Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1989, Síða 17
16
FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 1989.
FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 1989.
33
Iþróttir
fþróttir
Stúfar frá
Englandi
Guiuiar Svembjömsson, DV, Englandi:
1
Robinson hættur
Michael Robinson,
fyrrum leikmaður Li-
verpool, Brighton,
QPR og írska lands-
liðsins er hættur í knattspyrn-
unni vegna þrálátra hnjámeiðsla.
Robinson er 31 árs og hefur leikið
í vetur með Osasuna í 1. deildinni
á Spáni.
Lee til Englands
Sammy Lee, sem áður lék með
Liverpool og enska landsliðinu,
hefur einnig spilað með Osasuna
á þessu keppnistímabili. Hann
vill nú ólmur komast til Englands
áður en markaönum verður lok-
að í mars og fjögur lið hafa sýnt
áhuga, Chelsea, Charlton, Leic-
ester og Sheffield Wednesday.
McGrath út í kuldann
Alex Ferguson, framkvæmda-
stjóri Manchester United, hefur
lýst því yfir að írski landshðs-
maðurinn Paul McGrath leiki
ekki aftur undir sinni stjórn. Upp
úr sauð á dögunum þegar
McGrath tilkynnti rétt fyrir leik
gegn QPR að hann treysti sér
ekki til að spila. Þá kneyfuðu
hann og Norman Whiteside
ótæpilega öl saman á dögunum,
ekki í fyrsta skipti, og höfðu upp
úr krafsinu 2000 punda sekt hvor
sem nemur hálfsmánaðarkaupi
hjá þeim.
Clough í vanda
Brian Clough, framkvæmdastjóri
Nottingham Forest, er ekki búinn
að bíta úr nálinni vegna fram-
göngu sinnar í að; bæla niður
innrás áhorfenda á röll félagsins
eftir leikinn við QPR í fyrrakvöld.
Hann þarf væntanlega að svara
til saka hjá aganefnd enska knatt-
spymusambandsins fyrir að
lumbra á einum fjórum áhorf-
endum. Clough segir að sér hafi
aðeins gengið gott eitt til. Hann
hafi viljaö hindra að áhangend-
um Forest lenti saman við stuðn-
ingsmenn QPR.
Sænski handboltinn:
Þorbergur
skoraði 6
Gunnar Gunnarsson, DV, Svíþjóð:
Y,— Þorbergur Aðal-
JT" steinsson átti mjög
góðan leik með Saab
gegn Katarineholm í
sænsku úrvalsdeildinni í hand-
knattleik í gærkvöldi og skoraði
6 mörk. Það dugöi þó skammt því
Katarineholm vann leikinn,
26-18. Liðin léku einnig í deild-
inni um síðustu helgi og þá vann
Saab, 22-20, á sínum heimavelli.
Þá lék Þorbergur einnig stórt
hlutverk og skoraði'5 mörk.
Malmö missti af gullnum fær-
um til að sigra Ystad í gærkvöldi
og liðin skildu jöfn, 21-21. Ystad
vann þegar félögin mættust
nokkrum dögum áður, 29-27, í
leik sem ekki var síður hörku-
spennandi. Gunnar Gunnarsson
skoraði eitt mark fyrir Malmö í
gærkvöldi og fiskaði fjögur víta-
köst en skoraði 2 í fyrri leikn-
um.
Redbergslid og Lugi voru einu
félögin sem fengu 4 stig út úr
þessum tvöföldu viðureignum
sömu hða. Redbergslid er efst
með 19 stig, Drott 18, Lugi 18,
Sávehof 16, GUIF15, Cliff 13, Kat-
arineholm 11, Ystad 9, Malmö 7,
Karlskrona 6, Saab 6 og Kropps-
kultur 6 stig.
