Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1988, Síða 32
F R ÉTT/\S KOTIÐ
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000
þá i síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við
ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. fréttaskotum allan sólarhringinn.
Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022
Frjálst, óháð dagblað
MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 1988.
Slysaalda
í Reykjavík
Slysaalda gekk yfir Reykjavík í
gær. Alvarlegasta slysið varð á
Skeiðarvogi. Þar urðu tvær ungar
telpur. fjögurra og sex ára. fyrir bif-
reið. Fjögurra ára telpan slasaöist
alvarlega á höfði og gekkst undir
aðgerö í gær. Hin telpan slasaðist
minna. Þær liggja báðar á gjörgæslu-
deild. Ekið var á sextuga konu á
gangbraut á Grensásvegi í gærmorg-
un. Hún fékk höfuöáverka. fótbrotn-
aði og rifbrotnaði.
Þá var ekið á tólf ára dreng í Norö-
urfelli. Drengurinn slasaðist á fæti.
Ökumaðurinn ók brott af slýsstað.
Hann hefur nú gefið sig fram. Lög-
reglan mun yfirheyra ökumanninn í
dag. -sme
STTJFUR
STÚFUR heitir sá
jólasueinn sem kemur
röltandi í dag.
Eins og nafnið ber með
sér er hann ekki hár
í loftinu.
DAGAR
TIL JÓLA
LOKI
Má ekki breyta nafni
hljómsveitarinnar í
Súrt og sætt?
Sjötug kona vann 25 milljónir í HHI:
Svaf ekkert of
vel í nótt
- segir Karítas Magnúsdóttir vinningshafi
„Eg svaf nú ekkert of vel í nótt.
Auðvitað leitaði þetta á hugann,
því þetta er geysilega há upphæð.
En fjölskyldan er samhent og það
verður fariö vel með þetta,“ sagði
Karítas Magnúsdóttir, sjötug kona
sem í gær fékk 25 milljónir í Happ-
drætti Háskóla íslands á tromp-
miöa sinn nr. 20975. Þetta er hæsti
vinningur sem um getur hérlendis.
„Ég var búin að heita því að fengi
ég vinning myndi Félag lamaðra
og fatiaðra njóta góðs af. Ég hef
lengi haft áhuga á að hiálpa því
fólki en ég hef enn ekki ákveðið
hversu stórt framlagið verður,“
sagði Karítas.
Hún sagði að sig hefði dreymt
fyrir þeim stóra. „Mig hefur alla tíð
dreymt fyrir hlutunum. Ég var al-
veg sannfærö um að eitthvað
óvenjulegt myndi gerast í gær þvi
að þrem sólarhringum áður hafði
mig dreymt draum sem ég vil ekki
greina nánar frá. Það líða venju-
lega þrír sólarhringar frá því að
mig dreymir og þar til draumurinn
kemur fram. Svo reyndist einnig
að þessu sinni.“
Karítas hefur átt iniða í HHÍ í 40
ár. En það var eiginmaður hennar,
Ingólfur Guðmundsson trésmíða-
meistari, sem átti þennan raiða.
Ingólfur lést í október sl. „Maður-
inn minn hafði átt þennan miða í
mörg, mörg ár,“ sagði Karítas.
„Hann átti raunar tvo miða til við-
bótar en eftir að hann varð sjúkl-
ingur ákvað hann að láta tvo fjúka
en halda aðeins einum. Og það varð
þessi trompmiði, sannkallaður
lukkumiði, sem varö fyrir valinu.“
Karítas á sjö uppkomin böm.
Hún starfar sem dagmamma og
kvaðst myndu halda því áfram
þrátt fyrir breyttar aðstæður. „Ég
mun byrja á því að láta gera við
húsið mitt,“ sagði hún. „Við byggð-
um það 1945 og þaö þarfnast við-
gerða bæði að utan og innan.“
-JSS
Fyrsta barnið sem mætti til dagmömmu sinnar, Karítasar, í morgun var Einar litli Njálsson. Hann lét sem ekkert
væri þrátt fyrir umstangið í Ijósmyndaranum, vissi enda ekki að dagmamman hafði orðið milljónamæringur dag-
inn áður. DV-mynd GVA
Veðriö á morgun:
Kólnandi
veður
Á morgun verður suðvestanátt
um land allt, víða hvassviðri eða
stormur og él um vestanvert
landið en stinningskaldi eða all-
hvasst og skýjað með köflum um
landið austanvert. Hiti verður 0-3
stig.
Árásin á gömlu hjónin:
Innbrots-
mennirnir
ákærðir
Ríkissaksóknari hefur höfðað opin-
bert mál á hendur mönnunum þrem-
ur sem aðfaranótt sunnudagsins 25.
september réðust grímuklæddir inn
á heimili fullorðinna hjóna á Sel-
tjarnarnesi.
Mennimir veittu hjónunum
áverka - maðurinn fmgurbrotnaði
og konan mjaðmagrindarbrotnaði.
Auk þess hlutu þau af smærri
áverka. Mennirnir þrír rændu
áfengi, skartgripum og peningum á
heimili hjónanna. Áður en menn-
irnir yfirgáfu húsiö skáru þeir síma-
línuna í sundur. Gamla manninum
tókst að fara á milli húsa og gera
nágrönnum viðvart hvernig komiö
var.
Ákæruvaldiö hefur óskað eftir að
gæsluvarðhaldsúrskurður yfir
tveimur mannanna verði framlengd-
ur til fyrsta mars 1989. Núverandi
gæsluvarðhaldsúrskurður rennur úr
gildi í dag. Þriðji maðurinn var ekki
úrskurðaður í gæsluvarðhald þar
sem hann átti óafplánaðan dóm.
Maðurinn lýkur afplánuninni í dag.
Krafist hefur verið gæsluvarðhalds
yfir þeim manni til sama tíma og
krafist er yfir hinum mönnunum
tveimur. -sme
Sykurmolarnir
Iá slæma dóma
Kristján Bemburg, DV, Belgiu:
Sykurmolarnir fá slæma dóma hér
í Belgíu eftir tónleika sveitarinnar
um helgina. Eftirvænting var mikil
fyrir tónleikana og flest stærri dag-
blöðin fjölluðu ítarlega um nljóm-
sveitina.
Belgisku blöðin eru sammála um
það að hljómsveitin standi ekki und-
ir nafni. Eftir tónleikana í Gent á
sunnudagskvöld skrifaði gagnrýnd-
andi dagblaðsins Het Nieuwsblat að
hljómsveitin hefði brugðist vonum
þeirra 450 sem sóttu tónleikana. Tón-
list Sykurmolanna er sögð áhuga-
verð en ekkert meira en það.
Einar Benediktsson er sagður vera
í hljómsveitinni vegna þess að hann
sé bróðir plötuútgefanda sveitarinn-
ar og kunni svolítið í ensku.
Innbrot á
Ferstiklu
Innbrot var framið í Ferstikluskála
í nótt. í morgun lá ekki fyrir hverju
var stolið. Rannsókn málsins er ný-
hafin.
Fyrir fáum vikum var brotist inn
í sama söluskála. Þá var peningaskáp
stolið. Það innbrot er enn óupplýst.
Lögreglan í Borgarnesi þiggur allar
upplýsingar um mannaferðir við
Ferstikluskála í nótt. -sme
;tlo>0ÍLASroo
ÞRðSTUR
68-50-60
VANIR MENN