvískiptum glerjum.
Upphaflega var honum sagt aö
gleraugnanna væri von eftir 3 vikur.
Siðan hafa gleraugun einu sinni
komið en þá pössuðu þau ekki og nú
er hann búinn að bíða í alls 13 vik-
ur. Hann benti á að hann hefði verið
á ferð úti í Þýskalandi fyrir skömmu
og þar hefði veriö boðið upp á gler-
augnaþjónustu samdægurs.
í flestum tilfellum á bið eftir nýjum gleraugum ekki að vera lengri en 2-3
vikur hið mesta.
Hjá Gleraugnaverslun Ingólfs feng-
ust þær upplýsingar að almennt ætti
bið eftir sérsmíðuðum gleraugum
ekki að vera lengri en 2-3 vikur hið
mesta. Margar pantanir væri hægt
að afgreiða samdægurs en þegar
senda þyrfti til útlanda eins og í
þessu sérstaka tilfelli yrði biðin
lengri.
Beðið í 13 vikur
TIL SOLU
Volvo 740 GLI
Aukahlutir: Læst drif — dráttarkrókur —
útvarp/segulband — sílsalistar — grjótgrind —
toppgrind og hundagrind.
Skipti möguleg á ódýrari bíl.
Uppl. hjá auglýsingadeild DV. Sími 27022
-Pá