A engan hallað þótl
Tiedemann sé talinn
besti kosturinn
- rætt við íslenska þjálfara í næstu viku, segir Jón Hjaltalín
„I sambandi við þjálfaramál ís-
lenska landsliðsins er markmið HSÍ
að vera alltaf með sem hæfasta þjálf-
ara. Nú gefst okkur færi á að fa einn
besta og virtasta þjálfara heims til
starfa og ég tel á engan hallað, hvorki
á innlenda né erlenda þjálfara, þótt
við teljum að hann sé besti valkost-
urinn í stööunni. Hér á ég við A-
Þjóðveijann Paul Tiedemann. Okkur
gefst líklega tækifæri til þess að fá
hann til starfa þótt það sé enn ekki
útséö. Við geröum a-þýska samband-
inu og Tiedemann sjálfum ákveðið
tíiboð sem þessir aðilar eru væntan-
lega að skoöa núna.“
Þetta sagði Jón Hjaltalín Magnús-
son, formaður HSÍ, í samtali við DV
í gær. Var hann þá spurður hvort á
innlenda þjálfara væri hallað á ein-
hvem hátt í leit sambandsins að arf-
taka Bogdans Kowalczyk.
„Ætlunin er að með Tiedemann,
eða með Svíanum Roger Carlsson,
sem einnig er mjög vænlegur kostur
að okkar áliti, starfi íslenskur þjálf-
ari. Á sá maður að öðlast það mikla
starfsreynslu á næstu ámm að hann
geti tekið viö íslenska liðinu er fram
líða stundir. Ég viöurkenni að það
voru mistök aö fá ekki íslenskan
þjálfara til starfa með Bogdan með
það fyrir augum að taka við af hon-
um er hann hyrfi frá,“ sagöi Jón við
DV.
„Annars er það að minum dómi
afar slæmt að nokkrir þjálfarar, sem
þjálfa í fyrstu deildinni hér heima
og eru jafnframt landsliðsþjálfara-
kandidatar, hafa hótað að gefa ekki
sína leikmenn lausa til starfa með
landsliðinu.“
„Þess má geta,“ sagði Jón ennfrem-
ur við DV, „að teknar verða upp við-
ræður við þá íslensku þjálfara sem
til greina koma í næstu viku um
annað af tvennu: aö gerast aðalþjálf-
arar liðsins eða aðstoðarþjálfarar.
Inni í myndinni hjá HSÍ í þvi sam-
bandi em þeir Árni Indriðason,
Gunnar Einarsson, Jóhann Ingi
Gunnarsson, Viggó Sigurðsson, Þor-
bergur Aðaisteinsson og Þorbjörn
Jenssonsagöi Jón Hjaltalín. JÖG
Islenskir þjalfarar
annars flokks
- í augum ráðamanna HSÍ, segir Hilmar Bjömsson
• Jón Hjaltalin Magnússon, sem hér fagnar sigri á Rúmenum í síðustu heimsmeistarakeppni ásamt Bogdan Kowalc-
zyck og Þórði Sigurðssyni, segir að á engan hátt sé hallað á tslenska þjáifara af hálfu HSÍ varðandi leitina að eftír-
manní Bogdans. Hilmar Björnsson, á innfelldu myndinni, er á öndverðum meiði við formanninn.
„Það kom lítillega til tals snemma
1 haust að ég eða aðrir islenskir þjálf-
arar tækju við landsliðinu ef Bogdan
yrði ekki endurráðinn en ég hafði
þá ekki áhuga og hef hann ekki nú.“
Þetta sagði hinn reyndi handknatt-
leiksþjálfari, Hilmar Bjömsson, í
samtali við DV í gær. Hilmar hélt á
sínum tíma um stjómvölinn hjá
landsliðinu S handknattleik og þekkir
þvi íþróttina hér heima af raun og
einnig víðar eftir áratugastarf á sviði
handboltans.
„Það er mín skoöun að íslenskur
þjálíari eigi að taka við af Bogdan
Kowalczyk," hélt Hilmar áfram í
samtalinu við DV en hann er tals-
maður þess að íslendingur verði arf-
taki Bogdans í kjölfar B-keppninnar
í.Frakklandi.
