Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1988, Síða 2
2
FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1988.
Fréttir
Líklegasta mðurstaðan varðandi lánskjaravísitöluna:
Ný lánskjaravísitala
reiknuð en ekki notuð
launavísitalan ómöguleg sem viðmiðun í flárskuldbindingum
Nú er taliö aö líklegasta niðurstaö-
an í breytingu lánskjaravísitölunnar
sé aö eftir áramót veröi tvær vísitöl-
ur reiknaðar og mönnum sé heimilt
að miða skuldbindingar sínar við þá
sem þeir kjósa. Með þessari niður-
stöðu yrði nýi grunnurinn að láns-
kjaravísitölunni í raun geröur óvirk-
ur við fæðingu. Hann myndi lítil sem
engin áhrif hafa á lánamarkaðinum.
Astæðan er sú að nánast útilokað
er að reikna launavístölu sem sam-
kvæmt samþykkt ríkisstjómarinnar
á að vera helmingur hins nýja
grunns. í þessari samþykkt er gert
ráð fyrir að nýr grunnur leysi þann
gamla alfarið af hólmi. Um tíma var
meira að segja gert ráð fyrir að hægt
yrði að breyta eldri skuldbindingum
til samræmis við nýjan grunn.
Sú launavísitala, sem nú er reikn-
uð, er nánast spá Hallgríms Snorra-
sonar hagstofustjóra um launaþróun
hverju sinni. Þessi spá hefur marg-
sinnis verið leiðrétt afturvirkt á und-
anfórnum árum. Slík visitala er að
mati forsvarsmanna lánastofnana
gersamlega ónothæf sem viðmiðun á
lánamarkaðinum. Þó möguleiki sé á
að bæta upplýsingastreymi til Hag-
stofunnar um launaþróun er ómögu-
legt að gera það með þeim hætti að
þessi vísitala sé óbrigðul.
í umræðum á þingi fyrir skömmu
óskaði Þorsteinn Pálsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins, eftir staðfest-
ingu Ólafs Ragnars Grímssonar fjár-
málaráðherra á því að ráðuneytið
hefði boðið lífeyrissjóðunum að lán
þeirra til húsnæðiskerfisins á næsta
ári yrðu tengd núgildandi grunni
lánskj aravístölunnar.
„í samningaviðræðum ráðuneytis-
ins og lífeyrissjóðanna var þeirri
spurningu beint til okkar hvort hægt
yrði að binda lán þeirra við núgild-
andi lánskjaravísitölu. Við sögðum
eins og var að við gætum ekki svarað
þessari spurningu á þessu stigi,“
sagði Már Guðmundsson, efnahags-
ráðunautur fjármálaráðherra.
Innan ríkisstjórnarinnar eru það
fáir aðrir en Steingrímur Hermanns-
son forsætisráðherra sem vilja ein-
dregið nýjan grunn vísitölunnar. Nú
er málið til meðferðar hjá forsætis-,
fjármála- og viðskiptaráðherra
ásamt Seðlabanka. Líklegasta niður-
staðan úr þeim viðræðum er sú aö
heimilt verði að miða við hvorn
grunninn sem er eftir áramót. Það
þýðir í raun að núgildandi vísitala
verði áfram ríkjandi á markaðinum
þar sem sú fjármálastofnun þekkist
varla sem taka myndi upp hina nýju
vísitölu.
-gse
Gengið að fiskvmnslimni:
Lokað á Bjartmar hf.
á ísafirði
í gærmorgun sendi kaupleigufyrir-
tækið Féfang í Reykjavík skeyti vest-
ur á ísafjörð. í skeytinu var eigend-
um skelfisksverksmiðjunnar
Bjartmars hf. bannað að nota tæki
sem eru í eigu Féfangs. Verksmiðj-
unni var lokað og starfsmenn sendir
heim tíu dögum fyrir jól.
Landsbankinn neitar Bjartmari hf.
um lánaviðskipti og á meðan svo er
viH Féfang ekki leyfa notkun á tækj-
um sem það kaupleigði fyrirtækinu
O.N. Olsen á sínum tíma. Bjartmar
hf. er fyrirtæki sem var reist á
rústum rækjuverksmiðjunnar O.N.
Olsens er varð gjaldþrota í ágúst sl.
Bjartmar hf. tók yfir eignir og skuld-
ir O.N. Olsens og endurréð hluta
starfsfólksins.
„Þegar Bjartmar hf. sýnir fram á
að fyrirtækið er komið í bankavið-
skipti er Féfang tilbúið að taka upp
viðræður viö Bjartmar hf„ en ekki
fyrr,“ segir Kjartan G. Gunnarsson,
framkvæmdastjóri Féfangs. Kjartan
bætti við að Féfang hafi síðast fyrir
hálfum mánuði sent Bjartmari hf.
skeyti þar sem notkun kaupleigu-
tækjanna var bönnuð.
