Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1988, Síða 12
12
FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1988.
Spumingin
Hverjar af jólabókunum
líst þér best á?
Jón Steinn Halldórsson útgerðar-
maður: Ég er nú lítið farinn að spá
í það. Ætli það sé ekki helst nasista-
bókin.
Kolbrún Sveinsdóttir: Mér líst vel á
barnabókina um Litlu vampíruna og
svo ætla ég að kaupa Markaðstorg
guðanna eftir Ólaf Jóhann Ólafsson.
Guðíaugur Wíum sjómaður: Mér líst
vel á bækurnar eftir Yngva Hrafn
og Bryndísi og svo bókina um ís-
lenska nasista. Þetta eru helstu
kjaftasögubækurnar.
Ómar Andersen, starfsmaður Flug-
leiða: Ég hef gaman af ævisögum.
Mér líst vel á bókina hans séra Rögn-
valdar og svo ætla ég aö gefa sjálfum
mér matreiöslubók fyrir örbylgju-
ofna.
Anna Sigurðardóttir afgreiðslu-
stúlka: Ég hef bara ekki haft nokk-
urn einasta tíma til þess að spá í það
en ég er að fara til þess.
Eva Sigurðardóttir nemi: Það er bók
sem heitir Mín káta angist eftir Guð-
mund Andra Thorsson.
Lesendur
DV
Bannaðar myndir á sjónvarpsstöðvum:
Aldrei bannaðar hjá
Sjónvarpinu - eða hvað?
JR skrifar:
Lítil athugasemd frá ungum syni
mínum leiddi hugann aö misjafnri
framsetningu sjónvarpsstöðvanna
tveggja á því hvað er bannað fyrir
börn og hvað ekki.
Á dögunum var hann að horfa á
Stöð 2, þegar byrjað var að sýna kvik-
mynd sem bönnuð var börnum, en
hætti snarlega við þegar hann sá að
myndin var bönnuð börnum. Þar á
bæ er gefið ótvírætt til kynna hvort
myndir eru bannaðar börnum með
einni eða tveimur höndum sem koma
á skjáinn. Sá stutti veit vel að komi
ein hendi þá er helst ekki ætlast til
þess að börn horfi á viðkomandi
mynd en komi tvær hendur sést yfir-
leitt undir iljarnar á honum því þá
er myndin stranglega bönnuð börn-
urn.
Það sem kom mér til aö skrifa þess-
ar línur er að fyrir nokkru kom
strákurinn sér vel fyrir framan sjón-
varpsskjáinn þegar byrja átti að sýna
kvikmynd á stöð eitt, eins og sá stutti
kallar þaö, eða nánar tilekið hjá rík-
issjónvarpinu. Þegar ég fann að því
að hann ætlaði að fara að horfa á
umrædda mynd þá var svarið stutt
og laggott: „Þaö eru aldrei bannaðar
myndir á stöð eitt.“
Þegar ég innti hann eftir þessu
nánar þá kom skýringin; það koma
aldrei neinar hendur á undan kvik-
myndum hjá ríkissjónvarpinu!
Menn eru greinilega ekki óhultir meö jólatréð sitt í húsagarðinum lengur.
Vonandi fær sá sem stal því samviskubit og skilar því á sinn stað.
Jólatré stolið
úr húsagarði
Maður á Lindargötunni hringdi:
Ég bý við Lindargötuna og varð
fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu að
jólatré, sem ég var nýbúinn að festa
kaup á, var stolið úr húsagarði mín-
um.
Síst heföi ég haldið að einhver legð-
ist svo lágt að fara að stela jólatré.
Vil ég því benda þeim á sem þetta
athæfi framkvæmdi að skila því hið
fyrsta á sama stað.
Hringið í síma 27022
milli kl, 10 og 12 eða skrifið
Bón- og bílaþvottur:
Góð þjónusta
í Bíldshöfðanum
Gylfi Guðmundsson hringdi:
Ég var að koma úr leiðangri aust-
an úr sveitum á heimilisbílnum um
helgina síðustu. í leiðinni til baka
til Reykjavíkur og niður í miðbæ
fór ég um Bíldshöfðann og ætlaði
að láta skola mestu óhreinindin af
bílnum og fór því í biðrööina þar
sem biðu um 10 bílar hjá Bón- og
bílaþvottastöðinni við Bíldshöföa.
