Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1989, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1989, Side 11
FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 1989. 11 Utlönd Barbara Bush: Barbara Pierce Bush verður í dag forsetafrú Bandaríkjanna. Við því er að búast að heimilisbragurinn í Hvíta húsinu breytist nokkuð við það að Barbara kemur í stað Nancy Reag- an. Barbara Bush er með silfurgrátt hár, dáhtið þybbin og notar gervi- perlufesli um hálsinn, til að fela hrukkurnar, segir hún. Nóg hefur hún af hrukkum og segist vera hreykin af þeim. Það getur enginn lifað lífinu án þess að fá hrukkur, segir hin nýja forsetafrú Bandaríkj- anna. Hlutverk hennar í lífi George Bush mun ekki breytast við það eitt að hann tekur við embætti forseta Bandaríkjanna. Hún segist munu sinna alveg sama hlutverki og fyrr. Hún skipuleggur heimilishaldið, hlustar á vandamál bamanna og barnabarnanna. George fær að taka þátt í þeim ef þau eru áríöandi. lega hlýju í Hvíta húsið. Þar verða börn að leik á nýjan leik, ólíkt því sem verið hefur þann tíma sem Nancy Reagan hefur ráðið ríkjum í íbúðarálmu Hvíta hússins. Barbara Bush hefur viðurkennt að hún noti gerviperlur til að hylja hrukkur á hálsi sínum. Heima fyrir kann hún best viö að vera á slopp og ef þarf að fara út með hundinn þeirra hjóna, sem er springer spani- el, þá gerir hún það helst í sloppnum ef veður leyfir. Fjölmiðlar hafa gagnrýnt hana fyr- ir að líta fremur út fyrir að vera móðir nýja forsetans en eiginkona hans og hefur henni oft sviðið sárt hve þeir eru miskunnarlausir. Bar- bara hefur hins vegar gnægð skop- skyns og þess vegna lætur hún svona nokkuð ekki lengi á sig fá. Hún hefur sagt að hún sé til í að gera allt nema að fara í megrun, setja á sig farða eða lita hár sitt. Öðruvísi en fyrri forsetafrúr Það er ólíklegt að Barbara Bush eigi eftir að sitja ríkisstjórnarfundi, eins og Rosalynn Carter gerði á sín- um tíma. Einnig verður að telja óhk- legt að hún muni hafa forgöngu um að æðstu embættismenn bandaríska ríkisins verði reknir, eins og Nancy Reagan hefur gert. Hún mun hins vegar hafa sín áhrif á störf forsetans, eins og hún hefur hingað til haft. Það getur oft haft mikil áhrif að segja, „George, ég myndi nú ekki gera þetta ef ég væri þú.“ Barbara er af mörgum talin aðal- manneskjan á bak við nýjar áherslur Georfte Bush á mál eins og mennta- mál gg vandacnál heimilislausra svo eitthvað sé nefnt. Barbara Bush er sextíu og þriggja ára að aldri. Hún á fimm börn og tíu barnaböm. Hún hætti í hinum virta Smith College í Massachusetts á öðru ári sínu þar, árið 1945, til að giftast George Bush. Barbara segist cddrei hafa séð eftir þeirri ákvörðun. „Fólk sem segist sjá eftir einhverju er heimskt," segir hún. Nýja forsetafrúin hefur fengið næga æfingu fyrir flutninginn úr varaforsetabústaðnum í Hvíta húsið, en þar á milii eru þrír kílómetrar. Barbara Bush er manni sínum stoð og stytta. Það má þó búast við að stuðningur hennar við George verði öðruvísi en sá stuðningur sem Nancy Reagan hefur veitt manni sínum. Símamynd Reuter Þau fjörutíu og fjögur ár sem hún hefur verið gift George Herbert Wal- ker Bush hefur hún þurft að flytja tuttugu og níu sinnum, þar af einu sinni til Peking þar sem maður henn- ar var sendifulltrúi eitt sinn. Móöurleg hlýja í Hvíta húsið Búist er við að Barbara, sem Ge- orge kallar Bar, flytji með sér móður- Hvítt hár vegna missis Hár hennar fór að hvítna árið 1953 þegar dóttir þeirra hjóna, Robin, þriggja ára, greindist með hvítblæði. Barnið dó eftir átta mánaða dauða- stríð. Ævilangur áhugi Barböru á málefnum sjúkra barna var vakinn. Hún hefur heimsótt barnadeildir sjúkrahúsa um jólaleytið á hverju ári í mörg ár. Sjálf segir Barbara að án George hefði hún aldrei komist í gegnum þetta erfiöa tímabil ævi sinnar. Hjónin eiga fimm börn á lífi. Þau eru George, fjörutíu og tveggja ára, fyrrum oljjikaupsýslumaður í Texas, Jeb, þrjátíii og fimm ára, fyrrum við- skiptaráðllbrra Flórídaríkis, Marvin, þrjátíu ogleins árs, verðbréfasali í Washington, Neil, þijátíu og þriggja ára, forstjóri í olíufyrirtæki og