Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1989, Side 5

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1989, Side 5
FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 1989. 5 Hið nýja verslunar- og skrifstofuhús- næði í miðbæ Akureyrar. DV-mynd gk Akureyri: Nýtt verslun- ar- og skrif- stofuhús Gylfi Kristjánsson, DV, Aknreyri: Nú styttist óðum í að nýtt verslun- ar- og skrifstofuhús, sem hefur verið í byggingu á planinu milli Glerárgötu og Skipagötu í miðbæ Akureyrar, verði tekið í notkun. Húsið er fjórar hæðir og á neðstu hæð þess verða verslanir og fata- hreinsun. Á hinum hæðunum þrem- ur verða m.a. læknastofur og skrif- stofur. Akureyri: „Kringla“ í göngugötuna Gylfi Kristjánsson, DV, Aktireyri: Svo kann að fara að Akureyringar eignist sína „kringlu“ fyrir næstu jól, en áformað er að byggja 6 hæða verslunar- og skrifstofuhús að Hafn- arstræti 97, í göngugötunni. Þar er nú Bókabúðin Huld í gömlu húsnæði sem þarf að víkja. Þar á að byggja um 4 þúsund fermetra hús undir 12-14 verslanir og skrifstofur, og er meginhugmyndin sú að byggja á „kringlulínunni" með torgum sem gengið verður frá í verslanimar. All- ar áætlanir miðast við að verslunar- húsnæðið verði tilbúiö í nóvember, þannig að allt verði til reiðu er, jóla- vertíðin" gengur í garö. Fékk gölluð neyðarskot „Sem betur fer reyndi aldrei á skot- in meöan ég var í rjúpu. Ég skaut fjórum af fimm skotum á gamlárs- kvöld. Ekkert skotanna virkaði. Við vorum tveir og sá sem var með mér skaut sams konar skotum og úr sömu byssunni. Skot félaga míns virkuðu öll. Ég þakka fyrir að hafa ekki þurft að treysta á neyðarskotin þegar ég var í veiöiferðum," sagði Gunnlaug- ur A. Einarsson rjúpnaveiðimaður. Gunnlaugur keypti pakka með fimm neyðarskotum í Veiðihúsinu í haust. Hann er búinn að skjóta fjór- um skotanna og ekkert þeirra virk- aði. Hallgrímur Marinósson í Veiði- húsinu sagðist kannast við eitt svip- að tilfelli. Hann sagði að til hans hefði komið kona sem hefði sagt að sér þættu ljósin af neyðarskotunum ómerkileg. Landssamband hjálpar- sveita skáta flytur neyðarskotin til landsins. Hallgrímur sagði þetta vera neyðarskotin fyrir haglabyssur sem seld eru hér á landi. „Ég hef heyrt af svona tilfelli. Ég veit ekki hvort það er það sama og þú nefnir. Ég er nýbúinn að skrifa bréf til framleiðandans. 'Við höfum flutt þessi skot til landsins í mörg ár og það hefur aldrei komið kvörtun fyrr enn nú. Það getur ekki verið að um gömul skot sé aö ræða. Skotin koma til okkar í ágúst og þau seljast alltaf upp fyrir áramót,“ sagði Björn Hermannsson hjá Landssambandi hjálparsveita skáta. Fréttir Niðurstaöa rannsókna íslenskra og danskra lækna: Mótefni gegn her- mannaveiki algeng í íslenskum börnum - engin hætta á faraldri, segir Haraldur Bríem smitsjúkdómalæknir Mótefni gegn hermannaveiki finnast í ríku mæli hjá íslenskum bomum. Þetta er niðurstaða rann- sóknar sem íslensku læknamir Haraldar Briem og Ásgeir Haralds- son gerðu í samstarfi við tvo danska lækna. Þegar bakterían, sem veldur her- mannaveiki, legionella, kemst í lík- amann myndast mótefni gegn bakt- eríunni og mæling á því mótefni staðfestir smitið. Haraldur Briem segir enga hættu á hermannaveikifaraldri. „Bakter- ían finnst í náttúrunni og ekkert óeðlilegt að böm fái hana. Bakter- ían verður ekki hættuleg fyrr en fólk fær mikið af henni ofan í sig,“ segir Haraldur. Mikið magn af legionellu bakter- íunni í mannslíkamanum getur leitt til svæsinnar lungnabólgu. Hermannaveikin uppgötvaðist fyrst í Philadelphíu í Bandaríkjun- um árið 1976 á þingi fyrrverandi hermanna. Yfir 200 hermenn sýkt- ust og létust 34. Legionella bakterían fjölgar sér hratt í kyrra vatni. Helst er hætta á hermannaveiki þegar vatn hefur legið kyrrt í nokkum tíma í loftræ- stikerfum eða sturtuhausum og bakterían berst síðan með vatn- súða þegar tækin eru aftur tekin í notkun. -pv Bláfjöll Tvær skíðalyft- ur voru ónothæfar Tvær skíðalyftur íþróttafélaganna Fram og Ármanns í Bláfiöllum voru ónothæfar þegar Reykjavíkurborg tók þær á leigu í nóvember síðast- liðnum. Lyfturnar fengu ekkert við- hald eftir síðasta vetur og ekki tókst að koma þeim í gagnið fyrr en í þess- ari viku, segir Kolbeinn Pálsson, for- maður Bláfiallanefndar. Aðsókn er mikil að skíðasvæðinu í Bláfiöllum og voru margir skíðaiðk- endur óánægöir með að lyfturnar skyldu ekki vera klárar þégar snjór- inn var kominn. Kolbeinn sagði að þótt uppbygging skíðasvæðisins væri ör fiölgaöi skíðafólki þeim mun meira og Bláfiallasvæðið annaði vart aðsókninni. -pv Hvað er eiginlega Silfurfarrými? Sætabiliö ívélum Arnarflugs er jafn mikið og á "Business Class" hjá öðrum flugfélögum. Ekki aðeins á Gullfarrými heldur í allri vélinni. Þess vegna tölum við um að þar sem Gullfarrými sleppir, taki við Silfurfarrými. A Silfurfarrýmiriu fá farþegar einstaka þjónustu, og íýrsta flokks veitingar. Okkar metnaður er að veita öllum okkar farþegum persónulega og góða þjónustu. Söluskrifstofa Arnarflugs og KLM Austurstræti 22, sfmi 623060. Söluskrifstofa Arnarflugs Lágmúla 7, sími 84477. -sme

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.