Menn innan og utan handknatt-
leikshreyfingarinnar hafa nokkuð
skipst í fylkingar síðasta kastið varð-
andi þetta efni. Var Hilmar spurður
hvort hann teldi að á einhvern hátt
væri hallað á íslenska þjálfara varð-
andi eftirgrennslan HSÍ eftir arftaka
pólska þjálfarans.
„Því verður ekki neitað að íslensk-
um þjálfurum hefur verið gert vem-
lega erfitt fyrir j þessu máli,“ sagði
Hilmar í samtalinu við blaðið. „Mér
finnst að ráðamenn HSÍ hafi hrein-
lega gert íslendingi ókleift að þjálfa
liöið með óheillavænlegum vinnu-
brögðum sínum. HSÍ er búið að leita
fanga erlendis, ræða við Roger Carls-
son, Paul Tiedemann og fleiri, og
hefur þannig gefið í skyn að íslensk-
ir þjálfarar séu verri kostur en er-
lendir. Það er hins vegar min skoðun
að þeir séu síst lakari valkostur. Við
íslendingar höfum nýverið hlotið
viöurkenningu á alþjóðlegum vett-
vangi fyrir störf okkar að málum
handknattleiksins. Mér finnst því að
það sé tímabært’að hætta þessari
minnimáttarkennd gagnvart útlend-
ingum. Við höfum séð það að félags-
lið okkar spjara sig vel í Evrópu-
keppni. í þeim em leikmenn að
mestu aldir upp og skólaðir af ís-
lenskum þjálfurum," sagði Hilmar.
„Það er mín skoðun,“ hélt hann
áfram, „að einhver hinna íslensku
þjálfara af yngri kynslóðinni - sem
hafa áhuga, metnað og mikla reynslu
- eigi aö fá að spreyta sig með lands-
fiðið. Ég nefni sem dæmi þá Jóhann
Inga Gunnarsson, Gunnar Einars-
son, Viggó Sigurðsson og Þorbjöm
Jensson. En þvi miður er búið að
loka þessu máh ansi iha fyrír þeim
með þvi að ræða um þjálfim íslenska
hðsins á þann hátt sem gert hefur
verið. íslensku þjálfararnir virðast
greinhega annars flokks í augum
ráðamanna HSÍ,“ sagði Hilmar við
DV. JÖG
Arnór skoraði sigur-
mark gegn Bordeaux
- er greinllega aö komast í góöa æfingu eftir meiðsli
Kristján Bemburg, DV, Belgíu:
„Ég er mjög ánægður með þennan
leik og það var gaman að skora sigur-
markið. Þetta er aht að koma hjá
mér og það eina sem háir mér um
þessar mundir er skortur á betra
leikformi," sagði knattspyrnumað-
urinn Arnór Guðjohnsen í samtali
við DV í gær.
Anderlecht lék í gær æfingaleik í
Frakklandi gegn franska stórliðinu
Bordeaux og sigraöi Anderlecht, 0-1.
Arnór átti mjög góðan leik með And-
erlecht og skoraði sigurmark leiks-
ins strax í upphafi síðari hálfleiks
• Amór Guðjohnsen er kominn á
beinu brautina eftir meiðslin.
með glæsilegum skalla. Franski
lanashðsmaðurinn Yannick Stopyra
var ekki langt frá því að ná foryst-
unni fyrir Bordeaux í fyrri hálfleik
en hörkuskahi hans small þá í
þverslánni.
Eins og komið hefur fram í DV
hefur Amór átt við alvarleg meiðsli
að stríða undanfarna mánuði en
hann meiddist hla í fyrri Evrópuleik
Anderlecht og Mechelen í nóvember.
Nú virðist hann hins vegar á beinu
brautinni á ný og verður fróðlegt að
fylgjast með þessum snjalla knatt-
spyrnumanni okkar er keppnistíma-
bihð hefst á ný hér í Belgíu.
