Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1989, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1989, Side 6
6 FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 1989. Viðskipti___________________________________________________________________________________dv Bjórtilboö ÁTVR opnuö í gær: Budweiser bauð best Bandaríski bjórinn Budweiser, mest seldi bjór í heimi, bauö best í gær þegar opnuð voru verðtilboð vegna sölu þriggja erlendra bjórteg- unda í vínbúðum Rikisins. Budweis- er er því talinn inni í Ríkinu. Það kom hins vegar langmest á óvart hve hátt tilboð kom frá Rolf Johansen vegna hollenska bjórsins Heineken sem er einhver vinsælasti bjór á ís- landi. Töldu margir að Heineken hefði hreinlega spilað sig út af kort- inu með háu tilboði. Eins kom á óvart hátt tilboð frá Vífilfelli vegna bjórs- ins Pripps. Og svo virðist sem Tuborg sé frekar inni en Carlsberg. Tuborg og Carlsberg eru raunar frá sömu dönsku verksmiðjunni. Það ríkti ótrúieg spenna í ráö- stefnusalnum í Borgartúni 6 klukkan ellefu í gærmorgun þegar bjórinn- flytjendur biðu með öndina í hálsin- um eftir að Ásgeir Jóhannesson, for- stjóri Innkaupastofnunar ríkisins, opnaði nítján bjórtilboð. Spennan er vegna þess aö aðeins þrjár þessara tegunda fá inni i vínbúöum Ríkisins. Tilboðin leiðandi í valinu Höskuldur Jónsson, forstjóri ÁTVR, sagði eftir að tilboðin voru opnuð í gær að niðurstaða útboðsins væri mjög leiöandi í því hveijir fengju inni í vínbúðunum. Björninn er samt ekki alveg unninn með lágu verði, bjórinn þarf líka að vera vin- sæfl og þekktur hérlendis. „í útboð er að sjálfsöðu farið til að fara eftir því,“ sagði Höskuldur í gær. Það verða því Höskuldur Jons- son og starfsmenn ÁTVR sem taka endanlega ákvörðun um það hvaða þrjár tegundir verða seldar í vín- búðunum. Umboðsmennirnir viðstaddir Þeir sem sendu inn tilboð í þetta sögulega útboö ÁTVR voru allir við- urkenndir af ÁTVR fyrir að vera meö umboð fyrir þekkta bjóra erlendis. Þess vegna var þeim gefinn kostur á að bjóða í. DV hefur reynt að meta tilboðin sem opnuð voru í gær. Farið er fyrst og fremst eftir þeim upplýsingum sem Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Innkaupastofunnar ríkisins, greindi frá á fundinum. Til einfóldunar met- um við tilboðin eingöngu út frá fob- verði hvers bjórkassa. ÁTVR hefur jafnan náð sérstökum sérkjörum við skipafélögin við flutn- ing á víni til landsins. Gerum við ráð fyrir því aö svo verði áfram þótt áfengiö heiti í þetta skiptið bjór. Margar viðbótarupplýsingar fylgdu mörgum tilboðanna í gær og geta þær auðvitað breytt miklu um þau kjör sem eru í boði fyrir ÁTVR. Reynist sérkjörin, sem ekki var upplýst um á fundinum í gær, ráða - verðlagði Heineken sig út af kortinu? Magnús Jónasson, umboðsmaður fyrir Budweiser á íslandi. Hann var sigurviss eftir að tilboðin voru opnuð í gær. Davíð Scheving. Hann var á bak við tilboð þýsku bjórtegundanna Hol- stein og DAB í gær og belgíska bjórsins Maes Pils. Davíð er mjög heitur með bjórinn DAB. úrslitum um þaö hveijir fái endan- lega inni í vínbúðunum verður nánar sagt frá því þegar ÁTVR kynnir end- anleg úrslit í málinu. Svona voru tilboðin En svona var niðurstaðan í gær miðað við fobverð á kassa: Nafn fobverð á kassa Budweiser Miller San Michael Slitz Kaiser Tuborg DAB Holstein Carlsberg Maes Pils Bechs Dortmunder Falcon Pripps Dass Export Heineken Royal Kronbakker Rode Orm 220 kr. 225 kr. 238 kr. 253 kr. 262 kr. 276 kr. 295 kr. 300 kr. 304 kr. 306 kr. 311 kr. 314 kr. 332 kr. 346 kr. 347 kr. 354 kr. 362 kr. 423 kr. 502 kr. Fobverð þýðir verð bjórkassans á hafnarbakka í viðkomandi landi. Eft- ir það á eftir að flytja bjórinn heim með skipi, tryggja farminn og flytja frá hafnarbakka í Reykjavík í birgða- geymslu ÁTVR. Einn bjór frá hverju iandi í reglum ÁTVR um sölu á bjór í vínbúðum fyrirtækisins er tekiö fram