Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1989, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1989, Síða 14
14 FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 1989. Frjálst.óháð dagblaö Útgáfufélag: FRJÁLS FJOLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvaemdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoöarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÖNSSON Fréttastjóri: JÖNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGOLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SiMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 800 kr. Verð í lausasölu virka daga 75 kr. - Helgarblað 90 kr. Nýr forseti Forsetaskipti fara fram í Bandaríkjunum í dag. Ron- ald Reagan lætur af störfum. George Bush tekur við. Reyndar er Bush ekki með öllu ókunnur í Hvíta húsinu í Washington, en hann hefur verið varaforseti Reagans í átta ár. Þar á undan hefur hann gegnt margvíslegum opinberum störfum sem þingmaður, ráðherra, sendi- herra, yfirmaður CIA leyniþjónustunnar bandarísku og sitthvað fleira. Ferill Bush hófst að vísu í atvinnu- rekstri en hann er af auðugri fjölskyldu kominn og er dæmigerður fulltrúi austurstrandarinnar að því er varðar uppruna, menntun og starfsferil. Þótt einkennilegt sé, er heldur óvanalegt að maður með slíka reynslu að baki sem Bush og með svo náin tengsl við valdastofnanir í Bandaríkjunum sé kjörinn forseti. Kennedy var ungur og óskrifað blað, Nixon var af öðru sauðahúsi, Johnson var Suðurríkjamaður, Cart- er utangarðsmaður og jafnvel Reagan kom úr annarri átt. Hann boðaði atlögu að kerfiskörlunum og flutti með ser nýja siði og nýja menn í Hvíta húsið. Bush er hins vegar maður kerfisins og valdaaflanna, í náðinni hjá auðstéttinni og sækir ekki samstarfsmenn til Kaliforníu eða hnetubijóta til Georgíu. Ráðherralisti hans ber það með sér að þar eru reyndir menn og veraldarvanir á ferðinni, menn sem hafa alist upp í embættum og opin- berum störfum og kunna á kerfið. Bush er sjálfur tiltölulega frjálslyndur og raunsær, hefur að vísu verið hallur undir hægri stefnu Reagans en er þó talinn í hópi hinna hófsömu og hógværu í Repúbhkanaflokknum, maður sem fer með löndum. Hann er ekki fuhtrúi byltinga eða breytinga og í eðli sínu praktískur stjórnmálamaður sem þekkir sín tak- mörk. Það er sagt að hann sé ekki fastur fyrir og veik- leiki Bush hefur reyndar verið sá að hann er fremur meðreiðarsveinn en foringi og sætti gagnrýni eftir vara- forsetaferil sinn fyrir að vera óþægilega afskiptur þegar mikilvægar ákvarðanir voru teknar. „Hvar var Bush?“ var upphrópun demókrata og átti að lýsa tvístígandi áhrifaleysi hans. Þessi einkenni á George Bush eru að sjálfsögðu hon- um til trafala. Litleysi hans, ambögur og stefnuleysi gera hann lítið spennandi, enda segja sumir að Banda- ríkjamenn hafi þurft að gera upp á milli tveggja slæmra kosta og valið þann skárri. Forsetakjör hans markar engin tímamót. En á móti kemur að Bush vekur heldur engan ótta um að standa fyrir kolldýfum eða umróti. Hann er maður málamiðlunar og manneskjuleg viðhorf hans verða vonandi til þess að hann lætur ekki hin hörðu lögmál gilda þegar kemur að hinum félagslegu vandamálum Bandaríkjamanna. Ætli hann verði ekki að teljast miðjumaður á mælikvarða íslenskra stjórn- mála. Að því er varðar samskipti