Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1988, Síða 5
FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1988..
Fréttir
Dreifing á kartöfluin:
Yfirvöld vilja
skipulag
„Ég held að það sé þokkaleg sam-
staða, meðal annars vegna ýmissa
vandræða sem kartöfluframleiðend-
ur hafa ratað í, um að koma skipu-
lagi á dreifmguna og tryggja að menn
hafl nokkuð sæmilega aðstöðu til að
koma sinni' framleiðslu á markað-
inn,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon
landbúnaðarráðherra en nýlega skil-
aði nefnd, sem skipuð var af Jóni
Helgasyni, fyrrverandi landbúnað-
arráðherra, frá sér tillögum þar sem
lagt var til að komið verði upp dreifl-
kerfi á kartöflum. Er þar einnig lagt
til að tekið verði fyrir beina sölu á
kartöflum.
Landbúnaðarráðherra sagðist
styðja það sem mætti kalla eðlilega
stjórnun á hlutunum. „Yfirvöld hafa
af nokkuð augljósum ástæðum
áhuga á að þessi dreifing séskipulögð
og uppi á yfirborðinu." Hann sagðist
þó ekki vera að gerast talsmaður
þess að reyra þetta fast í einhverja
einokunardreifingu.
- En þú vilt stjórnun i kartöfludreif-
ingarmálum?
„Ég tel það eðlilegt að menn bind-
ist samtökum um það að hafa ekki
algera ringulreið í þessum dreifing-
armálum en mér hefur verið tjáð að
þau hafi verið með nokkuð skraut-
legum hætti hingað til.“
Að sögn landbúnaðarráðherra þá
er ákvörðunar ekki að vænta í bráð
enda ætti hann eftir að setja sig betur
inn í málið.
-SMJ
Svefneyjamálið:
Dómsrannsókn er lokiö
Dómsrannsókn í Svefneyjamálinu
er lokið hjá Sakadómi Hafnarfjarðar.
Ákveðið hefur verið að flytja málið
í upphafi næsta árs. Annað aðalvitni
málsins kom ekki fyrir dóminn. Móð-
ir bamsins sendi Guðmundi L. Jó-
hannessyni héraðsdómara bréf þar
sem hún tilkynnti að að höfðu sam-
ráði við sálfræðing teldi hún ekki
forsvaranlegt að stúlkan yrði látin
rifja upp atburðarásina enn einu
sinni.
„Það að láta bamið mæta fyrir rétti
myndi gera þá vinnu og þann tíma
sem hðinn er að engu og kemur þess
vegna ekki til greina,“ segir meðal
annars í bréfi móðurinnar.
Nú em liðnir um fjórtán mánuðir
frá því að ákærur voru gefnar út í
KLUKKU
LAMPAR
TILVALIN JÓLAGJÖF
Svefneyjamálinu og hálft annað ár
frá fyrstu kæra. _sme
_______
Rafkaup
SUÐURLANDSBRAUT 4 — SÍMI: 681518
Persónuleg
■ #
imtfíirí
Tökum tölvumyndir i lit af þér, barninu
þinu, maka cða vini.
Gleðjið afa, ömmu, frænku, frænda
með mynd af barninu þinu á dagatal
1989. Komið i Kringluna (i göngugötu
við Byggt og búið). Við myndum og
dagatalið er tilbúið á ca 3 minútum.
Sendíð (jósmynd (ekkí filmu) úr Qöl-
skyldualbúmínu og víð sendum daga-
talið ásamt myndínní í póstkröfu strax
daginn eftír. Sendið ljósmynd til
Príma, póstverslun, box 63, 222
Hafnarflrði, sími 62-35-35.
Jólaplatan sem sameinar
alla fjölskylduna við jólatréð
Fyrri hliðin í Betlehem 1 Seinni hliðin
Göngum við í kringum 2 1 Gekk ég yfír sjó og land
Bráðum koma blessuð jólin 3 2 Jólasveinar ganga um gólf
Babbi segir 4 3 Negrastrákar
í skóginum stóð kofí einn 5 4 Höfuð, herðar, hné og tær
Aðfangadagskvöld 6 5 Adam átti syni sjö
Þyrnirós 7 6 Tvö skref til hægri
Ég sá mömmu kyssa jólasvein 8 7 Hókipóki
Litlu andarungarnir 9 8 Nú skal segja
Jólasveinar einn og átta 10 Bjart er yfír Betlehem 11 9 Heims um ból
" Ég fagna þessu framlagi til varðveislu gömlu, góðu jólalaganna
og ég veit að ég mæli fyrir munn margra þegar ég þakka söngvurum og
hljóðfæraleikurum fyrir að leika og syngja jólalögin á hefðbundin
hátt, eins og fjöldinn þekkir þau.
Ég óska öllum gleðilegrar jólahátíðar í nútíð og framtíð við ylinn frá
jólalögunum góðu
JVJU
—<£SD-
Hermann Ragnar Stefáhsson
danskennari
Dreifing:
Jólaballið fæst á hljómplötu
og snældu í öllum helstu
hljómplötuverslunum
IIUÓMPLÖTUÚTGÁFA
SÍMI 91-83880
MUIMIÐ JÓLAKORTIN EFTIR ÞINNI
EIGIN MYND - TVÆR GERÐIR.
PANTIÐ TIMANLEGA
miiiiiiimiiniinm
LJOSMYNDAÞJONUSTAN HF
LAUGAVEG1178 - SÍMI 685811
lllllllllllllll ■■■■■■■ ■■■■■■■■nl