Dor- othy Leblond, tuttugu og níu ára, kaupsýslukona í Maine. Eitt helsta áhugamál Barböru Bush er baráttan gegn ólæsi. Áh'ugi henn- ar fyrir því máli byrjaði þegar Neil, sonur hennar, greindist með les- bhndu. Hún hyggst beita sér mjög í þessum málaflokki þegar hún er tek- in við húsfreyjustarfinu í Hvíta hús- inu. Nýja konan í Hvvta húsinu Deilt um dauðadóm Nítján ára gömul bandarísk stúlka, Paula Gooper, bíður nú af- töku í fangelsi í Indianafylki í Banda- ríkjunum. Dauðadómurinn yfir henni hefur valdið miklum deilum og orðið tilefni til mótmæla víðs veg- ar í heiminum. Jóhannes Páll páfi II. hefur beðið um náð til handa stúlk- unni sem nú stundar háskólanám innan veggja fangelsisins. Þegar Paula var fimmtán ára og vantaði peninga til sælgætiskaupa heimsótti hún gamla konu sem hún sló með vasa í höfuöið og stakk til bana með eldhúshníf. Alls urðu hnífstungurnar þijátíu og þrjár. Cooper, sem var oft mikið að heim- an, játaði sig seka um morð og sagð- ist hafa verið undir áhrifum víns og eiturlyfja. Þijár vinstúlkur hennar, sem voru með henni í þjófnaðarförinni, hlutu ailar langa fangelsisdóma. Ráns- fengurinn var tíu dollarar svo og bif- reið gömlu konunnar sem var 78 ára þegar hún var myrt. Aftöku frestað Það sem gerir mál Paulu frábrugð- ið málum annarra sem bíða aftöku í Bandaríkjunum er að þegar glæpur- inn var framinn var hún enn barn. Síðast þegar kona var tekin af hfi í Bandaríkjunum fyrir glæp sem hún framdi áður en hún náði átján ára aldri var árið 1912. Árið 1986 var hins vegar karlmaður líflátinn fyrir glæp sem hann hafði framiö á unglings- aldri. Vegna áfrýjunar hefur aftöku Paulu verið frestað um óákveðinn tíma. Mannréttindasamtökin Am- nesty International og mannrétt- indasamtök í Indianafylki vinna að því að dauðadómurinn yfir Paulu verði felldur niður. Lögfræðingar hennar eru vongóðir um sigur. í fersku minni i Gary í Indiana er mönnum þó glæpurinn enn í fersku minni. Gamla konan, sem var myrt, Ruth Pelke, bauð oft börnunum í nágrenninu inn til sín til þess að hlýða á frásagnir hennar úr Biblíunni. Þar hafa lög- fræðingar borið fyrir hæstarétti þeim sem tekur fyrir áfrýjunarbeiðni Paulu að enginn vafi leiki á því að það hafi verið ætlun hennar að fremja hrottalegt morð. Hnífurinn hafi mörgum sinnum verið rekinn í gegnum líkama gömlu konunnar. Þegar voðaverkið átti sér stað var samkvæmt lögum í Indianafylki heimilt að taka af lífi börn allt niður í tíu ára aldur. Árið 1987 var lögunum breytt þannig að líflátsdómur var ekki úrskurðaður ef sakborningur hafði framið glæpinn undir sextán ára aldri. Lagabreytingin virkaði ekki aftur á bak og hafði þannig ekki áhrif á mál Paulu Cooper. Sú stað- reynd að þeir glæpir sem fimmtán ára unglingar fremja leiða ekki til dauðarefsingar núna í Indiana þykir mannréttindasamtökum í fylkinu nægjanleg rök til þess að dóminum yfir Paulu verði breytt. 16þúsund aftökur Alls hafa tvö hundruð áttatíu og tveir þegnar Bandaríkjanna verið teknir af lífi fyrir glæpi sem þeir frömdu áður en þeir náðu átján ára aldri. Aftökur í sögu Bandaríkjanna eru alls orðnar sextán þúsund. Nú bíða tuttugu og níu karlar og konur í Bandaríkjunum eftir að dauðadóm- um vegna glæpa, sem þeir gerðust sekir um fyrir átján ára aldur, verði fullnægt. Sumir þeirra eru um þrí- tugt. Aðeins tveir þeirra voru fimmt- án ára þegar afbrotið var framið. Paula Cooper eyðir mestum hluta dagsins í klefa sínum í kvennafang- elsinu í Indianapolis. Hún leggur stund á nám í ensku, sálfræði og stærðfræði gegnum bréfaskóla á veg- um háskólans í Indiana. Hún er sögð hafa mikinn áhuga á náminu. Hugð- arefni hennar eru sögð vera eins og flestra unglinga á hennar aldri. Yfirvöldum í Indiana hafa borist undirskriftir alls tveggja milljóna Evrópubúa sem fara fram á að dauðadóminum yfir Paulu verði ekki fullnægt. Reuter Paula Cooper, yngsti kvenfanginn i Bandarikjunum sem biður aftöku. Paula var fimmtán ára þegar hún framdi morð. Hún er nú nítján ára og hafa mannréttindasamtök farið fram á að dauðadóminum yfir henni verði aflétt. Símamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.