Bush-stjórnarinnar við erlend ríki, og þá sér í lagi Evrópu, er ekki að búast við miklum breytingum heldur. Bush er traustur banda- maður í vestrænu samstarfi og fylgir áreiðanlega stefnu Bandaríkjastjórnar eftir, en einmitt á því sviði hefur árangur Reagans verið mestur og bestur. í heild virðist hinn nýi forseti Bandaríkjanna vera farsæll maður. Við getum ekki búist við neinum straum- hvörfum, engum stórumbótum en heldur ekki boðafóll- um. Forsetaskiptin eru nánast eins og þegar faðir af- hendir syni lyklavöldin. Allt í ró og spekt. Kurteisleg kynslóðaskipti. T?llp-H- R QAhríim ■UUVI l I,*; UVIII Uill Forsetar á tali. - Ronald Reagan heimsótti forseta íslands, frú Vigdisi Finnbogadóttur, aö Bessastöðum í tengslum við leiðtogafundinn i Reykjavik fyrir tveimur árum. í skugga Reagans Nú er komið að því að George Bush taki við sem forseti Banda- ríkjanna eftir átta ára bið sem varaforseti Reagans. Bush er fyrsti varaforseti í 150 ár sem kosinn er til forsetaembættisins í beinu fram- haldi. Aðrir varaforsetar hafa tekið viö eftir andlát forsetans. Kjör Bush sýnir fyrst og fremst vinsæld- ir Reagans. Kjósendur vilja hafa áfram það stjórnarfar sem ríkt hef- ur undir hans stjórn og ætlast til þess að Bush haldi við því sem Reagan byggði upp. Þaö yerður ekki auðvelt. Þess verður áreiðanlega langt að bíöa að nokkur forseti öðlist jafnmiklar persónulegar vinsældir og Reagan. Stefna hans sem slík naut aldrei tiltakanlegra vinsælda og var raunar óvinsæl framan af. Það var persónulegt samband Reagans viö kjósendur sem gerði honum kleift að koma svo miklu í verk sem raun ber vitni og persónufylgi hans gerði hann að jafnsterkum forseta sem hann var. Bush hefur enga per- sónutöfra upp á að hlaupa ef á bját- ar. Hann mundi aldrei komast upp með þaö sem Reagan gat leyft sér. Bush verður ekki fyrirgefið ef hann lætur viðgangast aðra eins hneisu og Íran-Contra málið og þingmenn í Washington, sem þorðu ekki til atlögu við Reagan, treysta sér vel til að ógilda þau frumvörp sem Bush kann að reyna að koma í .gegnum þingiö. Stuðningur þjóðar- innar við Bush er í rauninni ekki við hann persónulega heldur við hann sem fulltrúa og merkisbera Reagans. Sú velmegun, sem Reag- an byggði upp, með því að svelta verðbólguna í hel með mjög rót- tækum aðgerðum í upphafi stjórn- artíma síns, lækka skatta og leggja grunn að stóraukinni veltu í þjóð- félaginu, sem aftur skilaði sér í meiri skattatekjum þegar frá leið, er samt byggö upp á óheyrilegum hallarekstri ríkissjóðs, svo gífur- legum að Bush er bundinn langt fram í tímann af þeim fjárhags- skuldbindingum sem Reagan stofn- aöi til og því eru takmörk sett sem hann getur veitt nýju fjármagni í. Að Reagan gengnum, og þeirri bjartsýni og stöðugleika sem hann var tákn fyrir, er alveg eins við því að búast að afturkippur komi í bandarískt efnahagslíf. Sá upp- gangur, sem þar hefur verið stöð- ugur síðustu fimm ár, er reyndar orðinn svo langvinnur að slíks eru ekki dæmi á friðartímum. Þeim mun harkalegar mun samdráttur bitna á Bush þegar og ef hann kem- ur fram. Eina raunhæfa leiðin til að minnka fjárlagahallann er að hækka skatta en Bush er eiösvar- inn andstæðingur þess: Það var íicuis iiciöLíA luioiungcuuiui \j au skattar skyldu ekki hækka. KjaUarinn Gunnar Eyþórsson tréttamaður Baráttan við fjárlagahallann mun skyggja