Fjórtán ára Eyjapeyi
hjá aðalliði Hull
- Rútur Snorrason vakti athygli í Englandi
Rútur Snorrason, 14 ára piltur frá
Vestmannaeyjum, æfði um tíma með
enska 2. deildar félaginu Hull City
fyrir áramótin. Rútur, sem er sonur
Snorra Rútssonar, fyrrum fyrirliða
ÍBV, stundaði nám í Hull í þrjá mán-
uði og bauðst þá að æfa með félaginu.
'Það var íþróttakennari skólahs
sem Rútur nam við í Huh sem kom
honum á framfæri við félagið. Rútur
æfði í fyrstu með unglingahði Hull
og vakti þá þaö mikla athygli að hon-
um var boðið aö æfa með aðalhðinu.
Þar stjórnar Eddy Gray fram-
kvæmdastjóri sem margir muna eftir
sem leikmanni með Leeds fyrir rúm-
um áratug. Bakmeiðsli settu þó strik
í reikninginn hjá Rúti og hann var
frá æfingum um nokkurt skeið af
þeim sökum.
„Honum standa allar dyr opnar hjá
Hull og er velkominn þangað aftur
en það er engin sérstök alvara á bak
við þetta, a.m.k. enn sem komið er,“
sagði Snorri í samtali við DV í gær-
kvöldi. Rútur er kominn heim og
spilar með 3. flokki Týs í sumar en
hann hefur einnig verið valinn til
æfinga með drengjalandshöinu og
þykir einn efnilegasti knattspymu-
maöur landsins í sínum aldursflokki.
Þess má geta að í Hull dvaldi hann
hjá frænda sínum, Gústaf Baldvins-
syni, fyrrum leikmanni ÍBV og þjálf-
ara KA, sem starfar þar í borg um
þessarmundir. -VS
Forráðamenn Rangers
eru væntanlegir í vor
- til samninga við Amar Grétarsson
• Arnar Grétarsson: „Alltaf verið draumurinn
að komast í atvinnumennskuna."
DV-mynd HH
Forráðamenn hins fræga skoska
knattspymufélags, Glasgow Ran-
gers, em væntanlegir til landsins
með vorinu. Þeir koma hingað í þeim
tilgangi að ganga frá tveggja ára
samningi við Amar Grétarsson, leik-
manninn unga úr Breiðabliki, en
þeir hafa fylgst með honum í nokkur
ár, eins og DV hefur áður sagt frá.
„Mér hst mjög vel á allar aðstæður
hjá Rangers og það var mjög gaman
að fara þangað í fyrra og æfa með
öllum þessum stórstjömum. Það hef-
ur auðvitað alltaf verið draumurinn
hjá mér að komast í atvinnumennsk-
una og þetta er mjög spennandi,"
sagði Amar í samtali við DV í gær-
kvöldi.
Amar er á 17. ári og lék á síðasta
sumri með 3. flokki Breiðabliks þar
sem hann varð íslands- og bikar-
meistari og ennfremur spilaði hann
með meistaraflökksliði félagsins í 2.
deild og skoraði þar eitt mark. Hann
á að baki á annan tug leikja með
drengja- og unghngalandshðum ís-
lands, sphaði nú síðast með ungl-
ingalandshðinu á alþjóðlegu móti í
ísrael um áramótin. Hann á ekki
langt að sækja hæfileikana því að
bróðir hans er Siguröur Grétarsson,
landsliðsmaður og atvinnumaður
hjá Luzern í Sviss.
„Ég býst við því aö fara til Skot-
lands um mitt sumar ef af þessu
verður og veit ekki hversu mikið ég
myndi þá leika með Breiðabliki. Ég
ætti þó alla vega að geta verið með
í fyrstu leikjunum og fari þetta út
um þúfur spila ég auövitað út sumar-
ið,“ sagði Arnar Grétarsson.
-VS
KR sneri blaðinu við
- vann upp gott forskot Vals og komst áfram í bikarkeppni KKI
• ívar Webster er byrjaður
ný og skoraði 20 stig gegn
að leika með KR á
Val í gærkvöldi.
KR-ingar slógu Val út úr bikar-
keppninni í körfubolta í gærkvöldi
en leikurinn, sem var þrælspenn-
andi, fór fram í íþróttahúsi Haga-
skóla. Lokatölur urðu 84-63 fyrir KR.
