Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1989, Page 5

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1989, Page 5
ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 1989. r>v Viðtalið Börn eru besta fólk Nafn: Jöhanna Þorsleinsdóttir Aldur: 43 ára Staöa: Leiðbeinandi „Það eina sem mér finnst leiðin- legt er fótbolti. Áhugamái mín eru margvísleg og ég hef gaman af öllu sem ég tek mér fyrir hend- ur. Ég hef það móttó í lífinu að þótt ég sé komin í eitthvert starf þá hætti ég ekki aö leita mér að atvinnu. Það er mjög gaman að byrja á nýjum vinnustað, kynn- ast nýju starfi og nýju fólki,“ seg- ir Jóhanna Þorsteinsdóttir sem nú situr á þingi fyrir Samtök um kvennalista i forföllum Málm- fríöar Sigurðardóttur. Er þetta í fyrsta skipti sem Jóhanna situr á þingi. „Eg hef ekki verið sérlega virk í pólitík þar til nú. Ég starfaði reyndar á vegum Alþýðubanda- lagsins í neftidum hjá Akur- eyrarbæ, þar á meðal bama- vemdamefnd, en hætti í Alþýðu- bandalaginu, og nefndarstörfún- um, 1975. “ í svæðameðferö Jóhanna er leiðbeinandi að Lundi í Öxarfiröi og Skúlagarði í Kelduhverfi í vetur en á lög- heimili á Akureyri Hún er fædd og uppalin á Þórshöfn á Langa- nesi þar sem hún bjó til tvítugs- aldurs. Þá bjó hún i Svarfaðardal í 6 ár og fluttist síðan til Akur- eyrar þar sem hún hefúr átt lög- heimih sfðan. „Ég var í húsmæðraskólanum á Laugalandi einn vetur, 1961- 1962, og í skóla lffsins eftir það. 1972 útskrifaðist ég sem sjúkra- liði frá fjóröungssjúkrahúsinu á Akureyri og starfaði sem sjúkra- liði næstu árin eftir þaö. Ég fór til Vedbæk i Danmörku til náms í svæðamerferðarfræðum 1976 og iauk því námi 1977. Nokkru síðar fór ég í Menntaskólann á Akur- eyri þaðan sem ég útskrifaðist 1985. í vetur starfa ég sem leið- beinandi." Bækurumkonur Jóhanna ólst upp hjá móöur sinni, Þurföi Jónsdóttur, aö mestu en faðir hennar, Þorsteinn Ólafsson, dó þegar Jóhanna var 14 ára. Jóhanna er yngst fiögurra systkina. Þau era: Skúli Þór, kennari aö Laugum í Reykjadal; Þórann, stöðvarstjóri Pósts og sfma á Þórshöfn; Jóna, starfs- . maöur Þórshafnarhrepps og Óh Ægir, útgerðarraaður á Þórshöfn. Jóhanna er gift Óttari Einarssyni kennara og eiga þau þrjár dætur; Steinunni, 25 ára, Guörúnu Am- björgu, 24 ára og Þuríði, 20 ára. Jóhanna á einn dótturson sem er í miklu uppáhaldi hjá ömmu. „Eins og ég sagði áöan hef ég áhuga á mörgu en þegar maöur þarf að sjá fyrir sér sem leiö- beinandi getur maður ekki sinnt mörgum áhugamálum. Þaö fer mikill tími í kennsluna en böm eru besta fólk og gaman að vera með þeim. Fyrir nokkrum árum byijaði ég að safha hvers kyns bókum um konur. Það er mjög gaman að lesa um konur sem eru mjög ólikar en eiga um leið svo margtsameiginlegt.“ -hlh m A HLJOMTÆKJUM G SJÓNVARPSTÆKJUM MEÐAN BIRGÐIR ENDAST' Fermingargjafirnar borgar sig að kaupa strax. Greiðslukjör eins og þau gerast best. Toshiba System 12, með hátölurum, 2x20 sinus vött, 5 banda tónjafnari. Verð áður kr. 42.100, nú kr. 29.900 Toshiba SL 3047 samstæða með hátölurum. Verð áður kr. 29.930, nú kr. 23.650 Toshiba RT 7026. Verð áður kr. 11.900 nú kr. 9.900 Tatung 21" með flöt um skjá, fjarstillt. Verð áður kr. 62.900, FOK PUU. SPtCIFICATION Df.TAILS SEE PACtS K Tatung Super samstæða með hátölurum og geisladiski. Verð áður kr. 76.360, nú kr. 41.900. Radionette RN 783 með hátölurum. Verð áður kr. 18.150, nú kr. 15.500 Tatung 20" sjónvarpstæki. Verð áður kr. 39.900, nú kr. 31.500 nú kr. 56.600 Þetta er aðeins brot af tilboði ársins, líttu inn, tækin

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.