Ég var búinn aö bíða þarna
nokkrar mínútur og komnir bílar
fyrir aftan mig þegar ég sá að ég
hafði ekki tíma til að bíða lengur
og bjóst því til að taka mig út úr
röðinni og aka burt. Þá kom aðvíf-
andi maður út úr stöðinni og spurði
mig hvort ég vildi ekki bara panta
tíma og koma þá síðar þegar mér
hentaði betur.
Ég sagði sem var að ég hefði ekki
ætlað að bíða með þvottinn til
morguns og nú væri ég orðinn of
seinn til að bíða lengur, en klukkan
var að verða 6 síðdegis! Þá sagði
sá úr stööinni að ég gæti alveg kom-
ið seinna um kvöldið og jafnvel
pantaö tíma því þarna væri opið
alla daga frá 8 að morgni til kl. 22
aö kvöldi. Þetta passaði mér vel svo
að ég kom aftur rétt eftir kvöldverð
og þá var mun styttri röð en minn
bíll var tekinn inn samtundis. - Ég
hef ekki í annan tíma fengið bílinn
eins vel þrifinn eins og í þetta
skipti. En eftirtektarverðast þótti
mér athyglin sem mér var veitt
strax í byrjun og varð til þess að
ég kom aftur.
Staðgreiðslu-
kerfið í steik?
K.P. skrifar:
Það hlaut að koma að því íyrr en
síðar að staðgreiðslukerfi skatta
fengi á baukinn hjá stjórnmála-
mönnum okkar eins og allt annað
sem hér er tekið upp og hefur
reynst bærilega annars staðar.
Það sagöi raunar viö mig góöur
maður, sem mikla reynslu hafði
haft gegnum árin af meðferð
skattamála, að sér þætti þaö mikið
kraftaverk ef staögreiðslukerfi
skatta gæti skilaö sér hér á sama
hátt og annars staðar. Einfaldlega
vegna þess að ríkissjóður hér er
rekinn svo aö segja „eftir hend-
inni“ og aldrei er vitað fyrirfram
hve mikið þarf í þann botnlausa
kassa.
Meðan gamla kerfiö var og hét
var einfaldara fyrir hið opinbera
að ná inn hækkuöum gjöldum því
þá voru líka lagðir á skattar „eftir
hendinni'* þegar kom í ljós hve
mikið þurfti til árið eftir og menn
greiddu af tekjum síðasta árs. - Þá
var allt í lagi að leggia á og hækka
prósentustigin því þá voru menn
komnir -með hærri laun en þeir
höfðu árið áður.
Nú er erfiðara um vik hjá hinu
opinbera með lækkandi veröbólgu
og fastri skattaprósentu. Þess
vegna er nú farið að ýja að því að
hækka skattaprósentuna og það
verður gert árlega upp frá þessu.
Hátekjumenn munu sleppa eins og
venjulega en fólkið meö meöal-
launin borgar brúsann eins og
ávallt áður en nú' með verðmeiri
krónum, ef veröbólgan hjaðnar.
Það hefur líka sitt að segja að
sleppa heilu ári í sköttum eins og
gert var í byrjun staðgreiöslukerf-
ins og veit ég ekki hvemig rikis-
sjóður ætlar aö brúa það bil. -
Sennilega eru þeir hagfræöispek-
ingarnir þó að uppgötva það fyrst
nú að slíkt var ekki hægt og þess
vegna er allt bramboltið með
skattahækkanirnar núna. En auð-
vitað vill enginn af stjórnmála-
mönnunum viöurkenna að það sé
ástæðan - eða þora það ekki. - Ef
skattprósentan héldist fóst og
óbreytt eins og annars staðar þar
sem staðgreiðslukerfi er til staðar
og ríkissjóður væri ekki rekinn eft-
ir hendinni, þá væri þetta í góðu
formi hér einnig. - En því er ekki
að heilsa, því miður.