Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1989, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1989, Side 3
FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 1989. 3 Fréttir DV kannar aukadagpeninga ráöherra ríkisstjómar Steingríms: Jón Baldvin með um 178 þúsund í „ferðabónus" Frá því ríkisstjóm Steingríms Her- mannssonar tók við hefur Jón Bald- vin farið á eina níu fundi erlendis. Samkvæmt up'plýsingum úr utanrík- isráðuneytinu hafa þessar ferðir ráð- herrans staðið í um 25 daga. Venju- legur opinber starfsmaður fengi vegna þessara ferða um 127 þúsund krónur í dagpeninga. Þar sem ráð- herrar njóta sérstakra kjara fékk Jón hins vegar um 305 þúsund krónur í dagpeninga vegna þessara ferða. Mismunurinn er 178 þúsund krónur. 140 prósent ráðherrabónus Að sögn Halldórs V. Sigurðssonar ríkisendurskoðanda liggur fyrir rík- isstjómarsamþykkt frá 1975 þess efn- is að ráðherrar skuli njóta betri kjara en aðrir starfsmenn ríkisins. Sam- kvæmt þessari samþykkt fá ráð- herrar óskerta dagpeninga þrátt fyr- ir að ríkið greiði gistikostnað þeirra. Venjulegir ríkisstarfsmenn fá hins vegar helmingi lægri dagpeninga ef hótelkostnaður þeirra er greiddur af ríkissjóði. Auk þessa fá ráðherrarnir sérstaka 20 prósent uppbót ofan á óskertu dagpeningana. í raun eru dagpening- ar þeirra því 140 prósent hærri en annarra ríkisstarfsmanna sem sækja ráðstefnur eða fundi erlendis. Þessi mismunur gefur ráðherrum um 7.787 krónur á dag ef þeir ferðast til Norðurlanda. Ýmis annarkostn- aður greiddur Eins og fram hefur komið í DV greiðir ríkið einnig hótelkostnað al- þingismanna. Þeir fá hins vegar ékki aukaálag eins og ráðherrarnir. Alþingismenn sem DV hefur rætt við fullyrða einnig að þegar ríkið greiði hótelkostnað ráðherra skipti engu þótt á reikningnum séu máltíö- ir og annar kostnaður fyrir utan gist- inguna sjálfa. Hjá alþingismönnum sé hins vegar gengið úr skugga um að ekkert sé borgað annað en gisting- in sjálf. Upplýsingar um raunverulegan kostnað ríkissjóðs vegna ferða ráð- herra hggja ekki á lausu. Árið 1986 svaraði Þorsteinn Pálsson, þáver- andi fjármálaráðherra, þó fyrirspurn í þinginu um þennan kostnað. Þar kom meðal annars fram að ferð Steingríms Hermannssonar á ólymp- íuleikana í Los Angeles kostaði ríkis- sjóð um 484 þúsund krónur á núvirði. Jón Baldvin með hæsta bónusinn Frá því að ríkisstjórn Steingríms tók við hefur Jón Baldvin Hannibals- son ferðast mest af ráðherrunum. Sem utanríkisráðherra hefur hann farið til New York, Washington, Brussel, Genfar, Malmö, Parísar, Póllands og Vínar. Miðað við upplýs- ingar utanríkisráðuneytisins hefur Jón fengið vegna þessara ferða um 178 þúsund krónur umfram það sem venjulegir ríkisstarfsmenn fá. Þá er ekki tekið tillit til ef ríkissjóður greiðir fyrir annað en sjálfa gisting- una. Jón Sigurðsson er samstarfsráð- herra Norðurlanda og því starfi fylgja ferðalög. Á síðasta ári fór Jón tvíveigis utan vegna þessa hlutverks. Forveri hans, Matthías Á. Matthía- sen, fór þrisvar utan á fundi tengda Norðurlandaráði á sama ári. Auk ferða vegna Norðurlandaráðs hefur Jón einnig farið sem viðskipta- ráðherra. Yfirlit yfir dagpeninga hans á þessu tímabili má sjá á mynd- inni hér til hliðar. Þar eru einnig sýndir ferðapeningar Jóns Baldvins, Halldórs Ásgrímssonar og Stein- gríms Hermannssonar en þessir ráð- herrar hafa verið víðfórlastir. Aðalferðatími ráðherrana er þó I mmmmmmmmm Ferðabónus ráðherra Jón Baldvin Hannibalsson 7 dagar erlendis Dagp. 127,103 Bónus 177,944 Samtals 305,047 kj lcii ly i 111 iui Hermannsson 7 dagar erlendis Dagp. 35,497 Bónus 49,696 Samtals 85,193 Jón Sigurðsson 12 dagar erlendis Dagp. 66,744 Bónus 93,441 Samtals 160,185 Sa mtats~gerrrpétta 652,502 kr. Halldór Ásgrímss. 8 dagar erlendis Dagp. 42,532 Bónus 59,545 Samtals 102,077 DVJRJ V' •; MHWHHMMSRRSSSMÍflSðSHHMððHBRSiS Á þessu yfirliti má sjá feróapeninga þeirra ráðherra sem mest hafa ferðast síðan ríkisstjórnin tók við og hvert þeir fóru. ekki hafinn. I sumar birtist frétt í DV þar sem kom fram að forsætis- ráðherra var í New York, mennta- málaráðherra í Kaupmannahöfn, vegsráðherra á Nýja Sjálandi - allir málaráðherra í Grikklandi, fjár- iðnaðarráðherra í Kína og sjávarút- ásamatíma. -gse Útsala útsala • ® i > aisiattur HAGKAUP

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.