Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1989, Side 7

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1989, Side 7
FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 1989. 7 DV HoMay Inn: Greiðslustöðvun framlengd um tvo mánuði Ragnar Hall skiptaráðandi hefur samþykkt að framlengja greiðslu- stöðvun Holiday Inn til 25. mars. Með þessari framlengingu hefur Holiday Inn fengið'fimm mánaða greiðslu- stöðvun. í fyrstu var hótehnu veitt greiðslustöðvun til tveggja mánaða. Síðar var greiðslustöðvunin fram- lengd um einn mánuö og nú um tvo mánuði. Heildarskuldir hótelsins eru ríflega 600 milljónir króna. Þegar beiöni um framlengingu var lögð fram fylgdi henni bráðabirgöauppgjör fyrir árið 1988. Þá var einnig lögð fram rekstr- aráætlun fyrir árið 1989 - byggð á rekstri síðasta árs. Enn eru í gangi viðræður við erlenda aðila um kaup á hótelinu. Erlendir aðilar eru hér á landi til viðræðna og samkvæmt heimildum DV verða innan skamms viðræður við Holiday Inn-keðjuna og SAS. Fyrir nokkru leituðu bandariskir lýtalæknar eftir upplýsingum um hótehð. Læknarnir eru ekki lengur í myndinni sem kaupendur. -sme Akureyri: Mikil fjölgun á atvinnuleysisskrá Gyifi Kristjánsson, DV, Akuxeyri: „Síðustu tölur sem ég hef ná- kvæmar eru síöan um áramót en þá voru 174 hér á atvinnuleysis- skrá,“ segir Bryndís Benjamíns- dóttir hjá V innumiðlunarskrifstof- unni á Akureyri. „Það hefur hins vegar gerst síðan þá að það hefur íjölgað mikið á skrá hjá okkur hér og mun fleiri eru nú á skrá þótt nokkrir hafi fengið vinnu og farið af skrá,“ sagöi Bryndís. Hún sagði að fólkið sem komið hefúr á atvinnuleysisskrá á Akur- eyri að undanfömu komi úr öllum greinum atvinnulifsins, ekki sé hægt að merkja að einn hópur sé stærri en annar eins og oft hefur gerst. „Þaö virðist því miður ekkert lát á þessu, en auðvitað vonar maö- ur að þetta fari að taka enda,“ sagði Bryndís. „Sé ekki neitt sem getur breytt stöðunni“ - segir formaöur Verkalýðsfélagsins Einingar Gyifi Kristjánsson, DV, Akureyit „Atvinnuástandið er víða mjög slæmt hér á svæðinu. Fyrirtæki sem við höfum stólað á varðandi okkar fólk standa mjög illa, hafa sum hver orðið gjaldþrota og ástandið er því ekki glæsilegt,“ seg- ir Sævar Frímannsson, formaður Verkalýðsfélagsins Einingar, um atvinnuástandið á svæði félagsins í Eyjafirði. „Það verður að spyija þá sem stjórna landinu um þetta, en ég sé ekkert sem getur breytt stöðunni í fljótu bragöi. Það hefur nákvæm- lega ekkert verið að gerast í þessum málum að undanfórnu og ástandið er því afar slæmt í dag.“ Sævar sagði að innan verkalýðs- hreyfingarinnar heföi verið rætt að undanfórnu hvernig hyggilegast væri að standa að samningamálum hreyfingarinnar í vor en engin nið- urstaöa hefði fengist í því máli. Sjálfur sagðist Sævar hafa sína persónulegu skoðun á því hvernig bæri að standa að þessu en ekki láta hana uppi að svo stöddu. „Mér er hins vegar ekki launung á því að innan stjórnar Einingar á sú skoðun fylgi aö farsælast væri fyrir verkalýðshreyfinguna að fara sameinuð fram undir forystu Al- þýðusambands íslands. En þess ber þó að gæta að félögin eru með lausa samninga á ýmsum tímum og það getur orðið erfitt að halda þessu saman. En þessi mál verða rædd mjög vel bæði innan ASÍ og Verka- mannasambandsins á næstunni og þá munu línur skýrast í þessum efnum,“ sagði Sævar Frímannsson. Skuldabréfakaup lífeyrissjóöanna Tveir milljarðar eftir frá í fyrra Að sögn Indriða H. Þorlákssonar hagsýslustjóra vantar verulegar fjár- hæðir upp á að lífeyrissjóðirnir hafi gert upp við Byggingarsjóð ríkisins vegna skuldbundinna skuldabréfa- kaupa. Lifeyrissjóðirnir hafa skuld- bundið sig til aö kaupa fyrir 55% af ráðstöfunarfé sínu. Indriði sagði að þessi upphæð lægi ekki nákvæmlega fyrir en taldi tvo milljarða ekki fjarri lagi. Sagði hann að þetta væri ekki ósvipað því sem hefði verið í fyrra. Indriöi sagði að ekki væri beinlínis hægt aö líta á þetta sem skuld því að þó að lögin segðu að lífeyrissjóð- imir ættu að kaupa fyrir 55% af ráð- stöfunartekjunum þá segði ekkert um hvenær kaupin ættu aö fara fram. í fyrra dróst eitthvað fram eft- ir árinu að lífeyrissjóðirnir gerðu upp við Byggingarsjóö fyrir 1987. Þetta hefur hins vegar ekki nein áhrif á stöðu Byggingarsjóðs því hann hefur fengið ríflega frá lífeyris- sjóðunum miðað við lánsfjáráætlun. -SMJ Fréttir Svavar Gestsson menntamálaráðherra flettir handriti alfræðiorðabókar sem bókaútgáfan Örn og Örlygur stendur að. Ritstjórar alfræðiorðabókarinnar, Sigríóur Harðardóttir og Dóra Hafsteinsdóttir, og útgefandinn, Örlygur Hálf- dánarson, fylgjast með. DV-mynd GVA ' Alfræöioröabók: Útgáfan kostar 75 milljónir Vinna við efni í íslenska alfræði- orðabók er komin á lokastig. Það er bókaútgáfan Örn og Örlygur sem stendur að verkinu og hefur fengið til iiðs við sig um 100 sérfræðinga til að þýða og frumsemja greinar í al- fræðibókina. Aö sögn Örlygs Hálfdánarsonar bókaútgefanda kemur alfræðiorða- bókin út á miðju næsta ári. Hún verð- ur í þrem bindum, samtals um 1700 blaðsíður. Alfræðiorðabókin er byggð á dönsku útgáfunni Fakta - Gylden- dals etbinds leksikon, en þriðjungur af efni íslensku útgáfunnar er frum- saminn. Gert er ráö fyrir að útgáfan kosti 75 milljónir króna og segir Örlygur að hann hafi fengið lán úr Iðnþróun- arsjóöi til að létta undir en enga beina styrki hefur útgáfan fengið. Líklegt er að útgáfa alfræðiorða- bókar marki tímamót í mörgu tilliti. Ritstjórn verksins gerir sér far um að hafa uppi á nýyrðum og hugtök- um sem hingað til hefur ekki verið safnað í eina bók. í alfræðibókinni verður stöðluð notkun orða og hug- taka og mun það stórlega auðvelda þýðingu fræðilegs texta úr erlendum málum. -pv SALA Síðasti dagur á morgun Opið frá kl. 10-16 Austurstræti 14 - sílni 12345 Kringlunni 4 - sími 689-789

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.