í dreifibréfi til starfsmanna í gær
sögðu eigendur Bjartmars hf. að til
stæði að opna verksmiðjuna 2. jan-
úar. Það er hins vegar ljóst að ekki
verður af opnun nema Landsbank-
inn samþykki Bjartmar hf. sem við-
skiptaaðila.
Landsbankinn átti langstærstu
kröfuna í þrotabú O.N. Olsens. í
haust lagði bankinn til að tilboði
Bjartmars hf. í þrotabúið yrði tekið,
enda átti Bjartmar hf. besta boðið.
Engu að síður neitaði Landsbankinn
Bjartmari hf. um lánaviðskipti þegar
búið var að ganga frá sölunni.
Búist er við að Landsbankinn
ákveði í næstu viku hvort fiski
vinnslufyrirtækið Bjartmar hf. lifi
eða deyi.
18 starfsmenn vinna hjá Bjartmari.
-pv
Húsbréfakerfið:
Má ekki verða
næsta fórnarlamb
gráa markaðarins
- segir Steingrímur Hermannsson
„Það er ýmislegt athyglisvert við
húsbréfin. Þau geta vonandi leitt til
heilbrigðari kaupa og sölu á hús-
næði. Það er hins vegar spumingin
hvort pláss sé fyrir þessi bréf í yfir-
keyrðum fjámagnsmarkaði okkar
eða verður þetta enn eitt fóður 'fyrir
gráa markaðinn?" sagði Steingrímur
Hermannsson forsætisráðherra en
svo virðist sem full eining sé ekki
innan ríkisstjómarinnar um hús-
bréfakerfið. Nefndin, sem nú hefur
skilað áliti sínu, klofnaði í afstöðu
sinni og skiluðu fuUtrúar ASÍ og
framsóknarmanna séráliti.
Ráðherranefnd veröur skipuö um
málið en svo virðist sem ráðherrar
framsóknarmanna séu hlynntari
húsbréfakerfinu en fulltrúi fram-
sóknarmanna í nefndinni. Stein-
grímur staðfesti að honum litist að
mörgu leiti ágætlega á húsbréfakerf-
ið en hann ætti þó eftir að kynna sér
það mun betur.
Félagsmálaráöherra hefur boðað
fmmvarp um húsbréfin snemma á
næsta ári og sagðist2 leggja mikla
áherslu á að þetta kerfi yröi tekið
upp og líta á þetta sem framtíðar-
lausn fýrir almenna húsnæðiskerfið.
Fulltrúar annarra sijómmálaflokka
styðja þetta en þó með ýmsum fyrir-
vörum.
-SMJ
Skátaheimilið við Sólheima í Reykjavík skemmdist mikið af eldi í gærdag.
Húsið og innanstokksmunir skemmdust mikið en engin slys hlutust af.
DV-mynd S.
Þorir Jensen, forstjóri Bflaborgar:
Spöriim 100 milljónir á
ári með sameiningunni
Þórir Jensen, forstjóri Bílaborg-
ar hf„ segir að sameining Sveins
Bgilssonar hf. og Bílaborgar hf„
sem gengiö var frá í fyrradag, spari
fyrirtækjunum yfir 100 milljónir
króna á ári. ÖIlu starfsfólki beggja
fyrirtækjanna verður sagt upp um
áramótin og hluti þess endurráð-
inn.
„Sparaaðurinn felst fyrst og
fremst í hlutfallslega lægri launa-
kostnaði og þá er ætlunin að Skeif-
an 17, hús Sveins Egilssonar, verði
seld og við þaö sparast mikfil
rekstrarkostnaður,' ‘ segir Þórir
Jensen.
Að sögn Þóris er stefnt að því að
fyrirtækin eigi jafiistóran hlut í
nýja fyrirtækinu. Ekki er það þó
Jjóst ennþá.
Bílaborg hf. hefur selt á þessu ári
um 800 bíla en Sveinn Egilsson um
1000. í fyrra seldu bæði fyrirtækin
um 3000 bíla. Um fjórðungur alls
bílaflota landsmanna, 35.000 bílar.
era frá fyrirtækjunum báðum.
„Starfsemi fyrirtækisins verður
að langmestu leyti í Bílaborgar-
húsinu uppi á Fosshálsi. Þar verða
skrifstofur, verkstæði og viðhald
og sala nýrra bíla, nema Suzuki og
Ford sem seldir verða í Framtíðar-
húsinu. Sala notaðra bíla verður
auk þess öll í Framtíðinni,“ segir
Þórir.
-JGH
Húsnæðisstofhun:
34 mánaða biðtími
Þeir sem sækja nú um lán hjá
Húsnæðisstofhun þurfa að bíða í 34
mánuði eftir að fá lánsloforð. 16.000
manns hafa sótt um lán í núverandi
kerfi síðan 1986 og hafa 8000 umsókn-
ir veriö afgreiddar. 8000 umsóknir
liggja óafgreiddar og ef ætti aö vera
hægt aö afgreiða þær þyrfd 23 millj-
arða króna til þess.