Fyrri leikinn vann Valur, 63-50. KR
stóð því uppi með 8 stig i plús.
Lokamínúturnar voru þrungnar
mikilli spennu og þegar um 6 mín.
voru eftir og staöan 69-57 fyrir KR
fékk ívar Webster sína 5. vihu og
varð að yfirgefa völhnn: „Þetta voru
langar 6 mínútur en strákarnir klár-
uðu dæmið. En það er svakalegt að
sitja svona úti í horni og geta ekkert
aðhafst," sagði Webster eftir leikinn.
Jóhannes Kristbjörnsson var best-
ur KR-inga. Matthías Einarsson var
og góður ásamt ívari Webster og Ól-
afi Guömundssyni. Birgir Mikaels-
son var langt frá sínu besta. Jóhann-
es skoraði 24 stig, Matthías 20 og ívar
20.
Tómas Holton var bestur Vals-
manna. Einnig áttu þeir Amar Guð-
mundsson og Hreinn Þorkelsson
góða kafla. Einbeiting hðsins brást á
lokamínútunum. Tómas gerði 22 stig,
Hreinn 11 og Amar 10.
Taugastríð í Firðinum
Það var sannkahað taugastríð á
lokakaflanum í leik Hauka og Grind-
víkinga í bikarkeppni KKÍ í Hafnar-
firöi í gærkvöldi. Haukar sigruðu,
74-67, eftir æsispennandi leik og
tryggðu sér þar með að komast í 8
liða úrshtin.
Sigur Hauka gekk þó ekki átaka-
laust fyrir sig. Grindvíkingar höfðu
unnið fyrri leikinn með 5 stiga mun
og áttu Hafnfirðingar því lengst af á
brattann að sækja í gærkvöldi. Bar-
áttuglaðir Grindvíkingar höfðu und-
irtökin lengst af en á fjögurra mín-
útna kafla undir loltin skomðu
Haukar 17 stig í röö og snera leiknum
sér í hag. Lokamínútumar voru æsi-
spennandi og það var ekki fyrr en á
síðustu sekúndunni að Haukum
tókst að tryggja sér 7 stiga sigur og
komast þar með áfram.
„Það er ekki auðvelt að sigra
Grindvíkinga og því var þetta mjög
ánægjulegur sigur. Við ætlum okkur
stóra hluti í bikarnum en það er enn
löng leið í úrslitin," sagði Einar
Bohason, þjálfari Hauka, eftir leik-
inn.
Pálmar Sigurðsson og ívar Ás-
grímsson skoruðu 23 stig hvor fyrir
Hauka. Guðmundur Bragason gerði
18 stig fyrir Grindavík, Steinþór
Helgason 14 og Ástþór Ingason 13.
Hörkuspenna í Hagaskóla
B-lið ÍS vann Létti öðru sinni með
einu stigi, nú 87-86, í hörkuspenn-
andi leik í Hagaskóla og er komið í
8 hða úrsht. Þangað fara einnig
Tindastóll sem vann ÍS syðra, ,77-67
(áður 102-63), og ÍR sem gjörsigraði
molduxana frá Sauðárkróki, 127-41
(áður 79-64). Þá unnu Haukastúlkur
óvæntan stórsigur á KR, 60-36, í fyrri
leik hðanna í bikarkeppni kvenna.
-HH/RR/VS
1. deild kverrna:
FH vann yfirburðasigur á Vik-
ingi, 25-10, í 1. deild kvenna í
handknattleik í Laugardalshöll-
inni í gærkvöldi. FH hðið lék á
als oddi og skoraöi hvert markið
á fætur öðru og komst í 6-0. Stað-
an í hálfleik var 13-4. FH hélt
uppteknum hætti í síöari hálfleik
og jók muninn enn meir.
Víkingsstúlkan Svava Ýr varð
fyrir því óhappi aö meiöast á
ökkla í byijun leiks og var henn-
ar sárt saknað í vöminni, amiars
var höiö mjög slakt. FH átti góöan
dag. Björg Gilsdóttir var marka-
hæst og einnig varöi Halla vel.