að aðeins megi selja eina bjór- tegund í vínbúðunum frá hveiju landi. Þetta þýðir að aöeins ein bandarísk bjórtegund verður til sölu í vínbúöunum, ein dönsk, ein sænsk, ein þýsk og svo koll af kolli. En vel að merkja, aðeins veröa seldar þijár erlendar tegundir. Hver það verður veit nú enginn. Þaö er fyrirtækið 3 K Trading sem hefur umboð fyrir Budweiser á ís- landi. Annar aðaleigandi fyrirtækis- ins og framkvæmdastjóri þess er Magnús Jónasson. Budweiser er mest seldi bjór í heimi. Svo afkasta- miklar eru bruggverksmiðjur An- hauser Bush, sem framleiða Bud- weiser, að það tekur eina verksmiðju fyrirtækisins aðeins um átta klukku- stundir að framleiða eina milljón lítra. En talið er að íslenski bjór- markaðurinn verði 10 milljónir lítra á þessu ári. Fréttaljós Jón G. Hauksson Miller og Slitz Miller og Slitz eru mjög þekktar bjórtegundir vestra. Miller er til dæmis annar söluhæsti bjór í Banda- ríkjunum á eftir Budweiser. Rolf Johansen er með umboð fyrir hollenska bjórinn Heineken. Allir spáðu því að Heineken yrði örugg- lega inni í vínbúðunum fyrir tflboöið í gær. Nú eru margir í vafa. En úrslit- in liggja samt ekki fyrir ennþá. Spánski bjórinn San Michael er mestseldi bjór á Spáni. Umboðsmað- ur hérlendis er Kristján Ámason en hann er með umboð fyrir spænsk vín hér á landi. Kókverksmiðjan, Verksmiðjan Víf- ilfell, er með umboð fyrir sænska bjórinn Pripps. Falcon Export er líka sænskur en ekki eins þekktur hér á landi og Pripps. Og annar sænskur bjór er á listanum. Hann heitir Rode Rolf Johansen. Sendi hann Heinek- en út af kortinu í gær með of háu tilboði? Margir eru á því. Orm og hefur fengist hér á landi lengi. Hann virðist hins vegar hafa verðlagt sig hressilega út úr mynd- inni í vínbúðum ÁTVR eins og raun- ar allir sænsku bjórarnir. Carlsberg, Tuborg og Royal Mikfl spurning er um dönsku bjór- tegundirnar Carlsberg, Tuborg og Royal. Miðað við tflboðin í gær virð- ist Tuborg eiga mesta möguleika. Það kemur svolítið á óvart þar sem lang- flestir töldu Carlsberg verða inni í vínbúðunum. Þarna á milli er samt mikil keppni. Royal virðist hins veg- ar vera úti vegna verðsins. Davíð Scheving Thorsteinsson, eða öllu heldur Sól hf., gæti veriö inni með þýska bjórinn DAB. Davíð er maðurinn á bak við þrjú tilboðanna af þessum nitján sem opnuð vom í gær. Hann er líka með þýska bjórinn Holstein og belgíska bjórinn Maes Pils. Fyrirtækið Útgarðar hf. er með umboö fyrir austurríska bjórinn Ka- iser sem er í fimmta sæti á listanum okkar. Kaiser á mikla möguleika miðað við verð, spurningin er hins vegar hvort hann sé nægilega þekkt- ur hérlendis. Ormsson með Becks Becks er vinsæll þýskur bjór. Hann er í ellefta sæti á Ustanum. Það er fyrirtækið Bræðurnir Ormsson sem er með umboö fyrir Becks á íslandi. Loks era þaö breski bjórinn Dass og þýski bjórinn Kronbakker. Þeir virðast ekki vera inni í myndinni inni í vínbúðunum. Hvaða bjórtegundir sjást í hillum vínbúða ÁTVR miðvikudaginn 1. mars verður tilkynnt af Höskuldi Jónssyni, forstjóra ÁTVR, á næst- Fiskútflytjendur senda smáskammta til Japans: Japanir lítt hrifnir af hefðbundnum fisktegundum Útflytjendur ferskra sjávarafurða era varkárir í tilraunum sínum til að flylja afurðir flugleiðis á Japans- markað. Fyrstu sendingar lofa góðu en vegna fltiflar þekkingar á mark- aðsaðstæðum í Japan virðast ís- lenskir útflytjendur ætla að senda lítið magn fyrst um sinn á markað- inn. í síðustu viku millilenti í Keflavík í fyrsta sinn í áætlunarflugi breið- þota bandaríska flugfélagsins Flying Tiger og tók um borð tæp tvö tonn af íslenskum sjávarafurðum. í ann- arri ferð sinni í þessari viku var farmurinn um eitt tonn. Þeir útflytjendur, sem DV talaði við, sögðust ætla að fara rólega í sak- imar fyrst um sinn og sjá hvaða sjáv- arafurðir koma best út. Rafn Haraldsson hjá Seifi hf. sagði að fyrirtækið hefði sent út á annað