Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1989, Side 25

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1989, Side 25
FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 1989. 41 Lífsstfll „Það er rífandi sala á útsölunni núna,“ sagði Sigurbjörg, verslun- arstjóri í Hummel-búðinni í Ár- múla. „í dag er fyrsti útsöludagur- inn og fólk var farið að bíða við dyrnar þegar við opnuðum. Stefn- an er að selja sem mest því von er á nýjum vörum enda útilífsvörur mikið til bundnar árstíðum.“ Sigurbjörg sagði að fólk virtist ekki í ijárhagsvandræöum þrátt fyrir að stutt væri liðið frá jólum. Til að hjálpa upp á sakirnar hafa margar verslanir fært úttektar- tímabili kreditkortanna um nokkra daga í von um betri sölu. Þeir verslunareigendur, sem DV tók tali, voru sammála um að kred- itkortin væru meira notuð en reiðufé'enda munu flestir greiða fyrir jólainnkaupin um næstu mánaðamót og munu því vilja fresta greiðslu á útsöluinnkaupun- um enn frekar. í Hummel-búðinni var fólk á öll- um aldri og af báðum kynjum. Mest bar þó á konum í inríkaupa- hugleiðingum og voru þær meira að kaupa á aðra en sjálfar sig. Við tókum eina konuna tali og spurð- um um útsölur almennt og gæði útsöluvörunnar. „Ég er ekki aö kaupa neitt á mig núna,“ sagði Ragnheiður Nikulás- dóttir. „Ég er að hugsa um að kaupa þennan galla fyrir manninn minn og ýmislegt annað handa öðr- um. Ég keypti hér í fyrra mjög góð- ar úlpur og ætla að kíkja á þær aftur í ár. Að minu mati hafa útsöl- ur stórbatnað síðustu ár. Nú eru nýjar og nýlegar vörur settar á út- sölur með góðum afslætti en áður fyrr var meginuppistaðan gamalt drasl. Ég hef það að markmiði að kaupa ekki nema útsölur séu góðar og vil velja mjög vel úr því sem í boði er.“ Afar góðar útsölur í Hagkaup í Kringlunni var tölu- vert annríki og margir að spá. Tvær konur voru að bera saman alls konar barnafatnað og framboð- ið var greinilega að þeirra skapi. „Við erum búnar að rölta um Kringluna og sjáum ekki betur en útsölurnar séu mjög góðar,“ sögðu Hulda Jóhannesdóttir og Hjördís Þórarinsdóttir. „Einna lélegast flnnst okkur úrvalið í skóbúðunum en það fer sjálfsagt eftir smekk manna. Hér erum við að skoða barnafot og erum alveg hæst- ánægðar með úrvahð og verðiö." Þær bentu á barnagalla sem kost- aði áður 1999 kr. en kostaði nú að- eins 999 sem er meira en helmings afsláttur. Vinkonurnar voru alveg á því að útsölur í ár væru betri en áður og færu reyndar batnandi ár frá ári. Áður fyrr hefði meira drasl verið á útsölum en nú „getur mað- ur klætt sig upp fínt og huggulega á útsölum", sagði Hjördís. Kortatímabili flýtt Næst lá leið okkar niður í bæ og við litum inn hjá P&Ó við Austur- völl. Þar stendur útsalan einungis yflr í þrjá daga, frá mánudegi til fimmtudags. Að sögn annars eig- andans, Jóns Ólafssonar, var góð sala á útsölunni. „Við flýttum úttektartímabili kreditkortanna um nokkra daga til hagræðingar fyrir kúnnana okk- ar,“ sagði Jón og bætti við að kred- itkortin væru nú mest notuð í jóla- innkaupunum og fæstir væru því með reiðufé. Jón var á þönum að þjónusta eldri mann sem var í kaupahugleiðingum. Best leist honum á blá jakkaföt sem kostuðu 10.900 krónur en kostuðu áður 17.600. Honum leist vel á útsöluna og taldi góð kaup að fá slík „fínirís- föt“ fyrir tæpar 11 þúsundir. Versl- unin var líka með útsölu á skóm sem lækkað höfðu úr 8.600 krónum í 4.500 krónur. Alltað helmings afsláttur Almennt virðast útsölur í Reykja- vík vera mjög góðar og voru kaup- Útsölurölt . % Cv