Þetta kom fram á blaöamannafundi
hjá Jóhönnu Siguröardóttur félags-
málaráöherra í gær þar sem hún
kynnti niöurstöður húsbréfanefndar
Kjartans Jóhannssonar. Boðaði Jó-
hanna frumvarp eför jólafrí um nýtt
kerfi byggt á húsbréfahugmyndinni.
Sú hugmynd byggir á innri fjár-
mögnun húsnæðiskerfisins þannig
að sefiandi lánar kaupanda gegn
framvísun fasteignaveðsbréfs. Bygg-
ingarsjóður ríkisins kaupir þetta
bréf og gefur út húsbréf sem á að
vera unnt að selja á almennum
markaði,
Þaö kom fram hjá ráöherra að von-
ast væri til aö húsbréfakerfið tæki
til starfa samhliða núverandi kerfi
strax á næsta ári og þá væri jafnvel
hægt að fá inn einn tíl tvo milljarða
áþannhátt. -SMJ
Holiday Inn
athugar kaup
Einn af forstjónun Holiday Inn
hótelkeðjunnar hefur verið hér á
landi þar sem hann athugar kaup
hótelkeðjunnar á Holiday Inn hót-
elinu í Reykjavík. Þeir sem fara
með stjóm hótelsins vörðust allra
frétta af samningaviðræðum.
Vitað er að rætt hefur verið um
kaup á meirihluta hlutafjár þar
sem Hofiday Inn keðjunni er annt
um að ekki komi til uppboðs eða
gjaldþrots á hóteli sem ber nafnið
Hohday Inn. -sme
Tekjuöflunar-
frumvörpin
renna i gegn
„Hver segir að við höfum ekki
meirihluta á þingi,“ sagði einn
þingmaöur stjómarinnar glað-
klakkalegur eftir atkvæða-
greiðslu um tvö af tekjuöflunai--
framvörpum ríkisstjórnarinnar
sem voru afgreidd frá neðri deild
í gær. Það voru framvörp um
skatt á verslunar- og skrifstofu-
húsnæði og lántökuskatt.
Það voru aðeins þingmenn
Sjálfstæðisflokksins sem greiddu
atkvæði gegn frumvörpunum en
þingmenn Kvennahsta og Borg-
araflokks sátu ýmist hjá, voru
fjarstaddir eða greiddu atkvæði
með frumvörpunum. Nafhakall
var viðhaft þegar 1. grein frum-
varpsins um skatt á verslunar-
og skrifstofuhúsnæði var sent til
3. umræðu og vakti þá athygli að
Albert Guömundsson sagði já en
Óh Þ. Guðbjartsson nei. Þeir voru
einu þingmenn flokksins sem
tóku þátt í atkvæðagreiðslunni.
-SMJ
Vestmannaejjafeija:
Ný ferja besti
kosturinn
Samgönguráðherra, Steingrím-
ur J. Sigfússon, segir að hann
hafi sannfærst rnn að þaö sé hæp-
in fjárfesting að kaupa gamalt
skip, 10,12 eða 15 ára, fyrir 50 til
60% af kostnaðarverði nýsmíðar
til aö sigla á milh lands og Vest-
mannaeyja. Sagði ráðherra að
það stefndi í það á næsta ári að
þá hefjist endanleg hönnun og
ákvöröun um gerð og smíði nýrr-
ar feiju og muni heimild í láns-
fjárlagafrumvarpinu vera ætluð
í því skyni. Sagðist ráðherra vera
sannfærður um að notað skip sé
ekki lausnin.
Þetta kom fram þegar sam-
gönguráðherra svaraöi fyrir-
spum Guðna Ágústssonar á Al-
þingi um það hvað hði athugun á
smíði nýrrar fetju á þessari leið.
Sagðist Guðni meta svar ráðherra
á þá leið að þessi ferja yrði komin
innan tveggja eða þriggja áiÆMJ
Ráðherrafundur
um Arnarflug
Fimm ráðherrar í ríkisstjóm-
inni koma saman á sérstökum
fundi í dag og ræða málefni Am-
arflugs ásamt öðram málum. „ Viö
fóram yfir stöðuna í Amarflugs-
málinu," ságði Steingrímur J.
Sigfússon samgönguráðherra 1
morgun.
Steingrímur sagði að viöræður
Amarfiugs og Flugleiða heföu
gengiö ágaetlega og mál nokkuö
skýrst á hvaöa sviöum hægt er
að koma fyrir samvinnu og hag-
ræöingu. Það er viss árangur í
sjónmáh þó ég vfiji ekki skýra
hannfrekar.“
- Hefui ríkisstjómin ákveðiö
hvort og hvemig hún ætlar að
styCöa Amarflug?
, .Þaöhafáengar ákvarðaim,veri
ið teknar. Menn vflja sjá hvað
ksmur út úr viöræöum flugfélag-
auaa,“
....................JSEBá