hundrað kíló af rækju í vikunni og að stefnan væri sú að byija í smáum stíl þennan útflutning. Rafn sagði að bráðlega færi maður á vegum fyrir- tækisins til Japans og fylgdist með gangi mála þar ytra. Magnús Magnússon hjá Sölumið- stöð hraðfrystihúsanna fór til Japans með fyrstu ferð Flying Tiger og fylgd- i tæpu tonni af sjávarafurðum á markað í Tókíó; Hann segir það muni ekki verða ljóst fyrr en eftir þó nokkrar tflraunasendingar á Jap- ansmarkað hvaða tegundir ættu helst upp á pallborðið hjá Japönum. Magnús sagði það liggja fyrir að hefð- bundnar íslensk'ar sjávarafurðir, til dæmis þorskur og ýsa, falla Japön- um ekki í geð. Enn sem komið er viröast útflytj- endur vissir um að fyrir nýslátraðan lax fáist gott verð í Japan. Um aðrar tegundir er minna vitað en þorsksvil nefnd sem góð söluvara. r -pv unni. Miðaö við verötilboöin í gær, fobverö á einum 24 dósa kassa, virð- ast Budweiser, Tuborg og DAB vera mjög líklegir til að vera inni. Þeir sem keppa harðast við þá eru greini- lega Carlsberg og Holstein. Enginn skyldi samt vanmeta Heineken þegar að ákvörðun Höskuldar kemur þrátt fyrir að hann virðist hafa spilað sig út af kortinu í gær vegna verðsins. Miller og Slitz eru víst úti vegna reglnanna um að aðeins einn bjór frá hveiju landi verði seldur í vínbúðum- ÁTVR. En þeir sem vilja „sína“ tegund og ekkert annað geta svo farið upp í bjórbúð ÁTVR sem verður í birgða- geymslu fyrirtækisins í Árbænum. Þar verða allar þessar tegundir og fleiri til sölu. -JGH Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóðsbækurób. 3-5 Vb.lb Sparireikningar 3ja mán. uppsógn 2-6 V b 6mán. uppsögn 2-7 Vb 12 mán. uppsögn 3,5-5 Lb 18mán. uppsögn 8 Ib Tékkareikningar, alm. 1 Allir Sértékkareikningar 1-6 Vb Innlán verðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 1-2 Vb 6mán. uppsögn 2-3.5 Sp.Ab,- Innlán meðsérkjörum 3,5-11 Vb.Bb Úb Innlángengistryggð Bandarikjadalir 7,5-8,75 Ab Sterlingspund 11-12,25 Úb.Ab Vestur-þýsk mörk 3,75-5 Ab Danskarkrónur 6,75-8 Vb.Sb,- ÚTLÁNSVEXTIR (%) Ab lægst Útlán óverðtryggð Almennirvíxlar(fon/.) 11-15 Vb Viöskiptavíxlar(forv.)(1) kaupgengi Almennskuldabréf 12-12.5 Vb Viðskiptaskuldabréf(1) kaupgengi Allir Hlaupareikningar(yfirdr.) 14,5-17 Úb.Vb Utlán verðtryggð . Skuldabréf 8-8,75 Vb Útlántilframleiðslu Isl. krónur 12-12,5 Lb.Sb,- SDR 9.5 Bb.Úb Allir Bandaríkjadalir 11-11,5 Úb Sterlingspund 14,50- allir 14,75 nema Vestur-þýsk mörk 7.25-7.5 Úb allir Húsnæðislán 3.5 nema Úb Lífeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 21,6 MEÐALVEXTIR óverðtr.jan.89 12,2 Verðtr.jan. 89 8.1 VlSITÖLUR Lánskjaravisitala jan. 2279 stig Byggingavisitala jan. 399,5 stig Byggingavísitalajan. 125,4stig Húsaleiguvísitala Engin hækkun Verö- stöðvun VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða Einingabréf 1 3.442 Einingabréf 2 1.933 Einingabréf 3 2,237 Fjölþjóðabréf 1.268 Gengisbréf 1.586 Kjarabréf 3:442 Lífeyrisbréf 1 727 Skammtimabréf 1.197 Markbréf 1.828 Skyndibréf 1.053 Sjóösbréf 1 1,644 Sjóðsbréf 2 1,381 Sjóösbréf 3 1.168 Tekjubréf 1,557 HLUTABREF Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Almennar tryggingar 130 kr. Eimskip 380 kr. Flugleiðir 288 kr. Hampiðjan 155 kr. Hlutabréfasjóður 151 kr. Iðnaðarbankinn 177 kr. Skagstrendingur hf. 200 kr. Útvegsbankinn hf. 134 kr. Verslunarbankinn 146 kr. Tollvörugeymslan hf. 126 kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Búnaðarbanki og Samvinnubanki kaupa viðskiptavíxla gegn 31% ársvöxt- um og nokkrir sparisj. 30,5%. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb= Búnaðarbankinn, lb = lðnaðar- bankinn, Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn, Úb = Útvegsbankinn, Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð- irnir. Nánari upplýsingar um peningamarkaö- inn birtast i DV á fimmtudögum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.