Mörk Vfltings: Inga Lára 3,
Halla 3, Heiöa 3, Jóna l.
Mörk FH: Björg 8, Kristín 4,
Berghnd 3, Inga 3, Éva 3, Rut 1, ■
María 1, Heiöa 1.
-ÁBS/EL
Deildabikarinn:
1 gær var dregið um hvaða hð
mætast í undanúrslitum ensku
deildabikarkeppninnar í knatt-
spymu. Nottingham Forest mæt-
ir Bristol City og West Ham leik-
ur annað hvort gep Southamp-
ton eða Luton. Leikiö er heima
og að heiman. Southampton og
Luton leika aö nýju í næstu viku.
Fyrri leikimir í undanúrslitum
fara firam 12. febrúar en þeir síð-
ari 22. febrúar. Úrslitaleikurinn
veröur á Wembleyleilvvanginum
9. apríl næstkomandi.
-JKS
ísland beið mjög nauman ósigur fyrir Finnum, 3-4, í fyrsta leik sínum í Evrópu-
keppni b-þjóða í badminton, Helvetia Cup, sem hófst í Búdapest í gær. ísland var yfir
eftir fimm leiki en tapaöi tveimur siöustu á oddaleikjum, þeim síöari upphækkuöum,
og ahs stóö viðureignin yfir í hálfan fimmta klukkutíma.
son og Guörún Júhusdóttir töpuðu. Þá imnu Broddi og Þorsteinn Páh tvíliðaleik karla
en síöan töpuöu Þórdis og Guðrún mjög naumlega. Loks biðu Guðmundur Adolfsson
og Inga Kjartansdóttir lægri hlut í æsispennandi tvenndarleik í lokin. Belgía vann ítal-
íu, 7-0, en ísland mætir báöum þessum þjóðum í dag.
-VS
Stórmót og Ómar á Nesinu
Stórmót íþróttafréttamanna og Adidas í innanhússknattspymu veröur haldið um
næstu helgi í íþróttahúsinu á Seltjamamesi. Átta Uð leika í tveimur riðlum, í öðrum
hð KR, KA, FH og Gróttu en Uð Fylkis, Akraness, Fram og Vals í hinum. Keppni hefst
klukkan 13 á sunnudag með leik mhli KR-inga og heimamanna en henni lýkur síðan
milli klukkan 18 og 19.
Bryddað verður upp á ýmsu sprelh meðfram hinni alvarlegu keppni. Hið heimsfræga
stjörnulið Ómars Ragnarssonar etur kappi við nafntogað kapphð íþróttafréttamanna
og ef til vih er von á leynigesti. Fuh ástæða er til að hvetja fólk til að koma og sjá innan-
hússknattspyrnu eins og hún gerist best á íslandi.
JÖG
m
I
Þaö var mikU spenna í leik Hauka og Grindvfltinga í bikarkeppni KKÍ í Hafnarfirði
í gærkvöldi. Spennan var ekki minni á áhorfendapöllunum og þá sérstaklega hjá stuðn-
ingsmönnum Grindvfltinga sem voru óhressir þegar Uö þeirra féll út úr bikamum.
Suðumesjamenn voru ekki ánægðir með frammistöðu dómaranna og vUdu kenna
þeim um tapiö. Þaö sauð síöan upp úr eftir leikinn þegar einn aödáenda Grindvfltinga
vatt sér aö Gunnari Valgeirssyni, öðrum dómaranum, og gaf honum vel útilátið kjafts-
legra gerðist. Þetta leiðindaatvik gæti haft einhverjar afleiðingar, enda alvarlegt mál
að dómarar skuli vera í beinni hættu eftir leUti.
-RR
AÐALFUNDUR
knattspyrnudeildar Fram verður í kvöld, föstudaginn
20. janúar, í Framheimilinu kl. 20.30.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.
KNATTSPYRNUDEILD FRAM