Hulda Jóhannesdóttir og Hjördis Þórarinsdóttir voru ánægðar með útsölurnar í ár og töldu þær alltaf fara batnandi. Þær voru að skoða föt á litlu barnabörnin og voru ánægðar með afsláttinn. Hjördís sagði að auðvelt væri að fata sig fínt og huggulega á útsölum. DV-myndir GVA Oft eru sérstök horn í verslunum undir sértilboðin og þar má oft finna góða vöru fyrir litið verð. Hér er verðið alveg „búmm“ eða 500 kall. Þessi stutti snáði hafði mikinn áhuga á hattakaupum en þó afslátturinn væri góður þótti ekki ástæða til að kaupa hann strax. I mörgum tilfellum má gera góð kaup á útsölum ef vel er leitað. Því þarf að velta hlutunum fyrir sér eins og þessar frúr gera fyrir utan einn verslunar- gluggann í Kringl- unni. HjáP&O varþessi herra að leita að jakkafötum með að- stoð eigandans, Jóns Ólafssonar. Fötin, sem áður kostuðu 17.600, lækkuðu niður í 10.900 og þykja það góð kaup. endur, sem rætt var viö, töluvert ánægðir. Fólk benti sérstaklega á aö helmings afsláttur væri algeng- ur og það á nýjum og nýlegum vör- um. Nýjustu vörurnar væru þó ekki seldar nema með 30% afslætti en við það mætti líka vel una því það munaði um minna á þessum síðustu og verstu tímum. Ein kona tók sem dæmi fallega kvendragt úr vönduðu efni sem hún hefði íhugað kaup á fyrir jól. Þá kostaði dragtin 14.000 krónur en kostaði núna 7.000 krónur eða helminginn af því sem hún kostaði áður. Sú hin sama taldi mánaðarbið alveg 7.000 króna virði. Hún sagðist sjálf oft bíða með innkaup á fatnaði fram yfir áramót og kunningjakonur hennar gerðu slíkt hið sama. Að vísu væri kannski ekki alltaf hægt að ganga að fyrirfram ákveðnum hlutum en þá byðist bara annað í staðinn. Barnafatnað, sem oft á tíð- um væri allt of dýr, væri mjög hag- kvæmt að kaupa á útsölum því þá byðist góð vara á góðu verði. Forráðamenn verslana voru sammála um að samkeppnin væri orðin slík að ekki dygði annað en að bjóða góða vöru með miklum afslætti. Almenningur gerði líka mun meiri kröfur um gæði og vildi síst láta plata sig. Tískustraumar gerðu það líka að verkum að versl- anir yrðu að vera tilbúnar með nýja vöru fljótt og þá verður að losna við það „gamla“ sem fyrst. Útsölur eiga að vera útsölur Eins og áður sagði er afslátturinn almennt frá 30-50%. Einstaka verslun auglýsir þó útsölu þar sem aðeins lítill hluti vörulagersins er seldur með 30-50% aflætti. Síðan Neytendur eru fullar slár með fatnaði sem seldur er með aðeins 15% afslætti. Slíkt finnst flestum of lítið og jafn- vel hálfgert svindl. Einn viðmælandi okkar benti á að kaupandinn yrði því að vera vel vakandi og íhuga kaupin vel. Fata- kaup á útsölum kreíjast oft mikils tíma því með rölti á milli búða er hægt að gera verðsamanburð og hagstæðari innkaup. Verðmerkingar Til að auðvelda kaupandanum innkaupin á útsölum verður varan að vera vel verðmerkt. Á verðmið- anum verður að koma greinilega fram hvað varan kostaði áöur og hvað hún kostar á útsölunni. Al- mennt virðast verðmerkingar í lagi og í mörgum tilfellum mjög greini- legar. Samt vill brenna við að verð- leiðbeiningar séu slakar. Sem dæmi má nefna verslun með mörg- um aðskildum slám. Afslátturinn er tilgreindur á miða fyrir ofan slárnar - oft í þeirri hæð sem augað nemur ekki strax - en síðan eru engar afsláttamerkingar á flíkinn sjálfri, aðeins upprunalega verðið. Þetta veldur oft miklum heilabrot- um, því hver getur reiknað í hug- anum á svipstundu hvað 12.960 verður mikið þegar afslátturinn er 30%. -JJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.