á flest önnur innan- ríkismál í upphafi stjórnartíðar Bush. Bandaríkjastjórn skuldar nú meira en nokkur önnur ríkisstjórn veraldar og Bandarikin eru nú í fyrsta sinn stórskuldug erlendis. Það er þessi skuggahlið á stjórnar- tíð Reagans sem Bush á við að fást. Það ér ekki nóg með að hann hafi staöiö í skugga Reagans síðustu átta ár, hann erfir skuggann líka. Utanríkismál Það er jafnljóst hvert verður stærsta verkefni Bush á alþjóða- vettvangi. Hann verður að bregðast við hugmyndum Gorbatsjovs Sov- étleiðtoga um breyttan samskipta- grundvöll risaveldanna, einhvers konar alþjóðlega perestrojku. Gor- batsjov hefur hrifsað frumkvæðið í samskiptum risaveldanna síðustu tvö ár. í Reykjavík bauðst hann til að útrýma kjarnavopnum og Reagan varð svo hverft við að hann var nærri búinn að samþykkja þaö svo að hershöfðingjar Nato og Banda- ríkjahers, og reyndar sovéska hers- ins líka, örvingluðust. Það er langt í land að raunhæft sé að útrýma kjarnavopnum en skref hafa þó verið stigin í áttina. Gorbatsjov hefur líka ákveðið einhliöa aö fækka í herliði Sovét- manna í Austur-Evrópu um hálfa milljón og það setur þrýsting á Naío að svara í sömu mynt. Gor- batsjov hefur öðlast traust og vin- sældir í Vestur-Evrópu sem enginn Sovétleiðtogi hefur áöur notið og breytt afstaða til Sovétríkjanna þar mun hafa mikil áhrif á afstöðu al- mennings í þessum löndum til Nato og þar með til métings risaveld- anna. Sovétríkin eiga við mikinn innaniandsvanda að stríöa og sá vandi er aðalástæðan fyrir breyttri utanríkisstefnu.. í Austur-Evrópu eru miklar hræringar: Grundvaíl- arorsök kalda stríðsins er skipting Evrópu efljr síðari heimsstyrjöld og eigi kalda stríðinu einhvern tím- ann að ljúka endanlega verðpr því að ljúka þar. Bush er ekki í aðstöðu til að hafa mikil áhirf á þróun mála í Austur- Evrópu en almenn slökun milii risaveldanna ætti að hafa áhrif þar líka í þá átt að Sovétmenn lini tök- in. Á síðustu tveimur árum hefur alls kyns stríðum um víða veröld fækkað mjög og hvergi eru nú ófriðarblikur á lofti. Bandaríkin eru farin að tala við PLO og ísraelsmenn eru að búa sig undir að reyna að starfa með PLO sem gefur fyrirheit um frið í Mið- austurlöndum. Enginn Banda- ríkjaforseti hefur haft jafngóö spil á hendi í deilunni fyrir botni Mið- jarðarhafs og Bush nú. Það ber allt að sama brunni. í utanríkismálum á Bush möguleika á að koma miklu í verk. Áhríf heimskommúnismans eru dvín- andi. Um víða veröld eru menn að átta sig á því aö efnahagslegar framfarir, efnahagslegt frjálsræði og pólitískt frjálsræði fara saman og eru undirstaða velmegunar. Bush tekur við á þeim tíma þegar Bandaríkin og hinn vestræni heim- ur eru ríkjandi, Sovétríkin víkj- andi. Það er í sjálfu sér góður dóm- ur um stjórnarár Reagans. En vel- gengni Bush í utanríkismálum er eftir sem áður háð því að honum takist að hafa traust tök á innan- landsvanda sínum. Ekkert ríki er sterkt út á við nema innviöir þess séu sterkir. Þar ræðst hvernig Bush farnast í utan- ríkismálum. Ef baráttan við skugga Reagans heima fyrir leiðir til sam- dráttar og sundrungar gætu mörg þau tækifæri glatast sem nú blasa við. Gunnar Eyþórsson „Það var persónulegt samband Reag- ans við kjósendur sem gerði honum kleift að koma svo miklu í verk sem raun bar vitni..

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.